Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingur

						91
svo stöddu. |>etta er að svo miklu leyti rjett, sem ætla
má, að forseti fái þennan reikningshalla leiðrjettan hjá
stjórninni, samkvæmt ályktun alþingis í sumar. j>á segir
hann, að ef jafnað sje 1 sk. á hvern dal af 135,144 rd.
41 sk. jarðaafgjaldanna árið 1859, þá gefl það í aðra
hönd 1408 rd.; rjettara væri þó 1407 rd. 72 Va sk. f>etta
eru nú smámunir; en hitt er merkilegast, er þjóðólfur
fer að telja á flngrum sjer, hversu miklu jafna hefði átt
niður í vor; hann flnnur þá, að jafna hefði átt einungis
niður 3/4 hlutum af skuldinni fyrir alþingi 1861. En má
jeg nú spyrja: átti þá eigi að jafna niður þetta ár helm-
ingnum af alþingiskostnaðinum ísumar? Eg ætla það sje
sjálfsagt, því búið á að vera að endurgjalda þann kostnað,
úður þing er haldið 1863, og verður því að lúka hann
fjárhagsárin 1861—62 og 1862—63, eins og þingnefndin
hefur sagt. Fyrst nú þjóðólfur hefur gleymt þessu, þá
er eigi að kynja, þótt hann álíti, að eigi hafi þurft að
jafna niður á jarðagjöldin meir en »3VaSk., eða í allra-
mesta lagi 4sk.«, eins og hann sjálfur segir. En gjör-
um nú, að alþingiskostnaðurinn núna verði 11,000 rd.eð-
ur nokkru minni en siðast, þá hefði átt, auk skuldarinnar
eptir reikningi þjóðólfs, að jafna helmingnum niður í vor
eður 5,500 rd., og % þar af á jarðirnar eður 4,125 rd.,
og verður það 3 sk. til ádalhvern; því hafijarðaafgjöldin
verið 135,144 rd. 41 sk. í vor, eins og þau voru 1859,
þá fást 4,223 rd. 25 sk., ef 3 sk. er jafnað niður á dal
hvern, og verður það þá tilsamans 6V2 eður 7 sk. tollur.
j>etta verður þá sem næst reikningi stiptamtmanns í vor.
j>ar sem nú |>jóðólfur að síðustu segir frá málalyktum á
alþingi í þessu máli, þá er frásögn hans næsta ófullkomin
og fremur vilhöll; en honum er mikil vorkunn, því »jafnan
rennur blóðið til skyldunnar«, og »f>jóðólfur« til forseta.
Ef þú nú, »íslendingur« minn, tekur viðgrein þess-
ari af mjer, þá skal jeg reyna við tœkifœri að senda þjer
grein um það, hvernig jeg ætla að finna skuli, hversu
mörgum skildingum jafna eigi niður að vori, ef enginn
verður fyr til þess.
Hrólfur Asgrímsson.
(Aðsent).
J>að var mikil gleðifrjett, er jeg nýlega heyrði, sú,
að stiptsyfirvöldin hefðu skikkað kand. Odd Gíslason til
prests út í Grímsey; það vita allir, að þessir vesalingar
hafa nú lengi verið prestlausir að kalla má, og munu opt
hafa haft að undanförnu ljelega presta; eru þar hjá þarna
úti á eyðiey, þar sem því nær aldrei maður kemur úr
landi, og sem þess vegna því nær aldrei mann sjá; það
hlýtur því að koma þeim að góðu liði í þeirra að líkind-
um bágborna sálarástandi, að fá útlærðan kandídatí guð-
frœðinni fyrir prest. En það eru eigi að eins Grímsey-
ingar einir, sem fagna mega yfir þessari röggsemi stipts-
yfirvaldanna, heldur gjörvallt landið; því það er auðsætt,
að hún hlýtur líka að bera hina gleðilegustu ávexti fyrir
það í mörgu öðru tilliti. J>að er sumsje öllum kunnugt,
að læknaembættin hafa hjer á landi í mörg ár staðið og
standa enn óveitt, og að stjórnin hefur, að því leyti sjeð
verður, aðgjörðalaust horft á það, hvernig landsfólkið hef-
ur víða dáið niður, án þess nokkur hafi verið til aðlíkna
eða bjarga því í veikindum þess; eins er það og alkunn-
ugt, að sýslumannaembættin hjer á landi hafa stundum
verið veitt ómenntuðum mönnum, sem að eins lært hafa
dönsk lög, en sem samt er ekki trúað fyrir dómaraverk-
um í sjálfri Danmörku, þar sem þessilög þó einmitt gilda,
og að Ijelegu sýslurnar samt þrátt fyrir þetta opt hafa
mátt standa árunum saman óveittar, og bœndamenn með-
an gegnt þar bæði dómaraverkum og öðrum sýslumanna-
störfum. Mega menn nú ekki fulltreysta því, segi jeg, að
þegar stjórnin sjer þessa röggsemi hjá stiptsyfirvöldunum,
muni hún ekki verða minni, heldur senda oss hið bráð-
asta, þegar hún fær þetta að heyra, og það undir eins
að vori komanda, nógu marga útlærða kandídata í lækn-
isfrceði og lögum, annaðhvort íslenzka, eða, ef þeir eru
ekki til, danska, í öll þessi lækna- og sýslumanna-embætti,
sem nú standa auð? því »|>jóðólfur« fullvissar oss bœnd-
urna um, að stiptsyfirvöldin hafi fullkominn myndugleika
til, að troða upp á útlærða kandídata í guðfrœði þeim ves-
aldar-brauðum, er engir vilja sœkja um, en þá getur ekki
heldur stjórninni borið minna vald, en stiptsyfirvöldunum.
Mjer hefur nú komið til hugar, hvort hreppstjórar þessu
samkvæmt ekki mundu mega skikka unga menn, einkum
þá, er hafa upp alizt á sveit, til að vinna svo sem 2 eða
3 ár hjá bœndum þeim í sveitinni, sem geta ekki hjú
fengið, og lítið hafa til að gjalda þeim? J>etta gæti þá
hamlað því, að ýmsir bœndur fœru á sveit, sem nú mega
til að gjöra það, af því þeir geta ekki goldið hjúum kaup,
og vantar því nœga fyrirvinnu. Líka hefur mjer hug-
kvæmzt, hvort ekki mundi mega rýra nokkuð tekjur sumra
embætta hjer á landi við það, sem þær nú eru, og gjöra
þau að skikkunarembættum; því þar við kynni þó að spar-
ast talsvert fje.                  S. T.
Hugvekja
um alþýðleg fornfrœði.
Eins og nú er farinn að vakna áhugi hjá mörgum
íslendingum og tilfinning fyrir því, að það sje ómaksins-
vert, að rifja upp fyrir sjer fornöldina, má ganga að því
vísu, að bókmenntafjelagið hefur, eins og svo opt áður,
unnið mörgum þægt verk, þegar það prentaði í »Safni til
sögu íslands« í ár »athugasemdir við Egilssögu Skallagríms-
sonar eptir Magnús prest Grímsson«, og »skýringar yfir
örnefni í Landnámu og Eyrbyggju í þórnessþingi hinuforna,
eptir herra Árna Thorlacius«; því allar þessar fornsögur
verða góðum mun ljósari og aðgengilegri eptir en áður.
En eins er það á hinn bóginn vonandi, að þetta fyrirtœki
bókmenntafjelagsins örfi aðgætna fróðleiksmenn, semþegar
hafa látið sjer skiljast nauðsyn þessa, til að safna í eina
heild, hver í sínu hjeraði, öllum slíkum athugasemdum
og skýringum, sem auðið er að fá um hvert byggðarlag
fyrir sig, sem fornsögurnar fara orðum um, og þar með
öllum sögnum og munnmælum, semþarað lúta; því slíkt
mundi verða ekki leysi fróðleikur, ef það kœmi allt saman
á einn stað, þar sem því væri haldið til haga.
f>essi hugsun hefur vakað fyrir mjer býsna-lengi, að
oss vantaði mikið og margt í þessa stefnu, og því samdi
jeg 1858 greinarkorn, sem jeg kallaði »Hugvekju um al-
þýðleg fornfrœði«, og sendi afskriptir af henni flestum
skólabrœðrum mínum og ekki allfáum leikmönnum hjer á
landi, sem jeg þekkti að frœðimönnum og fróðleiksvinum,
og bað þá um, að senda mjer sögur um það og lvsingar
á því, sem til var tekið í hugvekjunni. Af þvi jeg þótt-
ist hafá tekið eptir því, að það væri ekki einhlítt, að skora
opinberlega á menn í blöðunum, ef ekki væri jafnframt
að hafzt í kyrrþey, valdi jeg heldur þessa aðferð, þó hún
væri margfalt evíl^dn, en ef jeg hefði látið prenta hug-
vekjuna, og sent hana svo. Jeg kom mjer þáekkiheldur
almennilega til þess, að láta hanasjást áprenti að sinni;
en Jón Borgfirðingur á Akureyri, frœðimaður og vinur
minn, g.jörði mjer þann greiða, að láta prenta hana í
»Norðra«, 13.—14. blaði, 1859. J>etta var mjer einhver
notalegasti greiði,  eptir þeim undirbúningi,  sem þá var
¦
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96