Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Norğanfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Norğanfari

						¦83 —
muni geta fengist óbrotnara eða betra. —
Eu þar er aptur aðkomumanni að mæta,
og tekur hann enn til máls á þe'ssa leið :
það er sá stói-galli á fyrirkomulagi pví
er sira Arnljótur styngur uppá, að par er
að míklu leyti horfið frá þeirri rjettlætis-
reglu, að miða skattinn við efnahag og kring-
umstæður; því jeg þekki til þess, um marga
menn, er eiga að nafninu ábýli sitt. — þeir
hafa sem sje eignast það að óðali eptir
feður sína, mest af tryggð við æskustöðvar
sínar að þeir hafa orðið að vera í æfinleg-
um skuldum og skorti, og jafnvel í harðari
árum hafa þeir eigi getað komið jörðinni í
verð, þótt þeir hafl reynt það, til þess að
geta viðunanlega við haldið lífi sínu og
sinna. það hefir verið fært til meðmælis
þossu fyrirkomulagi, að það miðaði til þess,
að sem fiestir eignuðust ábýli sitt, en þetta
mundi reynast á annan veg, og skal jeg
segja ykkur, piltar góðir, dæmi uppá það:
Jeg er borinn, barnfæddur og uppalinn á
Grund, sem er 20 hndr. að dýrleika, faðir
minn sæll átti jörðina. og fjell húntilskipta
í dánarbúi hans á næstl. vori; að frádregn-
um skuldum, er á búinu voru, var það
lítíð annað, er til skipta kom, en jörðin.
Nú, með því jeg var búinn að reisa bú-
hokur á litlum parti jarðarinnar, hafði þeg-
ar nokkra fjölskyldu og ekki góða úrkosti
með jarðnæði, með því líka að jeg var fyrir
löngu búinn að hugsa fram á jarðabætur,
er með nokkur hundruð króna tilkostnaði
jnundi, að ætlan minni, auka afarð jarðar-
innar, máske um % part, þá rjeðist jeg í
að kaupa að samerfingjum mínum 4/5 jarð-
arinnar fyrir 2500 krónur; tók jeg það allt
að láni hjá auðmanni nokkrum uppá 5%
leigu, og hefir hann jörðina að veði. Ef
nú hin umrædda uppástunga yrði að lögum,
þyrfti jeg að gjalda 20 krónur í skatt; sje
jeg þá, að ljettir á mjer útgjöldum, ef jeg
sel jöroina, en þá er hættan á, að úti sje
um ábúðarrjettinn, og eigi sje gjörlegt fyr-
ir mig, að leggja út í jarðabæturnar; og
þar sem nábúi minn, sem á cflaust þrefald-
ar eigur við mig, er býr á þjóðeign, 11
hndr. að dýrleika, þyrfti að eins að gjalda
5 kr. 50. aur. í skatt, þá yrði sá ójöfnuður
mjer svo tilfinnanlegur, að það hvetti mig
til að sleppa jörðinni, því mjer finnst hið
háa skattgjald væri sem „sekt" fyrir tryggð
við föðurleifð mína, og hinn brennandi á-
huga á jarðabótum, er mest hvöttu mig til
að halda í jörðina. Og illa þykir mjer
það fara, ef nokkrar þær ákvarðanir kom-
ast í lög, hvort heldur eru skatta- eða land-
bunaðarlög, er líka sem stigi á háls fram-
gjörnum atorkumönnum, svo þeir vegna fje-
leysis og kúgunar neyðist til að leggja sig
niður í gamla ómennskufletið.
Húsmaður kvaðst aú eigi geta neitað
þvi, að ójöfnuður kynni að koma fyrir, þeg
ar svona stæði á, en segir samt: vertu hæg-
ur vinur! byggðu mjer íiú hálfa jörðina,
skal jeg gjalda þjer eptir hana samkvæmt
þeirri rentu, er þú þarft að gjalda, og svo
allan skattinn að helmingi móti þjer,
og láttu nú sjá! — þá tekur bóndi fram
í, og segir að hjer komi nú fram ljós vott-
ur um þann annan aðalgalla á hinum háa
fasteignarskatti, er þegar hafi verið bent á,
þar sem húsmaður bjóðist nú til að gjalda
allan skattinn af jarðnæði sínu, mundi svo
víðar til ganga, að skatturinn færist allur
á leiguliða, von bráðar; og kæmi það harð-
lega niður á mörgum fátæklingi, einkum
þá athugaður er hinn þriðji anmarki á þess-
ari skattgjaldsreglu, 'nefnilega að einn og
hinn sami skattur yrði kúgaður af bændum
hvernig sem í ári lætur. — Fjell svo niður
talið um ábúðina á Grund, og að lokum,
urðu þeir ásáttir um það, að eingin þessi
umrædda uppástunga mætti verða ó b r e y 11
að lögum. Tóku þeir sig síðan saman um,
og hjetu hver öðrum að hugsa nú alvar-
lega um málið, hver í sínu lagi, einn mán-
aðartíma, og finnast svo aptur til þess að
reyna að koma saman meiningum og skoð-
unum sínum. —• Nú er jeg orðinn þess
vísari, að þeir hafa samið eptirfylgjandi:
Álitsskjal,
til þess að leggja fram á sýslufundi í vor.
það er hvorutveggja, að blöðin í vetur
hafa eigi látið sitt eptir liggja í því, að
hvetja menn, bæði beinlínis og óbeinlínis,
til íhugunar á skattamálinu, enda mætti
það liggja hverjum búandmanni í augum
uppi, að það mál er svo viðriðið hag þeirra
allra, að þeir — þótt fáfróðir alþýðumenn
sjeu — ættu eigi að láta sjer það eingu
skipta, heldur færa sjer sem bezt í nyt
hinar ágætu bendingar og upplýsingar, er
komið hafa nú fram í báðum hinum norð-
lenzku blöðum vorum, og reyna svo, með
hliðsjón af kjörumsínum og kringumstæðum
að komast til sjálfstæðrar sannfæringar um
það, hvernig skattanálinu verði ráðið til
lykta, sem hagfeldast almenningi. þetta
höfum vjer í fáfræði vorri leitast við að
gjöra, og leyfum vjer oss nú að láta hier í
ljósi skoðanir vorar á því umrædda máli.
þótt  fæstum af almenningi hafi gefist
kostur á, að líta augum, verk hinnar heiðr-
uðu skattamálsnefndar, í fullkominni mynd,
þá er nú svo góðum mönnum fyrir að
þakka, að aðalatriðin eru orðin alkunnug.
I annan stað heíir komið fram uppástunga
Arnljóts prests Olafssonar, til íhugunar
fyrir alþýðu. þetta hvorutveggja höfum
vjer reynt að skoða nákvæmlega, og er það
sannfæring vor, að hvorugt ætti að lögum
að verða, án töluverðrar breytingar í því
er snertir skattgjald bænda; og skulum vjer
í fám orðum benda á það, er oss finnst
athugaverðast við hvort um sig.
Hið fyrsta, er oss þykir athugavert við
uppástungur nefndarinnar í fyrsta frumvarpi
hennar er það, aðhjá öllum þorra bú-
enda hækka þinggjöld að nokkrum
mun, meira og minna. þetta kom oss því
heldur óvart, sem oss var orðið kunnugt
það álit margra hygginna manna, að hinir
beinu skattar þyrftu 0g ættu heldur að minka,
en í þess stað bæri að leggja toll á verzlun;
oss er t. a. m. kunnugt, að bænarskrár komu
til þingsins 1875, er lögðu þetta til mála,
og að þíngmenn einnig á því þingi, ljetu í
ljósi þessa meiningu. Vjer leyfum oss sjerílagi
að skírskota til álits nefndarinnar í víntolls-
málinu, er skipað var góðum og hyggnum
mönnum, þar sem hún í 2. niðurlagsatriðí
kemst þannig að orði: „Með því nú er í
ráði að setja nefnd til að ihuga hvernig
breytt yrði hinum beinu sköttum bjer á
landi svo, að þeir kæmu haganlegar á gjald-
stofninn en nú á sjer stað, þá virðist oss
sjálfsagt, að nefndin skoði eigi málið
einungis frá þessari hlið, heldur líti á það,
hvort eigi mætti lækka nokkuð hina
gömlu beinlínis-skatta, með því að leggja á
óbeinlínis-skatta; og því væri rje.ttast að
fela skattanefndinni á hendur málið um
toll á munaðarvöru" (sbr. Alþt. 11. bls. 43.).
þessi sama meining lýsir sjer í ræðum
þingmanna á fieiri stöðum, og vjer þorura
að fullyrða, að það er samkvæmt meiningu
margra  skynsamra  manna  meðal  alþýðu1
1) Af því, er hjer var skírskotað til
skilst oss, að þingið haíi ætlað sig meiga
ráða nokkru um verkefni nefndarinnar,
eins og vjer lika, frá þvi þessi nefnd var
fyrst á nafn nefnd, álítum sjálfsagt; en af
þvi sem nú hefir komið í Ijós af verkum
hennar, sem og því, er lesa má í Norðan-
fara (Athugasemdir við greinir Arnljóts
prests Ólafssonar í Norðl. um skattmálið)
þ. á. bl. 9. virðist oss á annan veg. Yjer
sjáum  eigi  annað, en  að  nefndin,  þegar
Um byggðir íslendinga og Norðnianna
á Grrænlandl á miðri 14. öld, og um
afdrif Mnnar ísl. nýlendu bar.
(Eptir GrænL-annálum og bendingum í þeim).
Ivar hefir maður heitið Bárðarson, lík-
lega norrænn að kyni. Hann var prestur
að vígzlu og sendur árið 1341 til Græn-
lands af Hákoni Björgynjar biskupi, liklega
til aðstoðar, Arna biskups gamla í Görðum,
sem þangað hafði vigst og farið 1315. Má
ráða það af annálum og fornum brjefum,
sem til eru, að þessi ívar prestur hefir lengi
verið ráðsmaður í Görðum á Grænlandi og
líklega í biskups stað lengi, því Árni bisk-
iip var gamall orðinn, þá ívar kom vestur
og dó skömmu seinna (fyrir 1339). Að
vísu var Jón biskup skalli Eiríksson vígður
«1 Garða 1349, en hann fór þangað aldrei,
syo menn viti, flæktist heldur út h'ingað og
"víðar, varð loksins biskup á Hólum 1357.
Alfur bískup var vígður til Garða 1365
<kom til Grænlands 1368, dó 1378). Er
i>ví svo talið í annálum að biskupslaust hafi
verið um þessar mundir á Grænlandi, um
19 ár, og er líklegt að ívar prestur hafi
lengst af þá stund, verið þar fyrir biskups-
dómi. Var hann jafnan í ferðum og er-
indum, stólsins vegna, víða um Grænlands
byggðir þar sem stóllinn átti eignir og svo
milli Grænlands og Björgynjar í JSÍorvegi,
(þaðan var þá eina verzlunin til Græn-
lands).
Hann var og í herferð Grænlendinga í
vesturbyggð árið 1347 móti skrælingjum,
þegar þeir veittu þar árasir byggða mönnum.
Eptir þessum ívari Bárðarsyni hefir
rituð verið líklega um miðja 14. öld lýsing
Grænlands byggðar, sem þá var. Su rit-
gjörð var á norrænu og er nú glötuð.
(Heyra má af ritum Bjarnar á Skarðsá, að
hann þekkti hana). En þýðingar af henni
eru til á dönsku, þýzku, hollenzku og ensku.
Eru örnefnin í þeim öllum svo bjöguð, að
bágt er úr sumum að ráða. Skárst eru
mörg þeírra í hinni ensku þýðingu. Er
þess getið um hana, að hún hafi gjörð ver-
ið 1560 eptir norrænu riti, sem fundist hafi
skrifað á gamalli reikningsbók á Færeyjum.
þessi Grænlands-byggða lýsing ívars
Bárðarsonar er hjer nú sett á íslenzku, ept-
irhinni dönsku þýðingu. Er þar fyrst skýrt
frá siglingastefnum og vegalengdum til Græn-
lands frá Noregi og íslandi, sem tekið er
upp í lýsinguna eptir gömlum íslenzkum
bókum.
Gr æ nlan dsby g gð alýsing, svo sem
í v ar B ár ðar so n sag ði frá:
„Svo segja fróðir menn, sem fæddir eru
á Grænlandi og farið hafa á milli, að frá,
Staði i Noregi sje 7 dægra sigling beint í
vestur til Horns á íslandi austanverðu. En
frá Snæfellsnesi, þaðan sem skemmst er til
Grænlands, er 2 daga og 2 nátta sigling
beint vestur. par eru Gunnbjarnarsker á
miðri leið. petta var hin gamla sigling.
Nú er ís kominn frá landnorður botnum
svo nærri skerjum þessum, að enginn getur
siglt hina gömlu leið án lífsháska, eins og
hjer eptir má heyra.
Frá Langanesi, sem er norðaustast á
Islandi er 2 daga og 2 nátta sigling til
Svalbarða í haísbotnum.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 81
Blağsíğa 81
Blağsíğa 82
Blağsíğa 82
Blağsíğa 83
Blağsíğa 83
Blağsíğa 84
Blağsíğa 84