Norðanfari


Norðanfari - 19.01.1878, Blaðsíða 1

Norðanfari - 19.01.1878, Blaðsíða 1
Sendur kaupendum hjer á landi kostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. mWAIll Augiýsingar eru teknar í blað- ið fyrir 8 aura liver lína. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 17. ár. Akureyri, 19. janúar 1878. Nr. 5—6. Branðatnat sainið 1868, staðfcst 6. júlí 1870. (Framhald, sjá nr. 3—4). Sunnlendingafj órðungur: Kangárvalla prófastsdæmi: Kr. a. Eyvindarhólar 948 46 Holt undir Eyjafjöllum . 1543 10 Stóridalur • 356 44 Fljótshlíðarping 566 81 JBreiðabólstaður í Fljótshlíð . 2345 87 Landeyjaping . . 1099 44 Keldnaping 733 04 Oddí á Itangárvöllum 2207 69 Stóruvellir ...... 710 48 Efriholtaping 753 00 Kálfholt 1061 85 Vestmannaeyjar 1619 69 12 prestaköll samtals 13945 87 Hvert að meðaltali 1162 15 Árness prófastsdæmi: Stórinúpur ...... 406 92 Hruni 1185 16 Hrepphólar 549 50 Ólafsvellir 564 02 Hraungerði 1213 04 Gaulverjabær 1139 10 Stokkseyri ...,., 1626 58 Torfastaðir .,..., 847 73 Míðdalur 443 46 Mosfeli í Grímsnesi .... 432 77 Klausturhólar . . , . . 641 58 Júngvellir 649 35 Arnarbæli 1437 73 Selvogsping 440.33 14 prestaköll samtals 11577 27 Hvert að meðaltali 826 95 Gullbringu- og Kjósar prófastsdæmi • Staður í Grindavík , . , 493 25 Étskálar 1379 85 Kálfatjörn .,,... 1192 54 Garðar á Álptanesi .... 2015 79 Reykjavík ...... 3049 60 Mosfell í Mosfellssveit 722 00 Kjalarnesping 687 06 Reynivellir 628 40 8 prestaköll samtals 10168 49 Hvert að meðaltali 1271 06 Borgarfjarðar prófastsdæmi: Saurbær á Hvalfjarðarströnd 828 29 Garðar á Akranesi .... 1167 00 Melar 776 48 Hestping 703 29 Lundur 516 00 Reykholt 1196 14 6 prestaköll samtals 5187 20 Hvert að meðaltali 864 53 1 Sunnlendingafjórðungi voru þannig 1870 40 prestaköll, er öll voru metin 40878 83 a., eður að jafnaðartali hvert 1021 kr. 97 a. ^Manntalið var sama ár 21579, en kirkj- ur 78 og prestar 39. Til jafnaðar voru pá r391V<31r* menn, en i prestakalli þegar tekjum brauðanna er skipt nið- ur a manntalið, kemur á mann 1 kr. 89 a. rúmlega. (NiðurL síðar). Til íslendinga! í lok alpingis fálu pingmenn mjer í sumar, eins og á pinginu í hitt eð fyrra, að bera konungi vorum sínar pegnlegar kveðj- ur og lieilla óskir. Eptir að jeg var kom- inn til Kaupmannahafnar, var pað ein mín hin fyrsta ferð að leita fundar við konung, og bera honum pessar kveðjur af hendi al- pingis. Hann ljet í ljósi sem áður sitt mildilega hugarfar til pjóðar vorrar og um- hyggjusemi fyrir velferð og framförum lands og lýðs i öllum greinum, sem bezt má verða, og tók jeg einkum fram við hann pau at- riði, sem oss lægi rikast á geði, og vjer mundum framast æskja að framgang fengi meðal peirra mála, sem alping hefði haft meðferðis, sem væri gufuskipsferðirnar kring- um lslands strendur, að pær yrði sem hag- anlegastar, og gat jeg pess, að alping hefði borið fram til stjórnarinnar nýjar uppá- stungur um petta efni, sem pað vonaði að mundi ávinna sjer styrk konungsins og leíða mál petta til heppilegri lykta en hingaðtil, sem helzt væri pörf á. Konungur tók pví máli vel og ljúflega, og kvað pað mundi hitta fyrir fúsan hug hjá sjer til að fylgja máli voru svo sem bezt mætti vei'ða, og í öllum efnum og málum vorum lýsti hann hinum beztu fyrirætlunum, sem oss gat ver- ið auðið að óska oss. Vjer getum án efa öruggir treyst pví, að ráðgjafar hans munu finna hjá honum fúsan vilja til að færa hagsmunamál vor til bezta vegar, eptir pvi sem auðíð er. Að lyktum samtals vors fól hann mjer á hendur að færa íslendingum vinsamlega kveðju og mildilegt loforð um sína konunglega hylli, hvenær sem par til gæfist færi. Kaupmannahöfn, 6. nóvember 1877. Jún Sigurðsson. Kirlíjugardarnir. „Gröfum og gröfum, glamra rekur á brotnum kistum og bleikum kögglum, gægjast hálffúnar höfuðskeljar moldar fram úr myrku djúpi11.1 Ljóðhendur pessar má heimfæra til hinnar hroðalegu aðferðar, er jeg hefi sjeð viða á landi hjer, við greptrun framliðinna, par sem líkin eru alltaf grafin niður í sama kirkjugarði öld eptir öld, án pess að stækk- aður sje reitur framliðinna eða byggður nýr. Slíkt má vekja gremju ættingja og vina hins framliðna, að sjá fyrst kistu hans brotna, og síðan beinum hans fleygt víðsvegar við gröfina, og eigi ætið goldinn varhugi við að láta pau öll niður aptur. J>að má eigi minna vera — pess utan sem búið er að borga legstaðinn — en að jai-ðnezkar leyfar hins andaða „legg(i)st og hvilist í friði“, —- eins og hið sæla skáld sagði, — held- ur en að verða fyrir járnkarla-árásum grafarmanna, og annara, sem gæta eigi að helgi legstaðarins, sem vigður er til hvilu- rúms hinna örendu. Mjer hefir opt verið 1) Sjá Ljóðabók Kr. Jónssonar, bls. 42. misboðið að sjá penna aðgang gr afarmanna andspænis kristilegu og siðferðislegu sjónar- miði, pví pessi harðneskjulega venja er ó- samboðin menntun og upplýsing pessara tíma. En pað er vonandi að hún leggist af, og annaðlivort verði stækkaðir kirkju- garðarnir eða nýjir byggðir, eptir pví sem á stendur, eins og gjört hefir verið á ein- stöku stöðum, t. a. m. í lleykjavík og á íllugastöðum í Fnjóskadul. En verði mál- efni pessu eigi gaumur gefinn, sýnist rjett- ast að nema brott 7. vérsið úr 393. sálmi nýju sálmabókarinnar, pví pað er pýðingar- laust, og ætti pá betur við að bæta inn í hana framan rituðum ljóðbendum lianda grafarinönnum, cr peir ganga að verki sínu, að vinna á bcinum franiliðinna, ]>ví í bókina vantar vers við slíka at- höfu. Ritað á Allraheilagramessu 1877, Gamall ferðalangur. Stcfnuni að vissu takmarki! Hvað kemur til pess að vjer erum svo óánægðir með lífið, jafnvel áður enn hið verulega mótlæti sækir oss heim, svo sem ástvinamissir, lieilsubrestur og fl. ? Án efa er stefnulcysið í lífinu mikil or- sök í óánægju vorrí með hið yfirstandanda og kvíða fyrir hinu ókomna. Vjer stönd- um agndofa á æskuskeiði, á skeiði pví, sem ílestar götur eru færar, og margar leiðir kunnar; á peiin tíma, sem hentugastur er, að álykta og skoða, hafna og velja. Með hangandi höndum og sofandi sálu, látum vjer ólgandi öldur timans, bera. oss fram og aptur á hinum sólbjarta morgni æsk- unnar og um hádegi æfinnar, og gætum eigi að hvað pær hafa hrakið oss, fyrr enn sólin er farin að lækka á lopti og kvöld- skuggarnir nálgast; pá fyrst lítum vjer skjálfandi í kringum oss, og sjáum á bak við oss hinn burtliðna blíða dag, en fram undan oss kolsvart kvíða-myrkur. |>á fyrst spyrjum vjer sjálfa oss: Hvað á jeg að gjöra? Hvort á jeg að stefna? — J>essi spursmál ættum vjer að leggja fyrir oss strax í æsku, og munum vjer pá með Guðs hjálp, ráðum vina vorra og af eigin hvöt- ura, geta leyst úr peim. Tökum pví i tíma fyrir oss vissa stefnu. Verum staðfastir i huga, ódeigir, hyggnir og ötulir. Stefnum að takmarki heilla og hagsælda, sem samkvæmt er til- gangi lífsins, og eflir mest og bezt pá full- komnun, sem vjer erum skapaðir til. J. E. Júbilkennara-tal á íslandi væri mjög fróðlegt að fá ritað og gefið út, og ættu peir sem föng hafa til pess, að leysa pað starf af hendi; yrði pað eigi örð- ugt starf, par sem má fara eptir „Giess- ings Jubillære“, sem telur alla íslenzka júbilkennara til 1786, en síðan eru nægar skýrslur fyrir hendi fram á pennan tíma; ritið yrði ei mun lengra en 8 arkir, pví júbilkennendur eru eigi öllu fleiri en 50, og óparfi væri að telja upp ættbálk peirra eins langt og ýtarlega og gjört er í „Giess- ings Jubillære“. 45.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.