Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršanfari

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 39.-40. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršanfari

						fremst eða fyr og framar en margt annað,

er pað að vanda betur verkuB á hinum óunnu

verzlunarvörum landsins, svo sem: ull, lýsi,

tólg og fl. og vinna betur pær varningsteg-

undir, er vjer seljum unnar svo sem: smá-

band, fingravetlinga og fl. |>að er annars

eptirtektavert með tvær þessar síðast töldu

vöru tegundir hvað pær hafa selst illa er-

lendis nú hin næstliðnu ár, og hefir kaup-

stjóri Gránufjelagsins fært oss heim sanninn

um pað, að petta væri mest því að kenna

hvað varan hefði verið illa og óvandlega unn-

in. Fyrir fieiri árum síðan seldust fingra-

vetlingar og jaínvel smáband fyrir það verð

að töluverð atvinna var við að vinna þessa

tóvöru, enda var pað þá stundað af allmiklu

kappi víða hjer á Norðurlandi, en það var

meinið að ekki var jafnframt hugsað um að

láta vöruna vaxa að gæðum sem vexti, held-

ur þvert á móti einungis hugsað um parafjöld-

ann og hvortveggi þessar vörur voru þá ver

unnar sem fleiri stunduðu það, og meira var

hugsað um að spara efnið. Á þenna lítt-nýta

tóskap komst svo óorð og fyrirlitning, svo

hann hætti að seljast, og hafa menn þannig

haft það fyrir óvandvirknina, að missa, að

minnsta kosti í bráð pessa atvinnu, sem að

vísu engan veginn gat heitið arðmikil, en þó

var skaði fyrir þá að missa, er ekkert annað

gátu gjört sjer að atvinnu í hins stað.

Duggarapeysur voru og tættar hjer að

mun fyr meir til sölu út, en nú mun það

vart eiga sjer stað, hvað sem því veldur.

Aptur kaupa Færeyingar íslenzka ull að

mun og tæta alímikið af duggarapeysum, ept-

ir því sem sja má af skýrslu í «Fróða». f>ar

er talið að frá Færeyjum hafi komið til Hafn-

ar næstliðið ár 50,000 peysur, og eru það,

eptir þeim fólksfjölda sem talinn er í Fær-

eyjum (10,000 manns) 50 peysur frá hverju

10 manna heimili eða 5 peysur fyrir nef

hvort. Færeyingar munu tæta verkvjelalaust

eins og vjer, og er því Iíklegt að okkur væri

eins til vinnandi að vinna að peysugjöið eins

og þeim, og væri nauðsynlegt að fá skýrslur

um verð pessara Færeysku peysa og hvað

þær mundu vera þungar, svo af því mætti

ráða hvernig peysugjörð ]»essi borgaði sig.

f>á voru og fyr meir fiutt út vaðmál af

íslandi og var þá jafnvel einn hinn helzti

varningur hjeðan í vaðmálum og vararfeldum

eins og sjá má af hinum fornu sögum okkar.

Um marga af þeim sem utan foru, er sagt,

að þeir haíi haft allan kaupeyri í vaðmál-

um. Á kaupskipum frá íslandi voru vaðmál

og vararfeldir helzt nefndir til varnings. í

öllum landaurareikningi vorum er vaðmálið

undirstaðan, því hundraðið mun í fyrstuvera

hundrað álnir vaðmáls. Eptir skýrslu sem

stendur í Varningsbók J. S. hefir vaðmál ver-

ið flutt utan af íslandi ár 1624: 12,251 al.,

ár 1734: 6,672 ál., ár 1753: 7,218 ál., ár

1772: 769 ál. og 1784: 832 ál., ár 1840:

2067 ál. og ár 1855: 2602 ál. Hvað flutt

hefir verið utan af vaðmálum síðan veit jeg

að vísu ekki, en meina að það muni vera

lítið eða ekki, að minnsta kosti er það ekki

tekið til útflutnings í verzlanir hjer nyrðra.

Ef nú svo er að vaðmál sje nú ekkert selt

til útlanda hin síðari ár, mun það að vísu

ekki af því að vaðmálsgjörð hafi farið aptur

hjer. heldur hinu, að henni hefir ekki farið

nærri svo mikið fram, sem voðagjörð erlend-

is, og mun nú ekkert annað ráð duga til að

komaá útl. og innl. vaðmálsverzlun enþað,

að landsmenn fari að kaupa tóvjelar, og læri að

beita þeim, kæmist það á að ráði, mundu ís-

lendingar bráðum geta gjört nægar voðir fyrir

landið sjálft,  og kannske nokkuð til útflutn-

ings, og væri þá mikið unnið til framfara.

Smjör hefir og verið flutt hjeðan til. út-

landa að mun, og telur Jón Sigurðsson í

Varningsbókinni það ár 1624: 632 tunnur;

ár 1630: 324 t., 1734: 47 t., ár 1743: 411.,

ár 1753: 27 t., ár 1764: 27 t., ár 1772:

12 t., ár 1779: 12 t., og síðan segir hann

það ekki hafa verið flutt utan. f>etta yfir-

lit gefur okkur tilefni til að fara að hugsa

um að koma á smjörverzlun að nýju, og mun

enginn efi á að það gæti orðið, ef vjer að

eins kynnum og legðum álúð á að vanda vel

verkun smjörsins, því víst er um það, að víða

mun smjör að mun dýrara en á Islandi, með-

alverð á smjöri mun mega telja hjer 60 eða

65 aura, en í Kaupmannahöfn hefi jeg heyrt

það væri yfir 1 kr. og á Englandi hátt á aðra

krónu. Vjer mundum því geta haft góðan

markað fyrir smjör vort, ef vjer að. eins

kynnum að verka það, og búa um og hefð-

um siðan framkvæmd til að koma því fram

á skoðunurplássið erlendis, þar sem bezt þætti

henta. Búfræðingar vorir hafa nú gefið al-

þýðu talsverðar leiðbeiningar í smjörgjörð

einkum Sveinn Sveinsson í Andvara. Fröken

Melsted ferðaðist nýlega að sumarlagi um

Eyjafjarðarsýslu til að leiðbeina konum í

smjörgjörð og ostagjörð; næstliðið sumar var

kvennmaður af Akureyri styrktur til utan-

ferðar til að læra smjör- og ostagjörð. f>á

mun og smjör og osta tilbúningur vera kennd-

ur verklega í hinum norðlenzka kvennaskóla,

svo allt virðist benda til þess að kunnátta í

þessari grein fari að útbreiðast, og hjer verði

falt það smjör og ostar, sem boðlegt sje er-

lendum þjóðum. J>að sýnist liggja beinast

við fyrir oss Norðlendinga, að biðja kaupstjóra

Gránufjelagsins að gjöra tilraunir til að selja

"smjör vort erlendis. En smjórið þarf, ekki

einungis að vera vel til búið upphaflega held-

ur og að vera í góðum ílátum, helzt úr blikki.

f>egar vjer fslendingar erum orðnir jafn snjall-

ir Svisslendingum eða Hollendingum í smjör

og osta tilbúningi, þá mundi landinu draga

drjúgum sá hagur sem það hefði af þeirri

verzlun, og þá mundi það sýna sig að vjer

gætum selt allmikið af þessari vöru, með-

fram fyrir það, að þá yrði tólgin meira höfð

til heima brúkunar; enda er arðlítið að selja

hana í verzlun eins og nú stendur. |>að að

góður markaður fengist fyrir afurðir málnytu-

peningsins, mundi og verða öflug hvöt fyrir

bændur til að fóðra hann vel, því, því að eins

er góðrar málnytu að vænta, að vel sje fóðr-

að, og er þetta í sjálfu sjer hagur. |>að virð-

ist því sem allt mæli með því, að vjer leggð-

um mjög mikið kapp á að gjöra þessar af-

urðir búa vorra, sem fyrst að verzlunarvöiu.

f>á hefir ullin einkum og sjer í lagi um

langan aldur verið einn hinn helzti kaupeyr-

ir vor íslendinga, en fjærri mun því, að hún

sje oss svo arðsamur kaupeyrir sem hún gæti

verið. f>að er bæði að ónóg stund hefir ver-

ið lögð á að bæta ull fjárins með kynblönd-

un, og hitt annað að hirðing og meðferð

skepnanna í tilliti til ullarinnar á þeim er

ekki ætíð og allstaðar sem skyldi, og ekki

heldur verkun ullarinnar sjálfrar eptir að

hún er tekin af kindunum. Fyrir hjer um

20 árum var norðlenzk ull talin mikið betri

en sunnlenzk; að sunnlenzkri ull var fundið

að hún væri illa þvegin, illa purkuð ogsönd-

ug; en norðlenzkri ull, einkum úr Jingeyj-

arsýslu talið ýmislegt til kosta: að hún væri

pelmikil mjúk og bragðleg. En fyrir það

hvað sum ull frá íslandi hefir verið ilia verk-

uð, eru dæmi til að Rússum hefir tekist að

selja en verri og óbragðlegri ull, sem íslenzka

ull, og hefir þetta svo orðið til þess að koma

meiru óorði á ull vora, en hún á skilið, og

er illt til þess að vita. Margt mun það er

gjöra mætti til að koma íslenzkri ull í hærra

verð, og er það fyrst í því fólgið, sem mað-

ur getur bætt og aukið hana í sjálfu sjer, og

þar næst í því sem má bæta hana i með-

ferðinni, en til að bæta ullina í sjálfu sjer,

verða menn að leggja sig eptir að velja úr

sínu eigin fje eða fá að sem ullmesta og ull-

bezta hrúta til undaneldis, að hafa rúmgóð

fjárhús, og bera í fjeð varnarmeðöl við lús

og baða lömb úr því á vorum til að verja

fjeð við óværð og óþrifum, sem opt valda því

að kindurnar setja ullina á sjer í flóka. |>á

þarf og yfir höfuð að hirða fje vel í húsun-

um og verja þau bleytu og eins of mikilli

mylsnu. |>á mun og nanðsynlegt, að skilja

ullina eptir gæðum þá rúíð er, og rýja þann-

ig eða klippa, að ullin reitist ekki öll í lagða

heldur haldi sjer. Framan til og aptur á

síðurnar er ullin betri og þelið þykkra en

aptan til af kindinni, og er því einsætt að

rýja þannig að hafa ull framan af kindunum

sjer, hina hrísnari ull af apturparti kindar-

innar sjer og kviðull og flóka sjer. Áður en

farið er að pvo, mun bezt að þurka ullina úti

í sóiskini, greiða þá flóka sem hægt er að

greiða, pví þeir verða miklu samrunnari og

ógreiðari eptir það að búið er að þvo þá, sjeu

þeir ekki greiddir áður. |>egar sandur er í

ull þarf að hrista hann úr henni óþveginni

eptir að hún hefir verið vel þurrkuð, þá er

og bezt að tína allt mor úr ullinni því það

verður fastara þá búið er að þvo hana. Við

þvottinn sjálfann mun ekki vera miklu ábóta-

vant. Algengast mun að þvo ull fyrst úr

heitu hlandi og síðan úr köldu vatni, og mun

naumast annar þvottalögur betri; enda finna

og þvottakonnr sjálfar með hverju móti bezt

ganga úr ullinni óhreinindin. Sumir hafa

salt saman við þvottaloginn en pað mun ekki

gott vera pví við pað verður ullín stöm og

heldur allri sauðfitu. Að brúka dálítið af

«sóda» mun vera gott, en þó svo bezt, að

ekki sje haft mjög mikið, sje mikið haft af

sóda í þvottaleginum leysir hún upp alla

sauðfitu úr ullinni, en við pað tapar hún

um of þeirri seigju sem hún þarf að hafa til

tóskapar, og verður hrísinn. jpegar ullin er

breidd til þurks, þarf að gæta pess að þar sje

sem hreinast og frítt við mor, því opt má

sjá, að ull sem annars er hrein hefir verið

breidd á óhreina jörð, og fengið þar í sig mor

og strá, sem síðan er óvinnandi vegur að þvo

úr henni. |>að mundi því vera bezt, þar

sem þess væri kostur, að breiða ullina ekki

á bera jörð heldur á grindur, borð eða voðir,

og mun þetta allt jafn nauðsynlegt: að þvo

og hreinsa ullina vel, að skilja hana vel og

þurka hana vel.

(Framhald).

Frjettir.

Úr brjefi úr Isafjarðarsýslu d. 6. marz

1880. — „Árferðið umlíðið ár í meðallagi.

Eptir kalt vor og gróðurlítið, grasbrestur

mikill á túnum en nýting góð fram undir

rjettir; fjallslæjur' í bezta lagi sprottnar.

Haustrigningar siðan ákafar og fram til árs-

loka, og í janúarm. þ- á. með ofviðrum venju

framar, sem mjög hefir skemmt hús og hey

manna, sem óil voru ljett og áburðarfrek.

Veðuráttan hefir jafnast verið fjarska óstöð-

ug, en aðal vindstaðan vestlæg pangað til

nú, eptir sæluviku, að norðanátt er orðiu

ríkjandi og boðar nálægð  hafissins  fyrir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82