Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršanfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršanfari

						— 7
öðru, þarfur maður í sveit; hann var liagur
á trje og góður smiður á járn og æfði það
meira, hann var talinn með beztu fjármönn-
um (í orðsins vanalegu merlungu), og fór
mæta vel með liverja skepnu er liann liafði
hönd yfir; í hvívetna var hann hagsýnn, fram-
sýnn, gætinn og vandaður. J>ó bústofii hans
væri upphaflega fremur lítill og hann lengst
af byggi á dyrt leigðri jörð, er honum var
raunar ofvasið að gjalda af, — en þessloiðis
kríngumstæður eru sá straumur er mörgum
ofnalitium fjölskyldumanni hefur orðið erfitt
að kljúfa, sjeríiagi nú um næstliðna tvo ára-
tugi, — og þó börn hans væru mörg í senn
á ómaga aldri, var hann jafnan meira veit-
andi en þurfandi, annaðist foreldra sína á
meðan pau lifðu, vandaði uppeldi barna sinna,
og kom ávalt íram sem skilvís og orðheld-
inn sómamaður, enda varði hann viti og
kröptum trúlega í pjónustu dyggðar og skyldu-
ræktar, var einnig hófs- og reglumaður. Sem
hreppstjóri rækti hann köliun sína með dugn-
aði samfara þeim lipurleika er honum var
svo eiginlegur, og ljet opt eigin hagsmuui og
næði rýma fyrir gagni sveitarfjelagsins.
Vinir og ástmenn hans, er sakna hanS
sárt, misstu með honum bæði athvarf og
yndi, og allir sem pekktu hann rjett munu
lengi geta hans að góðu.          T.  J.
Skólamcistararöð
í Skálholti,
eptir Odd hiskup Einarsson 1626, síðan auk-
in og viðbætt skýringargreinum.
(Framhald).
XXXI.  pórður j>orkclsson
prests Arngrimssonar frá Görðum 2 ár.
þórður þorkelsson bróðir biskups mag.
J. Vidalíns var fæddur 1662, á unga aldri
tók hann mikla lramför í bóklegum mennt-
um, að hann fáa sem enga átti sína jafn-
ingja, eptir 3 ár í Skálholtsskóla, var hann
útskrífaður á 17. aldursári, iðkaði sig síðan
í lærdómi tveggja ára tíma lijer á landi,
bæði hjá föður síiium og prófastinum sjera
Oddi Eyúlfssyni í . . . . sem átti móð-
ursystur haus Hildi porsteinsdóttur, síðan
stúderaði hann í 3 ár við Kmh. háskóla og
lagði sig auk guðí'ræði, eptir Chym. Medic.
og Anatomia, kom svo híngað að afloknu
exameni theol. með góðum iofstir, dvaldi
þar eptír á Bessastöðum, hjá landfógeta
assessor Heiðemann 2 ár, par eptir ár 1686
var hann af biskupinum mag. f>órði kallað-
ur til að vera heyrari við Skálholtáskóla en
eptir það sjera Ólafur fjekk veitingu fyrir
Hítárdal, var hann af biskupi og amtmanni
jústitsráð Múller kjörinn til að vera skólam.
hverju embætti hann pjónaði, frá 1687
í 3 ár, en þar hann var nafntogaður fyrir
lærdóma fjekk hann ei stundir eða næðitil
að gegna sínu embætti, svo sem þörf krafði
vegna þeirra sjúku, sem til hans leituðu gaf
hann því sig sjálfviljugur frá embætti 1690
og liiði síðan embættislaus, ástundaði að
likna nauðstöddum og veikum, sem vitjuðu
hans; hann var haldinn einn sá lærðasti
maður innanlands, einkum í lieimspeki og í
læknisdómsþekkingu, er sagt að um þá tima
liafi hann engann átt sinn lika. I daglegri
umgengni var hann hinu þ^egilegasti og trú-
fastur vinur vina sinna^ hann dó nóttina
milli þess 13. og 14. jan. 1742 80 ára.
Eptir hann er tíl skrifuð útfararminning
eða iikræða, sem jeg ekki veit hvort prent-
uð hefir verið, líka mun vera til eptir
hann, lækníngabók skrifuð, (í sárfárra hönd-
um).
XXXII.  Páll Jónsson,
porlákssonar Pálssonar Guðbrandssonar
biskups og Hildar Arngrimsdóttur prests
lærða Jónssonar á Melsstað, skólameistara
1694, var 7 eða 8 ár, varð síðan lögmaður.
(Híngað nær röðin, áframhald af sömu
hendi til 1746).
Páll lögmaður Vídalín dó 1727, 18.
júlí 60 ára gamall, setti hann alþing en tók
brátt eptir banasótt sína og dó 10 dögum
seiima. var lik hans flutt norður að Víði-
dalstungu og þar jarðsett; hann var hinn
lærðasti og lögvitrasti maður, en þótt und-
arlegur í athöfn og átti í stríði við marga,
hefir eptir sig látið margar merkilegar rit-
gjörðir, var lika skáld gott, hann hefir orkt
„Jesúminning" og fleiri sálma. .Æfisaga
hans er til.
XXXIII. porlákur pórðarson,
biskups í Skálholti poiiákssonar. eptir
privilegio regio skólameistari 1698 nokkra
mánuði, þá hann fjell í þungan veikleika
og dó í Skálholti.
porlákur pórðarson eldri, son jpórðar
biskups og frú Guðríðar Gísladóttur frá
Hiíðarenda, var fæddur i Skálholti 1675
2. maí; lærði fyrst undirstöðu latneskrar
tungu hjá síra Bjarna Hallgrímssyni til
sins 9. árs, þar eptir var hann 2x/2  ár hjá
prófasti síra Oddi Eyjúlfasyní í Holti, út-
skrifaðist úr Skálholtsskóla 1689 14ára, og
þar eptir var hann 2 vetur hjá síra Oddi
og 1 ár hjá foreldrum sinum undir kennslu
kirkjuprests Jóns porkelssonar Vídalíns,
sigldi 1692 til Kmhafnar háskóla, eptír
tveggja ára þar veru veik hann til lands-
ins aptur og var orðinn pilosophie baccal.,
1695 sigldi hann aptur til háskólans og .
tók attestats og fjekk skólameístaraembætt-
ið í Skálholti með privilegio regio hverju
hann þjónaði frá veturnóttum 1696, en í
nóvemher uppáfallin veikindi hans, með til-
fallandi verkí hægri mjöðminni, og þjáðist
mjög einkum frá jólum bar sinn kross með
stakri þolinmæði þar til dó 1697 4. iióv.
á sínu 23. aldurs ári.
Likræða er til eptir hann skrifuð af
prófasti síra Árna porvarðssyni í Görðum,
orti eptir hann Jón Einarsson skólameist-
ari, og á latínu Eírikur porsteinsson og
Benedikt Magnússon.
XXXIV.  Jón Einarsson
prests í Garði í pingeyjarsýslu, mesti gáfu-
maður og hinn farsælasti i hvorrítveggju
málsnilldinni. Hann varð konrektor á Hól-
um og dó þar pá er hann skyldi verða
skólameistarí, úr bólunní 1707.
1 hans sjúkdómsforföllum og þar ept-
ir þjónaði skólameistaraembætti Jón Ein-
arsson prestur frá Garði, Skúlason prests-
ins gamla frá Goðdölum, varð 1707 skóla-
meistari á Hólum, en er hann reið norður
með mag. Birni biskupí til að taka algjðr-
lega móti embættinu, og var kominn til
Möðruvalla, lagðist hann í bólunni og dó
þar fyrstur á bæ; gjörði Björn biskup
sjálfur likræðu yfir honum. J6n var skáld
gott, hefir ort Krossskólasálma og marga
fleiri.
XXX\.  pórður Jónsson
(1699) biskups á Hóium Vigfússonar, varð
rektor þá biskup Vidalín kom til stólsins,
síðan prestur að Staðastað og prófastur í
Snæfellsuessýslu. var , elegans & doctus
smekkmaður og lærður. Honum fylgdi in
Rectoratu bróðir hans.
Síra pórður á Staðastað sigldi 16 vetra
til Kaupmannahafnar, stúderaði 5 ár og
framaðist vel, kom inn til landsins til að
birta Commissarius Qg meðdómsmönnum í
málum föður sins Jóns biskups Vigfússon-
ar, sem þá var andaður hæstarjettarstefn-
una,  vann  hann málið  fyrir  hæstarjetti,
„Handa prinsessu". svaraði kardinalinn,
„hann er enda ofgóður handa keisaranum,
barnið mitt. Hann er fullgóður meðal
myndasafusins míns, og þar skal hann vera,
Og þar hangir hann enn þann dag í dag.
Stuttu eptir þetta giptist Beatrice ung-
um málara, er hún kynntist við í útlegð
sínni, og sem elskaði hana vegna kvenn-
kosta hennar, en eigi fyrir hinn furstalega
heimanmund,  er  kardinalinn  gaf henni.
I suðurhluta myndasafnsins, sjá menn
í dýrindis umgjörð, sem sett er gullí og
gimsteinum , mynd kardinalsins, er var
spekingur að viti 0g fríður maður sýnum
og hinn höfðínglegasti. í horninu að neð-
anverðu vinstra megin, par sem menn opt-
ast finna nafn uiálarans, stendur með mjög
smáum bókstbíum: „A brúðarsilkisokk
pinx" < o : petta hefir málað.
petta er Beatrices seinasta mynd, eða
málverk,
Miskunnarlausi maðurinn og meinlausi
hundurinn.
Jarðeplahallærið á írlandi varð hvergi
jafn tilfinnanlegt, sem í sveít þeim og bæ
er saga þessi gjörðist, I litlum sveitabæ á
Vestur Irlandi bjó fátæk ekkja. Allar eig-
ur hennar eptir manninn voru 2 stúlku-
börn, annað á 3. árí og hitt á 5. ári. Með
mestu örbyrgð barðíst hún 2 ár í ekkju-
standi sínu. Hín vesala og óholla fæða og
svo hinn mikli þrældómur er hún varð að
leggja á sig lagði hana að lokum á bana-
sængina, og að nokkrum dögum liðnum
frelsaði dauðinn hana frá hinum jarðnesku
þrautum. Örbyrgðin í allri sókninni var
svo mikil, að enginn treysti sjer til að
skjóta skjóli yfir börnin. Allir nágrann-
arnir, þrátt fyrir það þótt þeir fegnir vildu
hjálpa, voru þá svo fátækir og hlutu sjálfir
að láta börn sín gráta af sulti, án þess að
geta gefið þeim einn bita brauðs.   Hjer
eru engin úrræði önnur en að koma börn-
unum til Kilburn , sem er nokkra mílna
leið hjeðan, sagði einn af nágrönnunum, þá
móðir barnanna var jörðuð, þvi að þar
býr föðurbróðir þeirra, og líkindi til að
hann ekki færist undan að taka börnin.
En einhver annar segir þá, að ástandið þar
sje engu betra en hjer, og jeg óttast fyrir
að þau eigí ekki þar betra en hjer hjá
okkur.
En þá segir sá þriðji: það getur pó
ómögulega verið verra en hjerna, hvar
hungrið mænir í augu þeirra. Sendum við
þau tíl ættingja þeirra, þá höfum við gjört
skyldu okkar, og þessi ályktun var þegar
framkvæmd.
(Framhald).

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8