Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Baldur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Baldur

						ur komizt af eiginn rammleik til þessara valda, en er þó
lítils háttar og aflágum stigum. Hann er fæddur 1821; bjet
faðir hans Georgis, og var einn lítils háttar maður. Sú þjóð-
saga gekk í ætt þessari, að hún ætti kyn sitt að rekja til
einhverrar eþjópskrar höfðingjaættar; er það að líkindum
rótin til ættfærslu konungsins. Feódórus konungur hjet
Kara fyrst, var hann settur í klaustur, gaf hann sig þar við
spádómum, og festi trú á þeim spádómi að upp mundi
koma mikill spámaðnr, að nafni Peódór, er jnundi eyða
Múhameðstrúarmönnum, þóttist hann vera sá, og tók sjer
nafniö Þeódór. Síðan fór hann úr klaustri og gaf sig í
borgaraóeirðir, er þá gengu, varð hann úr óbreyttum her-
manni brátt foringi, og síðan iagði hann undir sig alla smá-
konunga og fylkishöfðingja, og var þegar búinn 1851; tók
hann sér þá titilinn »konungur allra Eþjópakonunga«. Var
hann enn vel þolandi, meðan kona hans lifði, og 2 Eng-
lendingar, Plowden og Bell, gátu haldið honum í taumi. En
síðan er þeir ljetust hefur allt farið út um þúfur. Hann
hefur, eins og fyrrum Nero keisari, kveykt í höfuðborg sinni
til að hafa þá ánægju að sjá hana brenna, og ljet þá kasta
flokkum kvenna á bálíð. Ef liðsmenn hans strjúka, lætur
hann steikja lifandi konur þeirra og börn við hægan eld.
Hann heQr yndi af að drepa fólk, og lætur hann safna sam-
an mönnum í garða, og fer svo á veiðar, og skýtur þá
sem dýr. Hefir hann það og opt að skemmtan að skjóta
til máls, og hefir þá jafnan menn að skotspæni. Á sex
vikum drap hann 3,000 manna. 61 norðurálfumanna hef-
ur hann í haldi, og sýnist það lítið, þótt allir sje þeir sak-
lausir, móti Öðrum grimmdarverkum hans. Hann hefur nú
tekið til fanga tvo   enska   sendiboða   og neitað  að láta þá
lausa og búast Euglendingar nú í herferð móti honum, og
hafa þeir sent hið fyrsta af liði sínu yfir til Afríku.
» — l — s—n—».
(Sent aí>).
ÁIN í DALNUN.
1.
Það eru gamlar sögur um aldinn fjalla-dal,
öllum heimsglaum fjarri það liggur dala-val,
og vissa'g, hvar hann lægi
og væna dalinn sæi,
að vísu þá jeg segði: «ib hjer jeg una skal»!
2.
Bungar beggja megin, sem brjóst á fríðri mey,
blá-jökullinn kaldur, við álfröðul-þey:
ó, vissa'g hvar hann lægi
og væna dalinn sæi,
víst þá rnunda'g segja: «nei, hjeðan fer jeg ei!»
3.
Af jökul-faldi fellur þar fagran o'ní dal
freyðandi áin, við bergið sem á tal
í fossunum háu,
og flytur svo þeim smáu
blómum á bökkunum bergrisanna tal.
4.
Ain er í vexti, hún er i risaleik,
öskra' í bergi jötnar og hrista jörð sem kveyk;
við ána sóley segir
— og sig hún hnípin beygir —:
«Ó, þetta' eru draugasögur, æ, jeg verð svo smeik!»
Jón Ólafsson.
AF
JÓNI sýslumanni ESPÓL ÍN.
Fræðimaðurinn alkunni, Jón sýslumaður Espólin, er
fæddur á Espihóli í Eyjafirði 22. dag október-mánaðar 1769.
Foreldrar hans voru: Jón Jakobsson, sýslumaður í Vaðla-
sýslu, sonur Jaltobs kaupmanns við Búðir, Eiríkssonar,
Steindórssonar, og Sigríður Stefánsdóttir, prests að Hö-
shuldsstöðum, Olafssonar. Jón Espólín var elztur þeirra
systkyna, svo Bendt, er ungur dó, þá Margrjet, fædd 13.
dag janúar-mán. 1773, kona Bjarnar Stephensens, dó 2.
dag október-mán. 1800; þáJafcoö yngstur,fæddur 1744, efn-
ismaður, dó utanlands 1792. Launson átti Jón Jakobsson
og þann, er Gísli hét; hann ólst upp á Búðum hjá móður
Jóns Jakobssonar.
Jón Espólín ólst fyrst upp með foreldrum sínum, og
lærði í' heimaskóla. Arið 1781 kom Espólín fyrst á alþing
með föður sínum, og sama haust var hann settur til læring-
ar að Grenjaðarstað til sjera Einars Thorlaciusar1.    Næsta
1) Einar prestur átti bróíinrdiíttijrJóds Jakobssonar,dóttur Hall-
dórs Jakobssonar, a?> naufcugum Halldriri. Hún Haftli verií) meö
Jóni fiiílrbróíinr sínnm áíbur en hún giptist.
velur, 1782, var hann heima. 1783 var Espólín firmdur, og
var þá enn heima. Árið 1784 fór hann til kennslu að
Odda til sjera Gísla, og heim vorið eptir. 1786 fór hann
að Núpufelli og lærði hjá sjera Jóni gamla: þangað fór
og haustið eptir Jakob bróðir hans. 1788 fór Espólín
utan; gekk hann á háskóla í Höfn og stundaði lög-
vísi; var hann mjög lasinn áður; sótti hann þá um
«regenz» og fjekk það síðan. Tók hann ann-
að «examen» með «laudabilis» 1789, kom síðan aptur til
íslands og var einn vetur með foreldrum sínum. Það ár
(1790) fjekk Björn Stephensen Margrjetar systur hans; fór
hún suður með honum að Hvitárvölhim um vorið 1791.
Þaðársigldi Espólín aptur og tók þriðja, «Iatinskt, examen»
í lögvísi 1792, og fjekk Snœfellsnessýslu 19. dag septem-
ber-mánaðar sama ár. Kom hann hingað með póstskipinu
syðra, fór síðan vestur að Ingjaldshóli, og var þar um
veturinn með Stefáni Scftewnnpumboðshaldara Arnarstapa.
En með því Espólín var þá enn ungur og óráðinn nokkuð
svo, þá eggjaði sjera Ásgrímur Vigfússon HeMna-prestur
heldur til Finn, er lögsagnari hafði verið þar í sýslunni, son
Jóns byskups Teitssonar, að neyta þess, þar eð Finni var
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4