Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Baldur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Baldur

						g@=> Auglýsingar og grein-
ir\wn einstakleg efni
eru tékin í blað petta,
ef borgaðir eru 3 sk.
fyrir hverja línu með
smáu letri (5 sk.Qmeð
stcerra letri). Kaup-
endur fá helmings af-
slátt. Sendur kaup-
endum ókeypis.
Þeir, er vilja semja um
eilthvað við riístjórn
blaðs þessa, snúi sjer
í því efni til ábyrgð-
armannsins, Friðriks
bókbind. Guðmunds-
sonar, er býr i hiísinu
nr. 3 í Ingólfsbrekku.
Verð blaðsins er 24 sk.
ár-priðjungur hver (6
blöð), og borgist fyrir-
fram.
1. ár,
Reykjavík 24. dag september-mánaðar,  1868.
14. blað.
Efni: J>rjár þarflegar hugvekjur eptir „1-s-n" (I. hngv. ólmusur vií)
læríía skólann). — Svar til herra Gröndals. — Frjettir innlendar. — Em-
bættispróf. — Leibrjetting.  — NebaDm.: TKillafoss.
þrjár þarflcgar hugvekjur eptir »i—s—n».
I. HUGVEKJA. Ölmusur við lœrða skólann.
Það er kunnugt, að um það bil, er skólinn áHólum var lagð-
ur niður og steypt saman við Reykjavkurskóla, árið 1801,
þá voru felldar burtu þær 16 ölmusur, sem skólanum fylgdu.
Það getur nú að vísu engum dulizt, hve ranglátt það var,
að leggja skyldur og kvaðir Hólaskóla á hinn skólann án
þess, að láta þar með fylgja rjettindi hans og hlynnindi,
enda heflr stjórn vor viðurkennt þetta með því, að leggja
á ný til skólans aptur hinar 16 ölmusur Hólaskóla hins
forna.
Nú mun þá flestum þykja, sem stjórnin hafi fullgert
við oss.— Kann vera! «sínum augum lítur hver ásilfrið»;
en þótt vjer játum, að lítið sje betra en ekki, þá er þó í
þessu máli svo langt frá, að stjórnin hafi sýnt oss nokk-
urn velgjörning, framar en skylda hennar var, (heldur miklu
fremur hið gagnstæða, þar sem þetta hefir verið haft að
sandi, til að varpa í augu íslendinga, sem svo margt ann-
að), að hún hefir ekki gjört meira en helming þess, sem
eptir lögum og helgum rjetti, er hrein og bein skylda henn-
ar. — Þetta kann nú þeim, sem eru heillaðir af náðar-
ljóma stjórnarinnar, og sem svo eru skammsýnir, að láta
önnur eins brögð og þetta fyila augu sín og glepja sjer
sjónir, að virðast ofmælt, eða geip eitt og hæfuleysa; en
vjer viljum þá reyna að finna orðum vorum stað, leiða
glögg og skýr rök að máli voru, og sýna með órækum á-
stæðum, hver að sjeu heilög rjettindi vor og óyggjandi ský-
laus skylda stjórnarinnar í þessu efni.
Meðan stólsgózin voru óseld, og byskuparnir höfðu
tekjur sínar af þeim, skyldu þeir (d: byskuparnir) halda
skólann, launa þrem kennurum, veita piltum ókeypis kost,
húsnæði, ljós, þjónustu og að nokkru leyti fatnað (tilsk. 3.
maí 1743), og var svo á kveðið, að þeir lærisveinar, erþetta
mætti veita, mætti á Hólum veralö, en í Skálholti 24, eða
alls 40.
Nú voru jarðir stólanna,   eða stólsgózin seld   á ofan-
verðri síðustu öld, og rann andvirði þeirra inn í sjóð stjórnar-
innar, þettaandvirði, sem erað skoðasem skólasjóðurlandsins;
nú með því að sjóður þessi rann inn til stjórnarinnar, fjell
og á herðar henni sú skylda'og skuldbinding, að bera allan
þann kostnað, er hún sjálf hafði skýlaust boðið, að hvíla
skyldi á sjóði þessum, er nú varkominn í hennar hendur.
Enda hefir hún og ómótmælanlega viðurkennt þetta í verk-
inu, hvað sem svo er fyrir henni í orði kveðnu, með því,
að hún hefir lagt fram allt það fje, er til skólans hefir verið
varið. Hún hefir boðið: «þessi skylda skal á sjóðnum
liggja»; nú tekur hún sjóðinn undir sig, og hlýtur því sú
skylda, sem bún hefir boðið, að á honum skuli liggja, einnig
nú að liggja ásjóðnum í hennar höndum, það er
með öðrum orðum: a henni sjálfri. Oss varðar því, upp
frá þessu, eigi um ásigkomulag sjóðsins annað en það, að
það, sem hún hefir boðið að hann skuli borga, það
hlýtur hún, sem hefir hann í sinum vörzlum, fyrir hans
hönd að borga.
Nú var svo á kveðið þegar á Hólum, að ölmusan
skyldi vera þetta, að veita ókeypis það, sem fyrr nefndum
vjer. En svo var á kveðið, að helmingi þessa styrks, sem
ölmusur er nefndur, mætti skipta, og veita svo 60 piltum,
20 heila ölmusu, en 40 hálfa ölmusu, og skyldu þá þeir,
er hálfa höfðu ölmusuna endurgjalda helming þess, er þeir,
hefðu þeir haftheila ölmusu, hefðu fengið ókeypis; þannig
kom pað tilj að farið var að meta upphœð ölmusanna til
peni ngaverðs.
Á Bessastöðum sömdu piltar svo við «ökonómus» eða
skölaráðsmann, þegar stjórnin vildi heldur borga þetta í
peningum, en veita það sjálf, að hann seldi piltum þetta
við verði, og galt þá stjórnin öimusurnar jafnháar, og kaupið
var fyrir hvern pilt til skólaráðsmanns. Þegar skólinn, árið
1846, var fluttur til Reykjavíkur, voru ölmusur, sem þá var
farið að gjöra vissa upphæð, hækkaðar til 80 ríkisdala, og
síðar fjekk hinn ötuli skólastjóri Bjarni prófessor Jónsson
þær hækkaðar upp í 100 ríkisdali, oghelzt svo enn, að heil
ölmusa er 100 ríkisdalir og ókeypis bústaður í skólahúsinu1.
1) Jiótt þa?) komi eigi hjer vií) þessii grein, sem samin »i um rjett
landsmaiina gagnvart stjÆniinni, viljum vjer þú geta þess, ao veíti stipts-
j-flrvóldin einhverjum sveini úlmoso, þá vir<bi8tos8eflá,hvortheimildsje tfl,a6
53
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56