Baldur - 28.05.1869, Blaðsíða 4

Baldur - 28.05.1869, Blaðsíða 4
36 t Met) skipi því, or kom í Hafnarf]örí> um dagiun at) austan, frjottist, at Kristján Jónsson, þjdílskáldit) alknnna, keftli andazt á Vopnaflrtli snemma í marz- rnáuuti. Hann hafli lagzt til at) sofa dsjúknr at) kvöldi, en fundizt öroudur um morguninn. Kristján var eigi fullra 27 ára at) aldri, er hann dó (hanu var fæddur 13. dag júuí-mán.) en óhraustur var hann alla þá tít), er jeg þekkti haun. Allt ísland harmar skáldit), ættingjar og ástviuir syrgja hinn fram- liiina ástvin, — en sjálfur gleþst hanu nú, er hann er heim kominn, því skáldsins ríki or ekki af þessum heim. „Hoimurinn misskilnr mig, „Misskil jeg einnig hann“, kvat) Kristján eitt sinn sjálfur, og hann mátti sauna þat), ai> „sitt er hvat), gæfa og gjörvileikur". „(þá sagtii drottinn um Jósúa.) „„Er þessi mafmr ekki eins og „brandur úr báli dreginn?““ En Jósúa var í óhreinum klætmm, „þar er hann stót) frammi fyrir englinum. þá tók engillinn til ort)a „og mælti til þeirra, er stóím frammi fyrir honum: „„Færií) hann ,„úr hinum óhreinu klæt>um““. Sítan mælti hann til hans: „„Sjá „„þú! jeg hefl tekif) þína synd frá þjer og færi þig í hátítabún- „„iug““. Sakaria 3. kap., 2., 3. og 4. vers. Svo mun og vií) skáldit gjört, og mun honum Ijúft at> leggja af ham þann, er hann sýndist eigi skapatur til at> bera, og taka á sig hátítiabúuingiun. þar et) enginn af ættingjum Kristjáns er hjer nærstaddur, álít jeg mjer skylt, at) geta láts hans, og þab hefl jeg nti gjört. En í þetta skipti fer jeg eigi fleiri orflum um þetta þjót>harmaf>a skáld, þennan horfua ástvin minu. En jeg vil reyna, þegar jeg hef betra næti og föng til, at) geta helztu æflatrita hans og minnast bans rækilegar, en nú á jeg kost á; en sjálfur lieflr hann reist sjer þariu minnisvartia, er engin lofrætla getur gjört nje þarf at) gjóra fegnrri. Jón Ólafsson. FJÁRKLÁÐINN. Snemma í þessum mánuði barst sú fregn hingað, að fjárkláðinn hefði enn á ný gjört vart við sig í Ölvesinu hjá Eyólfi nokkrum Eyólfssyni á Grímslæk. Svo stóð á, að Eyölfur hafði á uppboði í haust keypt nokkrar kindur af úrgangi úr Selvogi, og voru kindur þær grunaðar, vegna þess, að milii þeirra kom fram dilkær af Suðurnesjum út- steypt í kláða; var þessi úrgangur seldur með þeim skil- málum, að hver kind af honum yrði drepin, en allt fyrir það kvað Eyólfur hafa sett á vetur 2 eða 3 af kindum þessum. tannig er nú þessi voðagestur enn á ný farinn að brydda á sjer, og það, ef til vill, fyrir óhlýðni og trassa- skap eins manns, en vonandi þykir að yflrvöldin gjöri ráð- stafanir þær, er óyggjandi sjeu til að varna frekari út- breiðslu kláðans, enda skipaði og sýslumaður Eyólfi þegar að baða allt fje sitt nálægt 80 að tölu, og er vonandi, að Eyólfur verði skyldaður til að gæta fjárins vandlega fram eptir sumrinu upp á sinn eiginn kostnað, að það eigi hafi samgöngur við annað íje, og að hann verði fyrir harðri hegningu ef útaf bregður. Stiptamtið hefir enn eigi fengið neina skýrslu frá sýslumanni kláða þessum viðvíkjandi. nTHOMAS ROYS» DILAÐOR. Ekki blæs enn byrlega fyrir fiskiveiðafjelaginú danska; þann 21. f. m. komst gufuskip þess nThomas Roys» með illan leík inn á Djúpavog. Ilafði Hammer að vanda farið á honum norður í ís til seladráps, og á 2 dögum náð 1600 sela, en þá bar ísinn svo á skipið á alla vegu, að það marðist og gufuvjelin biluðu, svo að þeirra var eigi neytt, og þótti þá ráðlegt að reyna að halda út úr ísnum, og gekk það fremur treglega, sem von var. Sýslumaður kvað hafa stofnað til skoðunar á skipinu og höfðu skoðunarmenn eigi álitið það sjófært. Nokkur hluti skipverja hafði farið til Englands með «Skallagrimi», en þeir er eptir voru áttu að fara með póstskipinu, er þá var von á til Djúpavogs. Vjer höfnm lauslcga heyrt þess getið, að fjelag eitt í Hamborg hafi tekið ábyrgð á skipinu. IIAFÍSINN OG NEYÐ Á NORÐURLANDI. Eptir skipi, sem nýkomið er af Austfjörðum er hafís- inn sagður kominn nær því suður að Hornafirði, og að* vestan er hann kominn á ísafjörð og enda sunnar. Sem vænta má er því ekkert skip enn komið á Norðurland, og er neyðin þar manna á milli sögð almenn, eins hjá beztu óðalsbændum sem armingjum, og mun vera í ráði í Húna- vatnssýslu, að senda hingað suður eptir korni, enda hefir og nokkuð verið sótt og talsvert pantað. Kuldar kváðu þar hafa verið miklir og að mestu gróðurlaust, en heyföng nóg og skepnur i góðum holdum, en bændur farnir að skera niður kýr, fje og hesta sjer til bjargar. SKIPAIÍOMA. 13. þ. m. galeas «Mercur» með alls konar vöru til Fischers kaupmanns; 16. þ. m. galeas «Baldur» með ýmsa vöru til konsúls Smith; 18. þ. m. galeas «Afram» með nauðsynjavörur til konsúls Siemsens; 20. þ. m. skonnortu- brig «Hector» með timburfarm til Fischers, Smiths o. fl,; 23. jagt «Ane Marie» með alls konar vöru til Havsteins verzlunar; 25. þ. m. skonnort «Mathilde» til konsúls Siem- sens með ýmsar vörur; 26. þ. m. skonnortskip «Akureyri» 11 lestir, til Popp kaupmanns á Akureyri, en mátti halda frá ísnurn við Austurland og ætlar nú vestur fyrir land. S. d. skonnortskip «Dania» með kol til þess að sækja hesta fyrir Jessen hestakaupmann ; í dag kom frakkneskt herskip. Rektorsembættið veitt frá 1. júlím. yfirkennara Jens Sigurðssyni. Eptir því sem allsstaðar að heyrist viðhaldast góð afla- brögð hjer innanflóa. Þeir er djúpt hafa farið hjeðan, um 7 vikur sjáfar, fyrirfarandi daga hafa flestir fengið hlaðafla af fullorðnum þorski, og eiga þeir þakkir skilið fyrir dugnað sinn. Útgefandi: «Fjelag eitt í Reylcjavík«. ■— Ritstjóri: J. P. H. Gudjohnsen, — Skrifstofa: Tjarnargötu JM 3. Preutaíiur í lande-preutsiuibjuuiii 1S69. Eiuar þórtarson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.