Baldur - 30.10.1869, Blaðsíða 1

Baldur - 30.10.1869, Blaðsíða 1
Iteykjavík, 30. dag október-mánaðar. Annað ár, 1869. X *o. Verí> árgangs or 4 mrk 8 sk., og borgist fjrir íok september- máDaifear. Kanpendnr borga engan burlbareyri. TUi ÍUTSTJUIU «l»JOÐOLFS». [Háttvirti herra ritstjóri Baldurs! Af því að ritstjóri Þjóðólfs hefur ekki rúm fyrir með- fylgjandi grein, leyfi jeg mjer að senda yður hana, ef þjer kynnið að vilja veita henni viðtöku. Mjer þykir nefnilega nauðsyn, að það mál, sem um er talað í greininni, verði Öllum Jjóst. lieykjavík, l‘J. október 1869. Með virðingu Jón Sigurðsson]. Jeg hafði hálfvegis gjört mjer í hugarlund, að þjer, herra ritstjóri, hefðuð einhvern tíma haft tíma til að glöggvavð- ur betur á því, sem þjer og nokkrir aðrir hafa sagt um atkvæðagreiðsluna í fjárhagsmálinu 1865, svo að þjer hefðið getað sannfærzt um, að hún var í alla staði rjett. En jeg sje á viðaukablaði yðar seinasta (11. september, bls. 183), að þessi von mín heíir brugðizt, og verð jeg því að leit- ast við með yðar góða leyfi að sýna lesendum yðar, sem ekki er ætlanda til að hafi svo greinilega hugmynd um þetta mál, eins og þjer ættið að hafa sjálfur, hvernig því er varið í raun og rjettri veru. tjer segið um atkvæðagreiðsluna í stjórnarmálinu 6. þ. m.: «svo var þetta neitandi niðurlagsatriði nefndarinnar (o: að ráða frá frumvarpinu) sett fremst til atkvæða — (at- Ixugagr.: «alveg eins og sami forseti gjörði við hina al- ræmdu neitandi og fellandi uppástungu, sem var eignuð E. Iíúld, í fjárskilnaðarmálinu 1865«)— með þeirri útlistun frá frá forsetastólnum . . . . að yrði þetta neitandi niður- lagsatriði nefndarinnar samþykkt, þá væri frumvarpið fallið allt, eins og það væri, og gæti eigi til atkvæða komið, hvorki einstakar greinir nje í heilu lagi» o. s. frv. Jeg skal nú geta þess, að það er ekki rjett að kalla frumvarpið frá 1865 fjárs/cj/naðarmál, því það var einmitt inóthverft; það segir sjálft, að tilgangurinn sje að haga ljárhagssamðímdimí milli íslands og Danmerkur öðruvísi, en áður (um 12 ár), en alls ekhi að aðskilia fjárhaginn að svo komnu. l’ar næst er það nokkuð undarlegt, að gjöra sjera Eiríki Kúld þær gersakir, eins og hann hafi ekki sjálfur átt uppástungu sína um að fella frumvarpið 1854, þar sem alþingislíðindin sjálf sýna (I, 823), að hann hefur borið þessa uppástungu fram þegar við undirbúningsum- ræðuna í málinu. En það er of lijegómlegt, að fara lengra út í þetta, og skal jeg þess vegna sleppa því. En hitt er aðalatriðið, hvort það er rangt form, sem forseti (þ. e. að segja jeg í þessu tilfelli) hefi haft á at- kvæðagreiðslunni bæði í fjárhagsmálinu 1865, og nú í stjórnarmálunum. Það hefir verið sagt í almennum orða- tiltækjúm af minni hlutanum í þessu máli á alþingi 1865, að það hafi verið svo sem óheppni, að fyrsti töluliður á atkvæðaskránni hafi verið þar sem hann var, og stjórnin skildi þetta svo, sem þó reyndar ekki var berlega sagt, að Borgun fyrir auglýsiugar er 1 sk. fyrir hverja 15 smáietursstafl eíiur jafnstórt rúm. Kaupendur fá helmings-afslátt. þeir hefði kvartað yíir, að málið heföi verið borið rangt undir atkvæði; hinu sama var og hreift af einum íslenzk- um mótstöðpmanni í dönsku blaði, en jeg sýndi með rök- ura, að í þessu efni gat minni hlutinn yfir engu kvartað, nema því, að hann var minni liluti, og hver gat gjört að því nema hann sjálfur? — Nú má jeg þó þakka yður fyrir það, að þjer liafið sagt nokkru Ijósara en hinir, hvað það er, sem á að vera rangt í þessu efni bæði 1865 og nú. Það lítur svo út, sem það eigi að vera þetta, eptir yðar áliti, að neitandi uppástunga er sett freinst á atkvæðaskrána. Eptir þessu sýnist mjer þjer ætlast til, að forseti ætti aldrei að setja þær uppá- stungur fyrir framan, sem eru neitanda eðlis, eða með öðrum orðum: þær uppástungur, sem vilja vísa frumvörp- um alveg frá, gæti annaðhvort ekki orðið teknar til atkvæða, eða þær yrði að koma seinast á alkvæðaskránni. Hið fyrra getur varla verið meiningin, því sú uppástunga er eins lögmæt og þinglega rjett, eins og hver önnur; hið síðara væri öfugt, því þar með yrði annaðhvort að vísa frumvarp- inu frá eptir að búið væri að greiða atkvæði um það allt saman — það er eins og að skjóta til æðri rjettar dóm, eptir að búið er að framkvæma hann, — eða þá, að meiri hluti þingmanna yrði að neita að greiða atkvæði um allar greinir frumvarpsins og öll breytingaratkvæði, nema það eina, að ráða frá öllusaman; en þettaværi mjög undarleg atkvæðagreiðsla, og að minni ætlun öldungis ótæk, efþing- menn gæti ekki fengið forseta til að haga henni öðruvísi. Jeg bið skynsama menn að hugleiða, hvort þeir eru ekki samdóma mjer um, að það sje helzt ætlandi til af for- seta, að hann seti allar uppástungur, sem fram koma í hverju máli, svo skýrlega fram og i svo greinilegri röð á atkvæðaskránni, að hver sú meining þingmanna, sem kemur í Ijós, geti fengið skilmerkilega úrgreiðslu með atkvæðum. Sje nú þetta rjett, og falli nú svo, að meiri hluti þingmanna vilji ekki eyða atkvæðum sínum að einstökum greinum ein- hvers frumvarps, heldur vísa frumvarpinu frá í heild sinni, þá virðist mjer auðsætt, að þessi spurning verður fyrst að koma til atkvæða, og þingmenn að skera úr henni; verði hún samþykkt af meira hluta, þá er augljóst, að ekki er til neins að bera greinir frumvarpsins upp til atkvæða á eptir, þegar meiri hlutinn hefur einmitt neitað að takaþær til atkvæða; en falli slík uppástunga, þá koma frumvarps- greinirnar og breytingarnar þar við til atkvæða. í*að er vist flestum ljóst, sem hugleiða þetta mál, að það getur í einstökum tilfellum komið rjett upp á sama, hvort maður setur neitandi uppástungu fyr eður síðar, svo sem t. d. um grein í einhverju frumvarpi, hvort maður þá setur greinina sjálfa til atkvæða og tengir þar við uppá- stungu um, að greinin verði felld úr; eða að maðnr setur -OCV<«;(g)xx>-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.