Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 17
Ælttfrædislegar athugasemdir við Ljósvetningasög’u. Eftir Matthías Þórðarson. Hjer verður farið eftir útgáfu Bókmentafjelagsins: íslenzkar forn- sögur I, Km.höfn 1880. Gruðmundur Þorláksson bjó þá söguna, og Víga-Glúms sögu (»Glúmu«), sem er í sama bindi, til prentunar. Sú útgáfa mun best enn og er þó ekki alls kostar góð. Nafni sögunnar er haldið hjer, einkum af því að það er með vissu mjög gamalt, finst í öðru skinnhandritsbrotinu (A. M. 561 (3) 4í5). Guðmundur Þorláksson skifti henni i tvent: A. Guðmundar saga ens ríka og B Eyjólfs saga og Ljósvetninga. Sú skifting er á nokkrum rökum bygð að vísu, en ekki er hjer þó um tvær sögur að ræða. Rjettast væri að kalla. söguna Möðrveliingasögu. Ástæða væri raunar til þess að gera hjer ýtnsar athugasemdir við söguna og sömuleiðis þessa útgáfu af henni og samanburð á handritum þeim, sem af henni eru til, einkum A skinnhandritaleif- unum, Á. M. 561 (3) 415 og 162 C. fol., en þar eð það yrði ekki vel gert, nema í helsti löngu máli fyrir þetta ársrit, skulu hjer að eins gerðar nokkrar athugasemdir við fáeinar ættartölur og reynt að lagfæra þær; fylgir hjer með ættartöluágrip, sem þeim mun gott að átta sig á, er þetta kunna að lesa. — Guðmundur og aðrir áður tóku eftir ýrnsum ættartölugöllum á sögunni og hafa reynt að leið- rjetta suma þeirra. I. Fimti kapítuli sögunnar er sjálfstæð og einkarskemtileg frá- sögn um giftingu Þórdísar, dóttur Guðmundar ríka. Getur verið, að þeirri frásögn sje skotið inn í söguna síðar af öðrum en höfundi hennar, svo sem haldið hefur verið fram. í lok kapítulans er sagt frá því, að þau Þórdís og Sörli Broddhelgason ættu tvo sonu, Einar og Brodda, og síðan er, án sýnilegs samhengis við það eða annað í frásögninni, bætt við: »Dætr þrjár átti Kolbeinn og Guðríðr. Eina dóttur, Guðrúnu, átti Sæmundr fróði, ok tvær dætr hans (þ. e. Kol-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.