Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 24
Að spá i milti. Það var alkunnur siður á landi hjer »að spá í miltiv; kannast margir við hann enn af frásögnum manna eða eiginni sjón eða reynd, en hann mun vera orðinn fremur fásjeður á síðari árum. Má nú búast við, að hann kunni að leggjast niður og gleymast, en fyrir þvi að ætla má, að hann sje mjög forn að uppruna og að því leyti merkilegur, skal honum lýst hjer nokkuð, enda er ókunnugt um, að það hafi gjört verið áður opinberlega. Sjálfur hefi jeg ekki sjeð spáð í milti nema einu sinni, en haft sagnir af því, að það er gjört með tvennum hætti aðallega. Jeg minnist þess, að jeg sá föður minn, Þórð Sigurðsson, spá í milti haust eitt, er hann hafði slátrað nautgrip og var að gera hann til á flöt við bæinn, Fiskilæk í Borgarflrði. — Faðir minn dó 22. nóv. 1883 og mun þessi bernskuminning mín því að líkindum vera frá haust- inu sama ár, og var jeg þá að eins 6 ára að aldri. Fyrir því eru sennilega ekki öll atvik hjer að lútandi mjer ljós, en þau man jeg vel, er jeg tók þá eftir. — Fleiri voru við en jeg og minnir rnig, að þeir beiddu föður minn að spá í miltið. Hann tók það og lagði á litla upphækkun á blóðvellinum, sneri sjer að bænum móti land- norðri og frá okkur, sem á horfðum, en það mun hafa verið af hend- ingu einni. — Jeg minnist þess ekki að hann hefði bundið um augu sjer, en mig minnir, að hann skæri ekki sjáandi í miltið, heldur þá með augun aftur. Jeg minnist þess, að hann skar miltið þversum í nokkra hluti, en ekki hve marga, og að hlutirnir táknuðu tíðarfar komandi vetrar, eða þá árs. Þess minnist jeg ekki, hvað spáin þótti vita á í þetta skiftið. Jeg hefi á síðustu árum spurt menn úr ýmsum bygðarlögum eftir sið þessum og heyrt honum lýst á ýmsan hátt, en aðallega tvennan, eins og áður var sagt. Spáð var að eins í nautgripamilti og spáð fyrir vetri komanda þá er slátrað var að hausti Jafnan var spáð mjög skömmu eða þegar í stað eftir að miltið var tekið innan úr skepnunni. Það, sem einkum er ólíkt um þessa tvo aðalhætti við að spá í

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.