Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 55
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI 59 hér sem hliðstæður við Hvítárholt, en dæmin um þessa húsagerð eru mýmörg bæði frá germönsku og slavnesku menningarsvæði. Húsin í Hvítárholti eru vestlægustu dæmin um þessa húsagerð, hennar hefur ekki orðið vart á Grænlandi né annars staðar í Ameríku. Þetta er þó líklega ekki í fyrsta skiptið, sem jarðhúsa verður vart hér á landi. I Árbók fornleifafélagsins 1897 er getið um „kjallara- gröf“, sem fundizt hafi að Skriðuklaustri í Fljótsdal og virðist mér eftir lýsingunni að dæma, að þar sé nálega um sams konar hús að ræða og hér hefur verið greint frá9. Jarðhús þetta var 10x11 fet að stærð, dýptin rúm 3 fet og stóðu stoðir enn í hornum og við miðja langveggina, og var áreftið sýnilegt. Lokræsi var úr einu horninu, en veggir voru allir hlaðnir innan úr óhöggnu grjóti og límdir með smiðjumó („mósteypu"). Eldstæði virðist hins vegar ekki hafa verið í jarðhúsi þessu, að minnsta kosti er það ekki nefnt, enda töldu menn þetta vera gröf, sem skyr hafi verið gert upp í, og byggðu á því, að það var fullt af gulhvítu, límkenndu efni, sem þó var ekki rannsakað nánar. Þótt eldstæði fyndist ekki hér virðist samsvörunin mikil, bæði stærð og gerð, lokræsi svo og hitt, að ekki virðist neinn inngangur hafa fundizt. Þótt skyr kunni að hafa verið gert upp í húsinu, sem er að sönnu ólíklegt, er greinilega um hliðstæð hús að ræða. Dr. Kristján Eldjárn hefur skýrt mér frá, að í rauninni hafi húsið, sem fannst undir bænum í Gjáskógum í Þjórsárdal, verið alveg sömu gerðar og húsin í Hvítárholti. Stærðin er reyndar nokkru meiri en þar, 3,4x5,5 m, en dyr fundust engar, eldstæði var við suðurvegg og stoðarholur sums staðar við veggi10. 1 fornritum er víða getið um jarðhús, og mun lýsing Eyrbyggju á baðstofunni, sem Víga-Styr gerði þegar hann drap berserki sína, gleggst þeirra allra11. Má reyndar segja, að þar gæti verið komin lýsingin á einhverju jarðhúsanna í Hvítárholti. Hvort sem frásögnin sem slík hefur við rök að styðjast eða ekki er ljóst, að höfundur hefur þekkt til þessara húsa og kunnað glögg skil á þeim, enda birt- ist hér í lýsingunni sem og víðar áhugi höfundar Eyrbyggju á fornum minjum. Þar segir, að baðstofan hafi verið grafin í jörð niður og gluggi yfir ofninum, svo að gefa mætti á ofninn utan frá, og gengið var í húsið um op á þekjunni, en að vísu er þar sagt frá forstofu framan við sjálfa baðstofuna, sem ekki var að finna í Hvítárholti. Þegar lýsing Eyrbyggju er höfð í huga og borin saman við jarð- húsin í Hvítárholti, virðist næst fyrir hendi að telja þau baðstofur. Einkum á þetta við um hús III, með lokræsinu. Ofninn hefur bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.