Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 18
SKÁLDIN OG HÓLADÓMKIRKJA Hannes Pétursson segir í Rauðamyrkri (Reykjavík 1973, bls. 64—65) um Hólakirkju á 19. öld: „Þannig var gengi fyrstu steinkirkjunnar á íslandi — yfir henni vofðu sleggjur. Þar lágu biskupar í gröfum sínum innan dyra og utan, þar horfði frá vegg Jesús frá Nazaret, rex Judaeorum, í líkamsstærð manns, skorinn í tré á dögum Jóns biskups Arasonar; á kórgafli breiddi út faðminn altarisbríkin niðurlenzka, útskorin og marglit, einnig frá Jóns dögum biskups. Á altari stóðu tveir gylltir silfurkaleikar sem höfðu blikað fylltir Krists blóði í hendi Hóla- biskupa síðan í pápísku, og í kirkjuna var komin fyrir meira en öld skírnar- laugin stóra sem Guðmundur barokkmeistari í Bjarnastaðahlíð hjó úr gráu klébergi af mestri list árið sem séra Hallgrímur dó.“ En fleiri skáld hafa skrifað skemmtilega um Hólakirkju. W. H. Auden kom þar 1937, og hann skrifar á þessa leið í bók sinni Letters from Iceland, bls. 118 —119: „Hólar voru biskupssetur, og ég var næsta morgun í kirkjunni, sem er jafn- ljót og flest önnur mótmælendaguðshús. Einu minjar fyrri tíðar er útskorin altaristafla. Ég hamraði á orgelið, lét bækur og knépúða vega salt á altaris- stjökum, stóð á altarinu á sokkaleistunum og kveikti á eldspýtum til þess að reyna að ljósmynda útskurðinn. Dularfullar grimmúðugar persónur hefjast af bakgrunni og húðstrýkja fanga án þess að líta á þá. Viðutan hestar horfa inn í einhvern fjarlægán heim. Höfuðið á öðrum ræningjanum er keyrt aftur, og á enni hans dansar björn sem heldur á barni. Þéttskipaðar persónur, Himnadrottn- ingin með turn, Sankti-Pétur með engan hnakka o. s. frv., rísa eins og grískur kór til hægri og vinstri við miðtöfluna“. W. H. Auden skoðaði einnig Þjóðminjasafnið. Hann segir í bók sinni að þar sé ein máluð altaristafla, sem sé þess virði að sjá hana. Þetta er dönsk kvöld- máltíðarmynd frá 17. öld, var í Melakirkju í Melasveit, nú Þjms. 4406, til sýnis í kirkjudeild safnsins. Halldór Laxness segir einhvers staðar að Auden hafi talið þetta beztu altaristöflu norðan Alpa. Auden kom aftur og skoðaði töfluna, þegar hann var hér öðru sinni 1964. Hann var skemmtilegur gestur, og hafði sannan áhuga á íslenzkri menningu. í eddukvæðaþýðingum hans er margt mjög gott. Hann dó 1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.