Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 06.01.1986, Blaðsíða 29
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU AÐALFUNDUR 1985 Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn hinn 3. des. 1986 í Fornaldarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.40. Fundinn sátu um 40 manns. Formaður félagsins Hörður Ágústsson listmálari, setti fundinn og minntist fyrst þeirra fclagsmanna, scm látizt hafa, síðan aðalfundur var haldinn síðast. Þeir eru: Ágúst Þorvaldsson, fv. alþingismaður, Brúnastöðum, Árn. Björn Þorsteinsson, prófcssor, Uvk. Geir Jónasson, fv. borgarskjalavörður, Rvk. Guðmundur H. Guðmundsson, húsgagnasm., Rvk. Guðmundur Illugason, hreppstjóri, Seltjarnarn. Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, Rvk. Jakob B. Bjarnason, Síðu, Engihl.hr., A-Hún. Magnús Antonsson, Rvk. Sigurður Sigurðsson, fv. landlæknir, Rvk. Solveig Kolbeinsdótdr, frú, Rvk. Formaður skýrði frá því, að áróðurshcrferð stjórnar félagsins fyrir Árbók félagsins het'öi borið þann árangur, að um 80 nýir félagar og áskrifendur hefðu verið skráðir. Þá skýrði formaður frá því, að undirbúningur að útgáfu rits um Skálholtsrannsóknirnar væri nú kominn vel á veg og stæðu vonir til, að ritið gæti birzt á vordögum. Loks greindi formaður frá því, að nú væri ákveðið að stofna rannsóknarstöðu við Þjóðminjasafnið, cins og þegar hefur verið sagt frá í blöðum. Mun menntamálaráðhcrra tilkynna opinberlega þessa ákvörðun 6. desember n.k., er 70 ár verða liðin frá fæðingu dr. Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar og forsota íslands. Þá skýrði Inga Lára Baldvinsdóttir gjaldkeri félagsins og ritstj. Árbókar, frá útgáfu Árbókarinnar, sem af ýmsum ástæðum hetði færzt yfir á síðari hluta árs. Jafnframt lagði hún fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir árið 1985. Síðan flutti formaður félagsins, Hörður Ágústsson, erindi um Skálholtsrannsóknirnar 1954-1958 og sýndi margar myndir til skýringar. Fundarmenn þökkuðu fyrirlcsara fróð- lcgt erindi með lófataki. Að lokum svaraði fyrirlesari spurningum fundarmanna. Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 22.30. Hörðnr Ágústsson Þórhallur Vilmundarson

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.