Göngu-Hrólfur - 24.12.1872, Blaðsíða 3

Göngu-Hrólfur - 24.12.1872, Blaðsíða 3
— 5. — G. — leikiir í þrcm sýningum, eptir Indriða Ein- arsson». Akreiri 1872. [VlII+80=] 88 bls. í 8°. Kostar túmark. [Fæst í Finsens bóka- verslun). Vér skulum fara nokkrum orðum um leik þennan síðar; en látum þegar þá ósk í Ijósi, að sem flestir vildi kaupa bók- ina. — «Mannamunum heitir róman, sem Jón nokkur Alýrdal, snikkari, liefir samið og látið prenta á Akreiri i haust. En eigi er sú bók hingað komin suðr enn. f KIUSTJÁN skáld JÓNSSON. Visur eptir séra Mattias Jokkumsson, kveðnar í samkvæmi 1869. 1. Vantar nú í vinahóp — völt er lífsins glíma — þann, er yndi’ og unað skóp oss fyrir skemrnstum tíma. 2. I’egjum! Dauðans regin-rán rymur hátt á ströndum: . Nú er kempan Kristíán krepptur heljar-böndum. 3. Áður stóð með horn í hönd halurinn sálarsterki; harpan kvað sem björ við rönd og hringum ofna serki. 4. Ógnum slungin unglings sál ægði flestum beimum; heit sem bál og beitt sem stál bjó hún í öllum heimum. 5. Nú er harpan hljóð og ein hryggðarþrumu lostin; að eins heyrist óma kvein eptir strenginn brostinn. 6. tað, sem brann i bragnings sál á bárum kaldrar æfl, glampa skal, sem brenni bál brims á þrúðgum sævi. 7. Beztu ljóðum listamanns leynir ei nóttin svarta; fóstran góða, gamla hans gevmir þau ðll í hjarta. 8. Nær munu I'jöllin forn og köld Fróns á norður-jöðrum aptur fylla skarð í skjöld með skáldum slíkum öðrum. 9. Goða- voða-fríði -foss, og fagri Herðabreiði! Verið um aldur kumbl og kross Kristjáns yfir leiði. (Aðsent). PRESTASKÓLAHÚSIÐ í RVÍK. Það hefir borist oss til eirna, að stúdentar á prestaskólanum (í Rvík) hafi nú borið sig upp undan húsnæði því, er hingaðtil hefir verið uotað tilþessað halda firirlestra á ( guðfræði, og barið því við, að húsið í sjálfu sér ifir höfuð að tala væri aldeilis óbrúkandi ( þeim tilgangi, og komið fram með gild rök og ástæður fyrir því: 1. að húsið væri, nú þegar so margir menn sæktu prestaskólann, oflítið og sérílagi óhentugt; því er nl. so varið, að í þí eru tvær stofur, og hljóta stúdentar að sitja í þeim báðum tilþessað komast firir; en kennarinn, er les firir, sitr í þeirri fremri og einsog hverjum manni gefr að skilja, getr hann eigi séð ifir þá, sem á hann lieira, og þeir, er sitja í innri stofunni, heira oft eigi til hans, og geta þí eigi skrifað eftir honum, og er það stórmikill hnekkir og tímatöf að að iána hjá öðrum firirlestra og skrifa þá upp að kvöldinu. 2. að það væri so lágt undir loftið í þí, (nfl. prestaskólahúsinu) að oft væri þar ó- þolandi firir loftleisi, og bætist þaráofan að ofnarnir í þí eru mjög bágir, og rjúka þeir oft so, að það hefir eigi borið allsjaldan við, að hætta hefir mátt við alla firirlestra vegna svælu heila daga. 3. að húsið væri so gisið, að oft væri þar óþolandi vegna kulda, einkum þegar norð- anveðr eru, þegar stendr beint uppá það, og so stundum óþolandi hiti, auk margs annars. Alt það, sem hér að ofan er talið, miðar eigi alllítið til uð spilia heilsu bæði keunarauua

x

Göngu-Hrólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Göngu-Hrólfur
https://timarit.is/publication/98

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.