Víkverji

Tölublað

Víkverji - 12.06.1873, Blaðsíða 1

Víkverji - 12.06.1873, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa «Vik- verja« er í húsi Gísla skólakennara Magn- ússonar fyrir sunn- an sjúkrahúsið. Víkverjix kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4 /3 fyrir smáteturs- linu eðr viðlíkt rúm. leta dag innar 8d“ viku sumars, 12. dag júnímánaðar. Vilja guðs, oss og vorri pjóð vinnum, á meðan hrcerist blóð. 1. ár, 1. tölublað. Boðsbréf það, er vér létum út ganga 22. f. m., hefir fengið svo góðar viðtökur, að vér þegar í dag, nálega viku fyrr en vér höfðum ætlað oss, getum látið ina fyrstu hálförk af blaði því, er vér höfðum boðið mönnum, koma fyrir almennings sjónir. Maðr sá, er vér höfum kosið til ábyrgð- armanns, er gamall og reyndr rithöfundr, og heflr opt látið skoðanir sínar í Ijósi. Af því, er þannig liggr eptir hann, og af boðsbréfi voru, mun almenniogr geta gjört sér hug- mynd um stefnu þá, er vér munum fram fylgja. Vér viljum hér einungis geta þess, að Víkverji mun eigi verða neinn «konungs- þræll». Vér þykjumst allir, þótt sumir vér séum embættismenn, ogjafnvel einmitt af því, mega hafa frjálsar skoðanir um það, er getr verið fóstrjörð vorri og þjóð til gagns og sóma, og þykjumst vér eigi vera til neyddir, að halda, að allt það, er kemr frá stjórninni, sé ágætt og óaðfinnanlegt, Af annari hálfu á Víkverji eigi að verða alþýðuþræll. Vér höldum, að almenningr á landi voru sé svo skynsamr, að hann viti, að þeir menn, er aldrei fylgja öðru máli fram, en því, sem i svipinn er áhugamál almennings, og aldrei þora að mótmæla þeim mönnum, er í svipinn hafa almenningshylli, eru eigi inir beztu vinir alþýðunnar. «Vinum þínum, þótt þú vel gjörir, hirtu ekki að hrósa», segir ið fornkveðna, og munum vér ekki horfa í að segja vinum vor- um til syndanna, ef svo þykir við eiga. Víkverji er fæddr, og mun ala aldr sinn, í vík þeirri, er einn af inum fyrstu land- námsmönnum reisti stórbú, þar sem margir höfðingjar síðan hafa búið, og þjóðþing vort hefir nú samkomustað sinn. J>að er fyrir því eðlilegt, að Víkverji hafi mætr á höfuðstað landsins, og muni veita málefnum fæðingar- staðs síns einkanlega eptirtekt, og reyna að efla framför hans, en Víkverji þykist ekki geta gert það, nema hann styðji að því af öllum mætti, að býbræður hans verði alís- lenzkir í hugsunarhætti, tungu og lifnaði. Honum eru því þær þjóðlegu hreifingar, er færast nú ár fra ári meir og meir í vöxt í Reykjavik, mjög geðfelldar, og hann ætlar að slyðja þær af öllum mætti. Eins og Reykjavik á eigi neina framfaravon, nema hún verði aðalaðsetrstaðr innar pjóðlegu mentunar hér á landi, eins verðr hún að lifa og deya með öðrum kaupstöðum lands- ins og sveitum. Víkverji verðr því ekki «há- reykjavíkanskr»: hann mun, að svo miklu leyti, sem honum verðr þess auðið, fúslega veita hverri grein, er ræðir um sveitaverzl- un, jarðarrækt, fjárrækt, fiskiafla og önnur sveitarmálefni, viðtöku; svo mun hann og reyna sjálfr, þótt hann sé kaupstaðarbúi, að segja álit sitt um þessi áríðandi málefni lands- ins. Ilann veit það vel, að vér íslendingar, fremr en nokkur önnur þjóð, verðum að segja: «bóndi er bústólpi, bú er landstólpi». Nokkrir menn í Reykjavík. Óspektir í Reykjavík. Þjóðólfr, Göngu-Hrólfr og Timinn hafa fært lesendum sínum sögur af ýmsum ó- spektum og óreglum, er gjörzt hafa síðast liðinn vetr. Þarvið getum vér bætt, að eitt kveld, er einn af inum æðslu embættismönn- um vorum sat með fólki sínu við vinnu í stofu, þar er kveikt var Ijós, var skotið 2 bissuskotum inn um glugga hússins, svo að glerið í gluggunum brotnaði, en þó hlauzt ekki annað tjón af þessu. tað er oss kunn- ugt, að yfirvöld vor, einkum lögreglustjórn- in, hafa gjört öfluga gang-skör að því, að beitt yrði lögum landsins gegn þeim, sem 1 HÁSKÓLI ÍSLANDS Cff BÓKUM FlfWS JÓNSSONAB

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.