Alþýðublaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1960, Blaðsíða 2
tftgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi i rltstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. .9- Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- œtur' Albvðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —* Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eintakið. ; Laun íistamanna | EINAR OLGEIRSSON flutti við síðustu um- . ræðu fjárlaga tillögu um allmikla hækkun á laun- lim til listamanna. Fór hann hjartnæmum orðum ! ura mannvonzku stjórnarflokkanna, er þeir ekki sanlþykktu tillöguna, og Þjóðviljinn hefur sungið 'Jaonum lof fyrir, enda leikurinn til þess gerður. | Kommúnistar voru ekki svona vinsamlegir listamönnum, þegar þeir 'sátu í ríkisstjórn og ■ höfðu völd í landinu. Gylfi Þ. Gíslason var þá og er enn menntamálaráðherra. Fékk Gylfi fram- gengt 2o% hækkun á fjárveitingu til listamanna- launa 1957, í kr. 1.200,000, en honum tókst ekki að fá neinn stuðning frá ráðherrum Alþýðubanda- lagsins eða framsóknar fyrir frekari hækkunum í f járlögum síðari ár vlnstri stjórnarinnar. Þá var ekki fyrir hendi sá áhugi, sem Þjóðviljinn sýnir " • r nu. { .. Gylfi skipaði nefnd til þess að endurskoða lög . um listamannalaun, og varð sú nefnd sammála Tum niðurstöðu. Var samið frumvarp um þetta mál, J>ar sem gert var ráð fyrir 10 manns með 35.000 kr. listalaun og 20 með 20.000, en öðrum í 12.000 kr. og 6000 kr. flokkum. Þetta frumvarp fékkst aldrei flutt á dögum vinstri stjórnarinnar vegna ándstöðu ráðherra Alþýðubandalagsins og fram sóknar. —< Það var ekki fyrr en á dögum Al- þýðuflokksstjórnarinnar í apríl 1959, sem frum- varpið var flutt á alþingi, en þar hlaut það ekki stuðning Alþýðubandalagsins. | Mesta átak síðari ára í málefnum lista og bók- mennta hér á landi voru lögin um Menningarsjóð, Sem sexfölduðu fjárráð sjóðsins úr 0,5 í 3 miilj. <óhir árlega. Ekki gerðist það fyrir baráttu komm- únista, heldur eingöngu fyrir harðfylgi Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra. Kommúnistar eru duglegir við að skreyta sig með sýndartillögum og yfirboðum, en listamenn | þessa lands munu meira meta raunverulegar hð- gerðir til þess að bæta hag þeirra og aðstöðu. Þeir kunna Einari Olgeirss. takmarkað þakklæti fyrir ; tillögur nú um það, sem flokkur hans brá fæti fýrir, þegar hann átti menn í ríkisstjórn. GÖMLU DANSARNIR fimmtudaga og laugardaga. Onnur kvöld: Nútíma dansar. — Danssýni- kennsla á miðvikudagskvöldum. g 2. apríl 1960 — Alþýðublaðið |F 0 V •jiq.-t'- * — élSciduÖ'bíI^ Kveðja: ÞEGAR félagið „Skák“ sam einaðist Taflfélagi Reykjavík- ur árið 1912, vöru eignir þess fjórtán krónur { peningum og fjögur töfl. En hér voru samt mörkuð þáttaskil í reykvískri skáksögu, því að þessum fá- tæklegu reitum fylgdu nokkr ir ungir og áhugasamir skák- menn, sem síðar- urðu lyfti- stöng í skáklífi þjóðarinnar. Einn þessara ungu manna var Eggert Guðmundsson Gilfer. í bókinni „Taflfélag Reykja- víkur 50 ára“ fjallar Þorlák- ur Ófeigsson, einn félaganna úr „Skák“ og góðkunningi Eggerts, um skáktímabilið frá 1910—20, og lýsir hann hon- um þannig: „Eggert var fljót- ur að leika og var allur á ferð og flugi og virtist aldrei festa hugann við neitt sérstakt. Eng um datt í hug, að þarna væri hættulegur mótstöðumaður. En það kom samt nokkuð oft fyrir, að' hann bar sigur úr býtum. Þá sögðu þeir, sem töldu sig meiri: „Hann er alltaf ,svo heppinn, strákur- inn“. Og þessi „heppni“ fylgdi honum æ síðan. Svo hvarf Eggert af sjónársviðinu um nokkur ár. Síðar skaut honum upp í Taflfélagi Reykjavíkur að afloknu tón- listarnámi. Þetta er maður- inn, sem lengi vel hélt manna bezt uppi skákhróðri íslands og á fleiri sigurvinn- inga að baki en nokkur ann- ar íslenzkur skákmaður, meist arinn Eggert Gilfer“. Eggert Gilfer varð sigur- vegari á Skákþingi íslendinga 1915 og margsinnis síðan. Vet urinn 1924—25 segir í fyrsta sinn frá fjöltefli, og tefldi Eggert þá við sextán menn samtímis. Árið 1928 fór Egg- ert til Oslóar til þátttöku í Skákþingi Norðurlanda, fyrst- ur íslendinga. Fylgdarmaður hans var skákbrautryðjand- inn Pétur Zóphóníasson, og gekk ísland þá í Skáksam- band Norðurlanda. Þetta voru merk þáttaskil { íslenzkri skáksögu, því að nú voru ís- lendingar að verða hlutgeng- ir f skák á alþjóðamæli- kvarða. Aðeins tveimur árum seinna áttu Islendingar sveit skákmanna á þriðja flokka- móti Alþióðaskáksambands- ins, er haldið var í Hamborg Þýzkalandi, skömmu eftir Al- þingishátíðina. í upphafi móts ins gekk ísland í Alþjóðaskáb sambandið (FIDE) og tók þannig virkan þátt í alþjóð- legu skáksamstarfi. Eggert Gilfer tefldi auðvitað í sveit íslands, og oftast á fyrsta borði. Aftur og aftur sótti Eggert svo út fyrir pollinn. Hann var í íslenzku skáksveit inni, sem keppti í Folkestone, Englandi 1933, hann var einn- ið í skáksveitinni, sem keppti í Múnchen, Þýzkalandi 1936, svo og í Stokkhólmi 1937. Vann Eggert á þessum árum marga athyglisverða sigra í keppni við beztu skákmenn heims og var landi sínu t’il sóma í skáksal og utan. Hann var með afbrigðum sómakær fyrir íslands hönd á erlendri grund, enda var hann ramm- íslenzkur í lund og stoltur son! ur þjóðar sinnar. Þegar heim kom var hinn víðreisti meist- ari ávallt óspar að miðla þeim, sem heima sátu af þekk ingu sinni og vísdómi. Egg- ert tók þátt í ótal skákmótum innanlands frá 1915 til dauða- Framhald á 14. síðu. i Hannes á horninu ■yf Hækkun útvarps- gjaldsins. Rangar tölur. Getum við blóðmjólk- að beztu heimilisvinn- inn. Ekki hækkað í áratug. AF TILEFNI bréfs, sem ég birti í gær um hækkun á afnota- gjaldi útvarpsins vil ég taka þetta fram: Útvarpsgjald hefur ekki hækkað í heilan áratug eða meira. Á sama tíma hefur allt hækkað, einnig laun útvarps- flytjenda.Jþó að þau séu svo lág, að útvarpið á jafnvel erfitt með að fá menn til þess að lcoma fram í dagskránni. Útvarpið hef ur hvað eftir annað bent á nauð- syn þess að liækka tekjur sínar, en því hefur alltaf verið slegið á frest. í FYRRA sannaði útvarpið, að það gæti ekki haldið uppi þeirri þjónustu, sem því ber ef tekju- stofn þess héldist óbreyttur. Um þetta voru allir sammála. En ekki var talið hægt að leyfa hækkun vegna þess að stefnan var sú, að ekkert hækkaði. Fyr- ir nokkru samþykkti útvarpsráð með atkvæðum fulltrúa allra flokka að fara fram á hækkun áf notagjalda og með hliðsjón af því, neituninni í fyrra og enn vaxandi þörf útvarpsins, var hækkunin leyfð nú. HÖFUNDUR bréfsins fór með alrangar tölur. Það er rétt að gajldið hækkar um einn þriðja,' úr 200 krónum upp í 300 krón- ur, en það sem bréfritarinn sagði um heildartekjur útvarpsins af þessari hækkun var alrangt. — Mér skaust yfir þetta þegar ég bjó bréfið til prentunar, enda höfundurinn töluvís maður og gegn. — Vitanlega eru gjald- endur alltaf á móti öllum hækk- unum. Við viljum alltaf fá sem mest fyrir sem minnst. ________ •ÉG HEF haldið uppi gagnrýni á dagskrá útvarpSins, en ef ég krefst meira þá verð ég líka að viðurkenna nauðsyn á hærri tekjum svo að hægt sé að kaupa betra efni. Það er engum blöðum um að fletta, að Ríkisútvarpið er víðfeðmasta og áhrifaríkasta stofnun þjóðarinnar, í raun og veru alþýðlegur háskóli hennar, og þó að margt birtist í því, sem ég hef ekki áhuga á, þá uni ég við það margar stundir og annaS heimafólk mitt. Útvarpið er mik ill og góður heimilisvinur — og þannig mun það alls staðar hafa kynnt sig. ■ -p<5 /EN TIL ÞESS að ég geti ætl- ast til þess að útvarpið flytji mér aðeins það bezta sem þjóðin á £ fórum sínum, verð ég að búa þannig að því, að það geti upp- fyllt kröfur mínar. Það hefur aldrei þótt góð latína að kvelja hestinn og heimta samt af hon- um æ þyngri drátt eða byrði. — Það höfum við gert gagnvart Rí-kisútvarpinu. Við höfum búið hraksmánarlega að því og það jafnvel svo, að það hefur misst hina ágætustu útvarpsþuli sína., vegna þess eins að smánarlegt húsnæði þess hefur verið lieilsu- spillandi. ' ÚR ÞESSU hefur nú að nokkru verið bætt, þó að enn sé alls ekki fullnægjandi .En enn búum við þannig að dagskránni, að hún hefur undanfarna mánuði verið að veslast upp. Ef þjóðin á að hugsa vel um nokkra stofnun, þá er það Ríkisútvarpið. Það kemur til okkar oft á dag. Við getum ekki blóðmjólkað það lengur. Mælirinn er fullur. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.