Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						SVONA ERUM VIÐ
COSÞAMBIÐ EYKST Mjólkurþambið
minnkar um leið og gosneysla sækir á
samkvæmt tölum um neyslu árin 1990 til
1999. Mjólkurneyslan fellur um 20 lítra á
mann tíu árum en gosneysla eykst um
nærri 40 lítra á mann.
c
.) 1990
1205,6
1995
194,9
1999
1186.3
Heimild:
Hagstofa íslands
Neysla á mjólk og gosdrykkjum í lítr-
um á mann árin 1990, 1995 og 1999
SPRENCJULEIFUM SAFNAÐ
ísraelska lögreglan rannsakar slysstað
Israel
Sj álfsmorðsárás
í Tel Aviv
kfar saba (ap) ísraelskur læknir lést
og 39 særðust í sjálfsmorðsárás
Palestínumanns í gærmorgun á
strætisvagnabiðstöð í úthverfi Tel
Aviv í ísrael. „Allir voru í uppnámi...
ég sá bílstjórann liggja á "blóði drif-
inni götunni," sagði vitni að atburðin-
um. Enginn hefur lýst ábyrgð á til-
ræðinu á hendur sér en ríkisstjórn
ísrael sakar stjórn Palestínumanna
um að gera ekki nægilega mikið til að
koma í veg fyrir slíkar árásir.
Vonir um að samstarf ísraela og
Palestínumanna um samstarf á sviði
öryggisgæslu fóru heldur dvínandi í
gær eftir atburðinn. ísraelar og
Palestínumenn funduðu á laugar-
dagskvöld um endurupptöku sam-
starfsins sem legið hefur niðri í átök-
unum sl. sjö mánuði. Að sögn Palest-
ínumanna var einnig rætt um hugs-
anlegar friðarviðræður. Danny Na-
yeh, aðstoðarráðherra í ríkisstjórn
ísrael, sagði hins vegar í gær að við-
ræðurnar hefðu eingöngu snúist um
að binda enda á núverandi deilur,
ekki um friðarviðræður. ¦
Bruni við Austurbrún
Eldur í ísskáp
eldsvqði. Eldur kom upp í eldhúsi
blokkaríbúðar á 4. hæð í Austurbrún
4, Reykjavík, á fimmta tímanum í
gærdag. Að sögn varðstjóra lögregl-
unnar í Reykjavík er talið að kviknað
hafi út frá ísskáp en um minniháttar
skemmdir er að ræða. Slókkviliðið
var sent á vettvang og gekk greiðlega
að slökkva eldinn. ¦
FRETTABLAÐIÐ
23. apri'I   MÁNUDAGUR
Smábátar:
Undirskriftir
gegn kvóta
sjAvarútvecur Smábátasjómenn á
Norðurlandi hafa verið að safna und-
irskriftum til að mótmæla gildistöku
laga um kvóta á steinbít, ýsu og ufsa.
Búist er við að listarnir verði fljót-
lega afhentir stjórnvöldum. Mikil
reiði ríkir víða á landsbyggðinni
vegna þessara laga og m.a. hafa
margar sveitarstjórnir lýst yfir and-
stöðu sína við þau. Fyrir skömmu var
sjávarútvegsráðherra afhentir undir-
skriftalistar með nöfnum rúmlega 2
þúsund kjósenda á Vestfjörðum sem
mótmæltu Iögunum.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda seg-
ir að samkvæmt þessum lögum munu
meðalveiðiheimildir 89 báta í svo-
nefndu þakkerfi lækka úr 30 tonnum
í 9 tonn. Þessutan munu dagafjöldi
219 báta sem hafa leyfi til að veiða í
23 daga á handfæri fækka í 21 dag.
Hann segir að menn hafi gríðarlegar
áhyggjur af þessu enda hagsmunir
LÖNDUN
Enn og aftur berjast smábátasjómenn og
landsbyggð gegn nýjum kvótalögum, nú
eru það Norðlendingar.
fjölmargra byggðarlaga í húfi sem
eiga allt undir afla smábáta. Búist er
við að heitar umræður verði um mál-
ið á alþingi. ¦
I     ERLENT     j
Genarannsóknir. Fyrstu niðurstöð-
ur rannsóknar spænsks vísinda-
manns benda til þess að tengsl séu á
milli óvenjulegs afbrigðileika í gen-
um og geðshræringar og fælni. Xa-
vier Estevill greindi frá þessu á
fundi Erfðamengissamtakanna.
Einnig virðist Estevill hafa komist á
sporið um erfðafræðilegt samspil
sjúkdómsorsaka^
Evrópusambandið. Fjármálaráð-
herrar aðildarríkja Evrópusam-
bandsins, (ESB) funduðu í Malmö í
Svíþjóð um helgina. Þeir segja að
væntanleg aðildarríki bandalagsins
verði að koma efnahagslífi sínu á
réttan kjöl áður en þeim verður veitt
aðild. Yfirlýsingin er talin vera n.k.
viðvörun til umsóknarríkja en talíð
er að bandalagið verði stækkað inn-
an fárra ára.
Umsjón með lyfjagjöf
geðfatlaðra er vanrækt
Mörg alvarleg aðfinnsluefni í skýrslu vinnuhóps um stuðningsþjónustu við geðfatlaða.
Athuganir
vinnuhópsins
benda til að
Stuðnings-
þjónusta Geð-
hjalpar hafi ekki
veitt nema
hluta þeirrar
þjónustu sem
greitt var fyrir.
velferðarþjónusta. Það er harður dóm-
ur sem felldur er í skýrslu vinnuhóps
um framkvæmd Stuðningsþjónustu
Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, Sveinn Magnússon, segir
annarsstaðar hér í blaðinu að hann
hafi þungar áhyggj-
ur af þessu ástandi.
Vinnuhópurinn
var skipaður full-
trúum frá Geð-
hjálp, Félagsþjón-
ustunni í Reykjavík
og Svæðisskrif-
stofu málefna fatl-
aðra í Reykjavík.
Meðal athuga-
semda í skýrslu
vinnuhópsins segir:
„Ákvæði skortir
í samningunum um húsnæði og er það
i mjög mismunandi ástandi. Aðeins sjö
af þrjátíu íbúum í þjónustukjörnum
Stuðningsþjónustunnar hafa eigin sal-
ernis- og eldunaraðstöðu. Að meðaltali
eru 34 fermetrar húsnæðis á hvern
íbúa. Þetta ástand er óviðunandi.
Gerð er m.a. athugasemd við að
yfirstjórn daglegs starfs Stuðnings-
þjónustunnar skuli ekki vera í hönd-
um fagmenntaðs starfsmanns. Um-
sjón með mikilvægum þáttum þjón-
ustunnar, svo sem lyfjagjöf, hefur
verið vanrækt.
Ljóst er að eftirliti með þjónust-
unni hefur verið ábótavant.
Athuganir vinnuhópsins benda til
að   Stuðningsþjónusta   Geðhjálpar
VINNUHÓPUR CEÐHJALPAR
í janúar síðastliðinum stofnaði
Geðhjálp í samstarfi við Félagsþjón-
ustuna í Reykjavík og Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra I Reykjavík
vinnuhóp vegna samninga þessara
aðila um Stuðníngsþjónustu Geð-
hjálpar. Verkefni hópsins var að yfir-
fara samninga með hliðsjón af lög-
um, efndir þeirra og gera ítarlega
greiningu á þörfum varðandi rétt-
indi og skyldur.
hafi ekki veitt nema hluta þeirrar
þjónustu sem greitt var fyrir.
Athuganir benda til að þörf íbúa
sem eru í þjónustu Stuðningsþjón-
í vinnuhópnum voru:
Gunnhildur Bragadóttir, sjúkraliði,
Halldór Kr. Júlíusson, sálfræðingur,
Halldór Kolbeinsson, geðlæknir,
Hrefna Haraldsdóttir,
trúnaðarmaður fatlaðra,
Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði,
Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur, og
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar.
ustu Geðhjálpar sé meiri en gengið er
út frá í samningum.
Vinnuhópurinn telur það hlutverk
eignaraðilans, Geðhjálpar, að ákveða
stjórnfyrirkomulag þeirrar þjónustu
sem hann hefur með höndum." ¦
VESTURGATA 17 OC 17a
Það er í þessum húsum sem skjólstæðing-
ar Geðhjálpar búa við hvað hrikalegastar
aðstæður. Vesturgata 17 að ofan,
Vesturgata 17a að neðan.
Opið í Ausfurveri
frá 8:00 á morgnana
tíl 2:00 eftir miðnætfi
Lyfaheilsa
Unnu verðlaun í kórakeppni
Graduale Nobili í öðru sæti í keppni í Kalundborg í Danmörku.
"Ég er geysilega stoltur," segir Jón Stefánsson, kórstjóri.
7
menninc Graduale Nobili
varð í 2. sæti í flokki kven-
na- og barnakóra í keppni
evrópskra æskukóra sem
haldin var í Kalunborg í
gær. Níu kórar kepptu í
flokknum og varð ung-
verskur kór í fyrsta sæti.
Graduale Nobili var stofn-
aður í haust sem leið og er
úrvalskór eldri félaga í
Gradualekór Langholts-
kirkju. Kórinn fékk 22,8
stig af 25 mögulegum og
aðeins munaði hálfu stigi á
honum og vinningskórn-
um. „Ég er geysilega stolt-
ur af stelpunum," segir
Jón Stefánsson stjórnandi
kórsins. „Þær voru alveg
frábærar." Verðlaunaféð
nemur um 170.000 kr. ¦
STOLTUR STJÓRNANDI
Jón Stefánsson er stjórnandi
Graduale Nobili sem hélt
fyrstu tónleika sína 7. apríl við
góðar undirtektir áheyrenda
og gagnrýnenda. Kórinn veitti
ungverskum unglingakór sem
stofnaður var á 7. áratugnum
harða samkeppni í keppni
evrópskra æskukóra sem
haldin var i Danmörku i gær.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24