Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						WIÁNUDAGUR  23. apríl

FRETTABLAÐIÐ

Húseigendur vildu styrk:

Bærinn vill

ekki borga

carðabær Eigendur hússins að Lyng-

móum 2 í Garðabæ, hafa leitað til

bæjaryfírvalda í Garðabæ og óskað

þess að bæjarsjóður greiði rúmar 600

þúsund krónur vegna lagfæringa eft-

ir að svalahandríð féll af einum svöl-

um hússins.

Nauðsynlegar lagfæringar kost-

uðu 663 þúsund krónur og' hefur bæj-

arráð hafnað óskum íbúanna.

í erindi húseigendanna er getið

um að heildarkostnaður vegna við-

gerða hússins sá langtum hærri - eða

2,5 milljónir króna á hverja íbúð

hússins. ¦

LYNCMÓAR 2 Í CARÐABÆ HÚSIÐ ÞAR SEM SVALAHINDRIÐIÐ FÉLL

Húseigendurnir leituðu til bæjarins í von um styrk - en var hafnað.

Danskt sjúkrahús flytur út líffæri í trássi við lög:

Danir græða gnótt

á hornhimnum

LlfFÆRi Líffærabanki á sjúkrahúsi Ár-

ósa i Danmörku græðir á útflutningi

danskra líffæra á alþjóðlegan mark-

að. Viðskiptin eiga sér stað þrátt fyr-

ir að bannað sé með dönskum lögum

að hagnast af líffærasólu.

í fyrra dreifði líffærabankinn í

Árósum um 200 hornhimnum til

sjúkrahúsa utan Danmerkur og var

verðið á hverri þeirra 1000 dkr., um

11 þús. ísl. kr., hærra en dönsk

sjúkrahús greiddu fyrir himnurnar.

Hornhimna kostar 4000 dkr. á danska

markaðnum en líffærabankinn fær

5000 dkr. fyrir hana á alþjóðlegum

markaði. Niels Ehlers forstöðumaður

bankans telur að gróðinn á ári á sölu

hornhimna úr landi nemi um 200.000

dkr.

Dönsk löggjöf kveður á um að

söluverð líffæris megi ekki vera

hærri upphæð en sem nemur kostn-

aði við geymslu, eftirlit og dreifingu

en ljóst er að ekki er farið að þessum

lögum á sjúkrahúsinu í Árósum. Heil-

brigðisyfirvöld í Árósum hafa farið

fram á skriflega greinargerð um mál-

ið frá stjórn Árósasjúkrahússins. ¦

ISLENSKIR NYBUAR

„Hef sótt um ótal mörg

s törf en alltaf verið hafnað -'

Salah Karim er 31 árs Kúrdi sem hefur búid á Islandi sídan 1996. Hann er menntaður tæknifræðingur

en hefur ekki fengid starf hér á landi sem tengist menntuninni

nýbúak Fliótlega eftir að Salah Karim

kom til ísland sótti hann um inn-

göngu í Tæknifræðingafélag íslands.

Hann fékk sent félagskírteinið sköm-

mu síðar. Síðanjbá eru liðin nokkur ár

og enn er Salah að vinna á sama stað

og hann byrjaði, Kassagerðinni.

„Ég hef sótt um ótal störf en alltaf

verið hafnað," segir Salah. „Auðvitað

er það mjög erfitt að fá alltaf neitun

en ég er eigi að síður viss um að þetta

mun ganga að lokum." Salah er mjög

látlaus og rólegur þegar hann segir

sögu sína. Ekki gætir beiskju hjá hon-

um þrátt fyrir að svo erfiðlega gangi

að finna vinnu og honum sýnist

reyndar að „íslendingar geti skipt

um vinnu einu sinni í mánuði."

_......a.__       Salah segir að

honum  hafi  oft

„Stundum hefur  vel-ið tekið mjög

verið sagt við   vel hjá þeim fyrir-

migaðégeigi   tækjum sem hann

75% líkur á starf-  hefur   sótt   um

inu sem ég er að  vinnu hjá. „Stund-

sækja um en á   um  hefur  verið

endanum hef ég  sagt við mig að ég

ekki fengið það."  eigi 75% líkur á

starfinu sem ég er

að sækja um en á

endanum hef ég ekki fengið það."

Aðspurður hvort að hann telji að

hann fái ekki vinnu vegna þess að

hann er nýbúi og talar ekki lýta-

lausa íslensku segir Salah að sú

skýring sem vinnuveitendur gefi

honum ávallt sé sú að hann hafi

enga reynslu í faginu, þeir hafi

margir sagt honum að þeir hafi

áður verið með útlendinga í vinnu

hjá sér, sum fyrirtæki krefjist

reyndar þekkingu á Norðurlanda-

málum vegna samstarfs við fyrir-

tæki þar í landi.

Aðrir benda honum á að bæta við

sig námi í háskólum hér á landi. „Ég

var í tveggja mánaða fríi í vinnunni í

vetur og fór á tölvunámskeið," segir

Salah sem segist vissulega hafa

áhyggjur af því að hann gleymi ein-

hverju því sem hann lærði í háskólan-

um. „Ég held samt í vonina um að

þetta muni ganga að lokum, að mér

verði gefið tækifæri, þannig var

þetta hjá bróður mínum, sem einnig

er tæknifræðingur, hann kom hingað

á undan mér og fékk eftir margra ára

leit vinnu á Orkustofnun." Salah fet-

aði nefnilega í fótspor bróður síns á

sínum tíma þegar hann flutti til ís-

lands. Flúði er kannski réttara því

ekki á hann afturkvaemt á heimaslóð-

ir sínar sem eru í þeim hluta Kúrdist-

an sem lýtur stjórn íraka.

SALAH KARIM

Hann heldur í þá von að fái að lokum starf

þar sem menntunin nýtist. Bróðir hans

kom hingað nokkru á undan honum og

eftir nokkurn tíma fékk hann starf.

Á síðasta ári kom eiginkona hans

svo til landsins, hún er menntaður

enskukennari en vinnur eins og

stendur við hlið eiginmanns síns, 1

Kassagerðinni.

sigridur@frettab!adid.is

r

Kóreumenn stefna Islend-

ingum fyrir meiðyrði

Þeir segja Heilsuverslun Islands ekki aðeins hafa nýtt kóreskt eðalginseng

heldur einnig oflofað kínverkst ginseng. Löngum hefur ágæti þessarar

jurtar valdið deilum hér á landi - nú fer mál í fyrsta sinn fyrir dóm

dómsmAl Hrafnkell Ásgeirsson

hæstaréttarlögmaður hefur stefnt

forráðamönnum Heilsuverslunar ís-

lands til að fá ummæli dæmd dauð

og ómerk. Það er að 'ós'k kóreska f yr-

irtækisins, Korea Ginseng Corp.,

sem Hrafnkell stefnir. Ástæða máls-

ins er að í auglýsingu, sem birtist í

Morgunblaðinu 11. febrúar, kom eft-

irfarandi fram:

í Kóreu er notuð svokölluð Nin-

tensivei ræktun sem þýðir að jurtin

vex í 4-6 ár til að ná hæstu gæðum

áður en hún er tekin og unnin. Þá

líða önnur 2-3 ár áður en nýjum

fræjum er sáð en biðtíminn stafar af

hreinsun jarðvegsins sem hefur

skaðast af völdum eiturefna sem

ginsengrótin gefur frá sér. Hins

vegar er ekki nóg að aðeins líði

nokkur ár til þess að lífrænn jarð-

vegur öðlist örverufræðilegt jafn-

vægi aftur. í Kóreu er jarðvegurinn

því oft á tíðum bættur með kemísk-

um efnum, bæði skordýrareitri og

tilbúnum áburði þar sem örveru-

fræðilegt jafnvægi er ekki til staðar

verður ginsengið mun viðkvæmara

fyrir skaða af völdum skordýra og

sveppa og kallar það á enn frekari

notkun skordýraeiturs.

Þetta segja Kóreumenn vera örg-

ustu ófugmæli og krefjast þess að

þessi ummæli verði dæmd dauð og

ómerk. Þetta er reyndar ekki allt.

Kóreska fyrirtækið vill einnig að

dæmd verði dauð

og  ómerk  orð  f

sömu  auglýsingu

þar sem segir: Mun-

urinn er hins vegar

sá að í Kína notum við

alls engan áburð og því engin köfn-

unarefni, í flestum tilfellum ekkert

skordýraeitur en ef þurfa þykir

skordýraeitur, þá í algjöru lágmarki.

Kóreumenn telja sig vita betur

og vilja þess vegna að hvoru tveggja

verði dæmt dautt ómerkt - hrakyrð-

in sem þeir segja vera viðhöfð um

þeirra vöru og oflof sem þeir segja

vera um samkeppnisvóru frá Kína.

Auk ómerkingarinnar vilja þeir

fá málskostnað greiddan svo og 250

UMDEILD HOLLUSTA

Langvinnar deilur um gæði kóresks og kín-

versks ginsengs eru nú komnar til dóm-

stóla að frumkvæði kóresks fyrirtækis.

þúsund krónur til að standa straum

af kostnaði við birtingu dómsins í

fjölmiðlum.

-sme@frettabladid.is

Demantar í Kongó:

Umdeildum

samningi rift

KINSHASA (AP) Ríkisstjórn

Kongó tilkynnti um helgina að hún

hefði ógilt einokunarsamning um

demantaútflutning sem fyrrverandi

forseti, Laurent Kabila, gerði í júlí á

síðasta ári. Samingur Kabila, sem

myrtur var í janúar, við fyrirtækið er

einn sá umdeildasti sem hann gerði í

embættistíð sinni. Kongó, er þriðji

stærsti demantaútflytjandi heims.

Talið er að fyrirtækið, sem er ísra-

elskt, hafi fallist á að greiða ríkis-

stjórn Kabila andvirði tæplega 2

milljarða ísl. kr. fyrir samninginn.

Samkvæmt skýrslu SÞ var samning-

urinn „stórslys" fyrir demantaversl-

un í Kongó. ¦

Heimsókn fyrrverandi

forseta Tævan til Japans:

Kínverjar

reittir til reiði

Lee Teng-hui, fyrrverandi forseti

Tævan, kom til Japans í gærkvöld að

staðartíma. Hætta er á að heimsókn-

in muni hafa alvarleg áhrif á tengsl

Japan og Kína en kínversk stjórnvóld

hafa gagnrýnt japönsk harðlega fyrir

að veita Lee vegabréfsáritun. Þau

saka Lee um að hafa staðið í vegi

gegn því markmiði að sameina Tæv-

an Kína. Lee leitar sér lækninga í

Japan. Ríkisstjórn Japan klofnaði í

afstöðu sinni til leyfisveitingarinnar

vegna andstöðu Kínverja. ¦

IlöcreglufréttirI

Andrésar andar leikunum var slit-

ið á laugardag og að sögn lög-

reglunnar á Akureyri urðu engin

óhöpp á fólki og fóru leikarnir í alla

staði vel fram. Annars var helgin ró-

leg hjá lögreglunni og að sögn eins

lógreglumanns þótti honum líklegt

að fólk væri enn að jafna sig eftir

páskahelgina.

Lögreglan á Eskifirði rannsakar

lát tvítugrar stúlku sem fannst

um miðjan dag síðastliðinn miðviku-

dag í einbýlishúsi á Neskaupstað.

Dánarorsök er talin lyfjaofneysla.

Ekki fékkst staðfest um hvaða lyf

hafi verið að ræða en enn er beðið

réttarfræðilegra rannsókna.

Að sögn lögreglunnar á Eskifirði

er málið vel á veg komið og að ekkert

bendi til þess að stúlkan hafi fengið

lyfið með ólöglegum hætti á sjúkra-

húsinu þar sem hún starfaði.

Bensínsprengju eða Molotov-kok-

teil var varpað á Sendiráð

Bandaríkjanna við Laufásveg að-

faranótt laugardagsins. Lögreglan

handtók tvo menn á fimmta tíman-

um sem grunaðir voru um verknað-

inn. Skemmdir urðu óverulegar.

Að sögn lögreglunnar í Reykjavfk

hefur mönnunum verið sleppt úr

haldi en lokayfirheyrsla yfir einum

þeirra átti að fara fram í gær. Málið

telst að fullu upplýst.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24