Fréttablaðið - 23.04.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.04.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 23. apríl IViANUOACUR Kristján Möller alþingismaður: Spyr Davíð um útgjöld alþinci Kristján Möller alþingismað- ur hefur leitað svara við tveimur spurningum hjá Davíð Oddssyni for- sætisráðherrtT Þingmaðurinn vill annars vegar vita hversu mikið út- gjöld forsætisráðuneytisins munu lækka á árunum 2000 og 2001 eftir að byggðamál voru flutt úr ráðuneytinu. Og hins vegar vill Kristján fá að vita hvers vegna iðnaðarráðuneytið fær ekki aukið fjármagn í fjárlögum eftir að byggðarmálin voru flutt til þess ráðuneytis. ■ [ HARÐSOÐIÐ RAGNAR KR. KRISTJÁNSSON framkvæmdastjóri Ragnar Kristinn Kristjánsson er 40 ára gamall framkvæmdastjóri Flúðasveppa á Flúðum. Verð á grænmeti hefur verið til umræðu að undanförnu. Flúðasveppir eru einu framleið- endur sveppa hér á landi og hafa því mjög sérstaka stöðu á markaðnum. HVAÐ hefur það þýtt fyrir þitt fyrirtæki að vera eitt á markaði? „Ég vil nú bara svara þessu þannig að það er öllum frjálst og leyfileg' að rækta sveppi á Is- landi." HVERS VEGMA eru ekki önn- ur fyrirtæki i þessari atvim ugrein? „Fyrir um 10 árum voru sex F rirtæki i þessari framleiðslu. Það er verið að bera upp á mig að ég hafi fengið heilt ráðuneyti til að stöðva inn- flut'-ing á rotmassa sem er notaður í ræktunina. Það var í mesta lagi I mánuð sem ekki var hægt að fl/tja inn rotmassa, Aðrir héldu áfrarr að rækta en vissulega var hörð samkeppni a mark- aðnum. Þetta er flókin ræktun og aðrir ;áfust upp og i tvö ár vorum við ein. Sú svepparækt sem þá varð til starfaði í eitthvað um tva ár og þeir notuðu erlendan rotmassa." Flvenær sérð þú fram á að verð á svep aum hér á landi verði sambærilegt og það er í rágranna- löndunum? „Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég get nefnt sem dæmi að við erum að fá um 340 krónur fyrir kílóið. Fyrir um Fá árum fengum við 400 krónur, ætli það sé ekki um 600 krónur á núverandi verðlagi. Ég held því að við höfum gert ýmislegt til að koma verðinu niður." HVORT hentar einokunir þér eða mér betur? „Ég heíd að það eitt að rækta grænmeti hér á landi sé ávinningur fyrir þjóðina, en menn verða að kunna fótum sinum forráð Við höfum aldrei, og endurtek aldrei, misnotað okkar aðstöðu. Ég get tekið sem dæmi að um hátíðir þegar eftir- spurn er mikil, höfum við aldrei hækkað verð á sveppum, eins og gerist annarsstaðar. Mín skoð- un er sú að þetta séu allta' miklir hagsmunir. Flér starfar margt fólk, við kaupum hálm af byggræktinni og svo framvegis." Ný staða í framboðsmálum í Geðhjálp: Eg hef séð fólk brotna saman geðhiAlp „Ég er stálhraustur og þetta hefur ekki gengið að heilsu minni, ég hef hinsveg- ar séð fólk brotna niður allt í kringum mig. Ég er ýmsu vanur og hef tekið þessu af æðruleysi," sagði Sigur- steinn Másson stjórnarmaður í Geð- hjálp, en hann hefur sagst ekki vera í framboði til formanns í Geðhjálp, en vitað er að talsvert hefur verið þrýst á hann til að gefa kost á sér. „Ég er ekki í framboði en útiloka ekki neitt,“ sagði Sigursteinn. Hann segir að hann sitji í stjórn Geðhjálp- ar, var kosinn fyrir ári til tveggja ára og hafi í eitt ár gegnt starfi varafor- manns. Sigursteinn segist ekki geta útilokað að fari mál far- sællega muni hann endur- skoða afstöðu sína og gefa kost á sér til formanns. „En fari mál með versta hætti mun ég hætta öllum afskipt- um af starfsemi Geðhjálpar." Hann segist meðal annars vera að taka tillit til ástvina þegar hann segist sér ekki áfram um að fara í kosningaslag um formannssæti Geðhjálpar. ■ SIGURSTEINN MÁSSON hyggst draga framboð til formanns Geðhjálpar til baka --♦-- „Ég er ekki í framboði en úti- loka ekki neitt" —+— Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður: Vill aðgerðir gegn ofbeldi alþinci Ólafur Örn Haraldsson al- þingismaður hefur lagt fram á AI- þingi tillögu gegn ofbeldi í Reykja- vík og nágrenni. Þingmaðurinn vill að skipaður verði sérstakur starfs- hópur sem finni leiðir til að koma í veg fyrir ofbeldi. Hann segir að of- beldi og innbrot hafi aukist á fáum árum og að borgarbúar telji að ekki sé lengur hægt að ganga um borgina að kvöld- og næturlagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir árásum. ■ FRÉTTIW AF FÓLKI [ Deilan innan Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur er hatrömm og iar á bæ bíða menn spenntir eftir niðurstöðum nefnd- arinnar sem ætlað er að rannsaka sannleiksgildi þeir- ra atriða sem þeir hafa borið hvor á annan, Magnús L. Sveinsson og Pétur A. Maack. í allri umræðu hefur verið sagt að upphaf deilnanna sé að finna í deilum um bílastæði við Faxafen, en þar er meðal annars líkamsræktarstöð, þar sem Ágústa Johnsen ræður ríkjum, en hún er frænka Péturs og þar rek- ur tvíburabróðir Magnúsar einnig fyrirtæki. Heimildir Fréttablaðsins vilja meina að rót sundurlyndis Verzlunarmannafélagsmanna sé allt önnur og augljósari. Þannig er að syni Magnúsar, Sveini Magnússyni, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, var falið eftir að hann hafði verið nokkr- ar vikur í starfi að reka bókarann, Kristjönu Kristjánsdóttur, en hún er eiginkona Péturs A. Maack. Sem sagt sonur Magnúsar rak konu Pét- urs og eftir það varð allt vitlaust. Afram meö Verzlunarmannafélag- ið og félagana Magnús L. Sveins- son og Pétur A. Maack. Kaup Verzl- unarmannafélags- ins á jörðinni Stóra- Kamb er eitt þeirra deilumála sem risið hafa milli Magnús- ar og Péturs, en Pétur hefur sagt að Magnús hafi keypt jörðina á yfirverði af greiðasemi við seljandann, sem sagður er vera kunningi Magnúsar. Einn viðmælenda Fréttablaðsins gerði lítið úr þessum ásökunum Pét- urs. Hann sagði tvennt koma til, annars vegar eru áhöld um hvor er meiri kunningi jarðarsalans Magnús eða Pétur og hitt atriðið er að Pétur skrifaði undir kaupsamningi án at- hugasemda. Einkavæðingarnefnd bíður enn átekta með sölu á hlut af ríkis- kökunni í Landssímanum. Búið er að taka tilboðum frá fjármálafyrirtækj- um til þess að annast útboð fyrir einkavæðingarnefndina. Tekið var lægstu tilboðum í umsýsluna og eru samkeppnisaðilar þeirra sem hnoss- ið hlutu ekki sérlega ánægðir með sinn hlut. Bent er á að endurskoðun- ar- og ráðgjafafyrirtækið Price Wa- terhouse Cooper, sem á að annast kynningu og sölu á erlendum vett- vangi, hafi aldrei nálægt slíku kom- ið, og að Búnaðarbankanum, senS hefur verið falið að annast söluna innanlands, hafi gengið illa að annast útboð á trúverðugan hátt í nokkur skipti. r. Pétur Pétursson lætur af störfum rektors í Skálholtsskóla í haust. Skálholtsskóli er fræðasetur Þjóðkirkjunnar og hefur einkum sinnt ýmiskonar námskeiða og ráð- stefnuhaldi að undanförnu. Sex umsækjendur eru um rekstorsstöð- una og eru þeir Árni Svanur Daní- elsson guðfræð- ingur, séra Bald- ur Gautur Bald- ursson, séra Bernharður Guð- mundsson verkefnisstjóri á Bisk- upsstofu, Guðmundur Einarsson kennari, sem eitt sin var fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Smári Ólason tónlist- armaður og séra Torfi Hjaltalín fyrrum sóknarprestur á Möðru- völlum. Skólanefnd með Sigurð Sigurðarson vígslubiskup og Geir Waage í farabroddi mælir með um- sækjenda í starfið en kirkjuráð veitir embættió frá og með næsta hausti. Ekki er óliklegt að Bern- harður njóti fulltingis biskups í rekstorsstöðuna. Nafnbreytingar eru ekki ótíðar á vinstri hlið íslenskra stjórn- mála. í haust verður haldinn lands- fundur Samfylk- ingarinnar og nú er verið að senda út þreifara um það af hálfu flokksfor- ystunnar hvort ástæða sé til nafn- breytingar. Sam- fylkingin fór hik- andi af stað og það þykir hafa skaðað ímynd hennar. Við stofnun hennar voru margir sem vildu Bæjarstjórar í heim- sókn á Fréttablaðinu Bæjarstjórar af höfuðborgar- svæðinu komu í heimsókn á rit- stjórn Fréttablaðsins og kynntu sér fyrirhugaða útgáfu á síðasta sprett- inum fyrir „frumsýninguna". Þetta voru Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri í Garðabæ, Gunnar Valur Gíslason bæjarstjóri í Bessastaða- hreppi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðstoðarkona hennar, Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, Sigurður Geirdal bæjar- stjóri í Kópavogi og Sigurgeir Sig- urgeirsson bæjarstjóri í Seltjarnar- nesbæ. Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði átti ekki heim- angengt. Var auðheyrt fbæjarstjór- unum að þeir töldu útkomu Frétta- blaðsins talsverð tíðindi sem mundu setja annan brag á bæjar- og borg- arlífið en verið hefði. ■ BÆJARSTJÓRARNIR FRÆDDUST UM ÚTKOMU FRÉTTBALAÐSINS Frá hægri Sigurður Geirdal í Kópavogi, Gunnar Valur Gíslason i Bessastaðahreppi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir I Reykjavík og Jóhann Sigur- jónsson í Mosfellsbæ. Síðustu ár hefur Visir.is boðið uppá áreiðanlegar fréttir í samvinnu við öfiugustu fréttastofur landsins. I dag, mánudaginn 23. apríl, bjóðum við velkomna til leiks fréttastofu Fréttablaðsins. y', p ■ y . .. . : . góður punktur!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.