Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ ~í SPURNINC DAGSINS 15. janúar 2002 PRIÐIUDAGUR Er gott að búa á íslandi? Já, það finnst mér svo sannarlega, sérstak- lega núna á þessum erfiðu tímum sem að ríkja í heiminum í dag Jónas Finnbogason starfsmaður Seðlabanka íslands. SMÁTT Vinstrihreyfingin-grænt fram- boð stofnaði nýtt kjördæmis- ráð í hinu nýja Norðvesturkjör- dæmi á Hólmavík um helgina. Greint var frá þessu á vef Bæjar- ins Besta. Akveðin atriði í nýju James Bond myndinni verða tekin á ísilögðu vatni i norður Finnlandi að því er fram kemur á vefnum horn.is. Á vefnum er einnig greint frá því að byggð verði eftirlíking af sænsku íshóteli í Pinewood kvikmyndaverinu á Englandi. Þessar fréttir munu ekki hafa ver- ið staðfestar af framleiðendum myndarinnar, en í síðustu viku til- kynntu þeir að atriði úr myndinni yrðu tekin upp á íslandi. TVÆR ÞOTUR í LEICUFLUC Tvær Boeing-757 flugvélar munu sinna leiguflugi Flugleiða, en vegna samdráttar í áætlunarflugi hefur fyrirtækið ákveðið að leggja aukna áherslu á á leiguflug. Flugleiðir leggja áherslu á leiguflug: Samningar upp á 2,7 milljarða króna FLUCSAMCÖNCUR Flugleiðir- Leiguflug hf., nýstofnaö dóttur- fyrirtæki Flugleiða, hefur undir- ritað samning við dönsku ferða- skrifstofuna Krone Rejser um leiguflug milli Danmerkur og Miðjarðarhafslandanna. Samn- ingurinn er til tveggja ára og er metinn á um 1,5 milljarð króna og hefur dótturfyrirtækið þar með gert samninga upp á 2,7 milljarða króna í vetur. Eftir samdrátt í áætlunar- flugi ákváðu Flugleiðir að leggja aukna áherslu á leiguflug og tók dótturfyrirtækið til starfa nú um áramótin. Því er ætlað að annast og þróa vaxandi starfsemi Flug- leiða á alþjóðlegum leiguflugs- markaði í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að auka sveigjanleika í rekstrinum. Samningurinn við Krone Rej- se er þriðji stóri leiguflugs- samningurinn sem Flugleiðir gera, en fyrr í vetur kynnti fyr- irtækið eins milljarðs króna samning við bandarísku ferða- skrifstofuna GWV, en hann kveður á um flug frá Boston til sex áfangastaða í Karíbahafinu. í desember var síðan Undirritað- ur 200 milljóna króna samningur við ferðaskrifstofuna Univers Gestion Multi Voyages um leigu- flug milli Montreal í Kanada og Karíbahafsins. Tvær Boeing-757 flugvélar Flugleiða munu sinna leiguflug- inu og verða áhafnirnar íslensk- ar ■ Mjög KVÖTflLEiGA Jóhann Ár- sælsson segir framsetn- ingu LÍÚ á áhrifum auð- lindagjalds villandi. Út- reikningar hans á hvernig kvóti hefur ver- ið leigður milli sveitar- félaga styðji þetta. LÍÚ hélt því fram að tillögur meirihluta auðlinda- nefndar jafngiltu 300 milljóna byggðaskatti á Akureyringa en Jóhann segir að Akureyringar hafi á síðasta ári leigt frá sér veiðiheimildir fyrir 917 milljónir Áhrif kvótakerfisins: misjöfn útkoma byggðanna JÓHANN ÁRSÆLSSON Umrædd dæmi fyrst og fremst til umhugsunar. króna. LÍÚ hafi enn- fremur haldið því fram að íbúar Snæ- fellsbæjar þyrftu að greiða 114 millj- ónir í byggðaskatt en útreikningar hans sýndu að þeir hefðu borgað 520 milljónir á síðasta ári. Jóhann segir að það sé í raun hlægi- legt hjá LÍÚ að setja upp leikrit í kring- um auðlindagjaldið og kalla byggða- skatt. Greiðslurnar séu meiri í núverandi kerfi og það miklar að þegar og ef fyrirtæki leggja upp laupana á litlum stöðum komi ekki neitt í staðinn. Það sé ekki hægt að stofna ný fyrirtæki við núverandi kerfi þar sem kvóta- leiga sé of dýr. Jóhann setur þann fyrirvara við útreikningana að ekki hafi fengist sundurliðaðar upplýsing- ar heldur hafi hann notast við upplýsingar um kvótaleigu milli sveitarfélaga og reiknað kostnað við leigu út frá meðalverði á þeim veiðiheimildum sem fóru um Kvótaþing á síðasta ári. ■ SVEITARFÉLÖG SEM SELJA FRÁ SÉR KVÓTA Sveitarfélag Tekjur í miijónum Á hvern íbúa Akureyri 917 60.000 Ólafsfjörður 226 210.000 Skagaströnd 169 274.000 Þórshöfn 170 398.000 SVEITARFÉLÖG SEM KAUPA TIL SÍN KVÓTA Sveitarféiag Greiðslur í Á hvern miljónum íbúa Tálknafjörður 35 97.000 Dalvík 253 124.000 Grindavík 399 172.000 Snæfellsbær 520 280.000 Kvennaathvarfíð verði borið út Héraðsdómur fellst á kröfur erfingja Einars ríka. Mögulegt að leita verði til Hæstaréttar í von um aðra niðurstöðu. Það er auðvit- að verið að leita annarra lausna á þess- um málum en að láta dóm- stólana skera úr um það. dómsmál Héraðsdómur hefur fall- ist á kröfu erfingja Einars Sig- urðssonar um að Kvennaathvarfið verði borið út úr húsi erfingjanna —♦— í Bárugötu. Sam- tök um kvennaat- hvarf hafa nú 15 daga frest til að skjóta málinu til Hæstaréttar. Eggert Óskars- son héraðsdómari sagði í úrskurði sínum að loforð erfingjanna um að veita Kvennaathvarfinu „sann- gjarnan frest“ verði ekki túlkað svo rúrnt að athvarfinu væri heimil afnot af húsinu fram til 1. júní. Áður hefur komið fram í Fréttablaðinu að Kvennaathvarfð hefur keypt annað hús undir starfsemi sína. Húsið á að afhend- ast 1. júní nk. þó það geti hugsan- leag orðið eitthvað fyrr. Dómarinn sagði Kvennaat- hvarfið enga heimild hafa til að dvelja í húsinu á Bárugötu og féllst því á kröfu erfingjanna um útburð. „Þessi úrskurður um útburð er genginn. Það verður tekin ákvörðun um það hvort sá úr- skurður verður kærður. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin og þannig stendur málin núna. Það er auðvitað verið að leita ann- arra lausna á þessum málum en KVENNAATHVARFIÐ Dómarinn segir samtökin engan rétt hafa til að vera I húsinu. að láta dómstólana skera úr um það,“ segir Jón Steinar Gunn- laugsson, sem rekur málið fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf. Hæstaréttur viðurkenndi for- kaupsrétt erfingjanna að húsinu á Bárugötu 20. september sl. Þar með var St. Jósepssystrum skylt að selja erfingjunum húsið á sama verði og nunnurnar höfðu áður selt það til Kvennaathvarfs- ins. Erfingjarnir gáfu Kvennaat- hvarfinu síðan frest til 15. nóv- ember til að rýma húsið og kröfð- ust útburðar þegar það var ekki gert. ■ Austurríkismaður sem ætlaði að flytja 67 þúsund E-töflur til Bandaríkjanna: Harðasti fikniefnadómur SKIPHOLT 50C Starfsgreinasambandið: Á förum úr Skip- holtinu húSnæði Starfsgreinasamband ís- lands hefur selt 250 fermetra skrifstofuhúsnæði sitt að Skip- holti 50 c sem það keypti af Efl- ingu fyrir tveimur árum á 25-26 milljónir króna. Söluverð fæst ekki gefið upp né heldur hverjir keyptu að öðru leyti en því að sambandið sé ekki að tapa á þess- um viðskiptum. Það mun eiga að skila húsnæðinu til nýrra eigenda í apríl n.k. Þá mun það flytja höf- uðstöðvar sínar að Sæbraut 1 þar sem Efling er fyrir auk þess sem ASÍ mun flytja þangað áður en langt um líður. ■ FJÖLBRAUTARSKÓLINN f BREIÐHOLTI Nemendur FB eru meðal þeirra sem helst hafa orðið fyrir barðinu á erfðileikum vegna nýs tölvukerfis í framhaldsskólum. Nýtt tölvukerfi í fram- lialdsskólum veldur usla: Stunda- töflur úr skorðum Islandssögunnar í gær HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Kurtt Fellner var tekinn með 67485 töflur í Leifsstöð í lok september í fyrra. stöð þar sem hann beið eftir tengi- dÓmsmál Austurríkismaðurinn Kurt Fellner var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir E-töflu- smygl. Fellner var handtekinn í Leifsstöð í september með 67485 E-töflur sem hann hugðist smygla til Bandaríkjanna. Dómurinn er sá þyngsti í fíkniefnamáli á íslandi. Dómarinn í Héraðsdómi Reykjaness, Finnbogi H. Alexand- ersson, sagði Fellner ekki eiga neinar málsbætur í málinu. Fellner hefur hins vegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur gengur í Hæstarétti. Eins og áður segir er dómurinn yfir Fellner sá þyngsti sem felldur hefur værið í fíkniefnamáli á ís- landi. í fyrra var hámarksrefsing í slíkum málum hækkuð úr tíu árum í tólf. Dómurinn yfir Fellner felur því í sér hámarksi’efsingu. Fellner var handtekinn í Leifs- flugi til Bandaríkjanna. Við gegn- umlýsingu hafði fundist torkenni- legur massi í ferðatösku hans. E- töflurnar fundust síðan í fölskum botni töskunnar. Talið er sannað að hunn hafi ætlað að flytja töflurnar til Bandaríkjanna og selja þar í ágóðaskyni. Sjálfur sagðist Fellner ekki haft vitneskju um töflurnar í tösk- unni sem hann hefði tekið að sér að flytja fyrir ókunnugan mann í Amsterdam. ■ skólamál Nýja tölvukerfið INNA frá Skýrr hf., sem tekið var upp í átta framhaldskólum í haust í stað eldra kei'fis, hefur valdið nokkrum usla að undanförnu. Illa hefur gengi að prenta út reikninga fyrir skólagjöldum og útgáfa stunda- skráa hefur líka gengið brösug- lega. Karl Kristjánsson, deildarstjóri mála framhaldskóla í menntamála- ráðuneytinu, segir að nýja kerfið hafi vissulega valdið nokkrum erf- iðleikar en að þeir séu ekki alvar- legir. „Það er verið að taka upp nýtt kerfi og eins og alltaf er svolitlir byrjunarörðugleikar en það er ekkert sem ekki leysist," segir Karl. Að sögn Karls hafa mestu vand- ræðin verið í stærstu skólunum, eins og Iðnskólanum og Fjölbraut- arskólanum í Reykjavík. „Það reynir fyrst á þetta kerfi í stunda- töflugerð núna um áramótin. Þetta hafa verið smávægilegar erfiðleik- ar en nú er þetta komið í lag og er verið að gagna frá töflunum. Þetta hefur ekki tafið skólahald neitt að ráði,“ segir KarL ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.