Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						RI ÍTABLAÐIÐ
Utgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti9, 105 Reykjavík
Aðalsími:515 75 00.
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu fomni og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Nýtt borgar-
stjóraefni gefur
sig fram
Frá Snorra Ásmundssyni._________________
„Ég skora á flokksbræður mína í
Sjálfstæðisflokknum, að kjósa
mig í leiðtogasætið í leiðtogakjöri
Sjálfstæðismanna fyrir borgar-
stjórnarkostningarnar 2002.
Ég skora á Björn Bjarnason að
blanda sér ekki inn í borgarstjórn-
arkosningarnar, heldur að lýsa
yfir stuðningi við mig í leiðtoga-
sætið.
Ég mun sigra þessar kosningar
með yfirburðum, því borgarbúar
eru búnir að fá nóg af óreiðunni í
borgarmálunum.
Eg mun gera Reykjavík að
heimsborg og miðdepli Evrópu.
„Minn tími er kominn, ykkar
tímier líkakominn!"
Ræktum borgina og hlúum að
henni.
Kær kveðja
Snorri Ásmundsson
myndlistarmaður"
10
FRETTABLAÐIÐ
25. janúar 2002  FÖSTUDACUR
Kúbudeilan hin nýja
Leiðarahöfundur bandaríska
dagblaðsins Chicago Tribune
segir til dæmis allt benda til þess
að „alvarlegur faraldur" hafi
gripið um sig meðal evrópskra
leiðtoga og fjólmiðla. Þeir hafi
smitast af „veirunni anti-Amer-
icanus". Hinir smituðu „virðast
glata öllum hæfileikum til að
dæma um staðreyndir, samhengi
og hlutfóll."
Ekki vísa öll bandarísk dag-
blöð þó gagnrýni jafn afdráttar-
laust á bug. Þannig segir í leiðara
dagblaðsins Newsday, sem er
eitt af stóru blóðunum í New
York, að þjóð, sem stærir sig af
því að búa við réttarríki, geti
engan veginn sætt sig við að
fangarnir séu geymdir utan laga

og réttar. Þar segir einnig, að „ef
bandarískur forseti getur stofn-
að kerfi sérfangelsa, sérdóm-
stóla og sérlaga handa mönnum,
sem ekki eru bandarískir ríkis-
borgarar, þá lenda bandarískir
stjórnmálamenn í erfiðleikum
með andmæli ef aðrir þjóðarleið-
togar gera slíkt hið sama þegar
örlög bandarískra ríkisborgara
eru lögð á vogarskálarnar."
í leiðara danska dagblaðsins
Jyllandsposten segir að jafnvel
þótt aðbúnaður fanganna á Kúbu
sé betri en þeir áttu að venjast í
hellunum í Afganistan, og betri
en þeir gætu átt von á í fangelsi í
Afganistan, þá gefi það Vestur-
löndum enga réttlætingu til að
leggjast jafn lágt og andstæðing-
arnir. „Bandaríkin gerðu rétt í
því að útrýma óvissu um réttar-
stöðu fanganna sem allra fyrst.
Ekki bara til þess að fara að hin-
um flóknu reglum laganna, held-
ur til að sýna fram á að unnt sé
að heyja stríðið gegn hryðju-
verkum með virðingu fyrir regl-
um réttarríkisins um sanngjarna
meðferð vina jafnt sem óvina." ¦
JÓNAS SKRIFAR:
Hroki og silfurskeið
Reykvíkingar eiga dapurra kosta völ í borgar-
stjórnarkosningunum í sumar. Stóru fylkingarnar
hafa ákveðið að láta þær eingöngu snúast um ster-
ka leíðtoga, sem muni heyja einvígi í kosningabar-
áttunni. Vafalaust telja hönnuðir baráttunnar, að
það henti ófullveðja kjósendum.
Annars vegar er boðin endurnýjuð leiðsögn
borgarstjóra, sem hefur fengið átta ár til að þróa
með sér hrokann, er greinilega sést í orðahnipp-
ingum í sjónvarpi. Miklar vinsældir borgarstjór-
ans í könnunum sýna, að Reykvíkingum hentar að
lúta vilja hins sterka leiðtoga.
Gegn þessu er borgarbúum boðinn ættarlauk-
ur, sem fæddur er með silfurskeið í munni og fær
vegsemdir sínar á silfurfati. Frægasta silfurfatið
er það síðasta, þegar hann gat mánuðum saman
ekki ákveðið sig og þurfti flókna hönnun atburða-
rásar til að verða borgarstjóraefni.
Fylkingarnar hafa ákveðið að fela óbreytta
frambjóðendur bak við leiðtogana, enda sýna
skoðanakannanir, að nánast undantekningarlaust
eru venjulegir borgarfulltrúar með allra óvinsæl-
ustu mönnum. Pólitíkusar í landsmálum mælast
ekki eins hrapallega og þeir.
í þriðju og minnstu sveit fara fulltrúar hinna
vansælu, sem bjóða öllum ófullnægðum sérhags-
munum faðminn, hversu ólíkir og andstæðir sem
þeir eru innbyrðis. Þetta er dæmigert einna kosn-
inga framboð, sem getur auðveldlega komizt í
oddaaðstöðu á næsta kjörtímabili.
Litlu skiptir, hverjir sigra í sumar. Reykjavík-
urlistinn hefur á átta árum sýnt fram á, að völd
hans jafngilda ekki móðuharðindum. En hann hef-
ur ekki sýnt fram á, að merkjanlegur munur sé á
honum og Sjálfstæðisflokknum, enda eru borgar-
mál,fremur tæknileg en pólitísk.
í rauninni eru það embættismenn, sem ráða
borginni. Á nefndafundum hafa þeir algera yfir-
burði yfir dáðlitla borgarfulltrúa, sem ekki hafa
neitt tæknivit, en hafa þeim mun meiri áhuga á
„Fylkingarnar hafa ákveðið aðfela
óbreyttaframbjóðendur bak við leiðtogana,
enda sýna skoðanakannanir, að nánast
undantekningarlaust eru venjulegir borgar-
fulltrúar með allra óvinsœlustu mönnum."
fyrirgreiðslum. Embættismenn matreiða upplýs-
ingar ofan í pólitíska nefndarmenn.
Skipulagsnefnd borgarinnar er dæmi um þetta
ójafnræði, þar sem illa upplýstir borgar- og vara-
borgarfulltrúar hafa smám saman fengið það van-
þakkláta hlutverk að verja misvitrar ráðstafanir
embættismanna, sem sumir hverjir telja sig eiga
borgina með húð og hári.
Lína-Net er málið, sem helzt gæti leitt til
hreins meirihluta annarrar af stóru fylkingunum.
Ef stuðningsmönnum þess tekst að sýna fram á,
að vit sé í skýjaborgunum, fá þeir bónus hjá borg-
arbúum, annars fá andstæðingarnir bónus. Á
þessu stigi er ekki hægt að spá niðurstöðunni.
Úrslit kosninganna gætu haft skemmtileg
hliðaráhrif á landsmálin, ef núverandi meirihluti
og Ólafur læknir sameinast um nýjan meirihluta,
sem ákveður, að fulltrúar borgarinnar í Lands-
virkjun vinni gegn Kárahnjúkavirkjun og magni
þar með mikil vandræði málsins.
Líkur eru þó á, að flestir borgarbúar velji milli
dálætis síns á hrokafulla borgarstjóranum annars
vegar og borgarstjóraefninu með silfurskeiðina
og silfurfatið hins vegar. Málefni á borð við Línu-
Net munu falla í skugga forgangsröðunar kjós-
enda á slíkum mannkostum leiðtoganna.
Niðurstaðan er augljós. Stjórnmálamenn
koma og fara, en misvitrir embættismenn sitja
sem fastast, þrautþjálfaðir í að matreiða upplýs-
ingar ofan í fáfróða borgarfulltrúa.
lónas Kristjánsson
ORÐRETT
ORÐHVATUR
DREGUR í LAND
„Þetta var hreinn
og  klár  klaufa-
skapur og ég sá
strax eftir þessum
ummælum því að
það er ljóst að fólk
hefur tilhneigingu til að taka
svona hluti til sín. Ég er þannig
sinnaður að ég ber virðingu fyrir
öllu fólki og gildir einu hvaðan
það kemur."
Jón Steinar Cunnlaugsson tekur aftur
þau ummæli að Afríkumenn reyni að
redda hlutunum billega. DV, 24. janúar.
... EN RAÐGJAFARNIR ERU
FYRSTA FLOKKS
„Inga Jóna Þórðardóttir á góða
pólitíska ráðgjafa. [...] hún var af
mörgum talin vandi sjálfstæðis-
manna      holdi
klæddur. [...] Sjald-
an hefur nokkur
tekið jafn hárbeitta
ákvörðun fyrir
keppinaut sinn og
Inga Jóna hefur
gert."
Sigmundur Ernir, DV, 24. janúar.
NÝ ÚTFLUTNINGSGREIN
„Ég hef orðið fyrir
þeirri reynslu þeg-
ar ég fer til út-
landa að ég kem
alltaf með heilmik-
ið fé til baka, 30-
70.000 krónur.
Þetta veldur mér
angri og vandræð-
um."
Pétur H. Blöndal á Alþingi 23. janúar.
*Lfm*&
'-• »M
V- ' :::. . ...
^Þráðúr í umræðurini
Verulegar deilur hafa staðið um réttar-
stöðu og aðbúnað fanganna í bandarísku
herstöðinni í Guantanamo á Kúbu. Leið-
arahöfundar bandarískra dagblaða hafa
flestir látið sér fátt um gagnrýni mann-
réttindasamtaka finnast.
ÞRÓUNARSAGAI
EUefu
mánaða
meðganga
í byrjun síðasta árs fór að bera á
umræðu um að Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra leiddi sveit
Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningar
í Reykjavík. Um-
ræðan hófst með
grein Hrafns Jök-
ulssonar á Press-
unni 20. febrúar.
„Strax sama dag
tóku fréttamenn að
hringja til að leita
staðfestingar hjá
mér á þessari frétt," segir Björn á
heimasíðu sinni. Björn taldi rétt
að leyfa umræðunni að halda
áfram. Höfundur Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins 24. febrúar
túlkar ummælin svo að ekki sé
útilokað að Björn eigi eftir að
koma við sögu borgarstjórnar-
kosninga. Skoðanakönnun DV um
þetta leyti sýnir 31% stuðning
sjálfstæðismanna við Björn, en
Inga Jóna Þórðardóttir nýtur
stuðnings 48% sjálf stæðismanna.
HAUST 2001
Umræður lágu að mestu niðri
fram eftir ári og þar til Júlíus
Hafstein lagði til að leiðtogapróf-
kjör verði haldið til að skera úr
um það hver leiði lista Sjálfstæð-
isflokksins. Björn hélt áfram
harðri gagnrýni á Reykjavíkur-
listann á heimasíðu sinni. „Þá er
orðrómurinn um að Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra hyggist
skella sér í slaginn um borgina
enn við hestaheilsu, enda hefur
ráðherrann forðast það vandlega
að útiloka þann möguleika," segir
í DV 17. október.
JANÚAR 2002
17. janúar birtist skoðanakönnun
sem bendir til að Björn hafi mun
meiri stuðning en Inga Jóna. Dag-
inn eftir birtir Fréttablaðið frétt
þess efnis að leynifundur hafi
verið haldinn af stuðningsmönn-
um Bjórns heima hjá Hannesi H.
Gissurarsyni. Davíð Oddsson seg-
ir í viðtali við RÚV 19. janúar:
„Björn þarf að ákveða sig næstu
daga." Inga Jóna dregur framboð
sitt til baka 22. janúar. Á morgun
26. janúar mun Björn tilkynna
framboð sitt. ¦
usa
viðbitið
Létt & laggott er viöbit með litlu
fituinnihaldi og góðu smjörbragði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24