Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.02.2002, Blaðsíða 1
NYTT FRAMBOÐ Dreymdi Davíð Oddsson M bls 8 % bls 16 -------i, VERÖLP Tískuvika í London 36. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 20. febrúar 2002 MENNINC Hamarshöfða 1 - Símí 511 1122 www.simnet.is/ris Ný Heimasíða Fjölbreyttur heimur bls 18 FRÉTTABL RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf. VERSLUN - HEILDSALA ÖRYGGISKERFI TÖLVULAGNAVÖRUR VINNUSTAÐABÚNAÐUR MIÐVIKUDAGUR Stúdentapólitík í algleymi kosnincar Röskvuliðar og Vökulið- ar takast á í kosningum til Stúd- entaráðs og Háskólaráðs. Fyrri kjördagur er í dag en kosningunum lýkur á morgun. Skattar og veiðar stjórn fiskveiða Ragnar Árnason flytur fyrirlestur um auðlindagjald og skatttekjur ríkisins á fundi Hag- fræðistofnunar kl. 16:00. Skýrsla hans fyrir LÍÚ vakti deilur og því von á f jörlegum umræðum. VEDRIÐ í DAGH REYKJAVÍK Suðvestan 8-13 m/s og él en breytist í snjó- komu þegar líður á daginn. Frost 0 til 5 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Akureyri Egilsstaðir © 5-8 Él © 13-18 0 © 5-8 Léttskýjað 04 06 06 02 Vestmannaeyjar © 8-13 Él Sunnan veldis hins illa erlent George W. Bush, Bandaríkja- forseti, fundar með Kim Dae-jung, for- seta Suður-Kóreu, í dag. Fullvíst má telja að málefni Norður Kóreu koma til umræðu. Keppt í svigi ólympIuleikar Emma Furuvík kepp- ir í svigi á Ólympiuleikunum í Salt Lake City í dag. |KVÖLDIÐ í KVÖLDj Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á 63.4% höfuð- borgarsvæð- inu i dag? Meðallestur 25 til 49 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 cíntök 65% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT ..MMIBIÓKEMNW tAtiyp | piq,ý8ER.M9L— Fíkill framdi morðið á leið úr innbroti 23 ára maður játar morðið á Víðimel. Þekkti fórnarlambið ekkert. Sætir sex vikna gæsluvarð- haldi og geðrannsókn. Upplýst vegna tengsla við innbrot í dekkjaverkstæði. morð Tilviljun virðist hafa ráðið því að ráðist var á Braga Óskars- son, 51 árs gamlan mann, á Víði- mel aðfararnótt mánudags og hon- um ráðinn bani. Að sögn lögreglu # var árásarmaður- inn að koma úr innbroti á dekkja- verkstæði við Ægisíðu þegar Bragi varð á vegi hans. Árásarmaður- inn heitir Þór Sig- urðsson, 23 ára gamall, búsettur í Reykjavík. Hon- um var í gær gert að sæta 6 vikna gæsluvarðhaldi að beiðni lögreglu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá er honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Þór ját- aði á sig glæpinn í yfirheyrslu lög- reglu aðfararnótt þriðjudags, en hann var handtekinn milli klukk- an átta og níu á mánudagskvöldið. Að sögn lögreglu kom Þór fót- Við yfirheyrslu vísaði árásar- maðurinn lög- reglu á vopnin og verkfærin sem hann hafði komið fyrir í sorptunnu í skammt frá Víðimelnum. BRAGI ÓSKARSSON Hinn myrti morð Maðurinn sem ráðinn var bani á Víðimel í Reykjavík að- fararnótt mánudags hét Bragi Óskarsson, til heimilis að Grandavegi 37 í Reykjavík. Hann var 51 árs gamall, ókvæntur og barnlaus. Bragi var lengi blaðamaður á Morgunblaðinu, en síðastliðin ár var hann starfsmaður Hag- vagna hf. í Hafnarfirði. ■ VIÐ HÉRAÐSDÓM REYKJAVÍKUR í GÆR Þór Sigurðsson milli tveggja lögreglumanna sem færðu hann fyrir dómara síðdegis í gær. Þór var úrskurðaður i sex vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. gangandi frá innbroti í Hjólbarða- viðgerð Vesturbæjar um nóttina á leið á heimili sitt í Þingholtunum. Þegar hann mætti Braga á Víði- mel kom til átaka milli þeirra. Niðurstöður krufningar lágu ekki fyrir í gær og því ekki ljóst hvort Bragi lést af sárum sínum eða vegna kuldans um nóttina. Þór hafði í fórum sínum, auk ránsfengsins, slaghamar, sveðju og kjötexi sem hann mun hafa notað við innbrotið. Við yfirheyrslu vís- aði hann lögreglu á vopnin og verk- færin, sem hann hafði komið fyrir í sorptunnu í nágrenni morðstaðar- ins. A sama stað vísaði hann á blóð- ugan fatnað, auk þess sem meiri fatnaður fannst á heimili hans. Lögregla segir að grunur hafi fallið á Þór í kjölfar rannsóknar innbrotsins á dekkjaverkstæðinu. Hörður segir vísbendingar þar hafa bent til að innbrotsþjófurinn þekkti þar til. Þór er fyrrum starfsmaður verkstæðisins og var hann því kallaður til yfirheyrslu sem leiddi til játningarinnar. Þór hefur ekki komið við sögu lög- reglu áður nema vegna umferðar- mála og annarra minniháttar mála. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum örvandi fíkniefna þegar hann framdi verknaðinn. oliafrettabladid.is Helgi Hjörvar í þriðja sæti, Hrannar í því fimmta: Stefán Jón sigrar með yfirburðum NIDURSTADA PRÓFKJÖRSINS 1. Stefán Jón Hafstein 1029 atkvæði (I 1. sæti) 2. Steinunn V. Óskarsdóttir 1217 atkvæði ((1.-2. sæti) 3. Helgi Hjörvar 1295 atkvæði ((1.-3. sæti) 4. Sigrún Elsa Smáradóttir 998 atkvæði (I 1. - 3. sæti) 5. Hrannar B. Arnarsson 647 atkvæði (i 1.-3. sæti) 6. Stefán Jóhann Stefánsson 549 atkvæði (( 1.-3. sæti) 7. Pétur Jónsson 528 atkvæði ([1.-3. sæti) 8. Tryggvi Þórhallsson 304 atkvæði (í 1.-3. sæti) Alls greiddu 2509 atkvæði prófkjör „Ég hélt að ég næði ekki þessum góða sigri nema fleiri einstaklingar utan hins harða flokkskjarna tæki þátt. Þetta kom mér því nokkur á óvart“, sagði Stefán Jón Haf- stein, sigurvegari í prófkjöri Samfylkingar í gær. „Það kom í ljós að allar gamlar lín- ur hafa riðlast. Það eru engir flokkar að kjósa. Þetta er bara fólk að velja sína frambjóðendur.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir lenti í öðru sæti í prófkjörinu. Hún vur sá frambjóðandi sem fékk flest atkvæði í öll sætin, 1.705. „Ég er mjög sátt við mína niðurstöðu", sagði Steinunn Val- dís. Ég fæ mjög afgerandi kosn- ingu í annað sætið." Helgi Hjörv- ar, forseti borgarstjórnar varð í þriðja sæti. „Eg fer í þau verk sem ég er settur‘\ sagði Helgi. „Ég tel að það sé óraunhæft að horfa á 9. sætið sem baráttusæti. Við megum ekki vanmeta and- stæðinga okkar." Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgarfulltrúi, kom manna mest á óvart og náði fjórða sætinu á undan Hrannari Birni Arnarssyni sem varð í fimmta sæti. „Niðurstöð- urnar eru mikil vonbrigði fyrir mig. Það er engum blöðum um það að fletta", sagði Hrannar í gær- kvöldi. ■ HJÓLBARÐAVIÐGERÐ VESTURBÆJAR Brotist var inn á verkstæðið aðfararnótt mánudags. Rannsókn innbrotsins leiddi í Ijós að innbrotsþjófurinn var sá sami og drap mann á Víðimel. Morðinginn áður starfs- maður verkstæðisins: Áfall fyrir þá sem tu hans þekktu morð Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Þór Sigurðsson, 23 ára gamall Reykvíkingur átti sök á bæði í innbrotinu á Hjólbarðavið- gerðir Vesturbæjar við Ægisíðu og í morðinu á Víðimel, aðfara- nótt mánudags. Þór er fyrrum starfsmaður verkstæðisins, en ummerki á innbrotsstað bentu til þess að maður sem þekkti til að- stæðna hafi verið að verki. Skó- för og fleira bentu til að sami maður hafi framið innbrotið og morðið. Arnar Jónsson, eigandi Hjól- barðaviðgerðar Vesturbæjar við Ægisíðu, sagði atburðinn mikið áfall fyrir þá sem til Þórs þekktu og mannlegan harmleik. Að sögn Arnars var Þór vel liðinn á vinnu- staðnum. „Ég hefði aldrei trúað því að þessi drengur gæti lent í svona löguðu. Þetta er bara ógæfa og ekkert annað. Menn eru bara harmi lostnir," sagði hann. ■ ÞETTA HELST | Síminn breytti reglum sínum þegar kom að því að koma breiðbandinu inn á heimili stjórn- arformanns fyrirtækisins og ná- granna hans. bls. 2 —»— Ráðherra hefur haft ámælis- verð afskipti af Símanum segir Flosi Eiríksson sem hefur sagt sig úr stjórn Símans. bls. 2 —♦— Einn af höfuðpaurunum í íran- Contra hneykslinu er nú orð- inn yfirmaður njósnadeildar bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins. bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.