Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 8
8 1* RÉTTAB L AÐl Ð 5. apríl 2002 FÖSTUPAGUR Ríkisstyrkir til bænda hafa aukist undanfarin ár: Islenskir bændur njóta mestra styrkja SIVIÁTT Frestað hefur verið opnun.Bóka- safns Hafnarfjarðar við Strand- götu 1, sem átti að opna formlega þann 6. apríl. Iðnaðarmenn eru enn að störfum og hefur opnuninni því verið seinkað.. „Við vonum að við opnum hvað sem tautar og raular þann 19. aprfl en daginn eftir fyrir almenning," sagði Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðukona. Alþjóðahjálparstofnun kirkjunn- ar hyggst dreifa matarpökkum á Gaza-svæðinu vegna aukinna átaka milli Palestínumanna og ísraela. Matarpakkarnir eru sér- staklega hugsaðir fyrir flóttafólk og fjölskyldur sem eiga lítið sem ekkert. Mikil þörf er á lyfjum og mat en læknar og starfsfólk hjálp- arstofnanna hafa ekki fengið að sinna starfi sínu sem skyldi. ríkisstyrkir Opinberir styrkir til bænda voru hvergi meiri í OECD- löndunum á árunum 1997 til 1999 en hér á landi. Hver íslenskur bóndi fékk þá að meðaltali rúmar 2,8 milljónir króna árlega í ríkis- styrki á núvirði samkvæmt út- reikningum Samtaka atvinnulífs- ins á gögnum OECD. Alls nema styrkir til bænda 12,5 milljörðum króna árlega. Þau lönd sem koma næst íslandi í stuðningi við bænd- ur eru Noregur og Sviss sem bæði veita bændum árlega styrki upp á u.þ.b. 2,8 milljónir króna. í skýrslu OECD um þróun á op- inberum stuðningi við landbúnað kemur fram að stuðningur við landbúnað jókst á árunum sem um ræðir. Þannig voru styrkir til bænda tíu prósent hærri 1998 en þeir voru 1997 og hækkuðu um eitt prósent 1999. A þessu tímabili eru áhrif nýs búvörusamnings að koma fram. Ríkisstyrkir standa undir 64% af tekjum íslenskra bænda á tímabilinu. Það er tals- vert minna en var á árunum 1986 KINDUR Stuðningur stjórnvalda við landbúnað kosta 12,5 milljarða á ári. - 1988 þegar styrkir stóðu undir 73% af tekjum bænda. Sem fyrr segir er stuðningur við bændur mestur á íslandi, í Noregi og Sviss. Næst koma Jap- an með tvær milljónir í styrki til hvers bónda árlega og Suður-Kór- ea með 1,7 milljónir. Því næst koma Bandaríkin. Stuðningur við hvern bónda þar nemur einni og hálfri milljón króna árlega, litlu meira en er í Evrópusambandinu þar sem meðalstyrkur til bónda nemur 1.450 þúsundum króna. ■ Þýski fjölmiðlarisinn Kirch Media: Gjaldþrot blasir við FJÖLMIÐLAR Gjaldþrot vofir nú yfir þýsku fjölmiðlasamsteypunni Kirch Media. Jafnvel má búast við að sótt verði um gjaldþrotaskipti strax í dag, föstudag. Skuldir samsteypunnar eru orðnar gífurlega háar. Fjölmiðla- kóngarnir Rupert Murdoch og Silvio Berluscpni eiga báðir hlut í Kirch Media. í þýskum fjölmiðlum er fullyrt að hvorugur þeirra sé reiðubúinn til að bjarga samsteyp- unni. Kirch Media er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Hjá því starfa um það bil 5.500 starfs- menn, sem vinna að framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta. Kirch Media á einnig meirihluta í stærstu einkareknu sjónvarps- stöðvunum í Þýskalandi. Og svo keypti Kirch Media einkaréttinn á öllum sjónvarpsút- sendingum frá heimsmeistaramót- inu í knattspyrnu 2002. íslenska Ríkissjónvarpið sá sér í vetur ekki fært að greiða þá fjárhæð sem Kirch setti upp fyrir að fá að sýna frá mótinu. Sjónvarpsstöðin Sýn sá sér hins vegar leik á borði og keyp- ti réttinn. Gjaldþrot Kirch Media hefur meðal annars í för með sé að öll helstu fótboltalið Þýskalands stan- da hugsanlega frammi fyrir gjald- þroti. Mikilvægasta tekjulind þeirra hafa einmitt verið greiðslur frá Kirch fyrir útsendingarétt frá fótboltaleikjum. ■ FRÉTTASKÝRINC deCODE ámálgar ríkis- ábyrgð á 20 milljarða láni Ríkisstjórnin þarf að ákveða í þessum mánuði hvort hún komi að fjármögnun lyfjaþróunarfyrir- tækis deCODE á íslandi. Mögulegt að veita ríkisábyrgð á 20 milljarða króna láni. Ákvörðun stjórnvalda hefur lykiláhrif á hvort fyrirtækið rísi á Islandi eða í Bandaríkjunum. Ákvörðun tekin í þessum mánuði. stjórnvölp Ríkisstjórn íslands tekur ákvörðun í þessum mánuði hvort stjórnvöld komi að fjár- mögnun á lyfjaþróunar- fyrirtæki, sem deCODE hyggst reisa á íslandi. Að- koma stjórnvalda yrði með þeim hætti að ríkisábyrgð væri veitt fyrir lánum sem notuð yrði til að byggja upp lyfjaþróunarfyrirtæk- ið. Forsvarsmenn deCODE hafa kynnt stjórnvöldum áætlanir og forsendur upp- byggingar fyrirtækisins. Ákvörðun ríkisstjórnar- innar hefur lykiláhrif á hvort fyrirtækið rísi hér á landi eða í Bandaríkjunum „Ríkisstjórn hefur nú til skoðunar ný áform fyrir- tækisins og þann atbeina sem hún kann að þurfa hafa að því máli," sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra. —*— Upp- bygging þess kostar um 200 millj- ónir dollara eða 20 milljarða ís- lenskra króna. Málið er á borði forsætisráðherra en forystu- mönnum stjórnarandstöðunnar hafa verið gefnar tilteknar upp- lýsingar. Reynt er fá stuðn- ing við málið út fyrir raðir stjórnarflokkanna. Fyrir hálfu ári nálguðust yfirmenn deCODE íslensk- ar fjármálastofnanir og kynntu þá möguleika sem fælust í uppbyggingu á lyfjaþróunarfyrirtæki. Var það gert með það í huga að þau tækju þátt í fjármögn- un fyrirtækisins. deCODE vill sjálft fjár- magna þessa uppbyggingu. Það vill ekki ganga til sam- starfs við lyfjafyrirtæki eins og Hoffman laRoche. í slík- um samningum myndi samstarfs- fyrirtækið taka of mikið af hagn- aði vegna lyfjasölunnar, sem er eigendum deCODE ekki þóknan- legt. Hagnaður af lyfjaþróuninni væri það mikill. Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri upplýsingasviðs deCODE, staðfestir að málið hafi verið kynnt íslenskum stjórnvöldum. Hann gat ekki tilgreint hvað þyrfti að koma til svo lyfjaþróun- arfyrirtækið risi á íslandi. Þó tók hann skattalegt umhverfi fyrir- tækisins sem dæmi um stjórn- valdsaðgerð sem gæti skipt máli. Aðgangur að sérhæfðu starfsfólki væri annar þáttur sem væri verið að skoða. Áætlað er að hér myndi skapast störf fyrir 250 til 300 manns með sérfræðiþekkingu. Þróun lyfja, sem byggð eru á erfðarannsóknum, hefur ekki haf- ist í heiminum ennþá. Ef það tæk- ist væri það fyrsta lyf sinnar teg- undar og telst til nýrrar kynslóðar lyfja. Lyfjagjöf yrði þannig hönn- uð að hverjum einstaklingi auk þess sem fjöldi nýrra lyfja yrðu framleidd. í þessari framleiðslu felast gríðarlegir tekjumöguleik- ar samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Ef tekin eru saman 100 algeng- ustu lyfin á Vesturlöndum í dag er talið að þau virki ekki á um helm- ing lyfjaþega. Helmingur allra lyfjagjafa fer því til spillis og um leið miklir fjármunir. Ný kynslóð lyfja myndi því bylta heilbrigðis- kerfinu á Vesturlöndum og draga mikið úr lyfjakostnaði, sem hefur vaxið ógurlega síðustu áratugi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gæti deCODE ekki fengið lán til að reisa lyfjaþróunarfyrir- tæki fyrir 200 milljónir dollara. Fyrirtækið hefur fjármagnað sig með útgáfu nýrra hlutabréfa og Skiptar skoðanir um vaxtastig: Verður Scimt trúlega í lagi vaxtastefna Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Seðlabanka um að lækka stýrivexti í lok marsmán- aðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) gagnrýnir bankann í nýju sendinefndaráliti. Áður höfðu bæði Þjóðhagsstofnun og Hag- fræðistofnun Háskólans varað við vaxtalækkunum. Á móti kemur að í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins seg- ir að ráðuneytið sé sammála Seðlabankanum um að aðstæður fyrir vaxtalækkun hafi verið fyrir hendi. Greining íslandsbanka er einnig ósammála áliti IMF um að verðbólgumarkmið Seðlabanka séu í uppnámi. „Sendinefndin nefnir ekki að krónan hafi styrkst talsvert frá því að Seðlabankinn gerði verðbólguspá sína í lok jan- úar og verðbólguhorfur af þeim sökum batnað,“ segir í morgun- korni greiningardeildarinnar í gær. Jafnframt er tiltekið að frestun stóriðjuframkvæmda verði til að draga úr framleiðslu- spennu og launaskrið verði því minna en ráðgert var. „Ég hefði viljað bíða eftir næstu eða jafnvel þarnæstu verð- bólgumælingu áður en ákvörðun um að lækka vexti hefði verið tek- in,“ sagði Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar. Hann segir að hefði hagkerfið þá verið enn á sömu leið hefði hann verið talsmaður þess að lækka vexti nokkuð hratt. „Ég hef samt trú á að ef við sjáum næstu atvinnuleysistölur og verð- bólgutölur á því róli sem búist er við þá hafi þessi vaxtalækkun nú verið allt í lagi,“ sagði hann. ■ TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Tryggvi segir komið nokkrum vatnaskilum i vaxtamálum þar sem bæði séu rök með og á móti vaxtalækkun. Hann telur ekki hafa átt að lækka vexti meðan Seðlabank- inn, að teknu tilliti til sjónarmiða aðila vinnumarkaðarins, stjórnmálamann og bankakerfis, taldi lækkunina timabæra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.