Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 2

Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 2
144. bl. F E Ó Ð 1. 1884. 280 .þegar vjer nú viljum liugas til aö koma á hjá oss nýrri og betri stjórn- aitilhögun enn þeirri, sem vjer höfum haft, þá segir það sig sjálft, að vjrr verðum alvariega og vandlega að átta oss á því fyrir fram, hvernig þessi til- högun þuríi að vera, til þess hún sje sem allra haganiegust og heillavæn- lcgust. Vjer verðum að þekkja rjett eðli og þaríir lands og lýðs, sjá hvað þjóðina vantar, hvert ætlunarvcrk hún á fyrir hendi, hverju takmarki menn geta með skynsemd ætlast til Iiún nái, og hver vegur er greiöastur og íljót- farnastur til að nálgast þetta takinark scm hraðast. Vjer verðum að gera oss Ijósa og ijetta hugmynd um efni og krapta þá sem til eru f landinu, til þess að framkvæina það, sein frarn- kvæma þarf, svo vjer getum sniöið oss stakk eptir vexti, hvorki of þröngv- an nje of víðan. Þetta allt er mikið og vandasamt umhugsunarefni. Allir ættu ura það að hugsa og leitast við að finna hið rjettasta og heillavænleg- asta, þó engin von sje til, að hver einn sje nógu glöggskyggn til að sjá það fullkomlega af sjálfsdáðum. En enginn veit að óreyndu, að hverju barni gagn verður, og það er ekki víst, að sá sjái bezt fram í veginn sem menn helzt kynnu að búast við því af; hyggindi og framsýni geta á stundum komið úr ólíklegustu átt, og því verð- ur alla að hvetja en engan að letja til að koma fram með tillögur sfnar, svo þær verði reyndar og rannsakað- ar. J^að getur verið, að jeg skrifi þjer áður enn langt uin líður dálítið ineira af hugsanum mfnum utn þetta mikilvæga eíni. Ið áslenzka þjóðfrclsis- fjelag' heitir fjelag, sem nýlega er stofnað í líeykjavík. Á fundí sem nokkrir bæjar- ineun áttu þar með sjer 2. ágúst í sum- nr var allmikið rætt utn stjóruarhag ís- lands, hversu hann væri og hvernig stjórn- arskráin, sem þá var búin að gilda rjett 10 ár, hefði gefkt. Á fundi þessum flutti Jón Olafsson alþingismaður og ritsjóri þjóðólfs langt erindi og snjallt, þar sem hann meðal arinars sýndi fram á hve ó- tæk og óþolaridi ráðgjafastjórn sú er, sem landið á nu undir að búa, þar sem frelsi íslands er svo mjög fótum troðið, og lörr- gjöf þjóðþingsins að vettugi virt, þar sem ráðgjafinn fyrii íslaud, sem svo er kallað- ur, kastar hvei'iu lagaboði alþingis á fæt- ur öðru f eldinu og setur sig á móti að að þau fái fraingang, en stjórnar eptir gömlum lögum, sem alþiugi, með því að sctnja ný í þeirra stað, hefir sjálft kastað og vill ekki framar liafa, Árangur furid- arins varð sá, að fjelag það, sem hjer fyrir ofan er nef'nt, var stofnað, ogerJön (Álnfssnn forseti þess ; liefir það nú samið sM‘r lög rg sent þau út um landið með huð brjefum að ganga í þennan fjelags- 281 skap, er hefir þann tilgang, að berjast fyrir að útvega þjóðinni fyllra frelsi enn hún liefir nú, og hljóða fjelagslögin á þessa leið: hins íslenzka þjóðfrelsisfjelags. 1. Fjelagið heitir „ið islenzlm pjóð- frelsisýjelag“, og er tilgangur þess, að styðja og efla sjálfsforræði Islands, vekja alþýðu manna til hluttekningar í þjóð- málum og auka almenna stjórnfræðis- lega þekkingu landsmanna. 2. Tilgangi sínum vill fjelagið einkum leitast við að ná með ritgjörðum og ræð- um, og að öðru leyti, eptir því sem efni leyfa og við má koma, á hvern löglegan og leyfilegan hátt. 3. Einkanlega ætlar fjelagið að halda úti tímariti, svo og, ef unnt er, styrkja menn, er fjelagið álítur til þess fallna, til að ferðast víðsvegar um sveitir fjær eða nær og halda fundi með mönnum til að skýra hugmyndir alþýðu og vekja áhuga bennar á þjóðmálum; og í því skyni leitast fjelagið við að vinna sem flesta menn víðsvegar um land, til að starfa í samvinnu í þessu skyni. 4. Hver fjelagsmaður geldur árstillag 1 kr. 50 aur., og fær fyrir það tillag, pað sem fjelagið gefur út það ár. Eje- lagsgjöld sje greidd fyrir október-lok ár hvert. 5. Fjelagið kýs sjer 5 manna forstöðu- nefnd ; kýs það einn forseta. einn fjehirði og einn skrifara, hvern þessara um sig með sjerstakri kosningu; auk þessa skal kjósa 2 nefndarmenn aðra; þá má báða kjósa í einu lagi. Forseti, fjehirðir og skrifari eru stjórn fjelagsins. Forstöðu- uefndin öll kýs nýjan mann í nefndina, ef einhver fellur úr milli ársfunda. For- seti kveður einn úr forstöðunefndinni til vara-forseta, Falli fjehirðir eða skrifari frá milli aðalfunda kýs forstöðunefndin einn úr sínum flokki til að gegna starfa hans. 6. Fjelagsstjórnin gerir ályktanir um fjelagsmál funda á milli. |>egar ástæða þykir til getur hún kvatt alla forstöðu- nefndina til fundar og sker þá öll nefnd- in úr málum. Forstöðunefndin skal vera búsett í Reykjavík eða þar í grend. 7. Forseti hefir á hendí framkvæmd ályktana fjelagsins eða stjórnarinnar. Hann kveður til fundar og stýrir þeim. 8. Fjehirðir kallar inu fjelagsgjöld og borgar út það, er forseti ávísar. Hann hefir á hendi sölu-umboð á bók- um fjelagsins með þeim kjörum, sem forseti semur um við hann eptir sam- þykki fjelagsstjórnariimar. — Hann ger- ir forseta reikningsskil fyrir fjelagsár hvert 14 dögum á undan ársfundi. En forseti leggur reikninginn endurskoðaðan fýrir ársfund til rannsóknar og úrslita. 9. Skrifari annast brjefagerð og rit- störf með umsjá íorseta. Endurgjalda skal honum kostnað hans, og má þægja 282 honum við starf hans, ef það bakar honum mikið ómak. þ>á þóknun á- kveður forstöðunefndin. 10. Fjelagsstjórnin kýs sjer fulltrúa í hverri sýslu, einn eða fleiri, er vinna skulu að útbreiðslu fjelagsins og vera sambandsliður milli stjórnarinnar og fje lagsmanna út um land. 11. Stjórnin getur og kosið sjer ferða- fulltrúa með sjerstöku umboði fyrir á- kveðinn tima. Annars gildir umboð fulltrúa út um land þar til, er stjórnin kveður öðruvísi á eða þeir afsala sjer því. 12. Nyjum fjelagsmönnum veitir stjórn- in upptöku (og til bráðabirgða fulltrú- ar fjelagsins út um land) og skal hún veita hverjum fjelaga skýrteini fyrir því. 13. Reikningsár fjelagsins telst frá 1 júlí til 30. júní, og skal hver sá, er úr fjelaginu vill ganga fyrir næsta ár hafa sagt sig úr skriflega til stjórnarinnar fyrir þann tíma. 14. Aðalfund á fjelagið í Reykjavík ár hvert 2. dag ágústmánaðar eða næsta virkan dag. par eru reikningar íram lagðir og útkljaðir, kosin stjórn og for- stöðunefnd þannig: að úr framkvæmd- arstjórninni gengur einn maður árlega (1. og 2. ár eptir hlutkesti síðan sá, er lengst hefir verið) og skal 1 mann kjósa ár hvert í stað þess, er úr gengur. Hin- ir 2 úr forstöðunefndinni skulu kosnir árlega. — J>á skulu og kosnir 2 endur* skoðunarmenn til að rannsaka reikninga fjelagsins. Endurkjósa má þá, er frá fara, hvort heidur í stjórn eða forstöðunefnd. 15. Aðaifundur er þá löglegur, er 12 fjelagsmenn mæta, þeir er atkvæði eiga, en atkvæðisrjett hefir enginn sá, sem eigi hefir greitt tillag sitt fyrir undan- farandi ár, en nýjir fjelagsmenn því að eins, að þeir hafi greitt árstillag. 16. Á aðalfundi má bera upp tillög- ur þær, er menn vilja og íjelaginu við koma. Hafi þeirra eigi getið verið í fundai'boðinu, ræður forseti, hvort geng- ið skuli til atkvæða um þær þegar eða frestað til næsta fundar. 17. Breytingar á lögum fjelagsinsmá alls ekki greiða atkvæði um, nema þær hafi verið birtar í fundarboði 14 dögum á undan fundi. 18. Aukafundi má fjelagsstjórnin sam- an kalla, þá er henni þykir nauðsyn til bera, en skyld er hún þess, ef 12 fje- Iagsmenn, er fund ætla að sækja, biðja þess skriflega. — Skal þá birta fundar- boð með viku fyrirvara í opinberu blaði í Reykjavík. ALIT um Laufásprestinn og Svalbarðs- strandarkir kj u s öfn uð. Síra Magnús Jónsson á Laufási, er einu af þeim, er heimurinn misskilur. Ilann þykir til dæmis, ekki skemmtilegur prestur. En, ef inaður hugsar skynsam-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.