Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla - 01.01.1880, Blaðsíða 1

Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla - 01.01.1880, Blaðsíða 1
 ')í«aréft>cb)n til Isleiiciing-a, á Ameríkn og Bretlamli liiim mikla. Reykjavík 1. janúar 1S80. Með því að jeg hef álitið, að mörgum af löndum mín- um víðsvegar um land mundi þykja fróðlegt, að lesa það, sem hefur verið prentað um ísland í enskum blöðum, hef jeg snúið þessum greinum, sem hjer birtast á prenti. Hin fyrri greinin er brjef frá prófessor Willard Fiske frá Ameríku, er hann var gestur hjá oss í sumar, og munu allir, sem nokkuð þekktu þennan ágætismann ljúka einum munni upp um það, hversu mikinn áhuga hann sýndi á öllum framförum vorum; hann hafði lagt mikla stund á, að læra mál vort og kynna sjer bókmenntir vorar og sögu landsins; hann skildi vel málið og talaði það; hann lýsti líka bæði í orði og verki þeim vinahug, er hann bar til hinnar íslenzku þjóðar og leitaðist við að glæða hjá oss sjálfum virðingu fyrir öllu þjóðlegu. J>að fór vel, að vjer tókum á móti honum og fjelögum hans, eptir því, sem vjer höfðum bezt föng á, og sýndum þar með, að hin forna gestrisni hinna gömlu íslendinga er enn þá lif- andi, einkum þegar jafn ágætir menn eiga í hlut. þ>að er enginn efi á því, að prófessor Willard Fiske muni koma oss í meiri viðskipti við hin göfugu Bandaríki, og mun tryggja það vinaband, er vjer íslendingar nú þegar höfum hnýtt við þessa merkilegu þjóð. í tilefni af brjefi prófessors Fiske hefur ritstjóri hins mikla blaðs Times í Lundúnum látið prenta grein þá, er hjer fylgir á eptir. Við þá grein þarf engar athugasemdir að gjöra. Hún ber með sjer þau vina og viðurkenningar orð til hinnar íslenzku þjóðar, er enginn sannur íslendingur mun misskilja. þ>að má sannarlega teljast með gæfu íslands, að vjer íslendingar eigum þar hauka í horni, þar sem eru hin volduga enska þjóð og hin göfuga Ameríka. Með þessum fáu inngangsorðum óska jeg öllum mínum vinum víðsvegar um land til heilla og hamingju á nýju ári. þorlákur 0. Johnson. • Útlagt úr vikublaði »Times«, dags. London 1. okt. 1879 íslancL. Reykjavík, 20. sept. 1S79. Alþingi eður hið íslenzka Parliament, sem haldið er annaðhvort ár, kom saman 1. júlí, og var sagt upp 27. ágúst. J>etta var hið þriðja þing, síðan hin nýja stjórnarskrá kom út 1874; og þannig endaði hinn fyrsti þingtími. Kosningar til hins nýja þings eiga fram að fara á árinu 1880. Bæði efri og neðri þingdeild notaði sjer þetta tækifæri, að senda Kristj- áni konungi ávörp, óskandi honum til gæfu ásamt landinu, hversu sjerstaklega vel hefði tekizt þessi tilraun landsmanna, að stjórna sjer sjálfir, látandi í Ijósi enn þá á ný þakkir sín- ar fyrir stjórnarskráua. þ>að getur ekki verið neinn efi um það, að hún hefur orðið landinu til mikils gagns, þessi breyt- ing á hinu fyrverandi ráðgefandi þingi til löggjafarþings. Bæðurnar hafa verið haldnar með alvöru og siðprýði. Störfum þingsins hefur verið lokið með eðlilegum hraða. Mörgum gömlum lögum hefur verið vandlega breytt, og hin nýju lög hafa verið svo úr garði gjörð, að þau hafa bætt kjör allra stjetta. Fjárveitingarnar hafa verið reglulega veittar, og skattar hafa verið svo viturlega lagðir á, að hvert tveggja ára tímabil hefur haft afgangs 50 til 100,000 kr. Samgöngurnar landinu hafa verið töluvert endurbættar, með því vegir hafa verið lagðir yfir heiðar og öræfi, og nefnast þeirþjóðvegir. Ferð- um hinna dönsku-íslenzku póstskipa hefur verið svo lagað, að auk hinna reglulegu ferða á millum Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavíkur, þá hefur hitt gufuskipið farið tvær hringferðir á ári í kringum landið og komið við á 15 höfnum. Fiski- veiðarnar hafa aukizt, og jarðarræktin hefur tekið stórum framförum, með því landið hefur kostað ferðir ungra jarðyrkju- manna, er hafa verið sendir til jarðyrkjuskóla bæði í Noregi og Svíþjóð. Forseti í efri deild þingsins þetta sumar var hinn heiðr- aði öldungur, biskup íslands, dr. Pjetur Pjetursson. Forseti neðri deildarinnar hefur áður veriðhinn gamli forseti þingsins, lierra Jón Sigurðsson, stjórnvitringurinn þjóðholli, sem landið á mest að þakka sín fengnu landsrjettindi. Heilsa hans er þrotin eptir 40 ára strit og starf við stjórnmál og vísindi, og fyllir nú sæti hans nafni hans, ágæt fyrirmynd frjáls- borinna óðalsbænda. Á meðan þingið stóð, hjelt neðri deild- in 61 fund, efri deildin 53, en 3 fundir voru haldnir af hinu sameinaða þingi, sem orsakast af því, þegar deildirnar ekki geta komið sjer saman. Af hinum nýju lögum, er mest snerta framandi þjóðir, eru þau, sem afnema alveg lestagjald á skipum, er sigla upp íslenzkar hafnir, og sem áður var 2 kr. pr. ton. Vitagjaldið var einnig minnkað um helming. Til þess, að vinna upp aptur það, sem tekjur landsins misstu við þetta, þá var tollurinn á áfengum drykkjum hækkaður, svo að tollurinn hjer eptir verður 30 aurar, 45 aurar og 60 aurar pr. pott. Póstlögin voru svo eudurbætt, að póstkort verða inu- leidd, og ferðir strandsiglingaskipsins fjölgaðar. Ýmsar mark- verðar uppástungur viðvíkjandi menntun komu fyrir þingið. Eitt af þeim frumvörpum, er náðu lagagildi, gjörir það að skyldu hvers prests, að sjá um það, að öllum börnum í hans sókn verði kennd skript og reikningur, og getur hver prestur ásamt oddvitum i sveitarmálefnum tekið börnin í burtu frá þeim foreldrum, er vanrækja skyldu sína í þessu efni, og komið þeim fyrir á ánnan bæ, þar sem þeim verður kennt á kostuað foreldranna. Lög þau, er á fyrra þingi höfðu verið rædd, um stofnun lagaskóla í Reykjavík og gagnfræðisskóla á Möðruvöllum voru töluvert endurbætt, bæði hvað fjölgun kennara snerti, og laun þeirra hækkuð. Nokluar breytingar voru gjörðar á tilhögun hins lærða skóla í Rvík, og voru þær nauðsynlegar sökum þess, að tala skólapilta eykst árlega. Á fáum árum hefur hið svo kallaða stiptsbókasafn lands- ins svo aukizt af bókum, að þess fyrverandi geymslustaður upp á lopti dómkirkjunnar virtist ónógur, eins og líka forn- gripasafnið hefur aukizt talsvert. Safn þet’ta átti vöxt sinn og viðgang rcest að þakka áhuga og. alúð Sigurðar sál. málara. Til þess að útvega hæli fyrir þessi' söfn eins og önnur söfn, er snerta náttúrufræði, veitti alþingið 100,000 kr. til þess að reisa veglega byggingu, er um leið á að vera alþingishús. Tvær teikningar til hússins voru lagðar fyrir þingið, og kaus þingið hina dýrari. Lög þau er mest snerta ferðamenn, eru þau, að þingið veitti 120,000 kr. til þess að byggja brýr yfir jpjórsá og Ölvesá fyrir sunnan, og SkjálfandaHjót fyrir norðan. |>essar þrjár ár eru með hinum stærstu og vatns- mestu á íslandi, og eru opt ófærar. Ferðamaðurinn, sem ekki dvelur lengur á íslandi, en ferðamenn eru almennt vanir að gjöra, getur naumast gjört sjer ljósa hugmynd um framfarir hinnar íslenzku þjóðar. Margar orsakir eru til þessara fram- fara auk hinnar nýju stjórnarskráar. Hestakaup Englendinga

x

Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla
https://timarit.is/publication/116

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.