Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Suğri

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Suğri

						Af „Suðra-1 koma 3-4 blöð
út á mánuði. Uppsögn með
3ja mánaða fyrirvara frá
áramótum.
Suðri.
irgangurinn (40 blöð alls)
kostar 3 kr. (erlendis 4kr.)'
sem borgist fyrir júlílok ár
hvert.
4. ái^g.
Reykjavík, 23. október 1886.
28. blaö.
Frá Hornströnduni.
Eptir
þorvald Thorodrtst'ii.
—¦- o -----
[Niðurl.].  Byggðin  á  Hornströnd-
um (frá  Trékyllisvík norður á Horn)
telst undir 3 kirkjusóknir; Árnessókn
nær norður að Geirólfsgnúpi, pá tekur
við  Grunnavíkursókn  að  Hornbjargi,
en bæirnir par fyrir norðan og vestan
eru  í Aðalvíkursókn.   fví  má geta
nærri,  að pað er enginn  hægðarleik-
ur  að  sækja  kirkjur  á pessum  út-
kjálka,  par sem jafn langt er á milli
bæja og vegir  ákaflega torsóttir, og
pó par se nú ekki eins illt og munn-
mælin segja «að börnin á Hornströnd-
um  verði  að fara  sjálf gangandi  til
kirkju til pess að láta skírast», pá er
prestpjónusta öll pó mjög örðug bæði
fyrir bændur og presta.   Víðast geta
menn  eigi farið til kirkju nema einu
sinni á ári í blíðasta  sumarveðri,  og
eru pá sumstaðar 4—5 daga á kirkju-
ferðinni  og  jafnvel  lengur,  ef  illa
viðrar.   Krfiðast af öllu  er að  koma
líkum til kirkju, og á vetrum er pað
opt alveg ómögulegt, svo menn verða
að láta líkin  liggja í snjó pangað til
veðrið og færðin verður betri.  I fyrra
vetur dó maður í Bjarnanesi  og  var
færður að Stað í Grunnavík, en ferðin
gekk æði skrykkjótt.   Fyrst varð að
fara  um sveitina  til pess að  fá  lík-
menn,  en pað  er nú  ekki  svo sem
hlaupið  að  pví  í  jafn  strjálbyggðu
héraði.    |>egar  líkmennirnir   voru
komnir að Bjarnanesi, urðu peir veð-
urtepptir í viku,  en svo var haldið á
stað með kistuna á sloða; ætluðu peir
að draga  hana  yfir fjöllin,  sem eru
2000  feta  há,  niður  í  botninn á
Lónafirði.  Á fjallinu gerði á pá öskr-
andi bylog var eigihægt að komast á-
fram fyrir ófærð  og  illviðri.   Skildu
peir pá kistuna  eptir  á fjallinu  og
komust við  illan  leik  heim  aptur.
Á fjallinu lá kistan í 3 vikur,  pá dó
annar rnaður í  Smiðjuvík.   Var  nú
efnt til nýrrar  ferðar  og  fengnir  6
rðskustu mennirnir í sveitinni til far-
arinnar.  Komust peir  upp á fjallið
og fundu  eptir nokkra leit kistuna í
fönninni og klöngruðust stórslysalítið
með báðar kisturnar  niður í botninn
á Lónafirði;  pað  er  einn  af Jökul-
fjörðum.   ís lá á firðinum  og gekk
greitt að draga sleðana út eptir, en
pá praut ísinn og var autt fyrir fram-
au. Urðu menn nú á nýjan leik að
skilja eptir kisturnar á ísnum, fóru
peir síðan norður og vestur fyrir Lóna-
fjðrð að Kvíum, fengu par bát og
fluttu kisturnar fyrir framan mynnið
á Hrafnfirði og Leirufirði, og kom-
ust pær svo loks eptir langa mæðu á
kirkjustaðinn. Ekki voru menn of
heimtufrekir fyrir vinnu sína, og pó
kostaði fiutningurinn á líkinu frá
Bjarnanesi að Stað 142 krónur. |>að
er mesta nauðsyn á pví, að gerð
væri kirkja eða bænahús cá Horn-
ströndum; pað hefur komið til orða,
að gjöra bænahús í Furufirði, en ekki
hefur pað orðið meir eu umtalið enn
pá, veldur pví mest ósampykki sveit-
armanna;- peir geta ekki orðið á eitt
sáttir, pó petta sé mesta nauðsynja-
mál fyrir pá. Furufjörður liggur vel
við fyrir alla pá, er búa norðarlega á
Hornströndum, og pangað er hægt að
komast fyrir prestinn, enginn fjall-
vegur á milli nema Skorarheiði, og
er pað lægsti 'og greiðfærasti heiðar-
vegur á Hornströndum. Áður á dög-
um var kirkja í Keykjarfirði hinum
nyrðri og á öldinni sem leið var
grafreitur vígður í Höfn við Hafnar-
bás. jbað er ekki pægilegt fyrir
prestana að fara um sóknir sínar
hér nyrðra; peir verða víðast hvar að
fara gangandi, og eru margar hættur
og torfærur á leiðinni. Fyrir fáum
árum var snjóflóð nærri pví búið að
gera út af við prestinn í Grunnavík
og 3 menn, sem með honum voru;
peir voru pá á ferð fram með Bol-
ungarvíkurbjargi.
Mannfundir eru fágætir á Horn-
ströndum, pó eru brúðkaupsveizlur
all-fjölmennar; er pá veitt sem bezt
eru föng til, og stendur veizlan stund-
um í 2—3 daga. Eins og alkunn-
ugt er, pá er hér á landi allstaðar
siður að veizlan byrjar undir eins og
brúðhjónin eru komin úr kirkjunni
sama daginn, en af pví svo hagar til
um kirkjuvegina her á Ströndum,
sem fyr er sagt, pá leiðir af pví, að
brúðhjónin eru stundum búin að vera
gipt í nokkra daga — á ferðinni yfir
fjöll og klungur —áður en pau eru
komin heim til sín eða pangað sem
veizlan er haldin. Brúðkaupið stend-
ur pá stundum yfir í viku með öllu
ferðalagi brúðhjóna 0g boðsmanna.
109
Veizlukosturinn er náttúrlega hinn
gamalklassiski íslenzki, grauturinn,
steikin og lummurnar, nema hvað
röðin á réttunum getur verið mis-
munandi, og að hver réttur er stund-
um eins og sérstök máltíð. Borðgest-
irnir borga fyrir sig pegar peir fara,
2—10 krónur, eptir efnuui og á-
stæðum.
Bókleg  menntun  er eigi mikil á
Hornströndum  enda verður varla  við
pví búizt,  par  sem hvorki eru  sam-
göngur  manna á milli  né póstferðir ;
pó kann  allt yngra  fólk að  lesa og
flest að skrifa, en til er  gamalt fólk
ólesandi pó ekki se pað margt. Hvergi
er fréttablað keypt par  sem  eg fór
um  nema í Bjarnanesi,  bækur  pjóð-
vinafelagsins  eru  til í Smiðjuvík,  en
af öðrum  bókum er  varla nokkuð til
nema hvað guðsorðabækur eru á hverj-
um bæ  og rímur  sumstaðar.   Menn
vita  sáralítið um pað,  sem gerist í
heiminum  og  ekki varð  eg var við
pólitiskt líf eða hugsanir í pá átt.  I
skammdeginu skemmta menn ser með
pví að kveða rímur; rímurnar eru par
enn  pá  í svo  miklum  metum,  að
börnin eru látin  heita rímnanöfnum
t. d. Bæringur, Reimar, Falur og Ang-
antýr.   Ekki  hafa  rímurnar  verið
miður  metnar  á  öldinni  sem  leið;
Olavius getur pess, að  bóndi  nokkur
hafi látið grafa með sér  bænabók og
Úlfarsrímur; bóndi pessi var jarðaður
í grafreitinum í Höfn  og  mælti  svo
fyrir, að leiði sitt skyldi snúa frá suðri
til norðurs og svo var gert.   |>að er
opt til  pess  tekið,  að  málið se  ein-
kennilegt  á Hornströndum, og að par
heyrist  bæöi  orðskrípi og  hjákátlegir
talshættir;  eg varð pess ekki var,  að
málið væri í neinu verulegu frábrugð-
ið vanalegri íslenzku;  eg  heyrði  par
að eins fáein orð,  sem eg ekki  hafói
heyrt áður;  eg hefi heyrt miklu fleiri
einkennileg  orð í ýmsum  öðrum  af-
skekktum heruðum. Gamli karlmanna-
búningurinn,   stuttbuxurnar,   úlpan
(stutthempan) og skotthúfan hefur víst
haldist lengur á Ströndum en annars-
staðar;  fyrir  fáum  árum  dó  karl í
Skjaldbjarnarvík,  sem  allt af var í
stuttbuxum.
J>egar Eggert Ólafsson fór um
Strandir, var par fullt af hjátrú og
hindurvitnum, nú er slíkt að mestu
leyti um garð gengið; pað sögðu mér
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 109
Blağsíğa 109
Blağsíğa 110
Blağsíğa 110
Blağsíğa 111
Blağsíğa 111
Blağsíğa 112
Blağsíğa 112