Austri - 07.11.1887, Blaðsíða 4

Austri - 07.11.1887, Blaðsíða 4
72 legt, en ekki lagði þorkell neitt til pess. Um nóttina dreymdi Solveigu að henni pótti Gunnlaugur koma á glugga uppi yfir sér, alblóðugur og illa útleikinn og segja: „Illa var far- ið með Glókollu pína um daginn en verr var nú farið með mig“. Solveigu varð mjög bilt við og vaknaði, og lcom liún pví til leiðar, að pegar í dögun var farið af stað að leita Gunnlaugs. Gengu leitarmenn suður yfir Jökulsú og íram á Yaðbrekkuháls, og eptir vesturbrú Hrafnkeldals allt fram und- ir par sem eru landamerki Aðalbóls Og Vaðbrekku; par rennur lítil pverá ofan af hálsinum, og er bún kölluð Skænudalá. Fundu leitarmenn að framanverðu við ána för eptir Gunn- laug, og sáu að hann hafði sezt nið- ur á stein og tálgað spítu. Gátu peir séð af förum hans, að hann hafði brugðist liart við af steininum, og stokkið svo mikið ofan fjallshlíðina beint, að einskis manns fótaför kvað- ust peir séð liafa jafn mikil. Höktu peir slóðina eptir hann, og undarleg för stór og kringlótt, ofan á sléttu niður við Hrafnkelsdalsá. þar hafði Gunnlaugur veitt viðnáni, og orðið allhörð viðureign, en svo hafði hann losnað og hlaupið út dalinn, ailt á mel nokkurn sem er rétt traman við Skænudalsána; skammt par frá sem hún fellur í Hrafnkelu. þar hafði hann aptur tekið á móti, og hafði par orðið enn harðari viðureign, pví grjóti var spyrnt upp úr melnurn, og spor- klakinn afarmikill. J>ar lá stafur Gunnlaugs margbrotinn, og hann sjálf- ur á grúfu örendur og illa útleikinn, snúinn úr liðum um axlir og kné. þaðan röktu peir pessi för sem áður var lýst, allt suður í Aðalbólsslakka sem kallaður er á austurbrún dals- ins, fyrir framan Urðarteigsfjall gagn- vart Aðalbóli. |>ar snéru leitarmenn aptur. I sporum pessum voru blóð- drefjar f>au sýndust ólík mannsför- um, nema ef hann hefði verið á prug- um1. (í Arbókum Espólíns segir: að spor pessi hafi verið eins og eptir arnarklær að framan, en hestshófa að aptanverðu). Af blóðdrefjum peim er sáust í förum pessum var pað ráð- ið, að óvættur sá er fengist hafði við Gunnlaug, mundi hafa fengið mikla áverka af viðskiptum peirra, eða jafn- vel bana; pví minnka póttu reimleik- ar í dalnum eptir petta. Leitarmenn 1) ,,þrúgar“ voru sterk gjörð sem beygð var í hring, fitjað ólum innan í og bundnir upp um risturnar. A peim gengu einstakir menn hér á Aust- urlandi fram á pessa öld, pegar snjór var mikill og djúpur; en mjög var pað ólipurt, par eð prúgarnir skögðu alla vega eins langt út undan fótun- um eins ng peir voru stórir til, en nokkuð héldu peir uppi peirn sem á peim gekk. og ekki hefur vist verið til peirra tekið nema í mestu fann- fergjum. tóku lík Gunnlaugs og höfðu pað með sér, en lögðu steina niður í kross, á melinn par sem pað lá, i minning um atburð penna, og standa peir steinar par enn fast við ána. J>á er lik Gunnlaugs kom heim að Eiríksstöð- um, varð Solveig mjög sorgmædd, og náði sér ekki lengi par eptir; en |>or- keli varð ekki annað en hann sagði pað sem siðan er af sumum haft að máltaki: „Svonafara pessir hnappastrákar". Margar getur voru hafðar um at- burð penna, og ætluðu flestir pá að óvættur mundi hafa grandað Gunn- laugi. Um sama leyti og petta varð, var karl nokkur á Brú, sem Eirikur hét Runólfsson, og var fjármaður á Brúarseli par sem enn eru beitarhús frá Brú. Hann var fremur greindur maður og haldinn manna „skyggnast- ur“. Eitt sinn pegar talað var um afdrif Gunnlaugs, sagði hann: „Séð hef eg Gunnlaugs bana“; og er menn spurðu hvernig pað hefði að borið, svaraði hann: „J>að var um kveld snemma vetrar að eg kom einn hérna innan af selinu, og sá eg pá hvar maður kom sunnan yfir hálsinn, og sýndist mér hann hafa meir en nátt- úrlega stærð. Hann hafði afar stóra stöng reidda um öxl, og stefndi í veg fyrir mig. |>egar hann kom ofan á Bakkastaði hina fornu1, var eg rétt á móti á gilsbakkanum við Jökulsá. Nam hann staðar við ána, en eg spurði að erindi hans, og skoraði á liann að koma, pví gilið og áin var ófært. Engu svaraði liann, en hristi sig eins og hundur, og snéri síðan sömu leið aptur“. Oðrum pykir mikið trúlegra, að Sigurður á Görðum hafi fengið mann til að vinna á Gunnlaugi, og bera pað saman, að um sömu mundir sem petta varð, var |>orkell Böðvarsson, bróðir Arna skálds Böðvarssonar á Okrum 1713—1777, gjörður sekur og útlægur; flýði hann pá víðsvegar um land og kom einnig hér austur. Hann var talinn afarmenni að allri karl- mennsku og sögðu menn hann mundi gengið hafa á prúgum og unnið á Gunnlaugi á pann hátt sem áður er greint. Solveig J>orkelsdóttir átti siðar Sigvalda son Eiriks Styrbjarnarsonar sem bjó á Ketilsstöðum í Jökulsár-' hlíð, og bjuggu pau Sigvaldi í Hafra- fellstungu. Gunnlaugur í Skógum i Axarfirði, sem dáinn er fyrir fánm ár- um, merkur bóndi, bar nafn Gunn- laugs Arnasonar, og liið sama nafn er víða í peirri ætt. Gunnlaugur bóndi Jónsson, sem nú býr á Eiriks- stöðum, er einn afkomenda Einars J>orkelssonar eða 6. liður frá J>orkeli hinum heimska. * * * J>essi frásaga er rituð eptir minui skilríkra manna sem nú lífa, og eru niðjar J>orkels pess sem getið er um hér að framan. S. E. 4ugl)Ts!ugar. Oúnaðarrit Hermanns Jónassonar, fæst hjá Magnúsi Einarssyni á Vestdalseyri fyrir 1 kr. 50. aur. 1) Sjá ísl. pjóðsögur. Bakkasta’iir voru fyrir sunnan Jökulsá nokkuð framar á Jökuldalnum en Brú er nyrðra megin peir eru nú í Vaðbrekku- landi, siðarí par varð aptur byggð, og hafa paðan verið höfð beitarhús á Bakkastöðum allt til skamms tíma. 5. október næstl. tapað- ist á Seyðisfirði alrauð meðal-stór meri með síðu tagli, heldur faxinikil, 7 til 8 vetra gömul, viljug og vel vökur en heldur höst á brokki, sprungur nokkrar í lióf- unum; á 6 boruðum skeifum. Mark: Sneitt aptan viristra. Hvern sem kann að finna hana, bið eg gjöra mér vísbending um, eða koma henni til Arnfinns bónda Jóns- sonar á Arnhólsstöðum í Skriðdal móti póknun. Eskífirði 26. október 1887. E. Zeuthen. TTjá undirskrifuðum fæst aðgjörð á alls konar skófatnaði; sömuleiðis fást nýjir skór og stígvél eptir máli fyrir sama verð og pað er ódýrast fæst hér á Seyðisfirði, ef borgað er með peningum út í hönd. Vestdalseyri 4. nóvember 188U Einar Halldórsson "vítur hrútur veturg. með ópekkjan- legu eyrnamarki en brennimark: O S, var seldur við uppboð 27. f. m., og verður eigandi að vitja andvirðis að frádregnum kostnaði til undirskrifaðs í tíma. Vestdalseyri 1. nóvember 1887 B. Siggeirsson. rá pví er auglýsing pessi birtist í „Austra“, s^lja allir búendur i Jök- ulsárhliðarhreppi ferðamönnum greiða. Hrafnabjörgum 22. október 1887. I umboði hreppsnefndarinnar. Jónas Eiríksson. "ijjlrá pessum tíma fær engin hjá mér gistingu eða nokkurn annan beina neina fyrir borgun út í hönd. J>á sem skulda mér f'yrir gistingu eða aðr- ar veitingar bið eg svo vel gjöra og borga pað hið allra fyrsta. Seyðisfirði 3. nóvember 1887. Finnbogi Sigmundsson, veitingamaður. A b y r g ð a r m.: Sigurðr Jónsson. P r e n t a r i: Baldvin M. Stephánsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.