Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 2
42 FJALLKONAN. issjóði1, málaferli hafin gegn prentfrelsinu og fleiri málsóknir munu þar á eftir fara. Uppljóstrarmenn og kallsarar vaða uppi, og snapa uppi hvert ó- gætnisorð. þ>eir skulu brennimerktir. Smánar- legri ókindr eru ekki til í landinu. Portkonan, sem selr æru sína á borgarstrætunum, er ekki jafnfyrirlitleg sem þessi þvaðrandi hundingja- lýðr. Vér skirrumst við að gera stjórnbyltingu, enn vera má að að því reki. Peningum erum vér sviftir, enn gætum þess, að vér eigum kost á jafngildi þeirra. Vér höfum jarðeignir þeirra Estrups og Scaveniuss: þegar vér fáum regluleg- an ríkisrétt, getum vér tekið þær fjárnámi. Sá tími mun koma, að skotvopn inna dönsku hermanna verða hættulegri fuglum himinsins enn samlöndum þeirra, þeim er leggja munu lífið í sölurnar fyrir frelsið. Hvað eigum vér að gera í sumar? [Ræðu- maðr hvatti til að efla rifflafélögin.] Neita að greiða skatta. Væri ég jarðeigandi, skyldi ég óðara neita skattgreiðslu. Svo verðr og að stofna Ijðstjórnar-sjóð til að styrkja þá menn, sem of- sóttir eru með málaferlum. Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna. (Eptir unga stúlku í fteykjavík.) „Allstaðar er sá nýtur, sem nokkuð kann“. Nú á þessari mennta og framfara öld hefir ver- ið rætt og ritað um mörg mikilvæg málefni, sem til framfara og þjóðþrifa heyra, og því verður eigi neitað, að margir hafa ritað vel. En því meiri furðu gegnir það, hve fáir hafa fundið köll- un hjá sjer til að rita um það málefni, sem þó má efalaust kallast eitt af hinum mikilvægustu, en það er um menntun og rjettindi kvenna. Og þó getur naumast neinum blandazt hugur um, að þetta mál má heita grundvöllur allrar sannrar menntunar og framfara. Að vísu hafa einstöku athugasemdir um þetta komið fram í dagblöðum vorum, og einstöku hinna yngri mennta og fram- fara manna vorra hafa drepið á, hvers rjettar kon- um bæri að njóta gagnvart þeim. En það virð- ist sem þessar kenningar eigi ekki vinsældum að fagna, fyrst þær deyja svo skjótlega án þess að skilja svo mikið sem bergmál eptir í næstu blöðum. |>að eru annars mikil undur, hve kvennaskólar þeir, sem nú eru komnir á fót, hafa átt örð- ugt uppdráttar. í stað þess, sem líklegt hefði verið, að allur þorri manna hefði veitt þeim góða viðtöku og gjört sitt til að styrkja þá, þar sem þeir miðuðu til almennings nota, megum vjer játa, að flestir hafa verið þeim andstæðir. Og þó hljóta allir að játa, að menntun kvenna er aðalskilyrði fyrir allri sannri velgengni í heimil- islífinu, og þannig eitt af þeim málum, sem fram- I) f>annig hefir t. d. háskóli einn á Jótlandi verið sviftr tillagi úr ríkissjöði fyrir þá sök, að forstöðumaðr háskólans er kærðr fyrir óvirðulega meðferð á mynd af Danakonungiog hýski hans, enn myndina hafði hann keypt á uppboðí á 10 awra. farir þjóðfjelagsins eru að miklu leyti komnar undir. þ>að er næsta eptirtektavert, hversu karlmenn halda öllu frelsi kvenna_og rjettindum í helgreipum, og það virðist, sem þeir álíti það mikilvæg einka- rjettindi, helguð af fornri venju, að vera allt gagn- vart þeim, en að þær megi ekkert vera. Að þetta sje rjett og eðlilegt þykjast þeir sanna með þeim ritningargreinum, að konan sje ekki nema eitt „rif úr síðu mannsins“, og eigi því aldrei að verða til- tölulega meira, og að „maðurinn sje konunnar höfuð“. Síðara hluta þessarar margendurteknu setningar sleppa þeir. Annaðhvort nær minni þeirra ekki lengra, eða þeim þykir hann ekki þess verður að haldast á lopti. þ>að er nú eðli- legt, að mönnum þeim þyki allmikið koma til þessara orða (þótt þeir í öðrum greinum sjeu hvorki biblíufróðir nje trúaðir á hana), sem ekki hafa yfirgripsmeiri skilning enn það, að þykja menntun og framfarir kvenna standa sjer fyrir þrifum, og ekki meiri drengskap en svo, að vilja byggja upphefð og framfarir sínar á niðurlægingu og ófrelsi kvenna. En þrátt fyrir öll rök sín og allar sínar mótbárur, geta þeir þó aldrei fært gild- ar ástæður fyrir þeirri skoðun sinni, að konur sjeu óhæfari til hvers konar framfara og mennt- unar en karlar, eða að þær eigi minni rjett og heimtingu til þess en þeir. Og meira að segja, þeir geta ekki neitað því, að nú, einmitt nú á á þessari framfara og frelsis öld eru konur hjer langtum harðara haldnar í ýmsu tilliti en á dög- um forfeðra vorra, sem þó stóðu óneitanlega nú- tíðarmönnum langt á baki í mörgu því er til fram- fara horfir. Vjer þurfum ekki annað enn lesa sögurnar til þess að sjá, að þá hafa konur al- mennt ráðið meira með mönnum sínum og verið sjálfstæðari enn nú tíðkast. Hvað mundi t. a. m. nú vera sagt um annað eins tiltæki og f>orbjarg- ar digru, er hún leysti Gretti Ásmundsson, sem þá var tekinn eptir vilja Vermundar bónda henn- ar? Og hver getur þá borið móti því, að hún færði ljós og viturleg rök fyrir tiltæki sínu ? Og munu menn ekki hljóta aðjáta, að hún sæi lengra fram í veginn en Vermundur sá í það skipti; eða hver getur neitað því, að honum var fremur sómi enn vanvirða að eiga þá konu, sem hafði bæði vit, þor og vilja til að taka upp slíkt ráð að hon- um fornspurðum? Eða mundi Guðrún Osvífurs- dóttir hafa kunnað því, að vera að engu talin, sem Ijet sjer ekki vaxa í augum, að standa upp af brúðarbekknum til að verja þann mann, sem hún hafði heitið ásjá, fyrir þ>orkeli, sem þá var að drekka brúðkaup sitt til hennar? Ekki lítur heldur út fyrir, að hún hafi verið talin minna verð í föðurgarði, þegar Kjartan taldi það standa fyrir utanför hennar, að faðir hennar væri gam- all, og bræður hennar ungir og óráðnir, sem ekki mættu missa forsjá hennar. Og sjáum vjer ekki hinn sama anda, sjálfstæðis og frelsis anda, er vjer hyggjum að Auði djúpauðgu, þorgerði Eg- ilsdóttur, Bergþóru Skarphjeðinsdóttur og ótal fleirum ? J>eir sem fyrst og fremát hafa rjettindi kvenna

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.