Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fjallkonan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fjallkonan

						FJALL
12. I3LAÐ.
EEYKJAVIK, 22. JUNI
1885.
Nokkur orð
um menntun og rjettindi  kvenna.
(Eptir unga stúlku í Keykjavík.)
[Niðrlag.]
f>að er að vísu erfitt fyrir stúlkur þær að kom-
ast áfram, sem eru frábitnar búskap en vilja nema
bóklegar greinir til hlítar, meðan rjettindi þeirra
eru svo skorðuð, að þær geta ekki fengið aðgang
að almennum námstofnunum, og því síður að em-
bættum og atvinnuvegum þeim, sem þó gætu átt
eins við hæfi kvenna sem karla, og meðan er þann-
ig komið í veg fyrir að þær geti nokkuru
sinni haft verulegt gagn af námi sínu, en það er
einmitt þessi grein, sem þarf lagfæringar við, og
vjer vonum, að menn verði innan skamms tíma
komnir svo langt áleiðis, að þeir sjái hver hnekkir
það er í framförum almennings, að meira enn
helmingur hans taki engan þátt í málefnum þeim,
sem snerta gagn hans og hagsmuni.
En að hinu leytinu er það skylda kvenna, að
gjöra allt hvað í þeirra valdi stendur til að sýna,
að það sje meira en orðagjálfur eitt, að þær
hafi hæfilegleika og vilja til að vera jafningjar
bræðra sinna. f^ær verða að sýna í verkinu, að
þær sjeu jafnfærar til þess að taka þátt í alvöru
lífsins sem skemmtunum þess. f>eim hefir opt
verið borið óþarft tepur og hjegómaskapur
og það ekki ófyrirsynju. En þessir ókostir eru
að nokkuru leyti afieiðingar þess menntunarskorts,
sem hefir ofmjög áttsjer stað hjá þeim, og þesshve
litið far vandamenn þeirra hafa gjört sjer um, að
sýna þeim hina alvarlegu og þýðingarmiklu á-
kvörðun þeirra. Konurnar eru ekki skapaðar til að
vera einungis sem skrautgripir inni í húsi, sem
enga ákvörðun hefir og ekkert gagn getur gjört
annað enn það, að skemmta augum þeirra, sem
líta þær, sem gangi í arf mann frá manni, frá
foreldrum til manns þeirra, eða takist það ekki,
þá til bræðranna, sem, eins og líklegt er, taka
ekki ætíð báðum höndum við þesskonar arfi.
Nei, konan er sköpuð til þess að gegna sömu
skyldum og njóta sömu rjettinda og karlmaðurinn,
að svo miklu leyti sem hæfilegleikar hennar og
vilji leyfa. Hún er jafningi bræðranna og fjelagi
mannsins. Hún verður því sjálf að hafa vakandi
áhuga á rjettindum sínum, og jafnframt því sýna,
að hún hafi bæði vit og vilja til að nota sjer þau.
ííonur mega ekki álíta að hin eina köllun
þeirra sje að giptast. ^ær verða að fá ljósa hug-
mynd   um,   hvað   það   er meiðandi   fyrir sómatil-
finningu þeirra, að hægt sje með rjettu að bregða
þeim um, aðgiptingin sje þeirra alvarlegasta löngun
og viðleitni. £>ær eiga að sýna, að þær hvorki
vilji vera nje þurfi að vera í vandræðum, þótt mað-
urinn bjóðist ekki þegar foreldrarnir falla frá,
heldur sjeu þær þá sjálfar færar um að „ryöja
sjer braut". f>að er auðvitað, að enn sem komið
er eru þeim fiestir vegir bannaðir í þessu tilliti,
meðan þær eiga hvorki kost á að geta fengið svo
fjölbreytta og einhlíta menntun, sem á við hæfi-
legleika ýmsra þeirra, nje heldur tækifæri að geta
notað hana, þótt hún fengist. £>að hefir jafnvel
borið við, að kona hefir sótt um kennarastörf við
barnaskóla án þess henni væri gefinn gaumur,
þótt hún reyndist síðar vel fallin til þess, og þætti
jafnvel eigi síðri enn menn, sem teknir voru fram
yfir hana. f>etta heptir nú framför og áhuga
kvenna, því þegar þær finna hvarvetna lagðar
tálmanir fyrir sig, er hætt við að þær gefist upp
að lokum. En til þess, að þær geti gjört sjer von
um að kröfum þeirra verði gefinn gaumur, verða
þær að nota sjer þau rjettindi, sem þær hafa
þegar fengið. l.ög þau, sem nú eru komin út og
veitt hafa konum kjörgengi og kosningarrjett í
ýmsar nefndir, viðurkenna þó þegjandi rj^tt þeirra
og hæfilegleika, enn lítill árangur sjest enn sem
komið er af þeim. Vjer vitum ekki til, að konur-
hafi notað sjer þessi rjettindi, sem þó hafa tals-
verða þýðingu fyrir þær, eða að þær hafi verið
kosnar í almennar nefndir, og er næst að skilja
það svo, að þær láti sig engu varða hvort þeim
er veitt eptirtekt eða ekki; þær sitja of margar
mjög spakar við „kjötkatlana", og láta sig litlu
skipta þá viðburði, sem gjörast fyrir utan hinn
þrönga verkahring þeirra. f>etta skeytingarleysi
þeirra nota sjer síðan mótstöðumenn frelsis og rjett-
inda kvenna sem aðalástæðu fyrir því, að konur
sjeu með öllu óhæfar að gegna öðrum störf-
um enn þeim, sem heyra til hinu vanalega verka-
sviði þeirra.
En þótt konum sje að mörgu leyti gjört örð-
ugt og óhægt fyrir, geta þær þó gefið meiri gaum
að almennum framförum og málefnum en þær
hafa gjört til þessa. f>ær geta fylgt tímanum
með framför hans og breytingum. f>ær geta
sjeð í hverju þeim er helzt ábótavant, og hver
meðul eiga helzt við því. pær geta aukið mennt-
un sína og leitazt við að nema fieira en eintómt
glingur og smámuni. £>ær verða að skilja orðið
„menntun" rjett. Menntunin er ekki sönn nje
veruleg, ef hún heíur   ékki   hugann yfir hið hje-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48