Fjallkonan


Fjallkonan - 11.02.1890, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 11.02.1890, Blaðsíða 3
7 þýða; óg átti kálf, sem saug tvær beljurnar, og því meira sem hann saug, því meiri kálfr varð hann“. — Bóndakona hafði fengið „receptu hjá lækni handa manni sínum sjúkum, og hafði læknirinn skrifað neðan á það með stórum stöfum: Þarf að hristast vel áðr. Þegar konan hafði fengið meðalið á glasi með viðfestum miða, sem sömu orð vóru á skrifuð, hristi hún ekki meðalið, heldr veslings manninn sinn, og það svo duglega sem hún gat, á undan inngjöíinni; hélt svo þessu áfram á hverjum tveggja stunda fresti, og hugðist fara svo vandlega að fyrirsögn læknisins sem verða mátti. Þegar nú læknirinn kom daginn eftir, var sjúklingrinn dáinn. Læknirinn varð hissa og spurði konuna, hvort með- alið hefði þá enga verkun haft til hins betra. „Æ, blessaðr verið þér, herra doktor, meðalið er sjálf- sagt gott, enn hann þoldi ekki hristinginn“. Carnot, forseti Frakklands. Forseti franska þjóðveldisins, Marie Francois Sadi Carnot (frb. Karnó), er fæddr 11. ágúst 1837 í Limo- ges, og elsti sonr Hippolyte Carnots, fransks stjórn- málamanns og rithöfundar, enn sonarsonr Lazare Carnots, er var einn af merkustu mönnum Frakka á tíma stjórnbyltingarinnar miklu. Hann kom her Frakk- lands á fastan fót og var mótstöðumaðr Robespierres og hans fiokks, enn var þó fylgismaðr lýðveldisins. Innanríkisráðherra var hann í „hundrað daga“ stjórn- inni, enn gerðr landrækr af Loðvík 18. — Carnot forseti gekk í æsku á fjöllista skóla og lagði síðan stund á brúagerð og vegagerð og varð mannvirkja- meistari (ingenieur). 1871 varð hann héraðsstjóri 1 Sygnu-fylki, og 1876 var hann kosinn á þing. 1885 varð hann fjármálaráðherra. Þegar G-révy forseti komst í vandræðin út af máli Wilsons tengdasonar síns og varð að fara frá, var Carnot í desember 1887 kjörinn forseti Frakklands, og hefir hann síðan gegnt því embætti með mikilli sæmd. Vitnisburðr hljóðritans. Ný saga frá Ameríku. (Framh.). Við lásum bréfið og vórum sem steini lostin. „Ekki bætir þettabréf málstað hans“,sagði lögreglumaðrinn; það sýnir mjög vel ágreininginn milli þeirra frændanna. Af því sem síðan heíir fram komið er ljóst, að ekki hefir gengið saman með þeim. Enn af því þér getið ekki gefið mér frekari upplýsingar, ætla ég að kveðja yðr; ég verð að fara aftr á járnbrautinni kl. 3 til Baltimore“. — Eg fylgdi honum til dyra, og þegar ég kom inn aftr, lagði Súsanna hendina á öxlina á mér og spurði, hvort ég hóldi að Hugó væri sekr. „Hann er náttúrlega alveg saklaus“, sagði ég; „hann sem vill gera öllum skepnum gott“. „Mór þykir vænt um að þú segir það“, sagði hún. Siðan sagði hún mér, að hún ætti fleiri enn eitt bróf frá Hugo, og væri margar upplýsingar í þeim um viðskifti þeirra frændanna, enn það yrði að eins til auka gruninn enn meir, ef þau kæmu fram. „Hugo ætlaði fyrst að senda frænda sínum ávísunina aftr, enn óg bað hann að freista enn til, hvort karlinn vildi ekki taka hann í sátt við sig. Hann fór því til Balti- more og ætlaði að bjóða frænda sínum þjónustu sína og hætta við málverk sín, enn fá karlinn til að sleppa öllum kröfum um það að Hugo gift- ist Rakel Jefferson. Þessi tilraun mistókst. Siðan fór Hugo til málara þar i bænum, er Hollis heitir, og vann að málverki með honum. Það, að hann ætlaði að fara þaðan svo skjótt, sýnir, að hann hefir ætlað að segja skilið við frænda sinn að fullu og öllu. Náðu í blöðin, svo við getum lesið betr um þetta. Eftir fjóra tíma skulum við fara af stað með eimlestinni til Baltimore“. Yið fórum nú að lesa í blöðunum. Yið fundum undir eins skýrsln um vitnaleiðslu, er fyrst hafði fram farið í málinu. Sjö vitni höfðu verið leidd. Yið lásum vitnisburð fyrsta vitnsins, sem var skyrtnasaumari og bjó í húsinu þar sem morðið varð. Hann sagði svo frá: Eg bý í næsta herbergi við verkstofu Hollis mál- ara; má vel heyra úr einu herberginu í annað, ef talað er í fullum róm. Hálfri stundu eftir hádegi ætlaði ég ásamt lagsmanni mínum að ganga til snæðings; heyrðum við þá hávaða mikinn á verk- stofunni, og furðuðum við okkr á því; við höfðum aldrei heyrt slíkt fyrri, og Hollis er mesti hægðar- maðr. Yið heyrðum að maðr lauk upp hurðinni á verkstofunni og gekk inn og sagði með dimmum málróm: „Þarna er piltrinn. Er skrifstofan mín hórna eða dettr þér i hug, að þú getir sett mér skilmála? Eg skal nú sýna þér það. Annaðhvort verðurðu undir eins að fara til mín, ella ég segi skilið við þig að fullu og öllu; taktu nú hvorn kost- inn sem þér betr líkaru. — Yið heyrðum að annar maðr svaraði og sagði: „Það er sjálfsagt, föður- bróðir minn, ég fer til þín, enn kvöð kemr móti kvöð, eins og ég hefi alt af sagt; skilyrðislaust geng ég ekki að tilboði þínu; óg er ekkert háðr þér i neinu og fer minna ferða fyrir þér“. — „Jú, enn ég get verið laus við þig þegar ég vil. Þú þarft ekki að vænta að fá einn einasta eyri af eig- um mínum. Ég get undir eins í dag breytt erfða- skrá minni“. — „Auðrinn einn veitir enga fullsælu; óg verð að reyna að komast af án hans. Getr ver- ið, að þú iðrist þess einhverntíma, hvernig þú fer með mig, enn þá mun það verða um seinan“. — Meira heyrðu þeir ekki, enn þegar þeir komu aftr, eftir */2 kl.tíma, fréttu þeir morðið. — Annað vitni

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.