Fjallkonan


Fjallkonan - 22.04.1890, Síða 3

Fjallkonan - 22.04.1890, Síða 3
22. apríl 1890. FJAL LKONAN, 47 1.—3. ágúst. Mannblótunum haldið áfram. Talan orðin yflr 700. 4. ágúst. 15 herteknar konur eru leiddar fram á völlinn; Jær eiga að verða þjónustukonur Guezo konungs annars heims; ein heldr á pípu hans, önnur á reyktóbakinu, þriðja á fótaskör hans, og ber þannig hver þeirra einhvern hlut, sem Guezo kon- ungi er ætlaðr. Aumingja konurnar bera sig hörmulega og j horfa bænaraugum alt i kringum sig. Þær eru í skrautlegum j hátíðabúningi og ókeflaðar. í nótt á að reka þær allar i gegn j með hnífum. 5. ágúst. í dag gengr konungrinn sjálfr að blótunum. Vér látum fyrir berast undir tré einu, til að sjá hina löngu lest kon- ungsins fara fram hjá oss, og stendr á þvi ekki skemr enn hálfa j aðra stund. Pyrst er borinn fjöldi fórnardýra, hæns, endr, perlu- j hæsn o. fl., alt bundið á bambus-stengr, síðan koma 79 sauðir, j 2 úlfar, 2 hindir, 12 uxar, o. s. frv., og loks hinir herteknu bandingjar 50 að tölu, 15 konur og 35 karlmenn. Bandingjarnir eru keflaðir og kreptir svo í böudunum, að hakan nemr við hnén; j eru bandingjarnir i körfum, einn og einn, og bera blámenn j körfurnar á höfði sér. Konungr kemr akandi í vagni, sem j skreyttr er bláum böndum. Kringum hann eru konur hans, búnar sem skjaldmeyjar og hleypa af skotum, og jafnframt dansa hópar af blámönnum með ógurlegum hávaða og djöfulgangi. Berst nú hópr þessi þar að á vellinum, sem reistir eru pallar, 15 feta háir. Að baki mér sé ég fjóra fríða og föngulega svertingja. Þeir eru að rogast með vagn, sem ætlaðr er hinum dauða kon- ungi. Þetta eru þeir fjórir ökumenn, er fylgja skulu vagninum til heljar; þeir eru önnum kafnir að viðra vagninn, þurka af honum rykið og skýla honum fyrir sólargeislunum með sólhlifum Neðst á einum pallinum sitja fórnarbandingjarnir keflaðir í körf- um sínum og ranghvolfa augunum af ótta og skelfingu. Að fáum minútum liðnum hefjast blótin. Pyrst aka hinir 4 vagnmenn þangað sem til er ætlað og skjálfa af angist. Gelele konungr drepr þá alla með eiginui hendi. Konungr fer aftr upp á pallinn, og standa við hlið hans konur hans, dómsmálaráð- herrann og fleiri tignarmenn og drepa þeir ýmsa menn að dæmi konungs. Nú eru blótdýriu færð upp á pallinn og bandingjun- um skift i tvo flokka; öðrum vikið til hliðar, enn hinn látinn vera neðan við pallinn. Konungr kveykir í pípu sinni til marks um, að nú skal taka til starfa. Sjást þá margir hnífar á lofti i senn; hausar af fuglum, sauðum og kiðlingum fljúga viðsvegar. Svo kemr röðin að bandingjunum; þeir eru allir drepnir, og stendr á þvi fulla klukkustund. Blóðið rennr í straumum og blótprest- amir eru allir dreyra drifnir. 6. ágúst. 4 bandingjum er blótað. Um kveldið kemr jarlinn frá Wyelali og færir til blótanna ógrynni fugla, 29 sauði, 12 uxa og 13 bandingja. 9. ágúst. Blótunum haldið áfram. Síðan kemr konungr og sest á pall sinn. Andspænis honum sitr öldungr á stóli; það er höfuðprestrinn eða biskupinn. Konungr og allir sem viðstadd- ir eru falla á kné fyrir presti þessum. Konungr heflr annars bestu tekjur af fórnunum. Hann hefir rétt til að „náða“, og helst náðar hann vænstu sauðina og feitustu uxana, sem þá verða eign hans; mönnunum má hann einnig gefa lif, enn sjaldan ber til að nokkur verði fyrir því láni. Þessu segir dagbókin enn fremr, að fram hafi farið 11., 12., 13. og 15. ág. „Stendr til“, segir höf., „að enn verði haldið á- fram mannblótum í mánuð á hverjum degi. Síðan fer konungr í herferð með öllu liði sinu til að hertaka menn úr grannlönd- unum. Hefjast svo blótin aftr í október, og má þá gera ráð fyrir að blótað verði 7—800 manns“. Á þessu gengr hvíldar- laust i Dahómey. Ojiif til kirkjubyggingar. Áðr var það títt, að ríkir menn gáfu kirkjum gjafir fyrir sálu sinni, og þannig eru margar kirkjueignir undir komnar. Á þessari öld hafa fáir einstakir menn gefið kirkjum stórfé, enn þó eru þess enn nokkur dæmi. Þannig er oss nú ritað af merkum manni í Borgarhreppi á Mýrum: „Einn efnaðr maðr hér í grend hefir boðið fram 1000 kr., sem gjöf til kirkjubyggingar hér í hreppi, og bauð hann jafnframt fram kirkju- stæði á eignarjörð sinni, sem er á hentugum stað í sókninni. Um þetta var haldinn almennr sókn- arfundr að Galtarholti 22. mars; var yfir höfuð gerðr góðr rómr að því, og fengust þegar loforð fyrir nokkrum hundruðum króna í viðbót til þessa fyrir- tækis. Þykir erfitt, að sækja kirkju að Stafholti fyrir sakir vegalengdar og annara tálmana. 3—4 af hinum efnaðri bændum sóknarinnar vóru þó heldr á móti þessu, og virtust horfa í fjárframlag- ið, og geta þeir gert fyrirtækið örðugra, enn víst er það, að prestr vor, síra Jóhann Þorsteinsson, er málinu hlyntr, og kemr vel fram í því sem öðru, er vér eigum saman við hann að sælda. Yonandi er, að yfirvöld vor taki einnig vel í þetta mál“. Druknun (úr bréfi af Eyrarbakka). „Laugardag- inn 12. þ. m. var ófært um morguninn á Eyrar- bakka vegna brims, enn lægði er fram á daginn kom. Réru þá 7 skip. Enn skjótt brimaði aítr. Sluppu 2 skipin þá allvel inn, enn hinu 3. barst á. Hin 4 hleyptu út i Þorlákshöfn. Skipið, sem á barst, var á réttri leið; enn sjór féll yfir það og tók út flesta mennina, enn allir komust upp i það aftr nema 2, sem druknuðu. Formaðrinn gat skorð- að sig svo, að sjórinn tók hann aldrei frá stýrinu; gangr kom á það í hvert sinn sem sjór reið utan, og gat hann þá haldið því í horfi; annars hefði þvi hvolft, og mennirnir líklegast allir druknað. Skip það, sem næst var á undan, bjargaði mönn- unum, og þó með miklum lífsháska. Einn var með litlu lifsmarki, og dó um nóttina eftir. Hann hét Eiríkr Arnbjörnsson, gullsmiðr frá Garðbæ á Eyr- arbakka. Þeir sem druknuðu vóru: Jónas Einars- son frá Halldórsbæ á Eyrarbakka og Guðmundr Árnason bóndi frá Hauðnefsstöðum á B.angárvöll- um; allir nýtir menn og góðir drengir, og er að þeim mikill söknuðr. 2 þeirra, Eirikr og Guð- mundr, láta eftir sig ekkjur og börn. — Formaðr- inn á skipinu var Jón Jónsson trésmiðr, ættaðr frá Fit undir Eyjafjöllum; enn formaðrinn sem bjarg- aði var Magnús Magnússon, bóndi i Sölkutótt á Eyrarbakka“. Aflabrögð. Svo segir í bréfi af Eyrarbakka 18. þ. m.: „í dag og tvo næstliðna daga hefir aflast hér vel, enn þó mjög misjafnt; og enginn dagrinn varð notaðr til enda vegna storma. Hæstr hlutr hér mun vera hátt á 6. hundrað; lægstr lágt á 2. Fer jafnan svo, að hlutir verða þvi misjafnari, sem gæftir eru stirðari; enda þótt hver sæki svo sjó, sem honum er framast fært“. Leiðréttingar við ísaf. 1. ísaf. gefr í skyn, að ef til yill hafi einhver óþokki beitt undirróðri til að koma sér eða sín- um að í stjórn bókmentafél., enn árangrslaust. Þetta mundi mega orða öðruvísi: að ópokkinn hafi verið í stjórn félagsins, og orðið að hafa allar klær úti til að halda peirri stöðu. 2. ísaf. telr hæpinn 2. veðrétt i húsi Kr. 0. Þ. fyrir rúmum 200 kr.(!) Húseignin hefir verið metin 16500 kr., enn síðan verið bœtt stórkostlega, lóðin stækkuð mikið og geymsluhúsið stækkað meir enn um helming. Þegar nú pess er gætt, að húsið er i miðjum hænum, enn á því svæði hafa hús alls ekki lœkkað í verði, að á pvi hvilir að eins 7000 kr. veðskuld, og að kaupandi hefir fyrir skömmu boðist að húsinu fyrir 11000 kr., sjá allir heilvita menn að Isafold íer með ósannindi í pessu máli. 3. ísaf. staglast alt af á peim ósannindum, að rektor ogkenn-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.