Fjallkonan


Fjallkonan - 07.10.1890, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 07.10.1890, Blaðsíða 2
38 Þessar tilraunir tókust fyllilega. Óðara enn þessi skipun var lesin upp fyrir stúlkunni, sofnaði liún svo fast, að kún vissi ekkert af sér, og þegar hún var vakin, sagði hún brosandi, að hún heíði ekki orðið vör við það að brot af tönnum höfðu verið tekin úr henni. Hún gerði alt sem læknirinn skip- aði henni meðau á þessu stóð, og sáu læknarnir litla breytingu á henni aðra enn þá, að andardráttrinn var óreglulegri og lífæðin sló seinna enn eðlilegt var. Dr. Bramwell hefir dáleitt mann einn, sem var svo mikill drykkjurútr, að engi von var til að hann mundi bæta ráð sitt. Enn dr. Bramwell skipaði hon- um, meðan hami lá í dáinu, að hafa viðbjóð á áfeng- um drykkjum framvegis og bragða þá ekki frarnar, og hvarf þá drykkjuskaparfýsnin frá honum að fullu og öllu. Til að sýna enn betr árangrinn af þessari tilraun, dáleiddi dr. Bramwell hann á ný og sýndi honum glas með vatni í og sagði, að það væri öl. Bauð honum síðan að vakna og drekka úr glasinu. Maðrinn vaknar og drekkr úr glasinu, enn spýtti því óðara aftr, og kvaðst ekki geta rent niðr þessum „viðbjóðslega drykk“. Það eru þannig fyllstu líkur til, að lækna megi drykkjuskaparfýsn svo að segja með einu orði. Fréttir, sem borist hafa síðan siðasta blað kom út, þykir ekki mega draga að flytja i þessu blaði. Alþingisinaimskosning. 22. sept. var kjörfundr í Vestmannaeyjum. Kosinn Indriði Einarsson, lands- reikningaskoðari, með 27 atkv. Framboð frá öðrum þingmannaefnum vóru ekki lesin upp á fundinum. Kveldskóli verslunarmanna var settr í Reykja- vík 4. þ. m. Lærisveinar verða um 20. Kaupm. Þorl. Ó. Johnson hélt ræðu, og síðan lýsti kaupmaðr Gr. Thorgrimsen yfir því, að skólinn væri settr. Þetta er fyrsti vísir íslensks verslunarskóla og vonandi að hann vaxi og dafni vel. Gufuskipið „Leifr“ kom hingað 4. þ. m. frá Seyðisfirði með 140—150 farþega, kaupamenn að austan, skólapilta o. fl. Heyskapr hefir gengið ilia síðari hluta sumarsins vegna rigninganna í septembermán. Hafa víða sunn- anlands verið mikil hey úti alt til þessa, sem eru orðin stórskemd eða ónýt. Yeðrið hefir síðustu dagaua verið nokkuð þurrara ; allmikill snjór kominn á fjöll. Árnessýslu, 26. sept. „Á slættinum hafa dáið 4 bændr hér. 1 f. m. Guðm. Guðmundsson í Þjórsárholti i Gnúpreijahreppi, úr lungnabólgu. í þ. m. Bergr Jónsson á Skriðufelli í sama hreppi, úr innvortis veikindum, Þorsteinn Þórarinsson á Minna- Mosfelli í Grímsnesi og Grímr Einarsson á Laugum í Hrunam.hr. báðir úr sullaveiki. Allir vóru þeir nýtir menn og er mikill mannskaði að fráfalli þeirra. — Héraðsfundr var haldinn að Hraungerði 9. þ. m.; var hann vel sóttr enn verkefni þó litið. Nefna má að tvær kirkjur, Mosfellskirkja og Hrepphólakirkja, fengu leyfi til að kaupa orgel. Þá var og haldinn annar fundr til þess, að skora á sýslunefndina að sjá um, að kjörfundr til alþingiskosninga verði, hér eftir sem hingað til, haldinn svo ná- lægt miðju kjördæmisins sem unt er. í vor var því nfl. haldið fast fram af vissum mönnum í sýslunefndinni, að færa kjörfund- inn til Eyrarbakka. Enn sé hann haldinn í svo fjölmennu þorpi á útjaðri sýslunnar, þá getr einn maðr smalað þar saman svo miklum atkvæðafjölda, að kjósendr úr öðrum hreppum verði ofrliði bornir. — í fyrra dag var haldinn sýslun.fundr, til þess að fá oddvita umboð til að gefa út skuldabréf fyrir Ölfusárbrú- arláninu. Það hefði átt að gera það i vor til að spara kostnaði þar eð vita mátti að þetta kæmi fyrir. Aftr var það spamaðr, þó miðr væri heppilegr, að fundrinn var haldinn um sjálfar rétt- irnar, svo ýmsum nefndarmönnum var svo gott sem ómögulegt að sækja hann. Nú þrá menn eftir viðunanlegum sýslumanna- skiftum, enn vænta þeirra ekki“. Yngsta sálmaskáld íslenskt er séra Valdimar Briem, prestr að Stóra-Núpi. Hann er fæddr 1. febr. 1848, og því að eins rúml. fertugr. Þó eru eftir hann fleiri frumkveðnir sálmar í hinni nýju sálmabók, enn nokkurn annan, alls rúmt 100. Sálmar hans þykja og bera af flestum öðrum sálmum að fegrð og allri meðferð efnisins, og eru sumir þeirra fremr kvæði enn sálmar í venjulegum skilningi. — Séra Vald. Briem er gáfaðr maðr og vel að sér, enn skáldgáfa hans hefir þó enn lítt komið fram í öðru enn sálmakveðskap. ísland er annars auðugt af sálmaskáldum, og varla mun nokkur þjóð í heimi hafa ort að tiltölu jafn- mikið af sálmum. Þó hafa ekki íslenskir sálmar, svo kunnugt sé, verið þýddir í útlendar sálmabækr, þó til séu þýðingar af fáeinum íslenskum sálmum á útlendum málum. Þannig hefir Alex. Baumgartner þýtt á þýsku sálminn „Alt eins og blómstrið eina“ í ferðabók sinni, og þykir sú þýðing prýðilega gerð. Vér ætlum, að mörgum, er þekkja sáima séra Vald. Briems, muni þykja gaman að sjá mynd af honum, og því setjum vér hana hér. Nýjungar frá ýmsum löndum. Ameríkskar uppfundningar. Ekki verðr ofsögum sagt af hugviti Ameríkumanna, og má nefna þetta til dæmis. Einn Norðrameríkumaðr hefir f'undið upp leikhúsvél til að sýna aftöku (hálshögg) á sjónsviði, eins og slíkt fer fram í raun og veru. Ólífismaðr leggr höfuð sitt á höggstokkinn, enn í sama vetfangi skýst fram gangvélar (automat) höfuð í staðinn fyrir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.