Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1893, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.02.1893, Blaðsíða 1
Nr. 6. X. ár. FJALLKONAN. Arp. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. julí. Reykjavík, 8. febrúar 1893. Skrifsí. og afgreiislust.: Þingholtsstrseti 48. Sveitamenn sem koma til Reykjavíkr, bæði langferðamenn og kaupendr blaðsins úr nærsveitunum, ættu að koma við á afgreiðslustofu biaðsins í Þingholtsstræti 18, þar sem útgef'andann er venjulega heima að hitta. Með þvi móti getr blaðið oft fyr fengið fregnir um ýmislegt sem við ber, einkanlega hér nærlendis, og það getr einnig greitt fyrir útsending þess í nærsveitirnar. Þótt aðrir blaðstjórar sýni ef til vill j gestum sínum meiri mannúð og gestrisni, vonum vér, að langferðamenn og kaupendr Fjallkonunnar hér í nágrenninu telji ekki eftir sér að koma við í j Þingholtsstræti 18. Drykkjuskapr, hófsemi, bindindi. n. (Niörl. síðari greinar). Harðar deilur hafa oft orðið um það í ritum og ræðum, hvort hollara sé eða affarasælla, hófsemi eða algert bindindi. Hinir ströngustu bindindis- menn halda þvi fram, að hófsemi i drykk sé engin j dygð, enn vitanlega kemr sú kenning í bága við i kenningar biblíunnar, þar sem hófdrykkja er leyfð j og miklu fremr boðin enn bönnuð, og því er það, að ýmsir guðfræðingar eru mjög mótfallnir albind- indi. Yér erum þó ekki svo fastir við kenningu ] biblíunnar í þessu atriði, að vér getum álitið hana eiga við á vorum tímum. Hófsemin getr verið góð, og dygð getr hún talizt hjá sumum, enn mennirn- ir eru svo misjafnlega gerðir, að það sem er dygð j af einum er engin dygð af öðrum. Það er og víst, að ekki geta allir vanið sig á að gæta hófs í drykk, að minsta kosti meðan menning manna er ekki komin lengra á leið enn nú er. Er því í öllu til- liti tryggast fyrir almenningsheillina, að enginn neytti víns, þótt það geti verið skaðlaust fyrir suma af einstaklingunum, og jafnvel holt í ein- hverjum tilfellum. Það er líklegt, að reglulegum bindindisfélögum geti með góðri stjórn tekizt betr að útrýma drykkju- skap enn hófsemdarfelögunum, af því að í bind- indinu verða minni undanfærin, enn því miðr hefir reynslan sýnt, að fjöldi þeirra manna, sem gerast bindindismenn, drekka eftir sem áðr, enn drekka þá venjulega minna, fylgja þá hófsemdarreglunum, þar sem hófsemdarfélagsmenn hafa að likindum enn minna taumhald á sér. — Hvorttveggja miðar til að útrýma drykkjuskapnum, og vér erum á því, að hollast sé að beita sem flestum ráðum gegn honum, og þvi geti hófsemisnautn áfengra drykkja verið gagnleg til siðbóta, ekki síðr enn albindindi. Þegar um algerða útrýming drykkjuskapar er að ræða, er að voru áliti ekki um annað að gera enn algert vínsölubann. Þetta játa einnig bindindis- mennirnir, og að þessu takmarki virðast Gróðtempl- arar nú keppa, þótt það sé sama sem dauðadómr bindindisfélaganna. Enn vér þykjumst vissir um, að alþingi mundi naumast fyrst um sinn fallast á slíkt frumvarp og mundi drykkjuskaprinn geta gert hér ærið tjón áðr enn því máli yrði framgengt, og þó alþingi kynni að samþykkja slík lög, mundi stjórnin verða enn ótilleiðanlegri. Yér hyggjum því, að til þess sé ekki hugsandi að svo stöddu. Hinsvegar erum vér góðrar vonar um, að al- þingi kynni að fallast á lög, er veitti sýslunefnd- um og bæjarstjórnum heimild til að gera samþykt- ir til að takmarka vínsölu eða banna hana, á líkan hátt og lög eru í Noregi og víða í Bandaríkjunum. Yér höfum hér að framan drepið á, að slík lög hafi reynzt vel, og þau gæti jafnvel orðið nauðsyn- legr undirbúningr til þess, að algert vínsölulubann yrði lögtekið fyrir alt landið, eða bann á aðflutn- ingi víns og víngerð. í annan stað álítum vér rétt, að alþingi, til reynslu, veitti bindindisfélögunum nokkurn fjárstyrk til eflingar bindindi með vissum skilyrðum, svo sem 500 kr. á ári. Niðrjöfnun aukaútsvara. (Niðrl.). 3. gr. Álagningu aukaútsvars á hina föstu gjaldstofna skal haga þannig: 1. Á lausafé, er gjaldandi á sjálfr, legst víst gjald á hvert tiundarhundrað, sem ekki er undanþegið í annari grein, tölul. 1. og 2. Á byggingarpening, er full leiga gelzt eftir, skal gjaldið vera helmingi lægra. 2. Á eignartekjur leggist jafnmikið gjald á á hverjar 100 kr., sem á 21/,, lausafjárhundrað, með- an tekjurnar stíga ekki yfir 500 kr., enn það sem þær eru fram yfir, jafngilda hverjar 50 kr. tveimr lausafjárhundruðum. 3. Á atvinnutekjur leggist: a) Á hverjar 100 kr. sem á eitt lausafjárhundrað. b) Á hverjar 150 kr. sem á eitt lausafjárhundrað, meðan tekjurnar ná ekki yfir 900 kr. Enn frá 900 kr. upp að 1800 kr., jafngildi hverjum 125 kr. eitt lausafjárhundrað. Fari tekjurnar þar á móti yfir 1800 kr., telst það sem framyfir er undir stafl. a. 4. Á fastar verzlanir legst útsvarið þannig: a) Á húsverð jafnmikið á hverjar 1000 kr., sem á eitt lausafjárhundrað. b) Á vörusölu alt að 24000 kr. leggist jafnt á hverjar 800 kr. sem á eitt lausafjárhundrað og */4 hærra á það sem umfram er. 5. Á húseignir einstakra manna sé farið eftir sömu hlutföllum sem á verzlunarhúsum. 4. gr. Yið niðrjöfnun aukaútsvara skulu sérstak- ar ástæður gjaldenda teknar til greina, að þvi leyti

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.