Fjallkonan


Fjallkonan - 05.09.1893, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 05.09.1893, Blaðsíða 2
142 FJALLKONAN. X 36 ust þingmenn með hnúum og hnefum. Kemr slíkt eigi að jafnaði fyrir í þingsölum Engla. Búizt er við að B. umræðu verði lokið á föstudaginn. Yerðr þingi þá slitið um stund, enn aukaþing haldið í haust. Grrikklaml. Skurðinum í gegn um Korinþueiði er nú lokið. Yar siglt út um hann í fyrsta skifti 6. ágúst. Dáinn er einn af frægustu læknum Frakka, Jean Martin Charcot. Hann andaðist 17. ágúst og var 68 ára. Hann er talinn frægastr taugalæknir af samtíðarmönnum sínum. Kóleran stingr sér niðr allvíða i Frakklandi, Spáni, ítaliu og Bússlandi. í Berlín dóu B menn fyrir skömmu. Sóttin er þó ekki mjög skæð. Yerst er hún í sumum héruðum Bússlands. Sýslumannseinbætti í Barðastrandarsýslu er veitt Páli Einarssyni, málflutningsmanni við yfirdóminn, frá 1. okt. Hr. Schierbeck landlæknir er nú talið víst að muni fá stiftlæknisembætti í Yébjörgum á Jótlandi. Háskólasjóðr. Nokkrir þingmenn gerðu samtök í þinglok og tóku í fylgi með sér fáeina menn úr Beykjavík, einkanlega kaupmenn, til að gangast fynr samskotum utanlands og innan til háskóla- stofnunar hér á landi. Forstöðunefnd þessa fyrir- tækis er skipuð níu mönnum, og eru þeir þessir: Bened. Sveinsson, alþ.m., Hannes Þorsteinsson, rit- stj., Dr. Jónas Jónassen, Jón Yidalín, kaupmaðr, Dr. Jón Þorkelsson, alþ.m., Sighv. Árnason, alþ.m., Sigurðr Gunnarsson alþ.m. og Þórhallr Bjarnarson docent. Sjóðr sá, sem myndast af samskotunum, á að heita „Háskólasjóðr íslands“, og söfnuðust í hann 2—3 fyrstu dagana um 1000 kr., enn líklega fer sjóðrinn ekki að sama skapi dagvaxandi framvegis. Fyrirtæki þetta virðist munu geta stutt að fram- gangi háskólamálsins þegar fram líða stundir, enn að likindum á það enn langt í land. Settr héraðslæknir í Norðrmúlasýslu (umdæmi Þ. Kjerulfs) Jón Jónsson kand. med. & chir. (frá Hjarðarholti). Slys. Maðr hrapaði til bana á Yestmannaeyjum, í Stóra Klifi, sem kallað er, 26. ágúst, Sigurðr Sigurðsson, frá Sjólyst (ættaðr úr Landeyjum). Hann var við fýlungaveiði með tveimr mönnum öðrum. Nýtt blað enn. Sagt er að von sé á nýju blaði frá ísafirði, frá hinni eldri prentsmiðju þeirra Is- firðinga, sem nú á að taka til starfa af nýju með h&ustinu, enn Þorvaldr læknir Jónsson mun vera helzti forgöngumaðr. Bókasafn E. Ó. Bríms. Kirkjufélag íslendinga í Yestrheimi hefir afráðið á þingi sínu, að kaupa bókasafn það er séra E. Ó. Brím lét efbir sig, fyrir |300. Safnið er eitt af beztu söfnum einstakra manna hér á landi og í þvi öli íslenzk tímarit og blöð. Kirkjuþíngsmenn skutu i einu saman rúmum 200 dollars, til kaupanna. Ætlazt er til að þetta safn verði byrjunarstofn á bók&safni handa hinum fyrirhugaða skóla kirKjufélagsins. Póstskipið (Laura) kom 1. sept., einum degi á undan áætluninni. Með því komu örfáir farþegar. Ycr/luiiarfréttir frá Kaupmannahöfn eru heldr daufar. Saltúskr gengr ekki út að sögn á Spáni fyrir 47—48 rm. Svipað útlit í Englandi. Harð- fiskr í 130—150 kr. og gamall freðinn á 30 kr. Vll selzt einuig illa, haldið í 65 au., hefir selzt bezt á 64—66 au. Lýsi (h&karls) ljóst, gufubrætt á 30'j2 kr. og pottbrætt á 30 kr. o. s. frv., þorska- lýsi á 26—28 kr. Æðardímn 8—9 kr. íslenzkir munir á Cliicago-sýningunni. í blað- inu Chicago Sun er þess getið, að íslenzkir sýnis- munir sé komnir á Chicago-sýninguna undir umsjón frú Sigríðar E. Magnússon frá Cambridge. Þessir munir eru íslenzkr heimilisiðnaðr og iðnaðr frá hin- um hærri kvennaskólum í Beykjavík. „í þessari íslenzku sýningu eru hannyrðir kvenna og meyja og þar á meðal fingr&vetlingar úr ull, samskonar og Victoria drotning og prinsessan af AYales brúkar, sem unna mjög hinum íslenzku hannyrðum. Þar eru einnig spennur og belti úr silfri með marg- brotnum hagleik. Frú Magnússon verðr á sýning- unni í íslenzkum búningi og sýnir hvernig spunn- ið er á íslandi41. Hr. Sigfús Eymundssou hefir ferðazt um bygðir íslendinga í Can&da og er von á skýrslum um ferð- ir bans í „Lögbergi“. Hann mun einnig fara á Chicago-sýninguna. Ætlaði að hefja heimferð sína um 20. ágúst. Séra Matthías Jochumsson hafði farið frá Chi- cago til Wmnipeg, og var honum boðið þangað af íslendingum. Þar var hann á „íslendingadegin- um“, eða hátíð þeirri, sem Islendingar þar eru vanir að halda 2. ágúst, og hélt þar ræðu og orti kvæði fyrir minni Vestr-íslendinga. Kaupfélag Vestmanneylug'a. Eftir bréfi frá Vestmannaeyjum er verð á vorum í kaupfélagi YeBtmanneyinga og í verzluninni þar þannig: í kaupfélaginu: í verzluninni: 200 pd. rúgmjöl 16,10 200 pd. rúgmjöl 19,00 200 pd. bankabygg 18,00 200 pd. bankabygg 23,11 200 pd. overheadmjöl 16,50 200 pd. hafragrjón 18,00 200 pd. grjón 25,00 200 pd. ertur 19,00 200 pd. ertur 22,00 200 pd. flórmjöl 24,00 200 pd. flórmjöl 36,00 1 pd. kaffi 0,90 1 pd. kaffl 1,25 1 pd. kandis 0,28 1 pd. kandis 0,36 1 pd. export 0,40 1 pd. exportkaffi 0,45 1 pd. kaffirót 0,36 1 pd. rúsínur 0,16 1 pd. rfisínur 0,30 1 tunna steinolia 26,50 1 tunna steinolía 34,00 færi, 4 pd. 60 faðm. 3,00 færi, 4 pd. 60 faðm. 4,50 1 pd. tvíbökur 0,36 1 pd. tvíbökur 0,45 1 pd. grænsápa 0,20 1 pd. fernisolía 0,36 1 pd. fernisolia 0,50 1 pd. munntóbak 1,60 1 pd. munntóbak 2,10 Testmannaeyjum, 31. ágúst. „Seinni partjúnímán. og meiri bluta júlí var fremr rosasamt, og þess vegna erfitt að verka saltfisk, enn ágætt grasveðr. Oftast fremr vindasamt, eftir því sem vant er um þann árstíma. Allan þennan mánnð stöðugr þerrir. — Plest tún, sem eru í viðunanlegri rækt, spruttu mjög vel; hafa sum þeirra verið tvislegin að nokkru leyti, sem hér er sjaldgæft. Hey hafa flestir fengið með mesta mðti, enn þó nokkuð hrakið. — í júnímán. var haldinn fundr hér með nokkr-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.