Fjallkonan - 18.12.1894, Blaðsíða 2
198
FJALLKONAN.
XI 50
Til herra Bj. Kr.
Isafold hefir nú fengið í þjónustu sína mikilmennið
hr. Björn Kristjánsson, sem bæði Eagland og Skot-
land varð að fylkja sér í móti í haust, og gátu þó
engan bug á unuið, enda munu líklega ekki hafa
farið í liðsbón til Þýzkalands eins og í fyrra, því
Þjóðverjum mun lieldr ekki þykja árennilegt, að etja
kappi við afarmennið, sem smásaman birtist í Ham-
borg, með öllum sínum kunnustubrögðum.
í síðasta blaði Isaf. gerir þessi herra tiiraun að
ráðast á prívat-Hf mitt og gefr í skyn, að ég sé fjár-
þrota. Segir að Fjallk. hafi ekki getað komið út
vegua peningaleysis og pappírsleysis áðr enn síðasta
póstskip kom, og hafi þó verið nóg af bíaðapappír í
bænum. Þetta eru ósannindi. Ég keypti pappír í
nokkur seinustu blöðin hjá þeim manni hér í bænum^
er selr pappír til Þjóðólfs og fleiri blaða, og hafði
hann þá engan WaJapappír af þeirri stærð, sem
Fjallk. notar, og af öðrum mátulegum pappír, sem ég
hafði keypt (þótt dýrari væri), var einnig oflítið þar
áðr póstskip korn.
Að síðasta blað Fjallk. hafi komið út 2 dögum sið-
ar enn til stóð, eins og hr. B. K. segir, eru Iíka
ósannindi, því á hverju blaði stendr, að blaðið komi
út „um miðja vikuíl, enn blaðið kom út á fimtu-
dag.
Hvað málssókuina gegn mér snertir, mun garpr-
inn þó ekki ætla að renna? Enn ekki getr hann
sagt satt frá því atriði, þótt lítið sé. Hann auglýsti
í haust í Fjallk., að hann hefði þá gert ráðstafanir
til málssbknar gegn mér, enda lét fara til málfærslu.
manus í þeim erindum. Nú segist hann ekki hafa
viljað fá annan mann til að flytja málið (!). Mikii er
samkvæmnin.
Um skuldir og fjárkróka ætti hr. Bj. Kr. sem
minst að tala. Ég sé ekki að prívat-hagir míuir
komi honum við, eða sé blaðamál. — Ég hefi ekki
gifzt til fjár og eytt stóreiguum; ég hefi ekki farið
herhlaup um alt Suðrland til að sarga út peninga-
lán, og ég hefi ekki sólundað fé fyrir bændum svo
tugum þúsunda skiftir.
Vald. Ásmundarson.
Yfirlæknir bæjarspítalans í Khöfn. í Danmörku
varð í haust það stórhueyksli, að merkiskona ein,
ógift greífynja, Schimmelmann, var sett nauðug á
geðveikraspítala. Því vék svo við, að kona þessi er
trúkona mikil, og hefir kastað á bak sér hleypidómum
stéttar sinnar, ver stórfé til iiknar fátæklingum,
tekr að sér munaðarlaus böru og umgengst fátækl-
inga eins og jafningja sína og ver til alls þessa
stórfé. Það mislikaði bróður hennar og þótti hún
líka gera ættinni skömm. Fór hann því til Pontop-
pidaus, yfiriæknis við bæjarspítalann í Khöfn, og fékk
hann til að fara til systur sinnar. Lækuirinn átti
tai við hana í 10 mínútur, og þóttist þegar gengjnn
úr skugga um, að hún væri brjáluð; létu þeir félagar
svo fara með hana á geðveikisdeild bæjarspítalans
nauðuga. Þaðan var hún flutt á vitfirringastofnunina
í Oringe, og var hún þar í nokkrar vikur, þar tii
læknirinn þar útskrifaði hana, er hann fann að hún
var alveg heiivita. Meðferðin var svo, að konan
hefði vel mátt ruglast á vitsmunum, þótt áðr hefði
heil verið. Fyrir 10 mínútna samtalið og sínar að-
gerðir tók Pontoppidan 500 kr., sem borgað var af
eigum hennar. Meðan hún var í geðveikraspítalauum
hélt hún dagbók yfir meðferðina á sér, og er það
ófögr saga. Verðr þetta ef til vill til þess, að ný
lög komi um, að læknisvottorð séu ekki einhlít til að
hneppa fólk í vitfirringahús. Greifynjan hafði verið
í hirðkvennasveit Yilhjálms I. Þýzkalandskeisara og
jafnan mikils virð. — Um eftirmál var ekki talað
að svo stöddu. Ymsir hafa bent á það sem tákn
tímanna á þessari klerka og kristindóms öld, að
kristilegr kærleiki, þegar hann er verklega framinn
út í yztu æsar, virðist vera orðinn mönnum svo tor-
kennilegr, að þeir telja hann óðs manns æði, og þess
er getið til, að lifði Kristr á vorum dögum, mundi
hann ekki fá betri útreið enn eftirbreytendr hans.
Söugnótur 2000 ára gamlar fundust í fyrrahaust
í Delfi á Grikklandi, höggnar á marmaraplötu, sem
grafin var upp úr jörðu. Nóturnar vóru við lofsöng
til guðsins Appollons og orðiu undir þær einnig
höggvin á steininn. Lagið hefir verið sungið, og þykir
fagrt og sýna, að Forn-Grikkir hafi verið á allháu
stigi í söngmentinni. Sönglagið er að sögn í gerð
siuni og að blænum til áþekkast sönglögum tónskáldsins
Wagners.
Háskólar. Til merkis um, hvað háskólar kosta
nú á dögum, má geta þess, að til háskólans í Leipzig
sem er yfir 400 ára garnall, leggr stjórnin í Sachsen
árlega 1,472,000 kr. Háskóliun í Massachussets er
metið að eigi 10,650,000 dollara, í þeirri upphæð
háskólabyggingarnar, virtar 5,013,000 doll., og Vís-
indaleg gögn og áhöld 1,020,000 doll.
Norðrlandamenn í Ameríku. Af Skandínöfum
teijast í Ameríku 2 miljónir, og hér um bil helmingr
þeirra fæddr í Ameríku. Svíar eru þar 1 miljón,
750,000 Norðmenn, 245,000 Dauir og 15,000 (?) ís-
leudingar.
Yið difteritis (barnaveiki) hefir fundizt ráð, sem
er örugt, og nefnist (difteri-serum’. Það er efni, sem
fæst við ræktun sjálfrar sjúkdómsbakteríunnar, og er
það sett eins og kúabóluefni; læknar það bæði
þá sem veikina haf'a fengið, og jafnframt ver það gegn
henni, enn vitanlega óreynt enn hve iengi. Því miðr
er meðal þetta enn sem komið er afardýrt; að lík-
indum verðr stofnun sett á fót í Khöfn til að fram-
leiða það.
Vöruverðfall vorra tíma. Það eru fádæmi, hve
brauðefni, mjöi og hveiti hefir failið í verði á síðustu
10 árum. Hagfræðingar Evrópu spáðu fyrir nokkrum
árum að félli hveitið enn í verði í Ameríku að eins
um fáa shillings, þá mundu akrbændr (farmers) fara
á höfuðið og hveitiútflutningr frá Ameríku hætta
af sjálfu sér. Enn hvernig fer? Yerðið fellr langt
niðr úr því sem hagf'ræðingarnir höfðu ímyndað sér,
enn samt stauda Ameríkubændr sig vel, og hveitiút-
flutniugr þaðan heldr áfram til mestu hamingju fyrir
verkmaunalýð Evrópu og aðra þeirrar vöru þurfa.
Enn þetta verðfall á sér eigi að eins stað um hveiti,
heldr og um hrísgrjón, sykr, baðmullarvöru, járnvöru
og margt fleira. Orsakir til verðlækkunaiinnar eru