Fjallkonan


Fjallkonan - 11.08.1896, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 11.08.1896, Blaðsíða 4
128 FJALLKONAN. xm 3i uð úr skák, að löjtn. Lange hafi góða atvinnu, enda sé hann duglegasti málarinn á íslandi. Dáinn hér í bænum aðfaranótt 9. þ. m. tré- smíðameistari Jakob Sveinsson, hálfsjötugr að aldri, úr nýrnasjúkdómi. Hann er fæddr 31. marz 1831 og vóru foreldrar hans Sveinn bóndi Guðmundsson og kona hans lngibjörg Þorsteinsdóttir, systir Jóns Thor- steinsen landlæknis. Foreldrar hans bjuggu í Húna- vatnssýslu, og með þeim fluttist hann á 2. eða 3. ári suðr að Leirá. Skömmu síðar dó faðir hans og tók þá Jón landlæknir þenna systurson sinn og ól hann upp. 16 ára (1847) fór hann Kaupmanuahafn- ar að nema trésmíði og kom hingað aftr 1855. Dvaldi hann þá fyrst hjá systur sinni Guðrúnu, er síðar varð kona Geirs kaupm. Zoéga. 16. maí 1857 kvæatist hann 17 ára gamalli stúlku, Málfríði Pétrs- dóttur (frá Seli), enn hún dó 11. júlí s. á. og varð sambúð þeirra tæpir 2 mánuðir. Fell honum missír hennar mjög þungt, enda kvæntist hann aldrei síðan. Jakob Sveinsson var með gáfuðustu mönnum og ágætlega vel að sér, eigi að eins í handiðn sinni, heldr mörgu fleiru. Mun hann naumast hafa átt sinn jafnoka hér á landi í ýmsri tekniskri þekkingu. Hann hafði og aflað sér af sjálfsdáðum víðtækrar mentunar og kunnáttu, skildi og talaði frakknesku og ensku o. s. frv. — Um 1880 dvaldi hann í París að kynna sér ýmislegt er að smíðum lýtr. Hann var orðlagðr reglumaðr og siðprýðismaðr, enn þeim sem þektu hann lítt þótti hann einkenni- legr í háttum. Manntalsþing í Grímsey. Af Akreyri er svo skrifað: > 9. júlí fóru Akreyringar skemtiför til Grímseyj- ar á gufubátnum .Brimnes’. Þeir urðu 70 saman, karlar og konur, að þeim meðtöldum, sem slógust í fórina á viðkomustöðunum út með firðinum. Fleiri rúmaði eigi bátrinn. Veðr var gott, lítið norðangráð, sem þeir kalla (gæmu’. Þá er í land var komið, sendi Klemenz sýslu- maðr þegar hraðboða til eyjarbænda að mæta í Mið- görðum til fundarhalds. Setti hann þar manntalsþing; gat hann þess í stuttri og snjallri inngangstölu, að sýslumenn hefðu eigi áðr haldið þar manntalsþing. — Að loknu þingi var farið austr á bjarg, enn þá dreif á hafþoku, sem spilti útsýninu, og nutu menn því eigi fararinnar eins vel og ætlað var, enda var við- dvölin alt of stutt. Ekki eru húsakynni í Grímsey lakari enn sum- staðar annarsstaðar á landi hér. . . . Enda má telja, að framfarir og menning eyjarbúa sé mjög að þakka séra Pétri Guðmundssyni’. Eyjafircfi, 22. júJí: (Um sólstöður skifti um veðr- áttu með hitum og gróðrarskúrum og mun nú allgóð grasspretta. Víða byrjað að slá um miðjan þ. m. Hiti mestr 3.—4. þ. m. 20—21° R. — 19.—21. þ. m. gerði snjóhret til fjalla. — Ágætr fiskafli hjá Ólafs- firði þá síldbeita fæst. — Hákarlaskip hafa sum feng- ið ágætan afla. — Hafísinn var nýlega skamt undan Strandagrunni’. í 31. bl. ísafoldar þ. á. er greiu með yfirskrift- inni (Póstþjófnaðrinn’. Grein þessi er víða mjög óná- kvæm og villandi, sérstaklega er síðari hluti hennar ómerkr. Þar er skýrt frá þeim framburði eða um- mælum Gísla pósts um mig, að sama morgun, sem póstr var afgreiddr héðan vestr, fyrir jól (á að vera seint í nóvember f. á.), og bréf með 50 kr. í var sent með til Reykjavíkr, hafi ég drukkið nokkuð brenni- vín o. s. frv. Þennan framburð lýsi ég hérmeð vera helber ósannindi og skírskota hér jafnframt til með- fylgjandi vottorðs. KálfafellsBtað, 22. júlí 1896. Pétr Jónsson. * * * Við undirrituð vottum hér með, að þann dag, sem póstr var afgreiddr héðan seint i nóv. f. á., vorum við öll viðstödd hér á Kálfafellsstað, og bragðaði prestrinn þá alls ekkert áfengi. Þau ummæli um hann, sem skýrt er frá i 31. tbl. ísaf. f. á., eru því með öllu tilhæfulaus. Kálfafellsstað, 21. júní 1896. Jón Daníelsson. S. Skúlason. B. Erlendsson. Sigríðr Jónsdöttir. Elízabet Eiríksdóttir. Myndarleg stúlka getr fengið vist í góðu húsi í Reykjavík 1. október í haust. Ritstjóri vísar á. •m* verzlun Magnúsar Einarssonar á Seyðls- firði fást ágæt vasaúr og margskonar smekkleg- JL ar, fásénar og vandaðar vörur með mjög sanngjörnu verði. Proelama. Hér með er skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi mannsins míns sál. Stefáns Árnasonar, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir mér undir- ritaðri áðr 12 mánuðir eru liðnir frá því auglýsing þessi birtist í síðasta (þriðja) sinn í þessu blaði, þar eð ég tek að mér að borga allar þvílíkar skuldir, séu þær réttmætar. Höfðabrekku í Mjóafirði, 15. maí 1896. Ragnhildr Sveinsdóttir. Nautkálf, hvítan meðrauðeyru og baugumhægra auga, miðsvetrarborinn, vantaði hér úr heimahögum frá öðrum naut- gripum, þar á meðal kálfi jafnaldra og samstæðum, fóstud. 31. f. m. — sama dag sem nábúi minn, dygðamaðrinn Finnbogi á Reykj- um, lét þjón sinn, dýravininn og sannleiksvitnið Höskuld, reka brúkunarhross mín hálfa dagferð úr sömu högum upp á Mosfells- heiði. Hvern, er kálf þenna kynni að hitta lifandi eða dauðan, bið ég aðgeramér aðvartum það, og jafnframt veita því athygli, hvort líkur eru til, að hann sé þar niðr kominn af manna völdum. Reykjahvoli í Mosfellssveit, 7. ágúst 1896. Björn Bjamarson. Jb*jslrmark Lárusar Bjarnasonar á Steinum er tvírifað í sneitt framan hægra og stýft vinstra. Nafnstimplar. Hina beztu nafnstimpla panta ég með hvaða gerð sem óskað er. Jafnt skriflegum sem munnlegum pöntunum sint. Rvík, Vestrgötu 55. Samúél ólafsson. ISTokkrir hestar af töðu óskast til kaups í Þingholtsstræti 18. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.