Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fjallkonan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Fjallkonan

						8. des. 1898.
FJALLKONAN.
191
ÍSLENZKURSÖGUBÁLKUR.
Æfisaga Jóns Steingrímssonar,
prófasts og prests að Prestsbakka.
[Bftir eiginhandarriti.  Landsbókas. 182, 4to].
21. Núvíkur sögunni til Norðurlands aftur, og tek ég þar
til sem ég var orðinn djákni á Reynistað. Þénaði ég þar djákna-
embætti í þrjú ár: 1751, 1752 og 1753; kunni einn stúdent
aldrei að fá betra tækifæri að iðka sig í lærdómum enn í þvi
embætti, ef hann var hneigður til þess, ásamt að græða ýmsa
hluti, ef hann var vinnusamur með. Lagði ég hér á ástundun
eftir gáfum mínum; þjónaði ég um Blátt hjá klaustnrhaldara á
sumrum, og fékk þar fyrir rifiegt kaup á 8 rd. og meira í hverju
ég vildi; tðk ég mér fyrir lagsmann til sláttar einn frískan
kaupamann, er þar var, og hét Eiríkur Árnason, nndan Eyja-
fjöllum. Af 8 sláttumönnum, er þar vðru, vðru tveir og tveir
settir saman og útmælt daglega hvað slá skyldu, og þá ég og
lagsmaður minn vildum léttan á leggja, vðrum við búnir með
mæli vorn um miðmunda og nönbil, og hvíldum oss það sem
eftir var þar til afturkastaði, hvar af vor húsbðndi skifti sér
ei nema þá hey þurfti að hirða. Þar var sú venja: þá ei vóru
heyhirðingar, var hætt slætti og útivinnu aflíðandi miðaftani á
hverju laugardagskveldi og haldinn söngur í kirkjunni af öllu
heimilisfólki, sem ei var við búverk, og eins á sunnudagskveld-
um frá Máríumessu á langaföstu til Mikaelismessn, sem nú er
aflagt, og því fer so sem fer, að guðsdýrkun hnignar hjá flest-
um. í sliku velstandi gleymdi ég ráðum Skúla fóveta; keypti
nú fyrsta árið mikið tðbak og brennivín, seldi það út aftur með
tíðkanlegu okri, en allur sá grðði gekk vonum bráðara og
með öllum hætti ur hendi mér, og hét (ég) fyrir mér að gera
slíkt ei oftar, eins eg ent hefi. Bsekur mínar og aðsetur hafði
ég í kirkjulofti; svaf ég þar tíðum fram á vöku, og þðtti þar
ekkert að, nema eitt sinn réðst á mig sá vondi andi með þeim
hætti sem eftir fylgir: Venja hafði verið, að djáknar fyrir mig
höfðu offrað klausturhaldara nýársvers og hann þeim so sléttan
dal aftur. En ég fekk ei þann mðð að vita fyrr enn um kveld-
ið áður. Vildi ég ei verða eftirbátur með það, þvi síður sem
ég treysti mér til þess og ábatavon var í hendi, og tðk með
mér einn vinnumann eftir vöku að vera þar hjá mér um nótt-
ina meðan af lyki því verki, en hann sigraði so svefn, að ég
sagði honum að fara fram í stað. Að honum burtviknum heyrði
ég mikið braml í kirkjunni; kirkjan var opin, því logn var úti;
jókst bessi ðtögnuður eo að hurðinni var slegið í lás; ætlaði ég
þetta glettingar vinnumannsins, þar til mórauður og síðan ljðs-
blár baugur færðist nm ljðsið og slökti það. En hvað eftir
það á gekk, læt ég ötalað. Ég sat sem agndofa um stund af
þessum býsnum, saup á bremivínsglasi, er þar var hjá mér,
tðk kertið, fór ofan með hægð, lauk upp kirkjunni. Síðan inn
í stað, kveykti þar aftur og gekk upp í kirkju, og lauk þar af
verki mínu, og varð ekkert að meini. So lítið megnar Satan
þá hann er forsmáður, og honum treyst, sem hann og alt hefir
í sinni hendi. Tveir prestar þéauðu þar einn eftir annan í
minni tíð ; hafði ég af báðum gott, þð með misjöfnum hætti.
Sá fyrri hét sra Eyjðlfur Bjarnason, einn með þeim beztu söng-
mönnum og prédikurum; brúkaði tóbak upp í sig, enn þá hon-
um brást það um embættisgerð, gat hann ei tðnað fyrir ðlundar
geispi, og þar eftir fðr prédiknnin. Ég kvaldist hér af oftlega,
og sór guði eið með sjálfum mér, að ef mér auðnaðist nokkurn
tíma að verða prestur, þá skyldi ég aldrei brúka tðbak um
embættisgerð, þvi ske mætti ég yrði so fátækur sem preetur
þessi, og sæi ég þá min afdrif. So þð mér þætti mjbg örðugt
að vera tðbaks án í tvo eða þrjá helga daga míns piestsakapar
fyrst, þá yfirvanst sú holdsgirnd með því i'la þolandi stríði
greinda daga, að ég hefi aldrei síðan brúkað það og öngva
löngun í það fengið meðan ég hefi etaðið að þeim embættisverk-
um. So er vaninn sú önnur náttúra. En um hinn prestinn
talast síðar. So sem mér lék þar í lyndi, sem áður er sagt,
BO lærði ég hér að þekkja, hvað friðurinn er dýr, sem alls
enginn veit nema sá, sem hitt þar á móti reynir. Því þá
drykkiköstin vðru á klausturhaldara, mátti enginn vera óhultur
um sig og varla neyta matar síns.  Þó  var hann lakastur við
konu sína, því hann tðk fyrir kverkar henni, barði hana og
lamdi, og ei annað eýnilegra enn bann sæti um líf hennari
sérdeilis þá hún var ei einBömul, og hver karlmaður, sem bar
þá blak af henni, átti að hafa með henni óskikkanlegt fram-
ferði, og mátti ég einn sem fleiri fá það ámæli hans, sem ég
bar því léttara sem ég vissi mig fyrir guði og hreinni sam-
vizku vera þar af ðflekkaðan, enn þá á, milli var hann gðður
og spakferðugur* Af þesaum ðsköpum kom það, að bæði ég og
aðrir ðskuðum að hann væri dauður, margur betri hefði verið
deyddur fyrir minni sakir o. s. frv. En þessi ðþolinmæðis og
gáleysis orð gerðu mér síðar nðgu þunga þanka. Þó hann
þannig gæfi mér þær verstu sakargiftir og grunsemdir nm ð-
leyfilega umgengni með konu sinni, þá trúði hann þð öngum
betur fyrir henni en mér, þá hún fðr í kaupstað eða aðrar
ferðir. — Síðaata sumarið sem hann lifði fór ég með honum í
kaupstað ; þá var þar kaupmaður Tomas Windekilde, er síðar
varð einn ráðherra. Þá hann vildi ei taka prjðnles hans, rykti
hann korða, ðð að kaupmanni og ætlaði að reka hann í gegn.
Ég hljóp þá á milli og náði af honum korðanum, enn kaup-
maður féll í ðmegin niður af hræðslu, og síðan kom ég á frið-
stillingu milli beggja. — Af þeseum hans ðhæfilega drykkju-
ekap hljðp svartur bjúgur í hold hans með spítelsku kláða,
sem hane siðasta eumar hljðp inn að honum með streng yfir
brjðstið, bo hann framar venju varð dögum saman að halda
við rúm.                             (Prh.)
Bráðapest í fé hefir víða gert vart við sig upp
um Borgarfjörð og drepið til muna, víða 10—20 kindur,
og sumstaðar meira; er þó talið líklegt að verstu að-
farir hennar sé eftir, með því beit er nú létt og hey
bæði létt í gerðinni og víða ýmist illa verkuð eða
drepin.
istæður almennings segir bréfritari úr Mýra-
sýslu að séu "harla ískyggilegar hvað snertir vetrar-
forða manna og málleysingja, og kjarkur margra
bænda á förum". Valt er völubeinið á búskapnum
enn.
Ofsaveðrið 13. og 14. nóv. gerði skaða á ýms-
um stöðum í Borgarfirði. Þá fauk vöruhús á Seleyri,
sem Thor kaupm. Jensen á Akranesi átti. í því
voru 60 hestar af heyi, er Torfi bóndi Sivertsen í
Höfn átti og undir húsinu hvoifdi skip frá Árdal og
„skekta", og er sagt að þetta alt hafi sópast á sjó
út. Eiríknr Guðmundsson á Öivaldsstöðum misti
skip í sama veðri. Á Álftanesi á Mýrum fauk stór
skúr frá bænum.  Þökum svifti af húsum og heyjum.
Arnessyslu 26. nóv. Heita mátti allgóð veðr-
átta allan október mán. Én með byrjnn þ. m. fór
að harðna, og helzt það enn. Einkum var allur
miðhluti niánsðarins óvenju hraksamur, oft með
stórviðrum, stundum af suðri, en þð oftar af útsuðri.
Aðfaranótt hins 14. var ofsaveðri af útsuðri; urðu af því
skerodir nokkrar: fuku járnþök af smærri húsum,
ferjubátar brotnuðu o. fl. Ef til vill eru þær skemd-
ir fleiri en enn hefir tilspurzt. Þá sömu nótt varð
á Eyrarbakka meira sjávarfióð enu orðið hefir í lang-
an tíma. Skemdir urðu á sjógarðinum og á nokknr-
um húsam. Úr einum bæ var fólkið flutt, því sjór
rann þar inn, braut þó ekkert. Og yfir höfuð má
ekki kalkt að stórskemdir hafi orðið. — Nú síðuetu
dagana hefir áttin oftast verið norðlæg, útlitið þó
snjólegt, og er byrjun vetrarins ekkert álitleg.
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 189
Blağsíğa 189
Blağsíğa 190
Blağsíğa 190
Blağsíğa 191
Blağsíğa 191
Blağsíğa 192
Blağsíğa 192