Fjallkonan


Fjallkonan - 27.04.1899, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 27.04.1899, Blaðsíða 4
68 FJ ALLKONAN. XVI, 17 „Vissu þ4 engir aðrir hvar lykillinn var geymdur?“ „Nei. — Hvernig haldið þér að morðinginn hafl kom- ist inn í húeið“? „Liklega með týnda lykiinum. Hitt er torskildara, hvernig morðinginn hefir getað skotið Fellner, þar sem allar hurðir vóru læstar og lyklarnir að innan- verðu“. Horn horfði eins og spyrjandi á Híiller, enn það var ómögulegt að sjá á honum, hvað honnm byggi í brjósti. Honurn þótti þó vaent um, að Miiller væri jafnófróðnr og hann um málið. I því bili kora yfirlögregiumaðurinn og með honum læknirinn og tveir líkberar. Það var farið með líkið á spítalann. Enn leynilögregiumaðuriua vildi hvergi fara. „Þið iofið mér að verða hér eftir stundarkorn,“ sagði hann. „Velkomið, hér megið þér gjarna taka á skarp- skygni yðar“ sagði.yfirlögreglumaðurinn. Miiíler hafði getið til, að hin fríða skógvarðarfrú Kniepp, sem var nýdáin, hefði sjálf fyrirfarið sér. Þetta hafði borist til eyrna manns hennar, sem var kunnugur ýmsum tígnustu mönnum, og var hann mjög gramur Miiller fyrir það. Fyrir þetta hafði Miiller líka komist í óvingan við yfirboða sína, svo að við sjálft lá, að hann yrði sviftur sýslun siani sem Ieynilögreglumaður. Áður enn þeir skiidu bauð yfirlögreglustjórinn vinnumanninum að svara öllum spurningum Miillers. „Sannið þér til, hann verður einhvers vísari“, sagði Horn. „Við skulum iofa honum að ráða. Hann sér æfin- lega meira enn við. Enn hann verður nú altaf samt að sitja í forstofunni og vera bljúgur við okkur." „Varla alltaf. Hunn hækkar vonandi í tigninni“. „Nei, það verður ekki, þó hann skorti ekki hæfi- leikana. Meðan hann nær ekki í sökudólgana er hann snapvísari enn nokkur hundur, enn þegar hann hefir klófest þá, vakna oftast brjóstgæðin hjá honum og hann varar þá við, svo að þeir sleppa. Hann hefir gert réttvísinni mikið gagn með skarpskygni sinni og sannað sakleysi margra manna, enn hann hefir gert sjálfum sér tjón með þessu og fyrir það varð hann að fara úr höfuðborginni. Nú sat Miiller á tali við Jóhann vinnumann og spurði hann spjörunum úr. „Hefir euginn dyravörður verið í húsinu? átti hús- bóndinn engau hund?“ Jóhaun kvað nei við því, enn hann hefði líklega ætlað að kaupa sér hund, því haun hefði séð hundasvipu hjá honum. „Komu aldrei kvenmenn að finna hann og fekk hann aldrei bréf frá kvenmanni?11 — Jóhann vissi ekki tii þess. (Framh.) Náttúrusafnið veröur ekki opið fyrst um sinn frá 16. þ. m. vegna flutnings og ýmislegra breyt- inga á fyrirkomulagi þess. Seinna verður auglýst, hvenær það muni verða opnað á hinum nýja stað, sem verður í sjómanna- skólahúsinu gamla, hjá „Doktorshúsinu“‘ en það verður ekki fyr en í næsta mánuði. Ben. Gröndal, p. t. form. nátt.fél. Þrjár afbragðs lands- og sjávar- pgT jarQlr á Vestfiörðum fást bygðir og keyptar. Uppiýsingar í fyrra vetur varð ég veik, og snerist veikin brátt upp í hjart- veiki með þarafleiðandi svefnleysi og öðrum ónotum; fór ég því að reyna Kína-lífs-elixír herra Valdemars Petersens, og get ég með gleði vottað, að ég hefi orðið albata af þremur flöskum af téðum bitter. Húsfieyja Guðrún Eiríksdóttir. Þegar ég var 15 ára að aldri, fékk ég óþolandi tannpínu, sem ég þjáðist af meiríi og minna í 17 ár ; ég hafði leitað þeirra lækna, allopathiskra og homöopathiskra, sem ég gat náð í, og að lokum Ieitaði ég til tveggja tannlækna, enn það var alt jafn-árangurs- laust. Ég fór þá að brúka Kina- Lífs-elixír, sem búinn er til af Valdemar Petersen í Fridrikshöfn, og eftir er ég hafði neytt úr þremur fiöskum varð ég þjáningarlaus og hefi nú í nær tvö ár ekki fundlð til tannpínu. Ég get af fullri sannfæriiigu mælt með of&nnefndum Kina-lífs elixír herra Valdemars Petersens við alla sem þjáðst af tannpínu. Margrét Guðmundsdóttir. ljósmóðir. Ég sem rita hér undir hefi í mörg ár þjáðst af móðursýki, hjartalasleik og þar með fylgjandi taugavúklun. Ég hefi leitað margra lækna, enn árangurslaust. Lokeins kom mér í hug að reyna K í n a - L í f s - e 1 i x í r, og eftir er ég hafði neytt aðeins úr tveimur fiöskum fann ég að mér batnaði óðum. Þúfu í Ölfusi ,e/o’98. Ólavía Guðmundsdóttir: Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eft ir því, að ^ standi á flöskun- um í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kíuverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Útgeíandi: Vald. Ásinundarson. Félagsprentsm iðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.