Fjallkonan


Fjallkonan - 12.08.1902, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 12.08.1902, Blaðsíða 2
2 FJALLKONAN séu samankomnir allir kennarar skólans. Hefði hann gpurt þá að þessu, mundi hann hafa fengið svar. Samþykt var að málið gengi til 3. umr. Frumvarp til laga um manntalsþing. Flutn- ingsm. L. B. og Guðl. Guðmundsson. Út af frumv. þessu spunnust furðanlega miklar umr. Sýslumennirnir töldu manutals- þingin óþörf, vi!du láta leggja þau niður, og það sem gera þyrfti, á þeim mætti gerast á skrifstofu sýslumanns. Nema gjaldheimtu, sem hreppstjórum mætti fela gegn 2°/o i inn- heimtulaun. Ari Brynjólfsson og ÁrniJóns- son héldu því fram, að menn vildu gjarnan fá að sjá sýslumanninn sinn einu sinniáári. Þetta væri gömul venja og skylda, sem á sýslumönnum lægi. Þingferðirnar væru þau einu verk, sem þeir væru skyldir að gera borgunarlaust, sem kæmi sér vel, vegna þess að þá gætu sýslubúar náð tali af þeim og leitað til þeirra um margt sem þeir þyrftu. L. B. kvað manntalsþing alls óþörf, og mundu menn lítið gefa um að fá sýslumenn til sin þannig. Á. J. kvað það ekki vera, og sagði að þó Snæfellingar væru ekki sólgnir í að fá að sjá sýslumanninn sinn, þá vildu sínir sýslu- búar gjarua að þeirra sýslumaður héldi vorþingin, enda væri hann bæði ijúfur og lítilátur á svip og framgöngu. J. Magnússon sagði að ekki væri rétt að hrapa að þessu. Manntalsþingin væru eini snefill- inn af dómþingunum gömlu, sem vér hefðum, og sem allar siðaðar þjóðir hefðu. Þau ættu alls ekki að hverfa. Lagði til, að málið væri þegar felt. Málinu siðan vísað til 3. umr. Lögin um kjörgengi kvenna i sveitafélags- og safnaðarmálum eru nú samþykt af efr-i deild, að viðbættri þeirri breytingu, að þær séu ekki skyldar að taka móti kosningu frem- ur en þær sjáifar vilja. Merkilegt mátti heita að nú strönduðu þau ekki á Guðjóni. Stjórnarskrármálið var tekið til i. umr. í gær í efri deild. Með því hélt Kr. Jónsson snjalla ræðu. Fleiri töluðu ekki. Kosnir voru í nefnd í því: Júl. Havsteen, G. Vigfússon, Guðjón Guðl., Kr. Jónsson og Skúli Thoroddsen. Enn þá hefir frv. um afnám gjafsókna orð- ið fyrir harðri meðferð þingsins. Var í gær felt við 2. - umr. með 6 atkv. gegn j. Allir þjóð- kjörnir þingm. með því, nema Guðjón. sem hélt langa lofræðu um hvað sanngjarnar og nauðsyn- legar gjafsóknir væri, og kvaðst altaf sannfærast betur og betur um ágæti þeirra. Með frv. töluðu Sk. Th. og E. Pálsson. Á mál þetta verður síðar minnst hér í blaðinu. Frá útlöndum. Nýtt frumv. til skólalaga. hefir verið samið af kenslumálaráðaneytinu danska og var nýskipuð nefnd af merkustu skólamönn- um til að íhuga það og ræða. Einn í nefndinni er auðvitað prófessor Gertz, formaður kenslu- umsjónar lærðu skólanna. Frumvarpið er að mörgu leyti sniðið eítir skólalögum Norðmanna og miðar að einingu í skólafyrirkomulaginu neð- anfrá og upp eftir. Frumvarpið verður væntan- lega lagt fyrir rikisþingið í haust og veitir ekki af að menn hér á landi veiti því máli e’ftirtekt. Ný frímerki verða bráðum innleidd í Danmörku, líklega við næsta árs byrjun. Verð- launa samkepni heíir verið höfð að uppdráttum til frímerkjanna, og vár frimerkjanefndin búin að veita verðlaunin og koma sér niður á hverja uppdrætti nota skyldi að hinum ýmsu frímerkj- um. Ber þar enn í veiði fyrir frímerkjasafnend- ur, því engu minni er frímerkjasóttin en verið heíir. Svo er ritað í bréfurn frá Kaupmannahöfn að Alberti sé miður vinsæll orðinn hjá sósíaldemó- krötum og hinum radikölu vinstrimönnum. Þyk- ir hann ráðríkur nokkuð og harður í horn að taka. En hvað um gildir, í ráðaneytinu er hann aðalkrafturinn og ræður stefnunni. Er svo sagt, að Edvard Brandes, ritstjóri blaðsins »Politiken« né honum andvígur undir niðri. Hvað er ógjört? Ekki þarf annað en líta snöggvast yfir þau mál, sem búið er að fitja upp á þessu stutta aukaþingi til þess, að sjá, að æði- víðtækt verksvið sé fyrir höndum fyrir stjórn þá, sem á að taka við, að afstöðnu þinginu 1903, eða kringum áramótin næstu þar á eftir. Þarf ekki mörgum biöðum um að fletta til þess, að komast að raun um, að breytingar og umbætur þuríi næstum í hví- vetna, og að duglegar megi þær hendur vera, sem eigi að færa hér það í lag, sem ábótavant er, og að það sé svo langt frá, að hið fyrirhugaða ráðherra embætti verði til hvfldar og nautnar, heldur þvert á móti heimti mikla elju og óslitið starf, svo fram- arlega, sem nokkru á að raiða áfram hér á landi, og alt á ekki að sitja í sökkvandi feni um aldur og æfi. Yfirstaudandi þing setur nefndir til að sinna landbúnaðarmálum, og þarf efalaust afarmikla-fyrirhyggju, reynslu og þekkingu til að finna þar bót við mörgum meinum. Þingið vill reyna, hvort ekki sé mögulegt, að koma upp lífsábyrgðarsjóði í landinu, svo fé það, er kernur inn fyrir iðgjöld á ári hverju, ávaxtíst hér á landi og geti verið starfsfé til verklegra framkvæmda. Þingið heldur enn áfram með tilraun til að koma upp eldsvoða-ábyrgðarsjóbi i flestum kauptún- um laudsins. — Hefir verið barist fyrir því máli nú um mörg ár, þótt ekki hafi tekist enn að koma því í gegn. Að því er fjársafn hér á landi snertir og not þess til framkvæmda, er hið sama að segja um lífsábyrgðarsjóð. — En vonandi er, að því verði haldið fram tii þi autar, og ekki hætt vió fyr en mál þetta hefir fengið f am gang. Þá hefir verið stungið upp á þvi, að athuguð væri samgöngumál landsins, og í nánu sambandi við það stendur, að koma á hraðskeyta-sambandi með loftskeytum milli Islands og útlanda, og milli fjarlægra staða í landinu sjálfu. Þykir mikil von um, að mál þetta hljóti að fá góðan byr og von sé um góðan árangur áður langir timar líða. Verzlunarmálið þykir og ástæða til, að taka til íhugunar, væntanlega til þess, að greiða fyrir sölu á islenzkum vörum erlendis, og hvort ekki muni ástæða til, að ísland hafi umboðsmenn f útlöndum tii, að greiða fyrir íslenzkri verzlun. Mun þar æði-djúpt verk- svið fyrir hendi, í sambandi við landbúnað og sjávarútveg landsins. Þá þykir og dóma- skipun í landinu á eftir tímanum, og ástæða sé til að rannsaka, hvort ekki sé ástæða til að aðskilja dómsvald og ákæruvald, stofua kviðdóma og hafa meðferð mála opinbera. — Enn vantar allar sóttvarnir, sem nú á að fara að koma í lagy og berklaveikin þykir sumum sé sá vogestur, að ástæða sé til, að rannsaka útbreiðslu hennar, og að hverju leyti sé mögulegt, að stemma stigu fyrir henni. Þá er ólga og umbrot í hugum manna um, að brjóta sem mest af sér fasta skatta, en setja eingöngu tolia í þeirra stað. Þar ofan á til slðasta þings setja milliþinganefnd i fátœkramálum og sendimann til útlanda tii þess, að kynna sér mentamál, sem ástæða mun þykja, að taka sem fyrst til nakvæmr- ar yfirvegunar, og koma ef til vill miklar breytingar á. — Mun þar þurfa að taka duglega hendinni til, ef að gagni á að verða. — Þá mun og ekki vanþörf á, að litið sé í kringum sig, og spurt, hvort ekki sé ástæða til, að endurskoða hegningarlögin, og hvort ýmislegt í þeim samsvari réttlætískröfum og hugsunarhætti þessara tima, og hvort refs- ingar þær, sem þar eru ákveðnar nái til- gangi sínum svo nokkru nemi, eða geri þá brotlegu betri, en það mun þó vera íil- gangur hinna núverandi hegningarlaga. — r»á er iðnaðurinn í landinu, þ. e. að segja, sé hægt að segja, að iðnaður sé hér til í raun og veru. Þar er vindur og vatnsafl, hartnær ótæmandi, er ætti fyr eða siðar, að láta koma að notum, en til þess, að hrinda slíkum málum áleiðis þaif fé, og ekki síður, dugnað, áiæði og þekkingu. Vita þarf aO byggja á æði-mörgum stöðum, vegi þarf að leggja, ár þarf að brúa, nýjum samgöngu- færum, hraðfarari og ódýrari þarf að koma upp en nú eru, mýrar þarf að ræsta fram, marka þeim fljótum nýjan farveg, er nú eyða gróðurríkum héruðum, og þó er hér ekki talið nema í höfuðdráttunum, og að eins fæst af þvi, er nauðsynlegt er að gera og meira að segja, að gert sé sem allra, allra fyrst. Sofandi má hún ekki vera nýja stjórnin tilvonandi. Það veiður mikið af henni heinitað, því það má reiða síg á, að henni mun ætlað það, að ráða bót á, sem flestum vandkvæðum, og það meira að segja á sem allra stystum tíma. Sérhver hugsandi mað- ur finnur alvarlega til þess, að framfaravagn tlmans brunar óðfluga á undan oss, og flest- um er eðlilegt, að taka að reyna að flýta sér, þegar þeir sjá, að þeir ætla að verða strandaglópar. Og svo bætist þar ofan á, að naumast mun hægt að ráða yfir á fyrstu árunum nema f hæsta lagi tíunda hluta þess fjár, sem þarf til að koma binum brýnustu endurbótum á. Hún kemur til að hafa nóg að starfa nýja stjórnin tilvonandi, og það er líka vonandi, að þjóð og þing muni, að úr því verður ekki hægt að skella skuldinni á ráðgjafann í Kaupmannahöfn. Gag n fr æðas k ó 1 i n n á Möðruvöllum brann til kaldra kola 22. marz þ. á., svo sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. Nú hafa þingmenn Þingeyinga lagt frumvarp fyrir þingið þess efnis, að skólann skuli endurreisa á Akur- • eyri næsta ár, og að til byggingarinnar skuli var- ið nlt að 50 þús. kr. Ekki þarf að leita lengi fyrir sér áður augljóst er, að skoðanir manna eru - æði skiftar um, hvar skólann eigi að byggja og með hvaða fyrirkomu- lagi hann eigi að vera. Hitt virðast allir ásáttir um að hann skuli endurreistur á einhverjum stað og í einhverri mynd, þótt ágreiningur sé um það, hvort bygg- ingunni eigi að vera lokið á næsta sumri, eða ekki átt við hann fyr en þingið 1903 hefirtekið víðtækari ákvarðanir í skólamálum yfir höfuð að tala. Verður að álíta það atriðið svo óverulegt hvort skólahúsið er bygt að ári, eða reynt verði að leigja hús fyrir skólann veturinn 1903—4, eða þó skólinn félli niður um einn vetur, að það geti flestir látið sjer það á sama standa hvað. verður ofan á í þvi efni. Merkara atriði er það hvar skólinn á að standa. Að sjálfsögðu ætti Reykvíkingum að vera það kærkomið að hann væri fluttur hingað. Annað mál er það, hvort skólinn gerði sama gagn hér og hann hefir gert á Möðruvöllum. Látum vera, að nemendafjöldinn yrði að minsta kosti jafnmikill eða ef til vill töluvert meiri, en það er þó ekki nema ein hliðin. Hitt virðist ekki síður varið í, að námið sé stundað með. kappi, og verður að bera kvíðboga fvrir því, að skóli hér mundi standa neðar í því efni en sveitaskóli á Norðurlandi. Auk þess var það álitið sanngjarnt þá er Möðru-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.