Fjallkonan


Fjallkonan - 14.10.1902, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 14.10.1902, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 3 sambandi við þetta mál var minst á hinn fyrirhugaða lýðháskóla í Reykjavik og væntu fandarmenn mikils góðs af því fyrirtæki með framtíðínni. 5. Rætt um húslestra og sálma- söng i heimahúsum. Hvatti próf- astur presta að styðja það mál eftir föngum. 6. Skýrði prófastur frá afgreiðslu og úrslitnm þeirra mála, sem síð- asti fundur hafði með höndum. 7. Skýrt frá, að tilraun til að bæta sjómannalíf, eins og tal- að var um i fyrra, hefði að engu orðið. 8. Prestar komu sér saman um að stuðla að því, að börn yrðu ekki skírð skrípanöfnum eða fárán- lega-mynduðum nöfnum, að geng- ið yrði sem mest á mis við útlend og óþjóðleg nöfn, svo og það, að börn yrðu eigi að jafnaði skirð fieiru en einu nafni og ekki heldur ætt- arnöfnum. Vonaðist fuudurinn eft- ir, að prestar í öðrum prófastsdæm- um gerðu samtök 1 líka átt. 9. Tilrætt um lifsbaráttu prest- anna í sambandi við aðrar stóttir i landinu. 10. Rætt um lestrarfólag prest- anna; gerðar nokkrar breytingar á tilhögun þess og stjórn kosin. Nýtt alheimsritmál. í blaðinu »Politiken« 18. f. m. er merkileg og skemtileg grein um góðkunnan landa vorn, Pál Þorkelsson, og merkilega uppgötv- un, sem hann hefir gert. Vér telj- um víst, að mörgum þyki fróðlegt að beyra nákvæmar um þetta efni, og birtum þvi aðalianihald grein- arinnar. Greinin talar fyrst um það, að margir merkir vísindamenn hafi oft fundið til þess, að þörf væri á alheimsmáli og minnist á ýmsar tilraunir, sem gerðar hafa verið til að bæta úr þeirri þörf, en sem þó allar hafa orðið að engu. Síð- an segir blaðið: Islendingurinn, Páll Þorkelsson, hefir nú búið til slíkt nýtt mál og hefir hann sýnt oss bæði orðabók og málmyndalýsingu, sem hann hefir samið; og eru þær bækur ekki neitt smáræði. Oss fanst mikið til um mann þenna; hann er prestsson frá Is- landi og hefir farið víða um. Hann hefir dvalið i Parisarborg og lifað þar á tannlækningum. Nú siðast hefir hann dvaiið í Kaup- mannahöfn og haft ofan af fyrir sér með gullsmíði. Hann hefir ekki gengið lærdómsveginn, en samt talar hann þýzku, frönsku og ensku og er ekki ókunnugur ara- bisku og kínversku. Alt þetta hefir hann kent sér sjálfur. Einusinni tók hann að gefa út fransk-islenzka orðabók; en varð að hætta við það af fjárskorti. Til þess að lesend- urnir sjái, að hér er ekki um hé- góma að ræða, þá skulum vér taka fram, að háskólakennari Finnur Jónsson vottar, að uppgötvun Páls beri vqtt um iniklar gáfur og vits- muni, og að háskólakennari og austurlandamálfræðingur Vald. Schmidt gefur honum ágætan vitn- isburð, og hefir hann nákvæmlega lesið bækur hans. Þetta nýja mál Páls á ekki að talast, heldur einungis að skiljast. Hann álítur, að hljóðið sé hverfulla en svo, að alheimsmál verði á því bygt. Páll byggir mál sitt á eintómum merkjum; hefir hann búið til 25 aðalmerki, sem svara til ákveð- innahugmynda,ogáþeim hefirhann með mestu snild bygt málkerfi sitt. Segir hann, að mál sitt sé svo auðugt, að tákna megi með því á ljósan og skiljanlegan hátt hug- myndir, sem ekki er mögulegt að koma orðum að á neinu Norður- álfumáli. Það á ekki við, að rekja og ræða mál þetta útí æsar í dag- blöðunum. Oss þykja framkvæmd- ir herra Páls Þorkelssonar þess verðar, að þeim sé gaumur gefinn, og álítum að ummæli háskóla- kennaranna Vald. Schmidts og Finns Jónssonar sýni það og saimi, að mál þetta er ekki hé- gómi. Og vér dáumst því meira að þessum framkvæmdum, er lit- ið er til þess, að maöurinn verður að vinna baki brotnu fyrir lífi sinu, én hefir þó ekki gefist upp við þetta stórvirki. Páll Þorkeisson hefir nú sótt um styrk til að láta prenta orða- bók sína og málmyndalýsingu. Milli íjalls og íjöru. Laura (Aasberg) kom6. þ. m. um kveldið seint, frá Khöfn og Skotl. Með henni komu: Þórður Pálsson cand. med. & chir, Bjarni Þorláksson stud. jur, og nýr hjálp- ræðisherstjóri, Petersen. C e r e s lagði á stað 10. þ. m. vestur um land og norður með hrafl af farþegum. H e k 1 a, danska varðskipið, lagði á stað 8. þ. m. til Khafnar. Með henni sigldi M. Lund lyfsali. Kommandör R. Haramer, yfirmanni á Heklu, var haldið all- fjölment samsæti i »Iðno« 6. þ. m. Hammer kemur hingað ekki aftur. Ný frímerki komu nú með Lauru og eru þegar gengiu í gildi. Öll gömul frímerki verða yfirprent- uð og gilda svo til ársloka 1903. Ganga margir af R.víkingum nú með frimerkja-»feber«, svo eru menn sólgnir í að ná í gömlu frí- rnerkin til þess að græða á þeim seinna; en ólíklegt er, að allar gömlu frímerkjabirgðirnar verði keyptar upp, þar sem sagt er, að þær nemi um hálfri miljón króna. Ný trúlofuð eru Hreggviður Þorsteinsson og ungfrú Ingibjörg Steingrimsdóttir frá Útskálum. Hreggviður er nýkominn frá Ameríku. f Magnús læknir Ás g eirs- son á Dýrafirði dó 29. f. m., tæpl. fertugur að aldri. I »Iðno« giftu sig 9. þ. m. skip- stj. Aðalbjörn Bjarnason og Þor- gerður Jónsdóttir. „Iiúðurþeytarafól. Rvikur“ heldur Tombólu næstkomandi laugardag og sumiudag í Iönaöarmauiiahiisiim. Með Laura kom í verzlun ^Jalóim. (Bffesans. . Þingholtsstræti 6. fyrir fullorðna og börn. Sömuleiðis margeftirspurðu K1 æ ð i n í kvenfatnaði, og m. fl. Alt selt með mjög góðu verði. Rauður hestur, aljárnaður, mark: sneitt aft. h., heilrifað vinstra, vel vakur, með síðutök- um, tapaðist fyrir 3 vikum á Mosfellsheiði. — Pinnandi er beðinn að skila hestinum að Bæ í Bæjarsveit eða í Reykjavík til Ásbjarnar Olafssonar, Þingholtsstræti 22. Allir þeir sem hafa talað um að senda verkefni til Silkeborg Klædefabrik nú með »Laura« eru vinsamlega beðnir að koma sendingunum sem fyrst til undirskrifaðs. ^Jalóim. (Bttesen. UliLARSENDINGBM, sem eiga að fara að Reykjafossi í Ölfusi, veiti ' eg undirskrifaður móttöku og annast fiutning á þeim fram og aftur. Sömuleiðis má vitja þeirra aftur hjá mér, en greiða verður þá um leið kemb- ingarlaunin og örlítið flutnings- gjald. Áriðandi er, að allar ullarsend- ingar séu vel merktar. Reykjavík, Laugaveg 45 sl/« ’02. Jón Helgason. , 2g2 „pó að þessi játning sé hvorki heil né hálf, þá ætla eg samt að taka hana gilda, og eg skal segja þér, hvað þú átt að gera, þú átt að tína saman pjönkur þínar, setjast hjá mér í sleðann og fara með mér heim að Hringnesi. |>ar mun eg hafa þig i strangri gæzlu þangað til þú ert gittur stúlkunni, sem þú hefir glapið“. Skammri stundu seinna var Laggi kominn af stað með Hell- stedt áleiðis að Hringnesi; var nú burtför hans engu ósviplegri en forðum, er hann flúði frá Homdölum. Vér getum nú ekki verið að segja þessa giftingasögu leng- ur. Laggi hafðist við á Hringnesi meðan verið var að búa und- ir brúðkaupið og létu þau Hellstedt og Emma honum hinn bezta beina i té. Kunni hann æ betur við sig, og upp á síðkastið þurfti engar gætur að hafa á honum. Honum varð það vonum bráðara ljóst, að er hann væri giftur, yrði hann að leggja niður hinn forna atvinnuveg sinn og taka sér eitthvað annað betra og gagnlegra fyrir hendur. Með því líka Hellstedt benti honum iðulega á og brýndi fyrir honum, að tál og blekkingar væru ósæmilegur atvinnuvegur, eng- um sæmdarmanni boðlegur; en nytsöm og heiðarleg starfsemi aflaði hverjum manni trausts og virðingar. Laggi og Hilda Vikman giftust hjá Stenlund kaupmanni og var Laggi orðinn allur annar maður, er hann settist á brúðarbekkinn. Eftir giftinguna kom Hellstedt því svo fyrir, að Laggi gerði verzlunarfélag við Stenlund, og reyndist hann með tímanum hinn nýtasti maður í þeirri stöðu. 289 „þetta er sigur framtíðarinnar11. hugsaði hann. „Gamlar skoðanir rýma fyrir nýjum“. Nú tóku menn að búa sig til að taka þátt í hjónavígslunni og Willner, sem átti að vera svaramaður brúðar, fór þangað sem hann átti að vera. Dyrunum á vígslusalnum var nú lokið upp og leiddi Willn- er Emmu að hlið brúðgumanum. * * * Eitt kvöld kom Stenlund kaupmaður að Hringnesi. „Eg kem með miklar og nýjar fréttir. Eg fekk í dag bréf frá fangaverðinum“. „Nú-nú, og hvað líður undirforingjanum?“ „Hann er dauður; dó á-sjálfa jólanóttina. En með bréfi fanga- varðarins kom bréf frá undirforingjanum; þar játar hann glæp sinn, kveðst yðrast illgerða sinna og biður bæði mig og yður fyrirgefningar“. „En eg hef einar fréttir enn. Hilda Vikman kom heim aft- ur í gærkveldi, yfirgefin af öllum og komin á steypinn“. „Hvað eruð þér að fara með“, kallaði Hellstedt og þaut upp. „Hreinann og beinann sannleikann, og það sem er ennþá lakara, að móðir hennar vill ekkert sinna henni, og Hilda hefði orðið að liggja úti um nóttina, ef eg hefði ekki skotið skjóls- húsi yfir hana“. Hellstedt var nóg boðið. þ>ó kærleikur hans til Hildu væri horfinn, þá kendi hann samt í brjósti um hana.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.