Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 22.11.1906, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.11.1906, Blaðsíða 2
242 FJALLKONAN. um í skóglendi og ræktað land. Til marks um þetta má. aðeins geta þess, að árið 1860 tóku lyngheiðar og ó- ræktarflákar yfir 130 fermilur. En árið 1896 var svæði þetta gengið svo saman, að það tók ekki nema yfir 70 fermílur. Nær helmingnum var á 30 árum búið að breyta í ræktað land. Siðan hefir enn verið mikið aðgert; en ekki enn skýrslur um það. Um skóggræðsluna og ræktunina á Jótlandsheiðum mætti vel rit\ stóra bók. Brestur hér bæði tíma og rúm til að lýsa því öllu ítarlega. En það viljum vér segja, að þeim öllum, sem brestur alla trú á, að vér íslendingar getum ræktað upp landið okkar og grætt á því skóga, og bætt það og prýtt á ýmsan hátt, þeim væri gott og þarflegt að koma út á Jótlands- heiðar og sjá, hverju Danir hafa þar áorkað með samtökum, dugnaði og, þrautseigju. Skóggræðslan og rækt- unin þar er ljós og talandi vottur þess, að ekki má síður prýða enu níða. Auðvitað er loftslag þar mild- ara og betra en hjá oss. En ekki er þar jarðvegur betri en á hólman- um okkar. Framfarirnar eru beldur ekkí loftslaginu eða veðurblíðunni að þakka, heldur dugnaði og áhuga mannauna. Yæri slíkur áhugi og dugnaður bjá oss, þá mundi veðrátt- an, þó oft sé hún köld, ekki verða framkvæmdunum ókleifur þröskuldur. Morgunverður var snæddur þar sem Hesselvig heitir. Talaði Luttichau kammerherra fyrir íslandi, en lektor ' Þórh. Bjarnason fyrir Heiðafélaginu; þakkaði hann því hlutdeild þá, sem það hefði átt í að vekja áhuga á skógræktinni hér á landi eg þá ekki sízt það, að það hefði lánað nú í sumar hingað mann til að gera áætlanir um vatnsveitu úr stóránum yfir mikla spildu úr Suðurlandsund- irlendinu. Sá hluti Jótlands, sem þingmenn fóru yfir, var viða ófagnr. Landið sviplaust og tilbreytingarlíti?, sum staðar flatt og eggslétt, en sumstað- ar öldótt. Leit jörð víða út fyrir að vera seudin, harðbalaleg og hrjóstug. Er það auðséð á öllu, að búskapur er þar víða eifiður og ekki uppgripssamur til gróða. Sum bændabýlin voru reisuleg og íogur og lýstu góðum efnum, en sum voru lágreist og báru öll einkenni fátæktsr- innar. Yfir þessum flötu heiðum var ein- hver óviðfeldinn eyðisvipur og kulda- blær; býlin á stangli og hvergi skjól í neinni átt. — En þegar kom í námunda við Yébjörg, þá fór landið að fríkka og verða tilbreytingar- meira. Ekki virtust heldur sumar kirkjurnar á Jótlandsheiðum taka fram sveitakirkjunum á fslandi. Þær voru að vísu úr steini, enlágar, óásjá- legar, turnlausar og með örlitlum og ógerðarlegum gluggum. Það var sama svipleysið yfir þeim og sami þunginn eins og yfir landinu í kring. Og fólkið, sem býr á Jótlands heið- um, er að sama skapi þungbúið og þegjandalegt. Ber það merki þess, að það á við erfið lífskjör að búa og verður venjulega mikið fyrir líf- inu að hafa. Á miðjum Jótlandsheiðum er bær sá, er Herning heitir, með hérumbil 6500 íbúa. Snotur bær og hlýlegur, sem tekið hefir skjótum þroska á síð- ari árum. Þangað héldu þingmenn frá Hesselvig. — Þegar vagntrossan nálgaðist bæinn, kom á móti þing- mönnum afarmikill hópur (um 300) af ungum stúlkum og piltum, alt á reiðhjólum; stúlkurnar allar í hvít um kjólum og piltarnir allir á „betri buxunum.“ Var allur hópurinn skreyttur blómum og fánum. Kaðaði unga fólkið sér beggja vegna við veginn og heilsaði þingmönnum með húrrahrópi og allskonar fagnaðarlát- um. Þá komu og móti þeim stór- hópar af börnum og voru þau tekin upp í vagnana meðan pláss vanst og sátu margir þingmenn með krakka á hvoru kné. Þau voru ófeilin og elskuleg og gerðu sér dælt við Islendingana, klifruðu upp á læri þeim og herðar, hlógu og flyssuðu og léku á alls oddi af kæti. Ungu stúlkurnar hvítklæddu hjóluðu meðfram vögnunum, hýrar og brosleitar. Sagði svo einn ráð- inn og roskinn þingmaður, gaman- samur þó og ungur í anda, að það væri Ijóta gamanið, að geta ekki tekið stúlkurnar upp í vagnana líka. Enda þótt flestum þingmönnum þætti sem þeim hefði hvergi verið eins vel fagnað sem í Herning, þá varð samt viðstaðan þar mjög af skornum skamti. Eimlestin beið með orgi og óhljóðum og við því mátti búast að hún yrði „svo hláleg“, að fara á undan þingmönnum, ef þeir gættu ekki tímans. Urðu þeir því að fara eftir nokkur augnablik frá öllum góðgerðunum, mannfagnaðinum og — stúlkunum. — Frá Herning var haldið með járn- brautarlest til Vébjarga, og komið þangað að aflíðandi miðjum aftni. Bærinn er gamall og kemur mjög við sögu Dana á fyrri öldum, en þykir nú heldur dragast aftur úr. Segja margir Danir, að þar sé odd- borgarabragur allmikill og embættis- mannadýrkun að fornum sið. Þing- menn skoðuðu þar dómkirkjuna. Er hún bygð á árunum 1130—1169, en endurbygð var hún í fornum stýl eftir miðja síðustu öld; og nú und- aufarið hefir málarinn Joachim Skovgaard verið að prýða bæði loft og veggi með ýmsum biflíumyndum. Um kveldið var þingmönnum haldin veizla mikil. Talaði þar skjalavörð- ur Laxild fyrir íslandi, en prófessor B. M. Ólsen fyrir Vébjörgum. Voru í veizlulokin flestir fyrir að fara að hátta og sofa. — „ísland fyrlr íslendinga." Stúdentafélagsfundur 19. nóv. hafði til umræðu: „ísland fyrir íslend- inga.“ Frummælandi var Benedikt Sveinsson og nokkurir fleiri tóku til máls á eftir. — Formaður félagsins bar upp svofelda tillögu og var hún samþykt með 27 samhljóða atkvæð- um: „Félagið skorar á þingmenn vora að krefjast þess, er samningar tak- ast um samband íslands og Dan- merkur, að engir hafi hér rétt inn- lorinna manna, nema þeir, sem öðlast hann með væntanlegum ís- lenzkum lögum þar um. Danir standi öðrum þjóðum jafnt að vígi hér í; vér afsölum oss öllum rétti innborinna manna í Dan- mörku öðrumenþeim, sem þeirveita oss með samningum gegn sams kon- ar réttindum hér.“ Stúdentafélagið jafnréttismálið. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt frá samþykt Stúdentafélagsins hér um jafnréttismálið. Ekki virðist oss nokkur vafi geta á því leikið, að fé- lagið vísar þar þjóðinni rétta leið, Með þeim hætti er langeðlilegast að gera Dönum grein fyrir skilningi vorum á því valdi, sem vér viljum hafa yfir landi voru, að vér afsölum oss sem mestu af þeim ímynduðum eða verulegum hlunnindum, sem vér höfum í Danmörk. Auðvitað er nú hægurinn á í því efni, sem Stúdentafélagið hefir gert samþykt um. Hlunnindin við það fyrir oss að hafa rétt innborinna manna í Danmörk eru minni en svo, að auga verði á þau komið að öllum jafnaði. En því ljósara verður það þá jafnframt, hve þessi „jafnréttis- kenning,“ sem Danir hafa haldið svo fast að oss, er vanhugsuð og ósann- gjörn. Það er annars eftirtektarvert og gleðilegt, hve mikinn áhuga Stúdenta- félagið sýnir á sjálfstæði þessa lands og þessarar þjóðar. Hvað eftir ann- að verður það nú til að vísaleiðirn- ar. Og æskumennirnir líta til þess með ríkum samhug. Það er mjög mikilsvert fyrir framtíð þjóðar vorrar. „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi," kveður Þorsteinn Erlingsson. Og að öllum jafnaði er líka svo. Nú er áreiðanlega vorgróður í æsku- lýð ísland. Kaflýsing í Hafnarflrði. Fyrir hálfu öðru ári kom hr. Jó- hannes Reykdal verksmiðjueigandi raflýsing í Hafnarfjörð. En /ekki voru þá nema 12 hús, sem notuðu þá Iýsingu og tvær verzlanir. Raf- magnsstöðin var í sambandi við tré- smiðaverksmiðju Reykdals. Nú hefir þetta fyrirtæki verið held- ur en ekki eflt og aukið. Sami framkvæmdamaðurinn hefir nú komið upp nýrri rafmagnsstöð handa bænuTn, 300 föðmum fyrir of- an hann, við Hafnarfjarðarlæk. Hún er i 10X12 álna húsi þar, tvílyftu. í öðrum enda hússins er hlaðinn 16 feta hár grjótstöpull. Uppi á honum er rafmagnsvélin og hverfihjólið. Að þessum stöpli ligg- ur 360 álna löng vatnsrenna, lokuð, úr læknum. Fallhæðin er 30 fet. Á efra lofti hússins er ibúð um- sjónarmanns. En niðri er húsið enn óbygt. Frá þessari stöð er rafmagninu veitt ofan í bæinn eftir eirþræði, sem liggur á staurum. Nú eru lýst með rafmagni 44 hús, og eftir eru 8, sem ætla að fá þá lýsingu í vetur. Auk þess eru á aðalgötu bæjarins 7 ljósker, með 250 kerta styrkleik hvert, 4, sembærinn leggur sér til sjálfur, og 3, sem kaupmenn hafa sett fyrir framan búðir sínar. Stöðina á Reykdal, og leigir bæj- arbúum ljósin. Verð á hverjum 16 kerta lampa er 6 kr. um árið. Hús- eigendur kosta rafmagnsveitu urn húsin, en Reykdal að þeim. Rafmagnsvélin getur framleitt alt að 600 Ijósum (16 kerta). Nú eru ljósin orðin um 350, og verða rúm 400, þegar fram á veturinu kemur. Stöðin hefir kostað um 19000 kr. Lýsing frá þessari nýju stöð byrj- aði um 6. október. Alt hefir gengið vel síðan, aldrei nein snurða hlaup- ið á. Gamla stöðin er nú eingöngu not- uð handa einu húsi, fundarhúsi Goodtemplara. Þar eru samkomur oft fram á nætur, og fyrir því þyk- ir hentugra að þurfa ekki að nota stóru stöðina handa því húsi. Ekki mundi það hafa verið nein vanvirða fyrir kaupstaði landsins, þó að Hafnarfjörður hefði fengið að bætast við í hópinn með bæjarrétt- indum, eins og hann sótti um á síð- asta þingi og var synjað um. Fram- takssemi og framfarahugur er víst ekki annarstaðar meiri á þessu landi. í símasamræðu, sem vér áttum við Reykdal á þriðjudaginn, mintist hann á hina fyrirhuguðu lýsingu Reykja- víkur. Hann furðaði sig stórlega á því, ef Reykjavík hallaðist ekki að því að afla sér lýsingar frá Elliðaánum, taldi alveg áreiðanlegt, að hún yrði svo dýr að öðrum kosti, að almenn- ingur fengist ekki til þess að nota hana. Til samanburðar benti hann á það, að þar sem vatn er hér ekki nema mílu vegar burtu, þarf Kristjánssand- ur í Noregi að fá rafmagn að 2‘/4 mílu. Sá bær er ekki nema um þriðjungi stærri en Reykjavík. Og bærinn hefir orðið að taka þátt í stórkostlegum og dýrum mannvirkj- um til þess að auka vatnsmagnið svo, að það yrði nægilegt í þurkum á sumrum. Samt er kostnaðurinn þar ekki nema 8 kr. fyrir ljósið um árið. Elzti leikaiidiiiu. Elztur leikandi í leikfélagi Reykja- víkur er hr. Kristján Ó. Þorgrímsson. í vetur, 22. des., eru 25 ár síðan er hann sýndi sig fyrst á leiksviði. Og flesta vetur síðan hefir hann leikið meira og minna. Auk þess hefir hánn verið máttarstólpi leikfélaganna í allri umsýslan, venjulegast verið gjaldkeri og fyrir því þurft meira fyrir fjár- hagnum að sjá en aðrir, og hefir það ekki ávalt verið vandalaust. Hann er einn þeirra leikenda, sem flest hlutverk hafa af hendi int. Fleiri hlutverk hafa einir þrír haft: „Árni Eiríksson (49), Friðfinnur Guðjónsson (46) og frk. Gunnþórunn Halldórs- dóttir (42). Kr.ó. Þ. hefir haft40,jafn- mörgog frú StefaníaGuðmundsdóttir. Kr. Ó. Þ. lék fyrsta sinni Guð- mund bónda í Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson. Mest hefir víst þótt koma til leiks hans í „Æfintýri á gönguför" (Kranz), „Víkingunum á Hálogalandi“ (Örn- úlfur), „Drengnum mínum“ (Mörup)- „Hermannaglettum“ (Mads) og „ Jeppa á Fjalli“ (Jakob skóari). En annars er það sannast að segja, að Kristján Þorgrímsson hefir naumast stigið svo fæti á leiksvið, að öllum þorra áhorf- enda hafi ekki þótt vænt um. Hinir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.