Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršurljósiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršurljósiš

						NORÐURLJÓSIÐ
13
Markverð og sönn saga.
Sögð af systur Abígail.
(Norðurlj. hefir fyrir 14—15 árum flutt nokkr-
ar sögur, sem þessi stórmerka kona sagði.)
Þennan sunnudagsmorgun lásum við í ritning-
unni 14. Sálminn, og orðin í 1. versi gagntóku mig
með óvenjumikilli alvöru. Jeg settist við skrifborð
mitt og ritaði á miða orðin:
,JFieimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð!"
Síðan ljet jeg miðann í tösku mína og hjelt af
stað til morgunsamkomunnar, án þess að mjer
dytti í hug, hve dásamlega Guð ætlaði að nota
morguntextann minn.
Jeg gekk niður á gatnamótin til að ná í vagn-
inn, sem jeg ætlaði að fá far með til samkomunn-
ar. Meðan jeg beið komu hans, tók jeg eftir f jórum
ungum mönnum, sem stóðu þar. Þeir voru að ræða
um trúmál, og jeg heyrði einn þeirra segja sjálf-
birgingslega: „Jeg segi þjer það, Róbert, það er
enginn Guð til."
Mjer kom þegar í hug morguntextinn minn.
Jeg fór niður í töskuna, dró upp miðann og rjetti
hann unga manninum, sem næstur mjer var, án
þess að mæla orð. Hann las hann upphátt fyrir
hinum, og hæðnishláturinn kvað við í kyrru loft-
inu þennan Drottinsdags morgun.
Sex mánuðir líða hjá. Aftur er sunnudagsmorg-
unn, og jeg er á leið til morgunsamkomu okkar.
Við salsdyrnar sá jeg ungan mann standa og bíða.
Hann ávarpaði mig og lagði að mjer að koma með
sjer í sjúkrahús þar í grend og heimsækja dauð-
vona mann. Jeg samþykti það, og er við hjeldum
þangað, mælti hann:
i Jeg ©r einn af ungu mönnunum, sem hlógu að
yður, þegar þjer gáfuð okkur brjefmiðann með
ritningarorðunum á. Jeg er maðurinn, sem sagði:
„Það er enginn Guð til." En f jelagi minn, Róbert,
sem mig langar til, að þjer heimsækið, svaraði:
„Jeg er ekki svo viss um það, en tíminn mun leiða
það í ljós"."
Við komum svo í sjúkrahúsið, og þegar við
gengum inn í sjúkrastofuna, rjetti Róbert fram
höndina og sagði: „Guð er til, og auk þess var móð-
ir mín vön að segja: ,Laun syndarinnar er dauði.'
Jeg er að taka út laun mín nú. Ó, jeg er glataður, og
það er gagnslaust að tala við mig. Jeg verð að taka
út laun syndarinnar."
Jeg dró stólinn fast að rúmi hans, greip um
hönd honum og mælti: „Sagði móðir þín þjer aldr-
ei hver væri hinn helmingurinn af þessu versi?"
Hann svaraði: „Nei, jeg hefi aldrei vitað, að það
væri annar helmingur til." Jeg fletti upp biblíu
minni og las hægt og með áherslu: „Því að laun
syndarinnar er dauði, en náðargjóf Guðs er eilíft
líf í Kristi Jesú, Drotrti vorum." í þessu versi er
talað um tvær andstæður: ,laun' og ,náðargjöf.
Guð mun gjalda sjerhverjum syndara, sem deyr
iðrunarlaus, laun syndarinnar, og Guð mun á sama
hátt veita hverjum manni, sem trúir á Jesúm, gjöf
eilífs lífs."
Ungi maðurinn svaraði: „Vill Guð, þó að svo
seint sje orðið, frelsa mig nú?" Jeg sagði honum þá
söguna af ræningjanum á krossinum til að sanna,
að miskunn er til handa hverjum manni, jafnvel
þó að síðasta stund lífs hans sje komin. Síðan
mælti jeg: „Vilt þú þiggja gjöf Guðs, sem er eilíft
líf í Kristi?" Hann svaraði skjótt og hjartanlega:
„Jeg vil taka við gjöf Guðs nú." Þá sneri hann sjer
að sínum fyrri f jelaga í guðleysinu og sagði: „Tóm-
as, þú hefir sjeð, hvað syndin hefir gert mjer. Vilt
þú ekki einnig veita gjöf Guðs viðtöku?"
Hjer á jörðu gat Róbert ekki glaðst yfir gjöf
Guðs nema fáeinar stundir; en rjett áður en hann
dó, sagði hann: „Líkami minn tekur út laun synd-
arinnar, en sála mín nýtur gjafar Guðs."
Þá er lokið sögunni, sem Abígail sagði, en þýð-
andinn vill leyfa sjer að bæta fáeinum orðum við.
Það er algengt, að menn svari, þegar þeir eru
hvattir til að koma til Krists nú og þiggja þar með
Guðs dásamlegu gjöf: „Ekkert liggur á. Það er
nóg að iðrast á banasænginni. Jeg get komið á ell-
eftu stundu eins og ræninginn."
Það er mesti misskilningur, að óhætt sje að
sleppa tækifærinu, þegar það gefst. Ræninginn
greip fyrsta tækifærið, sem honum gafst, svo fram-
arlega sem vjer vitum, og það gerði Róbert einnig.
Ef Guð kallar á þig nú, þá skaltu hlýða kalli hans.
Annars getur svo farið, að á þjer rætist það, sem
ritað er: „Af því að þjer færðust undan, þá er jeg
kallaði, og enginn gaf því gaum, þótt jeg rjetti út
höndina, heldur ljetuð öll mín ráð sem vind um
eyrun þjóta og skeyttuð eigi umvöndun minni,
.... þá munu þeir kalla á mig, en jeg mun ekki
svara; þeir munu leita mín, en ekki finna mig."
(Orðskv. 1. 24.-25., 28.).
Gjöf Guðs stendur til boða í dag. Veittu henni
viðtöku NÚ.
Bæn.
„Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn
þinn! Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika, —
þar sem er misgerð, fyrirgefning, — þar sem er efi,
trú, — þar sem er örvænting, von, — þar sem er
myrkur, ljósi, — þar sem er hrygð, gleði.
0, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita
huggunar, en öllu heldur að hugga. Ekki að vera
skilinn, en öllu heldur að skilja. Ekki að vera elsk-
aður, en að elska. Því að þegar vjer gefum, öðlumst
vjer sjálfir. Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum
fyrirgefið. Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst
vjer til eilífs lífs."
Frans frá Assisi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16