Heimskringla - 09.06.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.06.1894, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 9. JÚNÍ 1894. # komr dt á Laugardogum. The HeimskrÍDgla Ptg. & Publ. Co. útgefendr. [Publishers.] Verð blaðsins í Canada og Banda- * rikjunum : 12 máuuSi $2,50 fyrirframborg. |2,00 6 ----- $1,50 ---- — $t,00 3 ----- $0,80; ------ — $0,50 Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi yerða upptekuar, og endrseudir þær eigi neina frímerki fyrir endr- sending tylgi. Tlitstjóriun svarar eng- nm brífum ritstjórn viðkomaudi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfnm er engiun gaumr geíinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf, tiltekr 3)íkt inerki. Uppsögnógild að lögam, nema kaup- aadi sé alveg skuldiaus við bhrSið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Ráðsmaðr (Busin. Manager): .J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Örder. Panka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Pacific Ave. (McWilliam Str.) 1 forna farið ? Hinn góðfúsi ritstjóri Lögbergs, Einar Hjörleifsson, er meira en í meðal- lagi reiður yfir því, að Hkr. léði Jóni Ólafssyni rúm til þess að iáta í ljósi persónulega skoðun sína á nýútkominn1 ritsmíð G unristeins Eyjólfssonar. Svo mikið ódæði þykir honum það, að hann segir: “Hvort sem menn nú vilja kalla slikt “frjálslyndi" eða drusluhátt, þá mun slíks ekki finnast dæmi í blaða- mennsku nokkurrar þjóðar”. Minna má nú gagn gera, en sleppum því. Hið einkennilegasta er, að Einar skuli tíma að verja nærri hálfum fjórða dálki tíl að ræða um bækling, sem hann jafn- framt segir óverðugan þess, að á hann só minnst, sem ekki mun fjarri réttu. Að Jón Ólafsson hafi lokið “lofs- orði” á bækling þennan “tilþess að geta fengið tilefni til að svívirða óvini sína”, er tilgáta Einars og ekkert annað, og hún máske nokkuð “fruntaleg”. Að minnsta kosti gæti orðið örðugt fyrir hann að sanna réttmæti þeirrar tilgátu. En þeir um það, Jón og Einar. Það er nokkuð, sem Hkk. kemur ekki við. Alt sem henni kemur við í þessu efni er, að athuga á hvaða grundvelli Einar bvggir sinn stóra dóm, þann, að Hkr, hafi framið dæmalaust ódæðisverk með því, að leyfa Jóni Ólafssyni að birta sína skoðun á sögunni Eleónóka. I þessu landi, að minnsta kosti, er það viðurkennd almenn kurteisisskylda opinberra blaða, að neita engri grein upptöku ástæðulaust, sé hún sæmilega rituð og flytji engin persónuleg meið- yrði. Engin slík meiðyrði eru í þassari grein, þessum fleini í holdi Lögb Sjái Einar Hjörleifsson þau, þá hlýturhann að vera svo skygn, að hann “sjái gegn um holt og hæðir”. Það leynir sér raunar ekki, að hann þykitt sjá æru- meiðandi ummæli í henni, að því leyti, sem hún lýsir ritverki. er hann segir að flytji meiðandi ummæli um einstaka menn og þar á meðal um einn mann í stjórnarnefnd Hkr. (hvern?) En hvernig ætlar þá Einar að sanna, að til- gáta hans sé á rökum bygð—að hún só rétt ? Vér sjáum ekki hvernig hann fer að sanna meira en það, að honum finnisí hann hafa sínar ástæður til að ímynda sér, að söguhöfundurinn eigi við þennan mann og við hinn. En með sams konar sannanir gætu allir komið, þvi eins vist og E. H. þykir að höfundurinn meingi þennan, eins vist er það, að öðrum þyli ir höfundur- inn sjálfsagt meinga hinn, alt svo lengi sem einhverjir viðburðir i sögunni geta heimfærst upp á nokkurn einstakling eða nokkurn flokk manna á nokkrum stað. Væri Gunnsteinn krafinn til sagna, er eins víst eins og ekki að upp kæmi, að báðir færu villir vegar. Hrakyrðadómur Einars yfir Hkr. hefir þess vegna ekki minsta gildi. “Burt með skoðanafrelsi! Burt með hugsunarfrelsi! Burt með ritfrelsi!” Þetta segir J. Þ. (í Ejallkonunni 17. Apr. þ. á.) að sé hugsunarháttur séra Jóns Bjarnasonar, ef hann er afhjúp- aður og dreginn fram á sviðið í nekt sinni. Er það ekki nokkuð áþekkur hugsunarháttur sem nú gægist fram í Lögbergi, þar sem það kallar fyrir- litning fyrir Hkr., af því hún leyfir einum m.anni að láta í ljósi allsendis illyrðalausa skoðun sína á ritsmíð ann- ars manns ? Vér eftirlátum óhlutdrægum, skyn- sömum mönnum að -svara spurning- unni. Nýtt illgresi. Illgresi sýnist lítilmagni og Jiess vegna vel viðráðanlegur, en “það er ekki alt sem sýnist.” Illgresi fer sinna ferða, og með öllum sínum lærdómi og öllum sínum áhöldum er mannin- nm óljóst iivernig hann á að stemma stigu þess, eða uppræta það, þar sem það nær að festa rætur. Bændur hvervetna i landinu þykjast hafa feng- ið sig fullreynda í viðureign sinni við hérlendar illgresistegundir, sem almenn- ar eru. Þó eru þær allar sagðar lömb að leika sér við i samanburði við nýja illgresistegund, sem búin er að fegta rætur í vesturrikjum Bandaríkja, og nú útbreidd orðin á svæði um 30,000 ferhyrningsmílur að flatarmáli. Er Jretta illgresi nú komið norður í Dakóta- ríkin, og er á hraðri norðurför. Má því búast við gesti þeim til Manitoba þegar minst varir. Fjandi þessi er nefndur “rússneskur þistill,” af því rússneskur landnemi hafði það með sér í liörfræi er hann tók með sór, þegar liann flutti til Ameríku fyrir fáum árum. Þegar illgresi þetta fyrst kemur upp á vorin, likist það mjög einkar fínum mosa, en útliliö breytist innan skamms. Eftir 10 daea er rót þess svo seig orðin og fléttuð í jaröveginn, að lítt mögulegt er að dragá hana upp. Upp af ró.inni spretta langar hríslur og svo þétt, að ' þær eru til að sjá eins og sveppur eða hringur, og þegar þist- illinn er fúllvaxinn, verður bingurinn oft 4 feta að þvermáli og um 4 fet á hæð. Greinar eru margar á hverri hríslu, sem verða harðar eins og nálar um leið ogþistillinn er fullvaxinn, og þá brotna nálar þessar af leggnum og opna fræ-hólfið, sem er við rætur hverr- ar nálar, fyrir áhrifum vinds og veð. urs. Sjálfar bera og nálarnar fræið með sér, og gróðursetja það í nýjum reit. SvO seigar eru ræturnar, að plóg- ur kvað ekki ganga gegn um þær, fremur en hann gengur gegn um þófa. Sama segja er og í illgresinu ofan- jarðar, svo að sláttuvél vinnur ekki á tágaklasanum, . en annað tveggja sleppur yfir binginn eða stendur föst við hann. Akuryrkjudeild W ashington-st jórn- arinnar hefir glímt við þetta illgresi siðan 1891, að henni var fyrst sagt frá útbreiðslu þess, en hún hefir enn ekki fundið ráð til að stemma stigu fyrir og því síður til að yfirbuga og uppræta þennan nýja fjanda bændanna. Það virðist deginum ljósara að þessi gestur komi til Manitoba þegar minst varir, því að það eru svo litlar likur til, að Dakotamenn geti heft hann og haldið á sama bletti. Vindurinn flyt- ur fræið, skepnurnar bera það í hófum og klaufum og mennirnir sjálfir flytja það á skóm sínum og í klæðunum. Að svo sé, sést ekki fyrri en nýgræð- ingurinn skýtur kollinum upp úr jarð- veginuin meðal vorblómanna. Komið í mola. Það eru ekki mörg ár síðan verka- mannafélagið KniglUs of Labor var meir en lítið voldug tilvera. Það eru ekki meir en 6—7 ár liðin síðan um eða yfir lj miljón manna voru meðlimir þess félags. Það var í stöðugum upp- gangi og völd þess voru nærri ótak- mörkuð. Svo atkvæðamikið var félag- ið og svo mikið vald í höndum for- manns þess, Tereme V. Powderly, að margir af stórmennum landsins álitu bann og hans flokk sérstakt stórveldi, er óhjákvæmilegt væri að taka til greina. Svo mikið var álitið á Powderly um tima, að í Ajiríl 188fi var hann kallaður fyrir þirignefnd í Washington til að gefa henni bendingar áhrærandi lagabreytingar. A þeim fundi fór einn þingmaðurinn fram á, að Powderly gæfi þeim (þingmönnunum) bendingar um hvcrnig breyta mætti stjórnar- skránni svo að hún yrði verkalýðnum iiagkvæmari en hún nú er. Powder- 1}' þakkaði heiðurinn og lofaði góðu um að koma moð bendinguna þannig útbúna, að alríkisstjórnin gæti tekið hana, til greina þrátt fyrir margbreyti- leg lög hinna sérstöku ríkja. Bending þessi er ekki komin enn og Powderly að líkindum kemur aldrei með hana, því það er hvorttveggja, að felagið alt er komið í mola—-orðiðað engu í samanburði við það sem það var, og Powderly sjálfur burt rekinn úr félaginu og allir hans vildarmenn og æðstu embættismenn. Það eru ein 3—4 ár síðan bryddi á óánægju með stjórn hans. Fjárdráttur með meiru var borinn á hann og hans vildarmenn, og öflugar tilraunir gerðar til að hrinda honum úr stjórn félagsins. Það tókst ekki, og afleiðingin var að smáfækk- uðu félagsmennirnir. Deild eftir deild gekk úr sambandinu, eða uppley stist fyrir áhugaleysi og innbyröis róstur, þar til félagið nú er lítið meira en nafnið tómt. Og nú rétt nýlega hafa jiessir fáu félagsmcnn samþykt, að Powderly og hans sérstöku fylgismenn sé óhæfir félagsmenn, strykað yfir nöfn þeirra og fyrirboðið félagsmönnum að viðurkenna þá sem féíagsbræður. Ycrð- ur það tiltæki eins víst likfararsálmur félagsflaksins, sem enn er við líði. Rússnesk réttarbót. Stjórnarfyrirkomulagið á Rússlandi er réttvíslega lastað, en það sannar ekki að réttlátt sé að lasta keisarann persónulega. Þeir, sem umhverfis hann standa, hafa miklu meira en hann að sevja í stjómmálum, og þeir, ef grandskoðað er ofan í kjölinn, eru orsök í flestum ódæðisverkunum, að keisaran- um óafvitandi. Ókunnugir menn, sem ofbjóða hryðjuverkin og rita um þau, tileinka þetta, að meira eöa minna leyti, keisaranum, og mála hann svart- ari í augum manna en jafnvel kyrkju- feðurnir máluðu Kölska og hans út- völdu embættismenn. En þetta er ekki rétt lýsing af lionum. Hann er hæg- lyndur maður, góðgjarn og réttsýnn, að svo miklu leyti, sem hann fær að nota og sýna þessa hæfileika sína. Að þetta sé nokkurnveginn rétt lýsing af manninum, sannar meöal annars það, að þegar hann sjálfur fær tækifæri til, lætur liann hegningu fyrir lagabrot koma niður jafnt á æðstu og lægstu þegnum sínum. Hann gerir þar eng- an mannamun, og er það meira en sagt verður um suma, sem siður er að kalla frjálslynda og góða menn. En skjald- borgin, sem umhverfis liann er, er bæði svo þétt og svo margföld, að hann get- ur ekki æfinlega séð hvað gerist í ríki hans eða ráðið við, ef hann sér það. Þess vegna nýtur hann sín ekki. Um mörg undanfarin ár hafa æðstu embættismenn keisarans, hver í sínu héraði haft einveldi til að umbuna verð- leik einstaklinga, hvort heldur í hern- um eða öðrum embættum, með því að gefa æðra embætti. A sama hátt hafa þessir héraðs-einvaldar einir liaft völd til að reka úr þjónustu þá sem brottrekstur hafa verðskuldað. Þessu valdi hafa þeir beitt sjálfum sér til gagns fremur öllu öðru. Þeir hafa svift menn embættum án tilverknaðar, og þeir hafa engum umbunað fyrir dugnað og framtaksemi, nema sá hinn sami hafi haft efni til að borga þeim ríflega fjTÍr, með öðrum orðum ; það kemst enginn til upphefðar eða metorða eins og nú stendur, nema hann kaupi hana. Af þessu leiðir, að auðugir menn en margir ef ekki flestir, að öðru leyti óhæfir til þess, skipa nú æðstu embætt- in í hverri deild stjórnariiinar sem er. En hæfustu mennirnir skipa lægstu em- bættin, þar sem þeir getaengu umþok- að. Þessu fyrirkomulagi iy nú að um- hverfa á þann hátt, að völdin tilað veita embætti og reka úr þjónustu, verða tekin úr höndum hinna mörgu og fengin í hendur fámennri nefnd, þar sem keisarinn sjálfur ræður mestu. Á yfirborðinu er þetta afturför, en í vaun og veru er það framför. Keisarinn hef- ir komizt að því, hvernig valdsmenn hans hafa gert auðuga ónytjunga og skálka að féþúfu, með því, að selja þeim vandasöm embætti. Þessu ætlar hann að afstýra með því, að taka við em- bættaveitingunni sjálfur og heyra sjálf- ur allar kærur embættismanna um ó- verðskuldaðan burtrekstur o. s. frv. Það er lítil ástæða til að óttast að keis- arinn láti kaupa sig eða gabba sig til að gefa ónytjungi eða óþokka meðmæli, og þar af leiðandi gefst fátækum mönnum fremur tækifæri til að fá sérstaka hæfi- leika viðurkenda. Ekkert Derby plötu-reik- tóbak er ekta, nema á [iví standi húfumyndað merki. Orða-bclgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að "leggja orð í belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun- umþeim, sem koma frain í þessum bálki]. Meira ef þörf görist. Kæra þökk til ritstj. IIkk. fyrir rit gerðina með yfirskriftinni: Nýja Is- lands-bryggjurnar, 25. þ. m. Hún er svo sanngjarnlega rituð sem manni get- ur frekast hugsast, þótt mikið fleira mætti draga fram í birtuna, sem þó ekki bráð-liggur á. I þetta skifti hætt- um vér að senda yður greinarstúf, sem vér álitum fullkornna þörf að birta í Hkr., þar þér tólcuð af ómakið, þar Lögb. gengur svo liatramlega af göflun- um, að byrja s*rax á því, að sýna fram á, að það eigi að kaupa Ný-íslendinga fyrir þá ákveðnu fjárveiting—S10 000— til bryggju á Gimli. Yér að eins lofum því að muna eftir þeirri “mútu-grein”. Yðar einlægir. Nokkrif Ný-íslendingar. 31. Maí 1894. Herra ritstjóri. Ég þarf að svara, konunnar minn- ar vegna, grein, sem herra Páll Mel- sted hefir látið prenta í ísafold 9. þ. m., en get ekki fcngið svarið birt þar scm það ætti að birtast, í ísafold, því rit- stjórinn er það göfugmenni, að hann tekur ekkert svar frá mér gegn neinu er í blaðinu birtist, mér eða minum við- komandi. Sný ég mér því til yðar, í þeirri von, að þér le.yfið mér að halda skildijfyrir ódrengilega ofsóttri konu, og l(ifið þessu bréfi minu að birtast í blaðivðar. Hinn áttræði öldungur hefir farið að þýða úr “Skandinaven” frá Chicagoaf- gamla grein, hina lang-ómerkilegustu og í bllu tilliti þýðingarlavsustu grein, sem nokkurn tíma hefir verið samsett um ísland. Hún á að vera ræða eftir “frú Sigríði Magnússen”, en er svo auðsælega að eins ringlað fát þess, sem skrifaði, að þar um sannfærist hver, sem írjáls ráð á á eigin greind, þegar við fjTsta jfirlestur. Engum lifandi manni getur þó vist dottið í hug, að trúa því, sem sagnafræðingurinn Mel- sted læzt trúa, að “Sigríðr MagDÚssen” hafi ekki vitað nafn Jóns Sigurðsson- ar betur en það, að kalla hann “Sven- son”. Þetta misnefni sýnir, að Sigriðr átti engan þátt í samsetningu þessarar greinar, sem og hins vegar, að höfund- urinn vissi ekkert um það, sem hann (eða hún) var að rita um, hafði enga eftirtekt veitt því, og ekki borið sig saman við ræðuhöfund áður en greinin var prentuð. Það er grundvallarregla, sem gildir í öllu siðuðu mannlifi að sá geti enga á- bjrgð verka borið, er aldrei vann það. Þetta er lögmál guðs og manna. Hví hefir herra Melsted hausaskifti á regl- unni í þessu tilfelli og eignar ræðuhöf. (S. M.) allar vitleysurnar en ekki greinarritaranum? Það er víst rang- látasta verkið, sem þetta ljúfmenni hef- ir unnið á æfinni, enda er það ranglátt að gagni. Það sem verkinu veldur er þessi málsgrein f “Skandinaven” : “Á öllu íslandier ekkitil eineinasta menntunar- stofnun handa kvennfólki”. Grein þessi gengur fram af öldungnum, sem von er, og liann “væntir þess fastlega, að einhver verði til að minnast frekar á þetta málefni og árótta það betur” en hann fái gert. Jú, ég er einn þeirra. Um hina tilfærðu málsgrein segir nú konan mín í Lögbcrgi 20. desember 1893 : “Að eins eitt blað hér Har mér það, að ég hefði átt að segja, að enginn kvennaskóli væri á Islandi,nema “þessi stofnun mín” (eins og H. P. kemst að orði), svm oar ranglienai", Þetta eiua blað var þá—Skandinaven ! Þetta er nú bezta áréttið sem. féest. Konan hefii aldrei talað orðin, semhra Melsted skorar á menn að leggja hana í einelti fyrir. Hið sama gildir, náttiíur- lega, um allar hinar vitleysurnar. Lögbergs greinina tel óg óefað að þeir hafi báðir lesið hr. P. M. og ritstj. ísafoldar; enda hafa ekki islenzk blöð heldur þagað um hana. En þar við lóttist hvorki né fríðkar ábyrgðarhluti þeirra. Þó nú konan aldrei nema he.fði tal- að þessi orð, þá hefðu þau þó ekki ver- ið annað en staðfesting þess, sem lands- höfðingi sjálfur hafði skriflega vottað á undan henni um skólamenntun á Is- landi. Því 16, sept., 185)1 var lesið upp f jrir rétti í Chicago bréf frá honum í máli sem af því reis, hvort hr. Stefán Stephensen, ísler.dingur í Chicago, frændi landshöfðingja, skyldi verða við kröfu afa barna Páls Eggerz, að senda þau til íslands, og komst landshöfðingi þar þannig að orði, að “engir opinberir skóiar neru til d Islandi", gætu því börn þessi ekki fengið þá menntun á íslandi, sem þau’fengju þar vestra. Þetta seg- ir nú sjálfur landshöfðinginn; liitta orð hans kvennaskólana eigi síður en aðra. “Væntir” nú ekki herra Páll Melsted “þess fastlega, að einhver verði til að minnast frekar á þetta málefni og á- rótta það betur en ég fæ gert ”? Cambridge, 22. Mai, 1894. Eihíicu Magnússon. Fögrir kenning'. Astæðan fj'rir því, að ég fer ekki í kyrkju, er hjátrú og jafnvel hinar óttalegu kenningar, scm prestar og biblíuþýðendur fj’lla hugi barnanna með, á meðan þau eru of ung til að geta skilið kenningar þeirra fyrir ann- að en sannleika. Jafnvel hinn nafn- togaði kennimaður Dr. Spurgeon í Lundúnurn, fyrir nokkrum árum síðan lét sór ujn munn fara, í einni ræðu, er iiann hélt í áheyrn skynberandi manna, eftirfylgjandi orð : “Kvalir helvítis eru ómælilega meiri en þær mundu verða í glóandi ofni, tígulsteins eða i brensluofni. Þegar dauðinn kemur, mun sál þín verða kvalin alein, en það verður nóg hel- víti fyrir þig. En á degi dómsins sam- einast líkami þinn aftur sálinni, og þá hefir þú tvöfalt helviti ; líkami og sál mun verða sameinað og hvert um sig hafa fullan mæli kvala ; sála þín sveit- ist blóði, og likami þinm frá hvirfli til ilja yffrdreginn kvöium. Samvizka þín skynsemi og minni, alt er kvahð; en jafnvel meira skal höfuð þitt verða pínt með þungum stunum og ópi kval- iuna anda: Hjarta þitt berst eins og í hitasótt; lífæð þín ryðst áfram ?neð ógurlegum hraða; limir þínir rifna í eldinum líkt og píslarvottanna, en brenna þó ekki. Þér er stej’pt niður í ker með sjóðandi olíu, en þú kemur aftur út lifandi ; allar þínar æðar eru vegir fyrir fætur píslanna, til. að ferð- ast um. Sérhver taug er eins og sting- andi broddur, og um leið strengur, sem djöfullinn leikur á lag hinna óút- málanlegu helvítis kvoinstafa. Sálu þina verkjar um alla eilífð og líkami þinn titrar ótt og. títt í samræmi við sáhna.” Kristinn maður með heillri skyn- semi getur ekki trúað öðrum eins kenn- ingurn. Bók, sem nýlega hefir verið gefin út á Englandi og heitir “Sjón Helvít- i is” (A sight of Hell), og sterklega er mælt með að sé notuð fyrir kenslu- j bók á sunriudagaskólum, inniheldur fáa ! parta, sein eru umtalsverðir. þar eð f hún er sérstaklega ætluð börnum. Á einum stað í henni liljóðar þannig: “Litla barn, ef þú fer til helvítis, verður einn djöfull settur við hlið þér til að slá þig. Hann heldur áfrain að slá þig um alla eihfð og stanzar aldrei. Ilið fyrsta högg mun gera hkama þinn eins veikann og hkama Jobs, þakinn sáruní og kýlum frá hvirfli til ilja. Annað höggið inun gera hkama þinn tvisvar sinnum eins sáran, hið þriðja þrisvar sinnum eins sáran, og fjórða höggið fjóruui sinnum ,eins hörmulegan. Hversu mun þá líkami þinn verða, eftir að djöfullinn hefir slegið þig á hverju augnabliki um miljónir ára ?” Á öðrum stað er lýsing á hinum eldlega búningi og er hún grundvöll uð á þessum orðum, sem standa lijá •Tob í 28» kapítula : “Eru skykkjur þínar ekki heitar ? Líttu inn i þetta herbergi. Þú sér að það er mjög lít- ið, en í miðju þess er stúlka 18 ára gömuL Hversu ógurlegt er að sjá klæðnað liennar ! Hann er ger af eldi; honum er þrengt yfir höfuð henni ; hann brönnir sig inn í höfuð hennar og skinn; hann svíður höfuðkúpu henn- ar og gerir liana svarta. Hinn rauði logi þrengir sér inn í lieila hennar og bræðir hann. Hjá Esekíel stendur í 22. kapítxda: “Eg vil brenna þig í logn minnar reiði. þú skalt verða bræddur í eldinum. Þér þykir að líkindum ilt aö þola höf- uðpínu. Hugsaðu þig um, hvaða höf- uðpinu þessi stúlka má líða ; en sjáðu enn fremur : hún er sveipuð eldibrönd- um, því kjóll hennar er eldur. Ef hún væri á jörðunni,1 mundi hún verða ,að gjalli á einu augnabliki, en bún eii jí helvíti, þar sem eldur brennir alla hluti en eyðir engu- Þarna stendtir hún brend og sviðin og mun standa um alla eilífð þannig. Hún telwr á fingrum sér hin hægt líðandí augna- blik, því henni finst hvert augnablik vera huiulruð ára. og við hvert augna- blik man hún eftir að hún Mýtur að telja þannig til eilífðar.” Og þetta er fyrir börn I Þessi orð eru líka vel taltandli til gieina, að því leyti, sem þau ekki eru töíuð af æðisgegnum mönnum og ekki stafa frá “deKríum tremens.” Á enn einum stað, höfum við lýs- ing af hinum “sjóðandi dreug,” Hlust- aðu að eins ! Það er eitthvert hljóð, líkt og í sjóöandi kattíi. Er það virki- lega ketiíl, sein sýður? Nei. Hvað er það þá ? Það er blóðið, sem sýður ; hinum sviðnu æðum þessa drengs. Heilinn hullar og siður í höfðinu á honum; mergurinn sýður í beinum lians. Að endángu færi ég til stað úr bók þessarj', er talar um ungharnið í hinum rauðglóandi ofni. Þetta eru orð höfundarins: “Heyrið, iiversu þnð kveinar ! Sjáið, hvernig það engist sundur og sainan í eldinum. Það bor höfðinu við ofninn. Það sparkar me' litlu fótunum í ofngólfið. Þú getur séð á andliti hins litla barns, það sem þú sér á andliti allra í lielvíti — ör- væntingu, ótta og skelfingu. Það er óskiljanlegt, hvernig nokkur maður sem krefst þess, að hann sé viðurkennd ur með heilbrigðri slcynsemi, skuli játa þetta sanniridi og stjðja að því, að börnum sé kcnndar þvíllkar trúar- setningar. En vér vitum að þeir gjöra það. Tekið eftir Sunday Herald, Chicago. Um leið og hið beiðraða blað IIkr. birtir þakkarávarp hr. Guðvarðar Hannessenar finst mér eiga vel við, að gcfa le-endum hennar dálítið ágrip af æfisögu þessara ráðvöndu hjóna síðan þau komu til Ameríku 1884, því þau hafa einlægt verið í Nýja íslandi og tóku á fyrsta ári jörð þá, sem þau búa á. Þetta ágrip getur sannfært alia rétthugsandi og sannorða menn um, að það er ekki svo ilt að lifa í Nýja ísLandi eins og ísafoldar-bréfin hans hr. Gunn- laugs Helgasonar segja frá. Iljón þessi voru ;>0 ára þegar þau komu og fylgdi þeim sonur þeirra 14 ára. I>að' má nærri geta þegar komið er é þann aldur að þá fari að hnigna fjör og kraftur úr því, og sonur þeirra fór frá þeim þegar hann var Vinnufær, svo að allar þær jarðabætur, sem eru á Vatnsnesi, má þakka þeim hjónum. Þau komu með eldstó og eina kú í nýlenduna, og á fj’rsta ári bj gði Guðvarður “fc>énta” og ruddi talsvert kringum hann, því alt í knng var þéttur skógur, eins og sjá má merki enn i dag. Á fjrsta ári fékk hann ekki hej’skap á landinu nægan handa þessari einu kii. Á hverju ári hefir hann lagt miklá alúð við að hreinsa og girða tún og engja-bletti, svo að næstl. sumar fékk hann 13 kýrfóður af töðu og útheyi. Hann hefir á liverju ári sáð til ýmislegra ávaxta og hefir fiest hepnast vell, enda eru hjón þessi nijög lagin á að rækta alt vanalegt sáð- verk, sem her er sáð til í nýfendunni; vanafega hafa þau sáð 5 bush. af kart- öflum og fengið árlfega upj>skeru af þeim frá 70—100 bush. í fyrrasumar sáði hann 31 pund af Mais, en fékk 500 pd. upp; af baunum sáði haun 4 pd. og fékk 30 pd. Hveiti og byggi sáir hann tíl heimilisþarfa og artast .vel og margt fl. 20 pd. af láuk sáði hann ogfékk liátt a þriðja hundrað punda uppskeru. 6 nautgripnm hefir hann • slátrað þennan árstíma og selt 3 kýr og 3 uxa ; hefir jafnaöarverð á þessum gripum verið §30. EjTÍr 3 árum keypti hann 2 kindur; nú á liann 10, fyrir utan vor- lömb;og einum sauð tvævetrum slatraði hann í fyrrahaust og var fallið af lion- um 79 pund ; nu á hann 4 kýr og 9 geldgripi. Yfir öll árin hefir hann tek- ið 6 sekki af hveiti árlega, og eitt árið seldi hann smjör fyrir $10. Heldur bréfritari ísafoldar að Guðvarður hafi lengi lifað á þurrum kartöflum og flski? E'g skal með framtíð koma með nokkur dæmi og taka þau af bændum rétt1 kring um mig til að sanna, að það munu fáir lifa því lífi, sem bréfln lýsa og ekki í þeim mykju-bræddu kofum helllur, þvi hér eru viðast hvar komin hjálkahús vel kölkuð. En þó að hitt gæti att sér stað á. fyrstu árum alls- lausra inntlytjenda, var PKRt ttltöku- mál'eða hlaðamál fyrir aðra en þá, sem viidu láta geta sin að illu, lieldur en engu, og þegar farið er að lýsa ein- hixerju, fer bezt á að sína báöar hliðar, Því'þ.á leiðist sannleikurinn í Ijós. Árnes P. O., 22. Maí 1894. Gunnau Gíslason. Gyðingurtnn gangandi. Solo: Gj’ðingurinn gangandi (geri ég um það brag) hann má aldrei hvilast hvorki nótt né dag. Kúr: Hneigja höfuð á beð honum leyft er ei; að eins.hallast upp við staui—það auma grey! Hann ber Kristsskcgg hangandi hrafnsvart, naflasítt; er við staur liann stemlur, strýkur hann það títt. Hneigja höfuð á b ð honum leyft er ei;. að eins hallast upp við staur—það auma grey ! Aldrei hefir fengið fest forni Júðinn sá nú í nítján aldnr nokkurn svefn á brá. Hneigja höfuð á beð honum feyft er ei; að eins hallast upp við staur—þaðauuia grey ! Og þessa rýru fíla-fró * fær hann þetta grey að eins með þv'í móti að munnurinn þagni ei. Hneigja höfuð á beð honum leyft er ei; að eins hatta.st upp við staur—Það auma grey! Hlaupi í baklás kjafta-kvörn, kreikai' haim dómsins stig; að e ns mcðaii hún malar má hann hvila sig Hneigja höfuð á beð houuni leyft er ei ! að eins hnllast upp við staur—þaö auma grey ! Sjáirðu’ upp við strætis-staur standa einhvern dag kappann knmi>a-siðann, þá kveddu’ honum þennan brag. Ilrieigja höfuð á lieð honum lej'ft er ei; að eins hallnst upp uð staur—það auma e ' gl'ey! ÓkioKU'U. *) Það er mæli, að fíllinn hnllist upp við eik og sofi, en geti ekki lagzt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.