Heimskringla - 20.08.1914, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.08.1914, Blaðsíða 2
Bla. 2 HEIM8KRINOLA WINNIPEG, 20. ÁGÚST, 1914 m DOMINION BANK Horni Notre Dame og Sherbrooke Str. IIÖfuttHtAlI uppb..........$.6,000,000 VaraMjóbur.................$. 7,000,000 Allar elKnir...............$78,000,000 Vér óskum eftir vitSskiftum verz- lunarmanna og ábyrgumst ab gefa þeim fullnægju. Sparisjóósdeild vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. Ibúendur þessa hluta borgarinnar óska at5 skifta vió stofnun sem þeir vita at5 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. Byrjit5 spari innlegg fyrir sjálfa yt5ur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONE GARRY 3450 Fréttir frá Islandi. ÍCrescent t ♦ 4- t ■f t 4 4- 4- MJÓLK OG RJÓMI er svo gott fyrir börnin að mæöurnar gerðu vel i að nota meira af þvi Engin Bakteria lifir á mjólkinni eftir að við höfum sótthreinsað hana. Þér fáið áreiðanlega hreina vöru hjá oss. t u+ TALSIMI MAIN 1400 ÍSLENZKA LYFJABOÐIN Vér leggjum kost, á að hafa og lata af heodi eftir læknisá- visan hin bcztu og hreinustu lyf og lytja efni sem til eru. Sendið læknisávisan irnar yðar til egils E. J. SKJÖLD Lyfjasérfræðtngs (Prescription Spec- ialist á horninu á Wellington or Simcoe Hai'ry 4H(iH-H5 FURNITURE on Easy Payments OVERLAND MAIN & ALEXANDER »411111 llltl IIIIIIIW :: SHERWIN - WILLIAMS P AINT fyrir alskonar búsmálriingu. Prýðingar-tfmi nálgast nú. * * Dálftið af ISherwin-Williams :: húsmáli getur prýtt húsið yð- • • ar utan og innan. — B rú k i ð " ekker annað mál en þetta. — • • S.-W. bíismálið málar mest, " endist lengur, og er áferðar- :: fegurra en nokkurt annað hús • • mál sem búið er til. — Komið [ \ inn og skoðið litarspjaldið.— :: CAMERON & CARSCADDEN £ QUALITY HARDWARB Wynyard, - Sask. I HH-l-H-I-I-l-l-H-l-I 'l' I I l SKEL-HARÐAR Gólf Mál Aaðvelt að hreinsa | og balda hreina U4 (ísafold). FRÁ ALÞINGI. 11. júli Fátt gjörist fréttnæmt á þingi þessa dagana. Fá frumvörp merk á döfinni, fundir stuttir, en nefndir margar settar. Þó er eigi svo að skilja, að þingmenn liggi í leti, held- ur sitja þeir við störf allan daginn í nefndum, flokksfundum og einka- fundum. Á miðvikudag var fyrsti einka- fundurinn haldinn um fánamálið og stóð hann nærri 3 klst. 1 gær var aftur haldinn einkafundur og stóð jafnlengi. Ekkert er sagt opinber- lega af þeim fundum, en svo mikið þykjast menn vita, að fullnaðar- ályktun verði eigi tekin i fánamál- inu fyrr en ráðherraefnið Sig. Egg- erz kemur heim aftur af konuugs- fundi. Helzta frumvarpið, sem komið hefir fram síðan á iniðvikudag er um breyting á þingsköpunum. — Flutningsmenn eru Einar Arnórs- son, Sveinn Björnsson, Sig. Gunn- arsson, Guðm. Hannesson, Sig. Sig. og Stefán Eyfirðinga. Helztu breytingar eru þessar: Forsetar beggja deilda alþingis standa í sameiningu fyrir reikning- um alþingis, meðan þing stendur, en lengur ekki. ....... ........Að þinglausnum ber for- setum beggja deildanna að skila fjármálaskrifstofu stjórnarráðsins reikningum þingsins, og skulu reikningarnir vera þá svo færðir, að séð verði hver alþingiskostnað- urinn sé. Milli þinga annast stjórn- arráðið reikningsfærsluna og greiðslu á öllum ógreiddum alþing- iskostnaði................. Forsetar hafa umsjón með prent- un alþingistíðindanna, og ráða mann eða menn til þéss, að annast ritstjórn og prófarkalestur þeirra; en hvorki mega þeir hafa þann starfa sjálfir á hen,di, né nokkur annar þingmaður. Aldrei má porga meira en 7 kr. fyrir ritstjórn og prófarkalestur hverrar prentaðrar arkar þingtiðindanna, og ekki meir en 50 kr. fyrir samningu og próf- arkalestur hverrar prentaðrar ark- ar efnisyfirlits......... Breytingartillögu við breytingar- tillögu má þingmaður bera upp, en skylt er honum að hafa skilað henni til prentunar eigi síðar en á miðj- um aftni daginn áður en aðalbreyt- ingartillagan skal tekin til umræðu; enda skal síðari breytingartillög- unni þá hafa verið útbýtt í fundar- byrjun. Nefndir geta þó borið upp breytingartillögur með styttri fresti............ Út af fyrirsp. til ráðh. má eigi gjöra neina ályktun, hvorki með rökstuddri dagskrá né annan veg. Aftan við seinni málsgrein 34. gr. bætist: Fer um mál þau, sein vikið er frá umræðum með rökstuddri dagskrá, svo sem um fallin frumvörp (sbr. 27. gr.). Aftan við 49. gr. bætist ný máls- grein : f alþingistíðindunum má ekkert undanfella, það er þar á að standa og fram hefir komið i þinginu og gjörðabækur þingsins og handrit af umræðum í þinginu bera meö sér. Engar breytingar má gjöra á hvor- ugu þessu, nema að leiðrétta þurfi auðsæjar og sannanlegar villur. Engu má heldur bæta inn i alþing- istíðindin, hvort sem það heldur varðar menn eða málefni, nema þess sé óhjákvæmileg þörf, eða i því fel- ist sjálfsögð leiðrétting. Hann lét eitt sílið hér eftir. Það er heilt og óskaddað, 14.7 cm. á lengd. Hin ætlaði hann að sýna Bjarna fiskifræðingi Sæmundssyni. Þess munu aðeins dæmi hér á landi, að sílum hafi rignt, en fátítt er það. Má geta þess til, að þau hafi sogast í loft upp í skýstrokk, en síðan borist fyrir vindi á land. — Bifreiða-viðkoman hefir mikil verið upp á síðkastið. Bifreiðafélag Reykjavíkur er búið að fá sér 6 bif- reiðar, en auk þeirra munu nú í gangi einar 5 aðrar. — Prestasfefnunni í Reykjavik lauk á laugardag að kveldi. Um- ræður nokkrar spunnust út af tillögu Guðm. Einarssonar frá ólafsvik um kosning biskups. Var loks felt með jöfnum atkvæðum að vísa máli þessu til alþingis. — Þrjú erindi voru flutt á prestastefnunni. Biskup tal- aði um kenningarfrelsi presta, og samþykt út af því erindi, að söfn- uðir ættu að hafa rétt til að segja prestum upp. — Trúarstarfið utan kyrku hét annað erindið, flutt af síra Bjarna Jónssyni, og loks talaði síra Sig. P. Sivertsen um guðsmynd Jesú. — Norðanlands hafa allmarg- ir prestar sótt stefnu á Akureyri, undir forsæti Geirs vigslubiskups. —Stefán Jónsson frá Haganesi druknaði um fyrri helgi i Mikla- vatni i Skagafirði, fór niður um ís, er hann var að vitja silunganets. — Lagaprófi við Khafnarháskóla hefir nýlokið Sigfús Johnsen, frá Vestmannaeyjum með I. einkunn. • • • Vertíðarafli botnvörunga Iieijkja- víkur Kom úr síðustu Tala alls ferð Hf. Alliance: Skúli fógeti...... 230,000 Jón forseti....... 160,000 Hf. ísland: Mars.........:... 195,000 Apríl.............. 165,000 13. mai 14. - Mai............. Hf. Kveldúlfur: Skallagríitiur .. Hf. Ilraupnir: . Snorri goði .... Earl Monmauth frá fsafirði .. Elías Stefánssons 10. - 22. - 240,000 9. — 170,000 12. 157,000 142,000 3. 7. Nörður 210,000 11. — Eggert ólafsson .. 185,000 6. — íslendingur 87,000 9. — Th. Th.: Bragi 220,000 10. — Baldur 200,000 11. — Hf. Haukur: Ingólfur Arnarson 220,000 19. —- Hf. Snorri Sturluson: Snorri sturluson.. 121,000 16. — Great Admiral frá Grimsby ... 136,000 29.apr Gömlu og nýju hallærin. — Ráðherraeftirlaun. Þeir G. Eggerz.Björn Hallsson, Jón Jónsson, Þórarinn Benediktsson, Þorleifur Jónsson og Stefán Stefánsson Eyf. flytja svofelt frv.: 1. gr. Eftirlaun ráðherra skulu af- numin, þegar hin nýju stjórnarskip- unarlög ganga í gildi. 2. grg. Úr lögum er numin 3. gr. laga um aðra skipun i æðstu um- boðsstjórn Islands, frá 3. okt. 1903. * * * — Látin er á Eyrarbakka Sigríð- ur Vigfúsdóttir húsfrú, móðir Sig- urðar Jónssonar læknis á Færeyjum og Sigurjóns Ingólfsskipstjóra. — Þar*i 20. þ. m. voru tveir menn staddir úti á bæ, sem heitir Miðdæl- isbakkar undir Eyjafjöllum. Það er um eina röst frá sjó. Veður var þurt og þokulaust. Heyrðu þeir þá þyt í lofti, er þeir hugðu vængjaþyt, en sáu þó enga fugla, en i sama vet- fangi sjá þeir hvar rignir silum. Þan voru 'tO og öll lifandi. Þegar Hjörleifur frétti þetta, fór hann til fundar við mennina til að sjá silin, en þau voru þá öll glötuð. En 26. þ. m., þegar Hjörleifur lagði af stað, fundust 12 til 20 síli á öðrum stað, hér um bil 3 rastir frá sjó. Enginn sá, er þeim rigndi, en dauð voru jau, er að var komið; en Hjörleifur hirti nokkur þeirra og kom með lau í glasi. Sagði hann þau minni •n hin, að þeirra, er sími bæði. Flestum er svo farið, að þeir muna betur illu dagana en þá góðu Það illa gleymist sízt af öllu. Menn gjöra það oft ennþá verra, en það i sjálfu sér er, með því að hugsa of mikið um það og mikla það fyrir sér. Spyrjum ferðamanninn tiðinda — Hann leysir þá fyrst frá slysa- og i illviðra fréttaskjóðunni. Það, sem 1 hann hefir í henni, sýnir hann svo í bölsýnis-skuggsjánni, og lætur ranghverfu hlutanna snúa út. Spar- ari er hann á betri fréttunum, nema um ódæma fréttir sé að ræða. En gildari eru þær venjulega, þegar hann lætur þær frá sér fara, en þær voru, þegar hann tók við þeim; þær vaxa í meðferðinni. Og hvað hefir hún “Gróa á Leiti” einkum á vörunum, hjá vinkonum sínum? Er hún, gamla konan, fyrst og fremst að spjalla um góðviðri og góða mannkosti? Lætur henni ekki betur, að spá óförum, tala um ill- viðri og sönn og ímynduð vanhöld á skepnum og mönnum? — Eða rógburðarsögurnar um náungann — ýktar og tilhæfulausar. Hvers er annars að vænta? Margir stóru spámennirnir ganga á undan og ryðja brautina. Hinir smærri feta fúsir i hælana á þeim: “Eg læt mér nægja, Ijúfi faðir, að likjast þér”. Margt er gott i ísl. annálum og árbókum. Þar á meðal er sagt frá harðærum og illviðrum fyr á tím- um. En fremur finst mér þeim lýst með stórum dráttum og sterkum lit- um. En lakast er, að þeim ber ekki altaf saman. Timatalsskekkja er þar einnig, t. d. hjá Austfjarða annál. Viðburðir þeir, sern hann lýsir, eru margir taldir að ske á undan réttum tíma. Á ýmsu sjást merki þess, að frásögnin er ýkt, og meiri stund lögð á, að lýsa illu árunum en þeim góðu, þvi illa í fari manna en því góða. Sé sagt frá ágætisárum, verð- ur veðurblíðan óskapleg. Dýrin breyta þá jafnvel náttúrueðli sínu. Annálsritararnir voru sinnar tiðar. Margir hafa þá skoðun, að affara- betra sé, að taka heldur djúpt í ár- inni, þegar um harðindafrásagnir er að ræða. Það þurfi að vekja hjá mönnum ótta við þeim. Er þá grip- ið tit svörtu litanna. Þetta gjörðu menn á 17. og 18. öld. Ekki vanst þó mikið. Svo má mikið að þessu gjöra, að menn missi kjark og von til sigurs. Margur lætur þá undan síga og reka á reiðanum, i stað þess að taka karlmannlega á móti. Á 17. og 18. öld vörpuðu menn flestum áhyggjum og vonum upp á guð og konginn. “Neðribygðinni” var þá lýst með ófögrum orðum, svo eng- um gat litist svo á, að þar væri gott að vera. En gjörðu menn þá meira, en nú gjöra menn, till þess að lifa grandvöru lifi og forðast þann stað? Nei, hver sá, sem ber saman nú- tíðarbreytni manna alment við breytni manna á fyrri öldum, mun sannfærast um, að á því svæði sé um gleðilegar framfarir að ræða. Affarasælast mun það, að ógna, hræða og hirta sem minst þjóðina, og sýna henni minna af skuggahlið- um lifsins en þeim björtu. Damó- klesarsverðið er að vísu gott, á rétt- um stað og tíma, en að hengja það i hári yfir höfðum manna, er engu miður skaðlegt en það var fyrir vesalings Damókles í höll Díónydos ar forðum. Ef skáldin gleyma þessu eiga þau óþökk skilið fyrir óð sinn. Þau vita sum, hvar fiskurinn ligg ur. Þau leika sér að því að kitla veika strengi tilfinningalífsins, og þau vita, hvað menn heyra bezt, og haga sér eftir þvi. Fyrstu harðindin. ísland má muna tvenna timána. Það var einu sinni veðurblitt land, áður en fjöllin fæddust; alt vaxið suðrænum trjátegundum og blóm jurtum. Hitinn þá hér likur því, sem hann er'i Pódalnum á ltaliu. En ÖII sú blessun og náttúrufegurð kom engum manni að notum; ekk- ert mannlegt auga fékk hann litið Það var löngu fyrir daga Adams og Evu. Saga landsins frá þessum tíma er geymd í basalts- og surtarbrands lögunum. Og fáir hafa enn lesið þá sögu, og enginn til hlítar. Tímarn- ir liðu og landið breyttist. Miócen- og pliócen-tíminn leið. Svo kom Di lúviu-timinn: fjöll, dalir og firðir hafa myndast og landið ýmist hækk- að eða sigið i mar, alt með hægð á mörgum öldum. út af þessu brá þó stundum. Þá opnuðust undirdjúpin og Surtur blés eldi og ösku og fold- in lék á reiðiskjálfi. En þá er líka Niflheimur að skapast, heimkynni kuldans. Elivágar runnu þaðan til suðurs með eiturkviku þeirri, sem um síðir harðnaði og varð að isi, einsog þeir gömlu kendu. ísinn færðist yfir mörg lönd, þar á meðal Island. Það var um margar aldir þakið þykkri klakabreiðu, svo að hvergi sá á dökka díla. — En sá mismunur! Svo bráðnaði ísinn, þegar heimsvorið kom. Bara, að slíkur heimsvetur komi ekki aftur. Enn eru j)ó eftirstöðvar frá ísöld- inni í heimskautalöndunum. öðru- hvoru færir Pólstraumurinn með sér ís þaðan, og leggur hann upp að landinu okkar. ísinn kemur jiaðan úr norðurhöfum, sem Elivágar voru forðum, þegar “ár var alda”. Hellu- ísinn kom úrheimskautahafinu fyr- ir norðan Síberíu, en fjallaisinn frá Grænlands óbygðum og jöklunum á Franz-Jósefslandi og Spitsbergen. Nokkrum öldum fyrir landnáms- tíð hefir þó hafis-ófögnuðurinn komið að landinu, minsta kosti ekki neitt að ráði. Þá voru hér stærri skógar en nú eru. Hafa fundist leif- ar þeirra í jörðu í stöku stað, og skeldýraleifar, sem benda á heitari sjó fyrir norðan land, en hann er nú. Á síðari hluta 8. aldar komu hing- að munkar eða einsetumenn frá Ir- landi. Þeir segja Beda presti, rit- höfundinum góðkunna, frá hafísn- um hér við land og vetrarhörkunni. Hann skrifaði það hjá sér meðal annars, ókomnum kynslóðum til gagns og fróðleiks. _______ Svo kom Hrafna-Flóki til lslands um 865. Hann bjó í vetur á Barða strönd í Vatnsdal. Þá gjörði harð- an vetur og hafísvor. Hann misti þá fénað sinn úr hor. Þetta var fyrsti fellisveturinn á lslandi. Árið 89(4 eða 891 var einnig harður vetur. Þá bjó Helgi magri á Hámundarstöð- um. Það lá nærri, að hann feldi bú- fénað sinn þann vetur. Arið eftir var hafisvor. Þá er hér um bil upptalið, sem menn vita um harðindi þessarar aldar. — Nokkuð meira veit maður um næstu þrjár aldir. En um 15. öldina er öðru máli að gcgna. Þá var fátt ritað, sem snerti söguna. Þegar Lögmanna-annáll hættir 1430, jagna allar raddir öldina út. Vafa- laust hefir það verið bezta öldin, hvað veðurfar áhrærir. Mikil harð- nda- og fellisár hefðu ekki gleymst með öllu. Einhver minning þeirra og ómur hefði lifað fram á næstu öld. Þar til annálsritun hófst aftur. Og svo margar minningar hafa geymst frá þeirri öld, þótt miklti sé )að minna en frá hinum, að stór- kostlegur skepnu- og mannfellir hefði ekki horfið úr minni þjóðar- innar. — Mér er sama, hvað aðrir segja um þetta. Vertu í sannleika sparsamur og kauptu BLUE MBBON Þú færð meira te fyrir peninga þína og svo gott að þú verður hrifin af hinum inndæla smekk. Sendið auglýsingu þessa með 25 centum til BLUE RIBBON LTD. Winnipeg, og yður verður send matreiðslubók. Er það bezta matreiðslu bókin í Vestur Canada. Skrifið nafn og utanáskrift greinilega. X9teaE<oss OFCANADA afneitun um lítinn tíma, ef að pörf er á. Opnaðu Sparisjóðs- reikning á Union bankanum í Canada og þegar þú hefur pening- ana í höndunum getur keypt með verðinu fyrir peningana út í hönd. Afslátturinn getur hjáipað til fess að auka innstæðu Hnu á bankanum og pú ert komin vel á leið, að verða fjármuna- lega sjálfstæður. L0GAN AVE. 0G SARGENT AVE., 0TIB0 A. A. WALCOT, Bankastjóri Með peninga á bankan- um getur þú keypt þér til hagnaðar. Þú veizt vel, hvað alt kostar meira, begar púparft að fá það að láni. Hvers- ▼egna sýnir pú ekki sjálfs- EINA ÍSLENZKA H0ÐAB0ÐIN I WINNIPEG Kaupa og verzla með húðir, gærur, og allar tegundir af dýraskinnum, mark aðs gengum. Líka með ull og Semeca Roote, m.fl. Borgar hæðsta verð. fljót afgreiðsla. J. Henderson & Co... Phone Garry 2590.. 236 King St., Winnipeg Þegar þú þarfnast bygginga efni eða eldivið D. D. Wood & Sons. ... Limited — Verzla meB Sand, möl, mulin stein, kalk stein, lime, “Hardwall and Wood Fibre” p’astur, brendir tígulsteinar, eldaBar pípur, sand steypu steinar, “Gips” rennu- stokkar, "Drain tile,” harB og lin kol, eldiviB og fl. SKRIFST0FA: Cor. R0SS & ARLINGTON ST. Að svo lítið er talað um harðindi á söguöldinni, nema þau næstu, kemur til af því, að þeir, sem þá lifðu, voru tápmeiri og þoldu betur, þó eitthvað hallaðist. Þeir hugsuðu um annað meira en harðæri, það var ekki ríkast í huga þeirra. Slík smáræði, sem hafis, skitupest og rolluvanhöld, gat ekki geymst i arf- sögnunum. Voru öll fellisárin ægileg? Margir hafa fellisvetrarnir verið. En var það undur, þegar þess er gætt, að meiri* hluti búpenings maniia hafði hvorki hey eða hús° Víða var þó fe gefið á gaddinp í vcistu skorpunuin. Lömbum var hey ætlað og reiðhestum höfðingjanna; ouðvitað einnig nautgiipum. Oft er sagt í annálum: “Allur pen- ingur félt, sem ekki hafði hey”, eða; allur útigangspcningur féll”. Geid- reymm var venjulega beitt einsog hrossum, og talinn goður vetur, þeg- ar altaf var nuutpeningsjörð. Kúm var beitt úti fram í fannir. Stund- um sagt, að þá hafi svo góður vetur verið, að nautpeningur hafi gengið úti allan veturinn gjaflaus. Þessi misindismeðferð á kúm og geld- neytum hélst lengi. Veturinn 1794 var svo góður, að kýr gengu víða úti mestallaiv veturinn. En betri var þó veturinn 1829; þá dóu naumast grös. Þá var ekki kúm beitt, og ekki held- ur 1846, blíðuveturinn, sein nú muna fáir. Annálar lýsa fellisvetrum. Sumir vetrar, sem þeir kalla harða mjög, þola samanburð við vetra, sem ný- lega haia um garð gengið. Við mun- um vel eftir vetrunum og vorunum 1894, 1896, 1902 og 1907. Þá eru (Framhald á 3. síðu)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.