Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.09.1916, Blaðsíða 2
JöJ^Ö. 2. HKIMSKKINULA. WINNIPEG, 28. SEPTEMBER 1916 ■ ; i Nokkrar frœðandi leksíur um nœringu og heilsu I Eftir DR. EUGENE CHRISTIAN, New York. U L ' i ÖNNUR LEKSÍA. Hvað er fæða, og til hvers er hún ætluð ? FÆÐAN er það efni — það eina efni —, sem breyta má í starfsþrek manna (human energy) og getur breyzt í hina ýmsu parta mannlegs líkama. Hvað eina, sem inn í líkamann fer og ekki getur orð- ið að pörtum líkamans, það er e k k i fæða. Sumir læknar og einstaka vísindamenn hafa haldið því fram að vínandi — oft nefnt brennivín — sé samkvæmt þessu ein fæðutegundin. En vínandinn er fæða á sama hátt og dynamit er eldsneyti, og maður sá, sem neytir vínanda ti^ þess að auka starfsþrek sitt eða út- hald, breytir á líkan hátt og kyndarinn, sem hleður ‘dynamit’ í eldhólfið undir katlinum til þess að fram- Ieiða hita. Einhver hin mesta villa við matarhæfi hinna mentuðu nútíðarmanna eru þessir mörgu og breyti- legu réttir, þegar mörgum tegundum er blandað sam- an í einn rétt og mörgum réttum í eina máltíð. Og fari menn að líta yfir listann réttanna á matstofum borganna eða við veizlur margar, þá sjá menn, að meiri hluti réttanna, sem fram eru bornir, einkum hjá ‘fína’ fólkinu, eru eiginlega engir réttir, því að nátt- úrunni er ómögulegt að breyta þeim og gjöra þá að pörtum líkamans. I staðinn fyrir að auka starfsþrek eða ‘energy’ mannsins, eyða þau þessu, því að hið fyrsta, sem Iíffærin þurfa að gjöra er það, að kasta þessum fínu réttum út úr líkama mannsins, og stund- um kostar það kvalir og þjáningar. hreinar og sem næstar sinni eðlilegu mynd. Menn skyldu því ekki neyta niðursoðinna tegunda, ef menn geta fengið sömu tegund nýja; því að enn sem komið er, hafa menn ekki fundið neina aðferð til að geyma fæðutegundir, sem fyllilega taki fyrir breyt- mgar eða rotnun þeiiTra. Undir eins og jurtin eða ávöxturinn er tekinn úr jörðunni, eða af trénu, þá byrjar aftur leiðin til frum- efnanna, og hvert einasta spor er til rotnunar eða uppleysingar. Mannlegt vit hefir ekki fyllilega getað stöðvað þetta. Menn geta geymt eina eða aðra teg- und svo mánuðum eða árum skifti. En næringarefn- in eru stöðugt að taka efnabreytingum og verða lak- ari og rýrari, sem fæða. Til þess að hafa fæðuna sem bezta, verðum vér því að neyta hennar svo nýrrar frá hendi náttúrunnar, sem mögulegt er að fá hana. Og neyti menn korntegunda í brauði eða graut- um, þá ættu menn ekki að láta skilja sundur eða sigta úr fínasta hveitið, heldur borða kornið alt og mylja það undir völturum (rolled oats and rolled wheat). En safa- og vatnsmikla garðávexti, svo sem spin- ach, dandelion, carrots, parsmps, squash, omons, green peas, beans, corn, cabbage, cauliflower o. s. frv. — ætti helzt að sjóða í tvöföldum potti í sínum eigin vökva. Þannig geymast öll söltin í þeim, sem eru svo nauðsynleg fyrir líkamann, og svo verða á- vextir þessir næringarmeiri og bragðbetri á þenna hátt. Tilgangur manna að neyta fæðunnar. Sönn fæða. I eftirfylgjandi fæðutegundum eru öll þau nær- ingarefni, sem líkami mannsins þarfnast, undir hvaða himinbeiti, sem maðurinn er, við hvaða vinnu, sem hann starfar: — Fita Hnetur Egg Garðmeti Mjólk Ávextir Korntegundir og sykur. I töflu þessari er mörgum fæðutegundum slept, sem geta haldið við lífi mannsins. En vísindamenn og rannsakendur eru nú ekki lengur í nokkrum vafa um það, að maðurinn Iifir lengur, hefir meira þol og þrek, hefir betri heilsu og verður færari til sálar og Iíkama, ef að hann lifir á þessum fæðutegundum fremur en ýmsum öðrum, sem þó eru vanalegar. Oss þykir ekki nauðsynlegt að nefna allar þær tegundir og samsull, sem menn neyta sem fæðu, — en eru það ekki, og margar skaðlegar. Vér viljum hér að eins minnast á eina fæðutegund, sem flestar mentað- ar þjóðir neyta, og ætlum vér í fám orðum að geta þess, hvers vegna það er ekki sönn eða veruleg fæða. Kjötið sem fæða. Dýrakjöt (eða manna) er ekki fæða, heldur framleiðsla fæðunnar. Hið bezta kjöt, sem hægt er að fá, hefir í sér um 30 prósent af fóðurgildi, — eða sem næst 20 pró- sent af vöðvaefni (protein) og 10 prósent af fitu, en 70 prósent, eða mestur hluti kjötsins, er vatn. En nú geta menn fengið prótein-efnin úr mjólk, eggjum, hnotum og baunategundum í miklu stærri mæli held- ur en úr kjöti. Og séu protein-efnin þaðan tekin, þá eru þau miklu hreinni og margfalt betri fyrir heilsu mannsins, og ódýrari en að fá þau úr kjötinu. En fit- una geta menn fengið úr smjöri, rjóma, hnotum og olíu-kendum ávöxtum ýmsum, og er sú fitan bæði hreinni og betri og ódýrari. En vatnið geta menn fengið miklu betra úr góðum brunni eða hreinni upp- sprettulind, og sannarlega væri það erfitt, að fá nokkursstaðar vatn, sem hefði í sér jafn mikið af eitr- uðum efnum og kjöt dýranna hefir. En þessi 70 prósent af vatni í kjötinu kosta kaup- anda segjum 30 cents pundið. Og vatn þetta er þrungið af gallsýru (uric acid) og öðrum eiturteg- undum úr líkama dýranna, sem líkamsöflin, eða rétt- ara lífsöflin, voru að reka út úr líkama dýrsins, þeg- ar dýrið dó. En þegar eiturefm þessi bætast við eit- urefnin, sem einlægt myndast í líkama mannsins, þá dregur það stórmikið úr þoli og lífsafli manmsins og styttir mikið æfi hans. Hvernig ménn skuli velja og undirbúa fæðuna. Allra þeirra fæðutegunda, sem vér höfum upp talið, skyldu menn neyta meðan þær eru nýjar og Menn neyta fæðunnar til þessað auka þroska og viðhalda lífinu. Sá maður hefir bezta heilsuna, skarpasta dóm- greind og skynjan og fullkomnasta byggingu Iíkama og sálar, sem getur valið sér og nærst á þeim fæðu- tegundum, sem hafa í sér öll þau næringarefni, sem líkaminn þarfnast, í hinni hreinustu mynd og í réf^ um hlutföllum. Oft gjöra menn hina beztu fæðu gagnslausa og jafnvel skaðlega með því, að neyta hennar meira en menn geta melt, eða Iangtum meira en líkaminn veru- lega þarf. Og hver einasta ögn af fæðu, sem í lík- amann kemur fram yfir það sem þörf er fyrir, er til að spilla heilsu manna. Þessum afgangi verður lík- ami mannsins að hrinda burtu með mikilli mæðu og fyrirhöfn, því að öðrum kosti fer það að ólga og súrna og mynda eitur í innýflum mannsins, og það er byrjunin á því nær öllum maga- og þarma-sjúkdóm- um. Og svo neyta menn oft hinna beztu fæðuteg- unda í svo röngum og óhæfilegum samböndum efn- anna, að meira eða minna af næringargildi þeirra er eyðilagt og verður að engu í þeim bardaga efnanna, seni þá er óumflýjanlegur. — Um rétt sambönd fæðutegunda verður talað í áttundu leksíu. Borðhald ætti æfinlega að vera skemtilegt, fræðandi og lyftandi fyrir huga mannsins. Borðhaldið ætti að vera vel hugsað og niðurrað- að. Vér ættum að borða með vissum tilgangi. Vér höfum vissan, ákveðinn tilgang með öll vor störf; en engan, þegar vér sitjum að máltíð, nema að fylla kviðinn með — einhverju, og þó er borðhaldið mest áríðandi af öllu í lífi mannsins. Allur þorri manna hefir þá skoðun, að vér höfum náð mjög háu menta- og menningarstigi, þó að vér oftlega brjótum eða skeytum ekkert um öll lög nátt- úrunnar, hvað fæðuna snertir. Fjöldi rithöfunda tel- ur þetta rétt, það eigi svo að vera; en þessar kenn- ingar þeirra þola enga rannsókn. Hafi t. d. maður einn eða annar haldið heilsu og lífi með því að brjóta öll þessi lög, hversu betri hefði ekki heilsa hans verið og líf hans fullkomnara og lengra, ef að hann hefði haldið þau? Það er full ástæða til þess að ætla það, að ef að vér legðum annað eins kapp á það, að velja og blanda í réttum hlutföllum fæðu vora, eins og á það, að stýra vélum eða safna auði, þá mundum vér á fá- um mannsöldrum geta gjört bæði líkama og sál full- komnari og hraustari, en vér höfum nú hugmynd um. Og til stuðnings skoðunar þeirrar má geta þess, að vélarnar slitna meira og meira; en það er eðli nátt- úrunnar, að gjöra hverja kynslóð mannanna full- komnari en þá hina fyrri, sem á undan var Alt, sem náttúran heimtar af manninum er, að hann leggi henni verkfærin (þ. e.: hinar réttu fæðutegundir) í hend- ur og brjóti ekki lögmál lífsins. Tilgangurinn með þessari leksíu er að gefa mönn- um Ijósa hugmynd um efni þau, sem bezt eru til þess, að byggja upp hina æðstu andlegu og líkamlegu hæfi- leika mannsins. — 1 hinum næstu leksíum munum vér sýna, hvernig bezt megi nota efni fæðunnar. Flœmingjar og Wallonar. Þessir tveir þjóðflokkar bygðu Belgíu áður en Þjóðverjar komu þangað núna, og voru Flænringjar aoallega í norður og vesturhluta landsins, en Vallónar í suður og austurhluta landsins. Þeir tala livor sína tungu. Flæmingjar tala inál, sem rnest líkist hollenzku; en holienzka er, sem menn vita, lág- þýzka. Vallónar aftur tala mál, sem li.tst líkist frönsku, og segja má, að ailur meginhluti Belga tali frönsk- una, — allur suðurhlutinn og allir mentaðir menn. Þegar Þjóðverjar komu í landið, voru þeir að reyna að egna þjoð- flokka þessa saman og gjöra ]>á and- víga hvorn öðrum, og ætluðu sér svo að taka málstað Flæmingja, því að þeir voru Þjóðverjum skyk og þeir sátu í þeim hiuta landsins, sem Þjóðverjar girntust fremur öllu, meðfram ánni Rín og við ósa Schelde fljótsins. Þar voru hafnirnar og skipaleiðarnar. Nú var hátíðisdagur Belga hald- inn 21. júlí í Albert Hail í London á Englandi, og komu þar saman þús- undir Belga og Breta. Einn fulltrúi Belga á fund þenna var Mr. Stan- daert, sendur þangaí^ af Flæmingj- um í héraðinu og frá borginni Bru- ges í Belgíu. Hann flutti ræðu á franskri tungu af málsnild mikilli og lét í ljósi skoðanir Flæmingja um það, sem allan heim varðar nú mestu, — stríðið og framkomu Þjóð- verja í Belgfu. Hann byrjaði ræðu sína með því, að tala um fagurmæli Þjóðverja og sérstaklega ríkiskanzlarans þýzka við Flæmingja í ræðu sinni, sem hann flutti á ríkisdeginum, og til- raunir þeirra, að gjöra hinn sameig- inlega háskóla Belga f Ghent að Flæmingja-háskóla. Höfðu Flæm- ingjar í mörg ár verið að heimta slíka endurbót á háskólanum. En nú komu Þjóðverjar fram með mál þetta í þeim tilgangi, að kljúfa Belgi sundur í tvo fiokka og vekja milli þeirra liatur og óvináttu. “Menn verða að sjá það og skilja fyllilega”, hrópaði Mr. Standaert, — “og gleyma því aldrei frá þessari stundu og til eilífðar að vér Flæm- ingjarnir ineð reiði og fyrirlitningu neitum þessu tilboði og köstum því aftur á nasir fjandinannanna, því að oss hryllir hugur við öllum til- boðum þeirra og öllum þeirra gjöf- um og öllum þeirra fagurmælum.— Vér munum enn orðtakið gamla, sem Egyptar höfðu um Grikki fyrir meira en 2000 árum: Timeo Danaos et dona ferentes” (Eg óttast Danáa, þ. e. Grikki), og þá, sem koma með gjafir í höndum). “Þetta að Þjóðverjar koma til vor og bjóða oss að gefa oss tungumál- ið þýzka, er sannarleg svívirðing til liinnar flæmsku þjóðar. Þeir lialda að við séum þeir níðingar, að svíkja þjóðina, kasta frá oss ærunni og öllum heiðri, og þau flón og fáráð- lingar, að taka þessar mútur á kostnað mannorðs vors og þess, er ætti að vera oss heigast af öllu. “Vér köstum fj-á oss vernd þeirra og viljum ekki vera skjólstæðingar þeirra. Fiæminginn er ekkert ófuil- tíða barn. Hann er nógu g^mall til þess, að ráða sér .sjálfur og bera sjálfur fram kröfur sínar. Þeir eru líkir feðrum sínum, sem skáldið segir um: "Die wilden wat was recht, En women wat ze wilden”. “Þeir vildu öðlast það, sem rétt var og náðu því, sém þeir vildu fá". “En öll ioforð og skuldbindingar og eíðar og undirskriftir Þjóðverja hafa ekki meiri þýðingu fyrir oss en bréfsneplar ,sem menh fleygja á sorphauga. “Flæmingjar þekkja svo vel glæpi og eiðrof Þjóðverja og virðingu þeirra fyrir öðrum þjóðum og með- ferð þeirra á Pólverjum í Póllandi, eða Dönum í Slésvík; eða Frökkum í Elsas-Lothringen. Getur nokkur maður hugsað sér, að Flæmingjar fari að trúa og treysta siíkum mönnum? “Með eigin augum sé eg Búana f Suður-Afríku snúa sér með hryllingj frá Þjóðverjum og voru þeir þó með þeim áður. En þegar þeir heyrðu um grimdarverk þeirra f Flandern, ]>á ofbauð þeim svo fólska og fúl- menska þeirra, að þeir gengu al- gjörlega og fúslega í lið með Bret- um, til þess að berjast inóti Þjóð- verjum, þó að þeir væru frændur þeirra. En vér sem höfum orðið að þola svívirðingar þeirra og skelfingar og fólsku, — ættum vér, Vallónar og Flæmingjar, virkilega að fara að hlaupa fagnandi á mói aftökumönn- uin vorum? Ef að vér gjörðum það, myndu grafir píslarvottanna opn- ast, — þeirra allra, sem Þjóðverjr hafa myrt í Belgíu; hrollur færi um líkin hermannanna, sem fallið hafa fyrir föðurland sitt; hrynja myndu yfir höfuð vor rústirnar í Louvain, Termonde, Aershot og Ypres, ef að vér réttum hendur vorar barbörun- um; sem spilt hafa og eyðilagt hin dýrlegu listaverk Flæmingja; bar- börunum, sem kvalið og pínt hafa gamla menn og öldunga og svívirt konur vorar og meyjar og myrt bornin ungu. “Milll Flæmingja og Þjóðverja mun héðan af veggurinn standa hár og ókleyfur, — veggur heiftar og hefnda, veggur hins c^ýrslega og trylta villimanns-æðis, barbarism- inn í sinni þýzku mynd. Þjóðverjar hafa krossfest oss, hold af voru holdi og blóð af voru blóði. Og kom- andi kynslóðir í marga liðu fram munu hver af annari kenna börn- um sínum bænina þessa: “ó, drott- inn, góður guð, frelsa þú oss frá æði Teivtonanna!” íslenzkir hestar til sölu Árni Eggertsson hefir til sólu nokkra íslenzka reiðhesta. Þeir, sem óska eftir að eignast einn eða fleiri, ættu að snúa sér til hans sem fyrst. Hestarnir allir fallegir og á- byrgstir að vera bæði hraustir og góðir. Finnið eða skrifið til: A. EGGERTSSON, 302 Trust & Loan Bldg., Winnipeg. Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum.-- Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum frímerki og gegp.um öðrum póslhússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 6670—4474 Wonder 0/7 DRÝGIR GASOLIN STÓRK0STLEGA. I>ú leggur ekki í neina hættu met5 a?5 k'aupa WONDER OIL. Hún er ábyrgst ab gefa þér 25 til 50 prósent meiri vegalengd og meira afl úr sjálfhreyfivagnl þínum, ef hún er brúkub samkvæmt fyrirsögn. I>at5 er ekkert í þessari olíu, sem getur skemt hinar fínustu vélar SpyrjiÓ Mr. Yule, Manager Northern Crown Bank, um áreióanleik félaga-ins. Spyrjib Mr. Mundill, frá Ogilvie Flour Mills Co., Winnipeg, Mr. Pope frá Tri- bune og Mr. Lincoln, frá Telegram, hvab þeir viti af reynslunni um WOXDER OIL. Komib á skrifstofu vora og lesib hundrutS mebmæla frá fólki, sem brúkar olíuna, — og veit, hvab þab segir. ReyniÓ $3.00 dunk. Þab borgar sig ekki ab vera án olíunnar. WONDER 0IL COMPANY. 1101 McArthur Building, Winnipeg. Kornvöru kaupmenn Umboðssalar Licensed and Bonded. Hveiti keypt á brautarstöðvum • 11 Acme ura nn to., Ltd. Walter Scott Bldg. Union Trust Bldg. Canada Bldg. SASKATOON, WINNIPEG, MOOSE JAW, VAGN-HLÖSS. VANTAR UMBOÐSMENN Fáib vora prísa ábur en þér seljib. I>ar sem vér ekki höfum þá Telephonea: Nlnln 37SD ok 37D0 Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ ]>annig: NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vfsum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Fljót viðskifti Þú ert ekki of gamall til að lœra ÍSLENDINGAR í CANADA OG VESTURFYLKJUM BANDARIKJANNA, Yður stcndur nú tii boðft að mentast á PACIFIC LUTHERAN ACADEMY 0G BUSINESS C0LLEGE f PARKLAND, WASHINOTON, U.S.A. Þessi þáskóli býður nú körlum sem konum, hvort held«r ungum eða gömlum, að koma og njóta fræðslu skólans þenna vetur. Skólinn er rétt hjá borginni Tacoma, og er kristinn skóli. Hann er elzti og stærsti lúterski skólinn á Kyrrahafsströndinni og að öllu leyti betur útbúinn en nokkur annar. Hann var stofnaður fyrir 21 ári siðan og hefir einiægt haldið áfram og farnast ágætlega. Á skólanum er mikill hópur hinna iærðustu og reyndustu kennara. Hann er bygður með hinu nýjasta sniði, á yndisfögrum stað; hefir nýtt “gymnasium”, stórt og fjölbreytt bókasafn og verkstofu (Laboratory) ágæta og svo það, sem bezt er af öllu: góðan hug og hlýjan allra nem- enda, sem þar hafa komið. Fræðslugreinar í skólanum eru: Language, Science, Norman, Commercial and Stenographic Education. Gjöld nemenda lítil, og verður ódýrara að sækja skólann en að kaupa fæði á hótelum. , SENDIÐ EFTIR "CATALOGUE”, þér fáið hann ókeypis. N. J. H0NG, Principal, Parkland, Wash. BORÐVIÐUR “SÆSi" ViS höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. VerSskrá verSur send hverjum, sem æskir þess. THE EMPiRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. Ea»t, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.