Heimskringla - 13.09.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.09.1917, Blaðsíða 1
................. Royal Optkal Ce. Mtwtm Optimimu i Wimttipeg. ViS h&fnm vinnm þiitam n+l, •— g<(9u eJtkar tstkifmri lil aé rcyn atí >Ár Vel. Stafiuell 1905. W. R. Fowler, Opi. ________________________________ XXXI. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 13. SEPTEMBER 1917 NOMER 51 Styrjöldin Frá Te»tur-víg$tö5vum. Ekki er hægt að segja, að stóror- ustur ættu sér stað á Frakklandi eða í Belgíu síðustu viku. Strax í byrjun vikunnar ‘hafði veður þó á tlestum bardagasvæðumum breyzt til hins betra og mieð jvað sama hófu loftbátaflotarnir rannsóknar- terðir sfnar á nýjan leik. Loítbáb- arnir eru nú á dögum eins og alsjá- andi augu herskara þeirra, sem stríðið þreyta. Enga sókn er hægt að hefja án þess þeir hafi fyrst svifið yfir vígstöðvtim óvinaliðsins og athugað þar hvern krók og kiimia. Sprengikúlum steypa þeir elnnig niður á þessum ferðum sín- Um og ryðja þannig leiðina til sóknar; ljósmyn<iir taka þeir einn- ig af skotvirkjum og öðru, þegar þeir koma þvl við, og veita ná- kvæmar gætur hverniig öllu er háttað á hersvæðum óvinanna. — Síðustu viku bar óvanalega mikið á loftbátaferðum Þjóðverja og var margur harður leikur háður 1 geiminum uppi á milli loftbátanna þýzku og ensku. 1 byrjun vikunnar hófu Þjóð- ▼erjar undanhald vestanver't 1 Planders. Var þetta um 12 mflur fyrir austan DixmudæYpres svæð- ið. Hafa Þjóðverjar sjálfsagt búist við öflugri sókn á þessum stað sök- um þess, að loftbátar bandamanna höfðu um tíma verið þarna á ein- lægu sveimi. Talið er líka sjálf- »agt, að öflug só'kn verði þarna hafin áður langt líður. Rétt fyrir miðja vikuna gerðu Þjóðverjar all- niikið áhlaup í grend við Armen- tieres, on urðu þar frá að hrökkva eftir töiuvert mannfall. Eins fór nioð áhlaup þeirra á Casemates há- sléttunni. Um þessar mundir “teyptu þýzkir loftbátar sprengi- kúlum niður á frönsk sjúkrahús í Ohampagne héraðinu, en ekki er þoss getið hve mikið tjón þeir hafi orsakað með þessu. — Canadamenn halda uppi stöðugri sókn gegn borginni Lens og um miðja vikuna gerðu herdeildir frá Manitoba og Alberta áhlaup inn í borgina á einum stað og ifengu tekið þar nokkra fanga og komið Þjóðverj- hm til að hrökkva á þvf svæði inn- »r í borgina. Eftir miðja vikuna stóðu yfir allharðar orustur beggja niiegin við Meuse fljótið og virtist Erökkum veita þar að mun betur. Alt virðíst nú benda til þess, að stríðsaðferðir allar séu að breytast »ð mikium mun frá því sem áður ▼ar. Sókn og vörn virðist nú alt •nnan veg iiáttað. Þjóðverjar eru nú að hætta að grafa sig lengst ofan í jörðina, því reynslan er að Sera þeim skiljanlegt, að þetta hafi enga þýðingu. í stað þessa «ru þeir farnir að treysta meira á loftbátaflota sína en áður og teknir *ð efla þá með öllu móti. En hér ættu bandamenn að standa vel að ▼ígi því ótrúlegt er, að þeir standi Þjóðverjum langt að baki hvað •oftbátahernaðinn snertir. Stór- •kotabyssur eiga þeir nú lfka niargar og góðar engu síður en Þjóðverjar. Svo þegar bardaginn ®r nú tekinn að færast upp úr skotgröfunum og upp á yfirborð jarðarinnar, verður breyting sú á- ^eiðaniega bandamönnum í vil. 1 lok vi’kunnar stóðu yfir harðar orustur hér og þar. Erakkar sóttu knálega fram á Yerdu»n svæðinu og ▼anst töluvert á Einnig var kná- lega barist f grend við Lorraine og háru Erakkar algerðan sigur úr hýtum í þeim viðkfftum. Bretar góttu fram á Ypres svæðinu í nánd ▼ið St. Julien og fongu hrakið Þjóðverja þar töluvert aftur á bak °g tekið af þeim marga fanga. ítalir halda í horfinu. Sókn ítala hélt áfram með full- hm krafti alla síðustu viku, og þrátt fyrir öfluga vörn Austurrík- isinanna hafa þeir nú færst að ,n u n nær aðal-ta’kmarki sínu — hafnarborginni Triest. £ lok vik- hdnar höfðu þeir tekið rúmar 30,- °00 fanga síðan sókn þeivra byrjaði. ^oru þeir þá að þokast í áttina að ^laganfurt og Lubiano, sém eru hú þær einu öflugar varnarstöðvar, *®n Austurrfkismenn eiga eft- i*- á þossu svæði. Cfeti ítalir náð tæssum tveimur herstöðvum, hafa þeir borginaa Triesíe á valdi síniu. En við fall þessavar borgar verða Austurrfkismenn í mesta voða staddir, því þá missa þeir aðal- sjóliðsstöð sína. Við að ná Klagan- furt og Lubiano herstöðvunum, er ítölum einnig teiðin opin til Vín- arborgar, höfuðborgar Austurríkis, en hvort þeir reyna einnig að ná borg þessari, verður tíminn að leiða f ljós. — Á öllutm þeim sivæðum, sem þeir halda, hafa Itálir sótt fram með hreysti mikilli 1 seinni tíð, og að eins á einum stað hafa Austur- ríkismenn getað varist því að hrökkva undan. Þjóítverjar hraktir í Afríku. Þjóðverjar 'hafa farið mjög halloka í Austur-Afríku í seinni tfð. Á vestur hersvæðunum þar voru þeir í síðustu viku hraktir frá Mpepos, sem er bær um 65 mílur suðvestur af Mahamge, og urðu þeir fyrir miklu manmfalli. Einnig hefir þorpið Malanje verið frá þeim tekið, sem er um> 18 mílur írá Mpepos. Herdeildir Belgíumanna, sem þarna sækja gegn Þjóðverjum á einum stað, hafa getið sér bezta orðstýr fyrir hiausta framgöngu. Sænskur konsúll aÓstoðar Þjóð- verja. Sendiherra Svíþjóðar í borginni Buenos Ayres, sem er höfuðborg Argentina ríkis í SuðunAmeríku, hofir miýlega orðið uppvís að því, að hafa verið milligöngumaður Þjóðverja í langa tfð. Á hann að hafa útvegað Þjóðverjum ýmsar upplýsingar, tilkynt þeim sigling- ar skipa og fleira. Að konsúll ó- háðrar og hlutlausrar þjóðar ger- ist þannig verkfæri í höndum stríðsþjóðar, er hin mesta óhæfa. Og liafi þetta verið gert að vitund stjórnarinniar í Svíþjóð, getur þetta leitt til alvarlogra afleiðinga. Vonandi fær þó heimastjórnin hreinsað sig af þessu. — Er ólíklegt að Þjóðverjar hefðu sökt jafnmörg- af skipum fyrir Svíum, ef þeir hofðu verið samsæriismenn þeirra. Brennivír.sgerð bönnuð. Á laugardaginn var gengu bann- lög í gildi í Bandaríkjunum, sem taka ifyrir alla brennivínsgerð í iandfmu. Tilbúningur alcohols til meðalablöndunar og annara nota en drykkjar heldur þó áfram, en öll vanaleg brennivínsgerð er stranglega bönnuð. Bannlög þessi votta ljóslega, að Bandarkjaþjóðin hálfgerir ekki hlutina, og stígur, án þess að vera á báðum áttum, öll spor til þess að ná því takmarki, sem hún hefir sett sér. Tekið í taumana. Verkamanina félag eitt í Banda- ríkjunum gengur undir nafninu “Industrial Workers of the World” og -að stærðinni til virðist félag þetta nú vera orðið hið öflugasta. Tilheyra félagi þessu stjórnleysingj- ar og æsingamenn af öllu tagi, — sem hvergi á jarðríki virðast geta verið ánægðir og sem leitast við að æsa og trylla alla, er þeir kom- ast í kynni við. Þegar slíkir menn gerast leiðtogar í einhverjum félags skap, er því ekki við góðu að bú- ast. Haldið að þýzkir samsæris- menn í Bandaríkjunum hafi ausið út fé á báða bóga í meðlimi þessa ofangreinda féiags með því augna- miði að fá þá til að gerast andvígir stjórninni í öllum homnar gerðum. Horfði þetta til mestu vandræða. Hófst þá stjórnin til ivanda og lét greipar sópa um allar aðatstöðvar þessa félags í borgum og bæjum og hnepti suma meðlimi þess í varðhald. Vonandi er því enda bundið á ófögnuð þenna, í bráð- ina að minsta kositi. Kínar á leið til vígvallar. Sú frétt berst frá San Francisco, að Kínar séu nú í þann veginn að senda 15,000 æfða hermenn til víg- valla f Evrópu. Fregnriti eins kín- verska blaðsins, sem gefið er út í San Francfsco, á að hafa skýrt frá þessu nýlega. Eiga hermennirnir að koma Rússum til hjálpar og verða sendir f gegn um Síberíu og til austur hersvæðanna. Éinnig er sagt, að Japanar muni hafa í hyggju að send liðstyrk á þessar slóðir áðnr eni langt líður. BORGARASTRlÐ NÚ f VÆNDUM Á RÚSSLANDI Kerensky, alræðisráðherra Rússlands, og Korni- loff, œðsti hershöfðingi, berjast nú um yöldin. Otlitið hið ískyggilegasta. Alt er nú að fara í bál og brand á Rússlandi. Aðal orsakir þessa inunu vera hinar miklu ófarir Rússa í seinni tíð. Korniloff, æðsti herforingi, sem heimsfrægur varð fyrir forstöðu sína við sókn rús» neska hersinis í Galicíu f sumar, hefir af ftrasta megni reynt að bæla niður uppreistarhug her- mannanna, en þrátt fyrir allar til- raunir íékk hann þó litlu í lag hrunidið—því ihrakfarir Rússa virð- ast einlægt hafa verið að verða meiri. Á ráðstefnunni, sem nýlega var haldin í Mosoow, krafðist hann þess að dauðadómurinn væri sam- þyktur á þingi það bráðasta og bað einnig um öll æðstu yfirráð hermálum viðkomandi. Endaði ráðstofna þessi svo í góðu sam- koimulagi og virtist hún vera spor í þá átt að hrinda öllu í betra horf en áður. Framkvæmdirnar gengu alltreg- lega. Áður langt leið fór alt út um þúfur á þinginu og vogna þoss ó- samkomulags virtist alt f bili að verða óviðráðanlegt. Rússar fá þá líka það mikla áfall að tapa hafn- arborginni Riga og virðist þetta fyrsta sporið til þess að hleypa öllu á Rússlandi í óviðráðanlega hring- iðu. — Korniloíf sendir stjórn-inni Skeyti á laugardaginn og krefst þess að vera tafarlaust settur til æðstu valda eða hann neyðist til þess að viðhafa ofbeldi. Alexand- er Kerensky, sem nú er við æðstu stjórn, fer þá ekki að lítast á bdik- una og teiur þetta tiltæki Korni- loffs verstu landráð. Bráðabyrgða- stjórnin og sambandsráð verka- manna og hermanna fylgir Kep- ensky að málum. Einnig hefir Kerensky sjóherinn á sínu bandi og eins miest af hernum f landinu heirna fyrir.—Korniloff aiftur á móti heifir aliar herdeildir Kósakkanna með sér og f viðbót ekki svo lítinn hluta af rússneska hernum á her- svæðunum. Útlit þvf alt annað en glæsilegt, ef í borgarastríð slær. Nú eru herdeildir Korniloffs teknar að sækja í áttina til Petro- gmd. Kerensky býst til varnar og hefir látið rífa upp járnbrautir á stöku stöðum til þess að tofja að- sóknina. Hefir hann Látið hneppa marga háttstandandi menn í varð- hald, er hann skoðar samsæris- menn að þessum ófögnuði — þar á meðal Lvoff prinz. Vafalaust er þetta ósamkomulag þeiri-a Kornloff og Kerensky sprottið af argasfa misskilningi. Itáðir inunu þeir vera þjóðhollir og vilja vel og eru mikilhæfustu leiðtogar. Hveitiverð ákveðið í Canada. Kornvörudeild stjórnarinnar hef- ir ákveðið hæsta verð á hveitikorni hér f Canada þetta ár $2.20 bush- elið. Enn hofir þetta þó ekki ver- ið formlega tiikynt. Þetta er sama verð og ákveðið var í Bandaríkjun- um fyrir rúmri viku síðan og sem valdið hefir töluverðri óánægju á mieðal sumra bænda þar. Þykir þeim verð þetta lágt hlutfailsilega við það verð, ®em þeir verða að borga fyrir flostar nauðsynjavörur sínar. Vafalaust er þotta þó spor f rétta átt og ætti að hafa hinar æskilegustu afleiðingar. Sundurlimun Póllands ákveðir.. Miðveldin liafa nú ákveðið að innlima Pólland og skifta því á miili sfn. Þýzkaland ætlar að hneppa undir sig þann ihluta hins ‘Tússneska Póllands”, sem þýzka stjórnin skoðar “óumflýjanlegan til landvarnar.” Stærstu sneiðina af Póllandi á þó Austurríki að fá og hefir þetta þær afleiðingar, að all- ir Pólverja í þeim liluta lands- ins verða tafarlaust lierskyldaðir. Verður Pólverjuin þossum þá engr- ar umdankomu auðið og verða til neyddir að ganga í her Austurrík- fsmanna. -------o------- Hvað um íslenzku skipin? Frézt hefir að Bandaríkjastjórnin muni hafa í hyggju að taka trausta taki mörg af skipum óháðra þjóða, sem nú liggja þar við hafnir. Á- stæða færð fyrir þessu er sú, að al- j þjóða lög ákveði hverri stríðsþjóð I rétt til þess að færa sér í nyt skip j óháðra þjóða þegar náuðsyn krefji j þess. Hafa nú þegar þanrnig verið hertekin mörg af þeim skipum | Austurríkismanna, sem leituðu; skjóls í höfnum Bandaríkjanna er' stríðið byrjaði. Einnig hafa skip! Hollendinga og Skandinava verið tekin, isem legið hafa þar við land alfermd ýmsum vörum, síðaru verzl- f unarbannslögin gengu í gildi. Sagt er að þessi skip eigi að nota til þess að sækja hveiti og sykur- farma til Ástralíu og Jave. Flestir af eigendum þessara skipa hafa neitað að afferma, en illa mjög horfist á fyrir þeim, þar sem stjórnin hefir algerlega neitað þeim um leyfi til þess að sigla. — Hver örlög verða íslenzkra skipa við Bandaríkjahafnir hefir ekki frézt þegar þetta er skrifað. Vonandi er að þeim veitist þó sérstök undan- þága — því þar sem verzlunarsamn- ingar eru á milli Englands og ís- lands, ætti engu síður að vera unt að koma á slíkum samningum á milli Islands og Bandaríkjanna. -----o----- Uppskeran betta ár. Yfir heila tekið virðist uppskera Vesturlandsins ætla að verða í þolanlegu meðallagi. Eftir áætlun þeirra manima, sem kunnugastir eru í þessum efnum, verður niieðal liveiti uppskera þetta ár líér í Manitoba um 15 ibushel eftir ekr- una. í Saskatehewan fylkinu er hveiti uppSkeran áætluð að verða um 14 bushel eftir hverja ekru að meðaltali. En í Alberta er ætlað, að uppskeran verði mest og mun þar verða 25 bushel að jafnaðartali öftir hverja ekru. Meðal uppskera af höifrum í þessum þremur fylkj- um er haldin að verða um 25 bush- el eftir ekruna. — Reynist áætlamir þessar réttar, sem engin ástæða er til að efa, mSá segja að uppskeran þetta ár sé eftir öllum vonum. Þresking er nú víðast hvar búin í vestari fylkjunum, en í Manitoba er hún um það bil hálfnuð. W. B. Benson. Mr. og Mrs. Benson, að 771 Toronto St., Winnipeg. fengu hraðskeyti um það það 1. sep., að sonur þeirra Pto. William Björn Benson, No. 74286, hafi 22. ágúst særst hættulega í vinstra lærið. Pto. Benson gekk f herinn 29. febr. 1916 og fór til Englands með 184. her deildinni síðastl. október. íslenzkir hermenn fallnir og særðir. M. Bjarruason, Churchbridge, Sask., særður. W. T. Johnson, 196 Amold street, Winnipog, særður. H. I. Jöhnson, Cypress River, Man., særður. R. Stefánsson, Pebble Beach, Man., særður. B. Thorvaldsson, 371 Toronto str., Winnipeg, særður. W. B. Benson, Winnipeg, særður. R. Jöhnson, Fairford, Man., fallinn. B. Gíslason, Wilbin Bay, Man., fallinni Herskyldulögin. Herskyldulögin eru nú gengin 1 gildi, eins og sagt var frá í síðasta blaði. Vonandi fá þau fylgi allra góðra ’borgara, því flesturn mun nú vera orðið skiljanlegt, að undir núverandi kringumstæðum voru þau óumflýjanleg. Verði hér eftir nokkurrar mótspyrnu vart gegn lögum þessum, mun mótspyrna sú tafariaust verða bæld niður af iög- reglu landsins. En óhætt mun vera að fullyrða, að engin slík mót- spyrna komi í ljós írá íslendingum —því frá fyrstu tímum hafa þeir verið góðir og löghlýðnir borgarar, hvar scm þeir hafa verið. Tilgangur stjórnarinnar er sá, að framfylgja ’þessum lögum án ininstu tafar. Herdeildir Canada- mamna á Frakklandi þarfnast bráðs liðstyrks og má því engin óþörf tímatöf eiga sér stað. Verð- ur því fyrsti flokkur þeirra manna, som koma undir herskylduiögin, kallaður fram bráðloga. Stjórnin m)un þá auglýsa dag þann er menn þessir verða að gefa sig fram. Hverjum beri undanþága frá herskyldulögunum verður ekki á- kveðið af hermála yfirvöldunum eða stjórninni heldur af dómstól- um (tribunals), sem skipaðir verða unönnum, sem valdir verða í hverju héraði landsins úr hópi héraðs- manna sjáifra. Þessum mönnum verður falið að ákveða um undan- þágur allar og þar sem þeir verða vel kunnugir í héraðinu, er þeim treystandi til þess að leysa verk þetta vel af hendi. Áfríjunar-dóm- stólar verða settir 1 hverju fylki landsins (Provincial Appellate Tribunals) og til þeirra geta þeir skýrskotað máli sínu, sem ekki eru ánægðir með ákvæði héraðs- dómstólanna. En bæði héraðs- dómstólamir og áfrýjunar dómstól- arnir eru undir umsjón eins aðal- dómstóis fyrir alt Oanada ríkið (Central Appeal Tribunal). Héraðs dómstólarnir, eða undan- þágu dómstólarnir verða settir eins fljótt og 'hægt er að velja hæfa menn til að skipa þá og kynna þeim skyldur sínar. Verða um þús- und, eða rúmlega það, settir í landinu og vorður ihver þeirra skipaður tveimur mönnum. Skrá- setjari (registrar) verður settur í hverju fylki, sem nefndur verður ]iegar yfirlýsing stjórnarininar er birt, og til hans má senda fyrir- spurnir. Beiðni, hvers eins um undanþágu mun hann framvísa til héraðsdómstólan'na, þegar þeir verða settir, og hver sá, sem slíka beiðni hefir sent, þarf ekki að mæta fyr en honum er send til- kynning. Þeir, sem enga beiðni hafa sent, verða að gefa sig fram við héraðs dómstólana án annarar tilkynningar en yfirlýsingar stjórn- arinnar. Eyðublöð fyrir beiðni um undan- þágu fást á öllum pósthúsum. Ekki er endilega nauðsynlegt, að menn sendi þessa beiðni, heldur geta þeir lagt ifram beiðni sjálfir til liéraðsdómistólanna, þegar þeir verða settir. En þeir, sem siíka beiðni hafa sent, verða látnir sitja f fyrirrúmi fyrir öðrum, þegar dómstólarnir taka til starfa. Fyrsti flokkurinn, sem kallaður verður fram, verða menn á aldrin- um frá 20 til 34 ára og sem voru ó- kvongaðir, eða bamlausir ekkju- menni 6. júlí 1917. Alt þetta verður tekið fram ná- kvæmlega, þegar yfirlýsing stjórn- arinnar er birt og sem verður inn- an skamms. Kosningalaga frum- varpið. Frumvarp nýrra kosningalaga hefir nú verið lagt fyrir þingið í Ottawa. Var það tekið til fyrstu umræðu á fimtudaginn var og les- ið upp af Hon. Arthur Meighen í fjærveru forsætisráðherrans, sem þá gat ekki setið á þingi sökum lasleika. Eftir að hafa lesið frum- varpið útskýrði Mr. Meighen það rækiloga í langri ræðu. Sýndi hann fram á, að lagafrumvarp þetta væri að eins miðað við tíma þann, sem stríðið stæði yfir (war- time measure) og að stríðinu loknu myndu lög þessi undir eins ganga úr gildi. Stefnan, sem lægi til grundvallar þessu frumvarpi nýrra kosningalaga væri sú, að “skyldug þjónusta í þarfir lands og þjóðar skapaði atkvæðLsréttinn.” Væri þetta óumflýjanileg skilyrði þegar kosningar væm haldnar á stríðs- tímum, því óréttlætanlegt væri að þeir, sem undanþegnir væru her- þjónustu, gætu beitt magni sínu til þess að hindra þátttöku þjóð- arinnar í stríðinu, Þeim, sem mót- snúnir væru af einhverjum orsök- um í þessum sökum yrði þvi ekki veittur atkvæðisréttur. Þjóðflokk- ar eins og Doukhoborar og Meno- nitar, sem komið hefðu hér til lands gegn því loforði að vera undanþegnir herskyldu, fengju ekki atkvæðisrétt við komandi kosningar. — En það tók ræðu- maður rækilega fram, að þeir ein- staklingar, sem af einhverjum on sökum fengju nú ekki að greiða at- kvæði, væru algerlega undanþegn- ir lierþjónustu. Að ræðu hans lok- inni spurði Sir Wilfrid Laurier ýmisra spurninga til þess að gera sér frumvarpið skiljanlegt, en hreyfði engum mótbárum. Útdráttur úr aðal liðum þess- ara nýju kosningalaga, er sam fylgir: 1. Atkvæðisréttur er veittur eig- inkonum, mæðrum, systrum og dætrum allra hermanna í Canada- liðinu. 2. En 1 þessum styrjaldar ko»n- ingum er atkvæðisréttur ekki veittur niðjum óvinaþjóðanna, sem fæddir eru í þeirra löndum eða öðrum Evrópulöndum; mönn- um, sem iskoða tungu þessara ó- vinaþjóða móðurmál sitt eða þjóðartungu og sem brezk þegn- réttindi hafa fengið síðan 31. marz árið 1902. Undanþegnir þessum lið eru þeir einstaklingar, sem eiga syni, sonar- syni eða bræður í Canada hernum. Annieníumenn og Syríumenn, sem þektir eru að því að véra óvinveitk ir Tyrklandi, eru hér einnig und- anþegnir. 3. Atkvæði'srétt hafa ekki þeir, sem undanþegnir eru herþjónustn samkvæmt lögum — Doukhoborar og Menonitar. 4. Engir þeir, sem beðið hafa um undanjiágu frá berþjónustu, skoð- ana sinna vegna og hefir ekki verið neitað, hafa atkvæðisrétt. Þeir, sem atkvæði greiða í þessum kosn- ingum, fá ekki e.ftir á undanþágu frá herþjónustu sökum þess þeir geti ekki í stríð farið skoðana sinna vegna. 5. Þeir, isem gert ihafa sig seka í eimhverju gagnvart herlögum, hafa ekki atkvæðisrétt. 6. Fylkis kjörréttur verður við- hafður í öllum hinum níu fylkjum. x Hingað til hafa Alberta og Saa- katchewan fylki haft sambanda- kjörskrár (federal lists). 7. í fylkjunum British Oolumbia, Alberta, Saskatehewan, Manitoba og Prince Edward I'sland, þar sem núverandi kjöiskrár eru þannig, að ekki er hægt að nota þær, verða nýjar kjörskrár gerðar af skrásetj- urum, sem til þess verða valdir, og geta þeir kjósendur, sem þar eru ekki skráðir, staðfest atkvæði sín með eiði á kosningadegi. Verða slík atkvæði sett f sénstök umslög og þegar atkvæðin eru talin hlíta þessi atkvæði úrskurði dómara, hvort þau séu gild eða ekki. 8. 1 Ontario, Quebec, New Bruna- wick og Nova Scotia fylkjum verða núverandi kjörskrár notaðar, en at- kvæðisbærum konum verður bætt inn í af skrásetjurum, sem einnig stryka út nöfn þeirra manna, er ekki hafa atkvæðisrétt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.