Heimskringla - 05.08.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.08.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 5. ÁGÚST 1931 Heintskrmgla StofnuB 18t81 Kemur it i hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKINQ PRES8. LTD. 133 og 855 Sargent Avenue, Winnipet Talsimi: 8S537 VerB blaSsins er $3.00 Argangurinn borglst fyrlrfram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Vtanáskri/t til btaðsins: Manager THE VIKING PRZSS LTD.. 853 Sargent Ave.. Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Aoe., Winnipeg. ■’Helmskringla’' is published by and printed by The Viking Press Lti. 853-85f Svrgent Avenue, Winnipeg. Man. Telephone: 8$ 994 WINNIPEG 5. ÁGÚST 1931 SKÖLAMÁL WINNIPEGBORGAR. Það er sagt, að Islendingar séu allra manna spentastir fyrir skólamálum og barnauppfræðslu. Ef svo er, mun þeim þykja það eftirtektarvert, sem um þess- ar mundir er að gerast í skólamálum þessa bæjar. Fyrir skömmu samþykti skólaráð þessa bæjar, að leggja tiu dala mánaðargjald á hvern nemanda í tólfta bekk (Grade 12), og að hætta að veita skólabækur ókeypis, eins og gert hefir verið nemend- um í 7. og 8. bekk. Þetta á að vera gert með það fyrir augum, að létta sköttum á fasteignamönnum þessa bæjar. Hvílík fyrirhyggja með þessum mönn- um! Það dylst víst engum, hve mikil mannúð felst í þessu. sem því láni hefir átt að fagna. að greiða um tugi ára húsaleigu í þessum bæ til fasteigna- manna. Þeir að minsta kosti vita, að alt skólaskattsféð kemur ekki úr vasa hús- eigendanna. En sleppum því. Kemur skólaráði það annars nokkurn skapaðan hlut við, hvað an féð kemur, er til uppfræðslu er var- ið. í reglugerðinni fyrir starfi skólaraðs- manna stendur ekki orð ,um þetta. Skóla ráðið er sú eina nefnd manna, er ekki þarf að láta sig það vitund skifta, hvað ráðstafanir þess kosta. Lands-, fylkis- og bæjarstjórnir þurfa allar að sjá starfi því, er þær taka sér fyrir hendur, fjár- hagslega borgið. Skólaráðið þarf þess ekki. Og það á meira að segja ekki að láta sig það neitt skifta. Alt sem það á að láta sig skifta, er fræðsla eða ment- un æskulýðsins. En hvernig fer nú með þetta meginat- riði í starfi skólaráðsins, ef það verður nú að lögum gert, að hver nemandi í 12. bekk þarf að greiða 100 dollara með sér á ári? Það er vandalaust að sjá hvað af því leiðir. Hinir efnuðust gætu klofið að greiða það fyrir mentun barna sinna: en daglaunamaðurinn, eða hin láglaun- aða alþýða manna—að ekki sé talað um þá, sem alls enga vinnu hafa — eru með öllu sviftir tækifærinu til þess að menta bömin sín. Mentabrautin er bömum þeirra harðlokuð. Og það mundi einnig margt barnið mega fara við svo búið heim úr 7. og 8. bekk, er í skólann kæmi vegna þess að foreldramir gætu ekki einu einni keypt þeim námsbækurnar. En hvað er svo um sparsemishliðina? kenslu yrði eftir sem áður að halda á- fram í þessum bekkjum. Börn hinna ríku kæmu þangað eftir sem áður. Kensla. hitun og eftirlit skólanna væri hart nær hin sama. Árangurinn yrði aðeins sá, að kenslan færi fram yfir fleiri auðum sæt- um en nú. Það hefir lengi verið bent á það sem einn mesta kost þessa þjóðfélags, hve greiðan gang æskulýðurinn hefir átt hér að gagnfræðamentun. Og margur ls- lendingurinn hefir svarað því til, er hann hefir verið spurður að því, hvað fyrir honum hafi helzt vakað með komu sinni til þessa lands, að það hafi verið, að getfa börnunum betra tækifæri til að ment- ast, en hann hafi sjálfur átt kost á í upp- vextinum. Ekkert skal um það sagt, hvemig þessi von hefir ræzt. En hitt mun þó satt, að föng hafi verið betri á þessu hér fyrir soninn, en föðurinn heima, bó ekki sé fjmir annað en það, ef til vill, að þeir eru uppi á sínum mannsaldrinum hvor. En þes&unj tækifærum virðist nú skóiaráð þessa bæjar einráðið í að svifta æskulýðinn, ef það verður sjálfrátt látið um það. Og frægð sú og athygli- sem þetta þjóðfélag hefir hiotið fyrir eftirlit sitt með uppeldi barna, andlega sem lík- amlega, hlýtur þá einnig að minka eða réna, innbyrðis og út á við. Oss hefir oft furðað á því, þegar kosn- ingar hafa farið fram í skólaráð þessa bæjar, og þegar vér höfum heyrt skóla- ráðsmannaefnin tala, hvort þeir í raun og vom skildu köllun þá, sem starfi þeirra er samfara. Köllun sú er bæði helg og há. Hún má heita í því fólgin að móta svo sál æskulýðsins, að á öll þau áhrif, er hún verður fyrir, verði litið heilbrigðum augum. Andleg velferð æskulýðsins, hinn ar komandi kynslóðar, er undir hand- leiðslu þess komin. Verkefnið er þvf hið mikilsverðasta bæði fyrir yfirstand- andi og ókominn tíma. Hvað yrði um þau börn, s«m skóla- kenslu yrðu að fara á mis, vegna þessa áminsta ákvæðis skólaráðsins? Atvinna bíður þeirra ekki, sem stendur að minsta kosti. Það eina sem sjáanlega lægi fyrir þeim væri það. að verða að flækingum, ákvörðunarlausum, óupplýstum og ónóg- um sjálfum sér í bráð, og hver veit hvað lengi. Annað getur það ekki verið. Og sökina á því ætti skólaráðið. Ef þe&sum bæ er svo fjár vant, að hann getur ekki risið undir kostnaði skólanna, þá væri önnur leið affarasælli til að bæta úr því, en þessi, er fyrir skólaráðinu vakir. Hún væri sú að stytta skólagöngutímann á hverju ári með því að fella niður sumt af kenslunni. Vér höfum lengi haft þá bugmynd, að sumt af henni mætti missa sig. Viljum vér í því efni benda á þulu-lærdóm kvæða af grimmum stríðsforkólfum, konungum og keisurum, sem aldrei hafa verið annað en mannleysur og dýrðlingum, sem and- lega nálykt leggur nú af til vor, sem börn unum er boðið að trúa á og tilbiðja sem frelsara sinn eða jafnvel guð sjálfan. Og t. d. sögukenslan ,sem að þessu einu lýtur, í stað þess að vera saga þess, er til sannra framfara hefir leltt og hafið hefir mannkynið upp úr vesöld og villi- mensku, og sem mikið af skólatíman- um gengur í að þjappa inn í kollana litlu. Það væri miklu nær fyrir skóla- ráðið að gefa því gaum, hvað af þessu mætti fella úr kenslunni, og spara með því bæði fasteignamönnum fé og böi'n- um andlega þreytu. Bis þeirra á skóla bekkjunum við margt þessu líkt ber ekki neinn ávöxt hvort sem er, og allra sízt heillavænlegan. Það er vonandi að skólaráðið íhugi aft ur þetta ákvæði um skóiagjald tólfta bekkjar nemenda, og um bókakaup 7. og 8. bekkja nemenda. Og ef það þá ekki tekur það til baka eða kastar því burtu, mun það síðar komast að raun um, að það er með því að setja stórum hópi nem- enda stólinn fyrir dyrnar á námsbraut- inni, í stað þess að efla mentun æsku- lýðs bæjarins, eins og skylda þeirra er að gera með starfi sínu. BÓKAFREGN. Hagyrðingur (Ijóð); Eldon og Gerður. Reykjavík, 1930. Höfundar þessarar ljóðabókar eru Jón Magnússon Eldon og kona hans Anna Þórdís Eggertsdóttir Eldon. Komu þau vestur um haf árið 1888 og bjuggu í Win- nipeg. Bókina gaf Mrs. Eldon út heima á íslandi s.l. sumar, en þangað ferðaðist hún á Alþingishátíðina. Jón dó í Blaine, Wash. árið 1906. Eru hjónin kunn flest- um eldri Islendingum hér vestra. Kvæði Jóns eru fá í bókinni, enda get- ur Mrs. Eldon þess, að skrifað safn af kvæðum hans hafi tvisvar tapast. Var það skaði. Jón þekkjum vér ekki af öðru en því, sem bartn ritaði, er hann var ritstjóri Heimskringlu, en þar er svo margt smelhð og ramm-íslenzkt eftir hann, að athygli hefir hlotið að vekja. Fátt þekkjum vér af kvæðum hans í bók- inni af því ritstarfi hans. Og þó eru þessi kvæði- sem þar eru eftir minni konu hans prentuð, laglega ort, en ekki efnismikil. Um Ameríku kveður hann þessa vísu, og er hún tilfærð, að því að hún mun minna marga á skáldið: Ameríka, auðsins ból, ýmsra lista hæli. Þú ert líka skálka skjól, skamma og vamma bæli. Samband Jóns við ísland lýsir sér í þessari vel gerðu vísu: En gott á sá við silfur tröf siglir bláu Islandshöf! Þótt að fái kuggur köf, kjósa má ei þægri gjöf. Kvæði Gerðar eru fleiri í bókinni. Þó ekki séu þau eins þróttmikil og kvæði Jóns, lýsa þau mikilli athugunargáfu og góðri greind. Væri t. d. hverju skáldi sæmandi að hafa ort þetta vísubrot: — En það tekur tíma að bisa við björg og bylta inu forna og ranga, því ennþá er heimskan svo mögnuð og mörg og margt þarf til foldar að ganga. tslenzkum sveini, er Gerður hefir mæt- ur á, lýsir hún í kvæðinn “Ýmsar mynd- ir" á þessa leið: Á brá er fjör og blíða í bláum augum, þó ei kann hann neinu kvíða, af kjarki þar er nóg. Og af honum ber enginn í æskulýðsins soll. Eg þekki dável drenginn, minn dýra 'hrokkinkoll. SINDUR Ef nokkuð má af því dæma, er rannsóknarnefndin í Beau- harnois málinu segir um suma efri málstofu þingmennina, hef- ir Rt. Hon. McKenzie King, ekki alveg efnt kosningaloforð sitt enn, um að endurbæta þá, eða efri málstofuna. • • • Blaðið Weekly News í Winni- peg segir: “Blaðið Free Press í Winni- peg hefir sagt vel söguna af Beauhamois málinu. Segir það að málið hafi hneykslað almenn ing. Það er vonandi. En það tók Free Press langan tíma að hneykslast á því. Af vörum þess heyrðist ekki orð um það fyr en King var farinn frá völdum. Og þó hefir blaðið áður vitað að mestu alt, sem það nú veit um málið.’’ • • • Lögberg gat þess nýlega, að það væri hér um bil jöfn tala liberala og conservatíva í efri málstofu sambandsþingsins. — En hún verður samt ekki jöfn, ef þeir McDougald, Hayden og Raymond, þrír liberal þing- menn þar, skyldu þurfa að segja af sér vegna Beauhar- nois hneykslisins. • • • Hvaða skoðun skyldu bænd- ur nú hafa á sameiningu Brack- en-flokksins og liberala — eftir Beauiharnois hneykslið ? Að Hnausum Ferðavísur I. Breiðuvíkin. Víst er Víkin fögur Vatnið slétt og bjart. Skín við skógarkögur: Skúmm þrunginn lögur. — Svona’ er hans sumarskart. Kyrr við kjörlands grundir: Hvílir þungur mar. Boða bjartar stundir: Bygðarlagsins fundir. — Framsókn fræg er þar. Blessi landsins blóma: Blíðust himin rök. Þar, sem öldur óma: Ættlands raddir hljóma, Með sín töfratök. II. Á Iðavelli Nýja fslands. 4. ágúst 1930. Yfir Iðavöllum Orðin fögru hljóma: Heill sé Ásum öllum: íslands helgidóma. Heill þér, sveit, og sunna 'Signi þínar grundir. — Bæti bygð og runna: Bóndans hraustu mundir Vallar vegasafnið: Vel hér megi fara. Frægi framtíð nafnið, Fagni kappaskara. Geymi kjöriands gæfa: Gildi þeirra stofna. Blíðki blæfold hæfa Blóm. sem eigi dofna. III. Að Hnausum. I. Hér stóð hann Stefán forðum Með styrka og hrausta lund; Með fjör og afl í æðum. — Hann átti þessa gmnd. Vér söknum kappans kæra, Er kvæði flytjast hér. Hann gat sér minning mæra, Sem mörgum hugðnæm er. Af hýru höfðings setri, Ei hörfa sagnir þær, Sem geymast lengst í letri. — Það ljóma á staðinn slær. II. i Hnigin er sól: að Hnausum Hnípin er fold og mar. Borgir af bólstrum lausum Breiðast um skýjafar. Drífur að drauma veldi, Drótt sem hraðast fer. Myndir af Mulins feldi Mardöll helgar sér. Jón Kernesteð. IV. Kvöld. • Það er kvöld. Og ljósin lýsa. Leiftra blys um himintjöld. Eins og þar sem öldur rísa: Ólga og bólgna skýin völd, Ber um loftið þrumu þræði,. Þungur heyrist töfragnýr. Óma fögur uppheims kvæði, Alt hið lága og smáa flýr. Jón Kernesteð. NÝJASTA SAMGÖNGUTÆKIÐ Fer 230 kílómetra á klukku stund. Hraðinn er fyrir öllu! Það er kjörorð nútímans og komið: frá Bandaríkjamönnum. Lengi blöskraði Evrópuþjóðunum sá hraði, sem var á öllu hjá þeim, en á seinni árum hafa Þjóð- verjar skotið þeim aftur fyrir sig. Það þarf ekki annað en að minna á heimsflug Zeppilins (sem Bandaríkjamennirnir Post og Gatty hafa nú að vísu farið fram úr), hraðskreiðustu far- þegaskipin, sem hafa unnið “bláa landið’’, rakettuflugvélar og rakettubíla. Og nú nýlega kemur fram á sjónarsviðið eitt furðuverkið enn. Það er jára- brautarvagn, sem knúinn er á- fram með loftskrúfu. Sá sem fann upp er þýzkur verkfræð- ingur og heitir Kruckenberg. Þessi vagn var reyndur á járn- brautinni milli Hamborgar og Berlínar aðfaranótt sunnudags- ins 21. júní, og fór hann langt fram úr hraðameti allra heims- ins hraðlesta. — Hann ók þessa vegalengd, 271 km. á 1 klukku- stund og 44 mínútum, eða með 170 km. hraða á klukkustund til jafnaðar. Stundum var hrað- inn 230 km. • • • Blaðamaður segir svo frá þessari reynsluför loftskrúfu- vagnsins, sem kallaður er “Brautar-Zeppilin’’: Enginn af þeim, sem fékk að vera með í þessari þeysiferð mun nokkru sinni geta gleymt henni. Vér blaðamenn höfðum beðið og grátbænt um að lofa oss að vera með, já, amerísku blaðamennirnir buðu gull og græna skóga, en Kruckenberg anzaði þeim ekki. Hann skelti vagnhurðinni í lás, er hann hafði leitt konu sína til sætís í bláan flauelsstól aftan við vagnstjóraklefann. Hann hafði áður ekki dregið neina dul á það. að þetta gæti orðið slySa- ferð. Tilraunin var gerð að nóttu, svo að hægt væri að halda hiklaust áfram, en menn voru hræddir um að vagninum mundi sýnt tilræði. Hafði það komið fyrir áður við renslu- ferðir hjá Hannover, að steinar höfðu verið lagðir á teinana. Ef til vill hafa börn gert það, og langað til að sjá, hveraig þeysivagninn myldi grjótið. Það kom fyrir að steinarnir þeytt- ust upp í vagninn og brutu gat á botninn á honum, en aldrei fór hann af teinunum. Að þessu sinni hafði jára- brautarlögregla gert allar hugs anlegar varúðarráðstafanir, og til þess að fæla fólk frá braut- inni ,var sú frétt látin út ganga að vagninn þeytti frá sér grjóti í allar áttir — svo mikill súg- ur væri af honum. En á eftir sagði Kruckenberg frá því, að súgurinn hefði einmitt verið lít- ill. Pappírsknettir höfðu verið lagðir til reynslu hingað og þangað á milli teinánna, og þeir lágu óhreyfðir, þegar vagn- inn var farinn framhjá. Vagninum stýrt eftir korti, sem hreyfist sjálfkrafa. i&á, sem stýrði vagninum, var Nokkur fleiri kvæði hennar eru svona leikandi létt og fagurt kveðin. Hagmælsk- an hlýtur að vera þeim meðfædd sem þannig yrkir. Enda er vísa í bókinni eft- ir Gerði átta ára gamla; og 15 ára er hún farin að kveða um trúarefa af góð- um skilningi og lýsir honum á þessa leið: .Eg vil trúa, en eg vfl nú öllu fremur skilið geta, — Svona blátt áfram munu færri leika eftir að kveða um trúar-umbrot í sál sinni. Aftast í bókinni eru tvær smásögur, ekki neitt stórkostlegar, en snotrar, sem Gerður hefir þýtt úr frönsku, og mun sjaldgæft að alþýðukonur leiki sér að því að þýða úr því máli, jafnvel þó íslenzk- ar séu. Um verð bókarinnar vitum vér ekki, né hvar hún *er til sölu, en bóksalar hér mUnu geta leyst úr því, ef leitað er til þeirra. KING OG FREGNRITARAR BLAÐANNA Fyrir nokkru ávítaði Rt. Hon. McKen- zie King blöð landsins fyrir að flytja feit- letraðar fyrirsagnir á fréttum um það, að Beauharnois félagið hafi greitt ferða- kostnað sinn til Bermuda og Bandaríkj- anna, þar sem að alt, sem fram hefði komið við vitnaleiðslu þess máls, bæri vott um annað. Hvað var það þá> sem kom fram við vitnaleiðsluna? munu menn spyrja. Að- allega ávísun sú ,er efri deildar þingmað- ur sambandsþingsins, W. L. McDougald, lagði fyrir rannsóknarnefndina í Beau- hanrois-málinu. Ávísun þessi hljóðaði svo: 30 apríl 1930. Kostnaður við ferð Hon. W. L. McKenzie Kings og mín sjálfs (MoDougalds) til Bermuda. Kostnaður á Hotel Bermuda, $288.53; fargjald frá Montreal til Bermuda og til baka $395.- 04; Hótelkostnaður í New York $168.75. Allur kostnaður $853.32. Ávísunin fyrir þessum kostnaði var gef in út og greidd af Beauharaois félaginu. Við vitnaleiðsluna kom lítið annað fram þessu viðvíkjandi en þetta. En í þinginu hélt Mr. King langa ræðu nokkr- um dögum seinna um það, að hann hefði sjélfur greitt sinn ferðakostnað. og með þetta mál væri ekki rétt farið. Sagði Mr. King þetta alveg satt, eins og þá stóðu sakir, því bæði hann og Mr. McDougald sendu Beauharaois félaginu borgun fyrir þessum ferðakostnaði, en ekki fyr en á- vísun þessari hafði verið fram vísað og alt var orðið lýtum ljóst um hana. Fréttirnar af starfi rannsóknarnefnd- arinnar fluttu blöðin auðvitað, eins og hverja aðra frétt. Málið var orðið opin- bert og ekkert í veginum fyrir blöðin að leita sér áreiðanlegra fregna um það. Er því hálf broslegt, að heyra King vera að reyna að klóra yfir þetta með því, að blöðin fari ekki rétt með mál- ið. Er nú sjáanlega komið annað hljóð í strokkinn með áreiðanleik blaðafregn- anna en í vetur, er King var að tína upp úr þeim kosningaloforð Mr. Bennetts, og taldi brjálæði næst að rengja fregnrita þeirra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.