Heimskringla - 14.08.1935, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.08.1935, Blaðsíða 4
t * 4 SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. AGÚST, 1935 ^retmskringlci (StofnuB 1SS9) Kemur út á hverjum mlOvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst tyrlrfram. AUar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf biaðinu aðlútandi sendlst: Manager THK VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winntpeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 863-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 637 WINNIPEG, 14. ÁGÚST, 1935 MINNI NÝJA ISLANDS flutt 2. ág. aS Hnausum af Stefáni Einarssyni Forseti og hátíðargestir! Enda þótt eg hafi dvalið það lengi á þessum slóðum að eg viti nokkur deili á loftslagi og landslagi, finn eg samt til hins, að mig skortir kunnugleik til að mæla eins og vera ber fyrir Minni Nýja- Islands, elztu, söguríkustu og ógleym- anlegustu íslenzku bygðarinnar vestan hafs. Þegar svo við það bætist að nú eru 60 ár liðin frá því að lftndnám hófst hér, og að þess ber að sjálfsögðu að minnast á þessum hátíðardegi bygðarinnar, vandast málið ennþá meira; því þótt eg flytti vestur um haf undir eins og eg var kom- inn til vits og ára, og næmi land í Nýja- íslandi, voru þá liðin 30 ár frá því að landnámið hófst. Af sjón og reynd er því ekki neitt sagt af því sem eg kann að minhast á land- námið, heldur aðeins af munnmælum annara og því, sem eg hefi rekist á skráð um það. En það sem eg hefi þó öðru fremur hugsað mér að fara hér nokkrum orðum um, er það, hvernig litið er á starf landnámsmanna og áhrifin af því, af seinni tíðar mönnum, þeim, er engan þátt áttu í því. Saga landnemanna íslenzku vestan hafs og vesturfarirnar, eru svo örlagaþrunginn þáttur í nútíðarsögu vorri og þessa lands, að þar er ekki að- eins um nægilegt efni að ræða, heldur jafnframt tímabært. Það hefir nú sitt af hverju verið rætt og ritað um vesturfarir, bæði ástæðurnar fyrir þeim og afleiðingar þeirra. En það er mál, sem íselndingum yfir höfuð mun seint koma saman um. Afleitasta af öll- um ástæðunum fyrir því hversvegna ís- lendingar fóru af íslandi tel eg þó þá, að það hafi verið fyrir skort á ættjarðarást. Aðra fjarstæður ætla eg þá er telur vest- urfarirnar hafa verið óheill og glappaskot. Mig furðar ekkert á því, þó margir sjái enn eftir því að hafa yfirgefið ættjörðina. Ættjarðarást og átthagaást á sér dýpri rætur en margur heldur. En hún er ekki eina hvötin sem athöfnum og breytni manna ræður. Landnámsmenn íslands yfirgáfu ekki ættjörð og óðul í Noreg'i af því, að þá brysti ættjarðarást. Þó á yfir- borðinu sé alt öðrum augum litið á út- flutninginn forðum úr Noregi og á síð- ustu öld af íslandi, er ekki sagt að þar sé með öllu ólíku saman að jafna. Eða get- ur mikill munur verið á þvi, að hverfa undan skattakúgun Noregskonungs og Danakonungs? Noreg yfirgáfu landnem- ar “gamla íslands” vegna skattanna, enda voru þeir þeim óvanir. ísland yfirgáfu vesturfarar vegna danskrar kúgunar að minsta kosti að sumu leyti, þó annað ó- áran komi einnig til greina. En afskifti Dana af íslandi voru sízt betri eða sann- sýnni, þó nær væru nútíðinni en kúgun Noregskonunga, því í sjálfu sér réttlættist hún af því, að á viðskiftavísu mætti fara með íslendinga eins og hverja aðra ósiðaða þjóð eða skrælingja. Þó vesturfarar væru af kóngsins íslendingum ekki 'álitnir föðurlandsvinir, áttu þeir það ekki fremur skilið, en forfeður þeirra, er þeir yfirgáfu Noreg. Svo mikið er víst, að um það leyti, sem fyrir alvöru fer að brydda á vesturfararhug í mönnum, færir Kristján IX íslandi stjórnarskrá að ýmsu leyti góða og sem þjóðinni hefir lengi þótt menningarverð. ísland á að sjálf- sögðu ekki vesturferðunum þá stjórnar- bót sína að miklu leyti að þakka. En að hvað miklu leyti áhrifanna af þeim gætti þar, væri fróðlegt, að rannsaka. Vestur- ferðimar voru ekki að gamni sínu hafnar. Þær voru bylting gegn einhverju. Og hvað það var, er ef til vill ekki öllum gleymt. Eg minnist hér á þetta ekki sízt vegna þess, að sú skoðun hefir ekki legið í lá að vesturfararnir hafi af íslandi far- ið sem villuráfandi sauðir, og mundu lengst af verða það. Hugmyndin hefir jafnvel fest rætur hjá vesturförunum sjálfum og af hugmyndum er aldrei hægt að segja, hvað kann að leiða. En hvað sem um það er, mun mega telja sönnu nær, að vestur-faramir hafi farið í eins ákveðnum skilningi að heiman og frænd- ur þeirra forðum úr Noregi. Þegar hug- leidd eru sum atvik í sambandi við komu þeirra til Nýja-lslands, fer varla hjá því, að í hugann komi um leið sagan af komu íslendinga forðum til íslands. Eg hefi einhvers staðar rekið mig á þau ummæli Jóns Sigurðssonar forseta, um vestur-fara, að hann vonaðist til að at- hafnasvigrúmið, sem þeim gæfist kostur í hinu nýja landi þeirra, yrði til þess að sýna það og styrkja sig í trúnni á það, sem hann hefði ávalt álitið að í íslending- um byggi. Hann og að vísu fleiri góðir íslendingar litu á vestur-ferðimar sem fjörkipp og fyrirboða þess, að íslending- um væri ekki með öllu mergur úr beinum horfinn. En stjórnarskráin 1874 reyndist ekki nógu sterkur plástur til þess að lækna vestur-farar-kvillann, sem svo margir voru orðnir smittaðir af. Til þess kom hún of seint. Að vísu fluttu ekki margir vestur um haf árið eftir, 1875. Fyrstu innflytjendumir til Nýja-íslands og sem þangað komu á síðasta sumardag, 1875 komu frá Ontario. Þeir fluttu heiman af íslandi árið 1874 og sumir árið 1873 og dvöldu í Austur-Canada. En árið 1876 komu um 1200 manns heiman af íslandi. Þá ’ kom “stóri hópurinn” sem svo hefir verið pefndur. Voru í honum 752 menn í síðari hópnum sama árið voru 399 menn. En þótt margir einhleypir, og jafn- vel fjölskuldur, settust að í Winnipeg, mátti heita að þorri innflytjendanna, sem að heiman komu þetta ár, settust að í Nýja-lslandi. Segir í “Framfara”, fyrsta íslenzka blaðinu, sem hér var gefið út, að tala landnema í Nýja-lslandi hafi árið 1877 verið um 2,000. Hefir því höfðatala Ný-íslendinga verið orðin talsverð eftir aðeins tveggja ára landnám. Mánaðardagurinn var 21. októóber, er fyrsti landnema hópurinn, 250 manns, kom til Gimli. Hefi eg lítillega drepið á það annarstaðar (sjá greinina um “Komu íslendinga til Manitoba” í Hkr. 31. júlí. þar sem minst er á fyrstu ferðina vatns- leiðina til Gimli) svo við það skal ekki bætt öðru en því, að tekið var til óspiltra mála er til Nýja-íslands var komið, að koma yfir sig skýli. Hefi eg rekist á þessa frásögu af því í bréfi dagsettu 14. jan. 1876 og sem skrifuð er af “íslendingi á Gimli”, en sem getur ekki nafns síns: “Það var á fimtudaginn seinasta í sumri, sem við stigum hér fyrst fæti á land, á nestanga einum litlum, sem Sig- tryggur Jónasson nefnir í skýrslu sinni Víðimes. Voru þar fyrst reist tjöld á landi fyrir fólk, en sumir voru á bátunum. Var skömmu síðar tekið til húsagerðar við vík norðan við nesið og þar bygð 30 hús, eitt skólahús, sölubúð, vöruhús og 27 íveruhús. Ekki þótti ráðlegt að dreifa sér út um land svona undir veturinn, og voru allir búnir að koma upp skýli yfir sig um jólaföstubyrjun. Þarna myndaðist þorp eða bær, sem kallað er Gimli. Það nafn þekkja menn af Eddu, hvernig sem það þykir nú eiga við hér; hvort sem það hefir verið nefnt svo í fyrstu í gamni eða alvöru, veit eg ekki. Máske þetta nafn hafi $erið gefið bænum af líkri ástæðu og Eiríkur rauði nefndi land sitt Grænland. Hann sagði að þangað leituðu fleiri, ef landið héti vel.” Þó manni sé nú kærast, að dvelja við frásagnir landnámsmannanna sjálfra af æfintýralífi þeirra hér, leyfir tíminn það ekki. Af bátunum sem þeir komu á eða “manndrápsdöllunum” sem sumir kalla þá, er það að segja, að þeir voru rifnir sundur og borðviðurinn notaður til húsa- bygginga. Þeir höfðu verið slegnir sam- an með það í huga, en ekki hitt að vera skip, sem fær væru í flestan sjó. Þó okkur sem nú lítum á landnámið hér finnist hafa verið bjart yfir því, er hinu ekki að neita að fyrsta veturinn og fyrstu tvö árin hefir verið við, að því er virðist ill-yfirstíganlega erfiðleiki að stríða. Fyrsta veturinn brást fiskveiðin og til viðurværis var þá ekki annað en mjölmatur sá er komið var með um haustið frá Winnipeg. Annan veturinn geisaði bólusótt, er drap um 100 manns. Tafði það framfarir bygðarinnar og hefti viðskifti, því hún var þá um langt skeið einangruð. En þrekið og móðinn mistu landnemarnir ekki við það. Má eg til að segja eina sögu af þvf hvernig íslending- arnir þá reyndust stundum á svellinu, bornir saman við annara þjóða menn. Segir Magnús Stefánsson frá Fjöllum þá sögu: “Það var bóluveturinn, að eg fór með Dr. Baldwin austur yfir vatn til Sandy River í lækningaerindum til Indí- ána. Keyrðum við á hundasleða og var John Ramsay, Indíáninn alkunni, fylgdar- maður okkar”-------hleyp eg svo yfir frá- söguna þar til á leiðinni heim. En þar segir: “Á leiðinni heim skall á sá versti hríðarhylur, sem eg hefi verið úti í. Ramsay kom hundunum ekkert, svo við máttum til að halda undan veðrinu. En svo komum við að sprungu í ísnum, sem var um þrjú til fjögur fet á hæð; þar var gott skjól, og Ramsay sagðist lifa eða deyja þar til þess er birti. Við hlúðum að lækninum sem hvítvoðungi, eftir því sem efni leyfðu, og sögðum honum að lesa bænir sínar, en við vorum á stjái þar til birti upp. Eftir 8—10 klukkustundir náðum við heim til Mikleyjar.” Svipað þessu horfðust landnemarnir í augu við hættur og erfiðleika. Og ekki létti bólunni fyr, en þeir fara af stað og skipuleggja þetta litla þjóðfélag sitt, skifta því í fjögur bygðarlög, skipa 5 menn í stjórn í hverju og síðast kjósa þeir sér eina yfirstjórn allra bygðanna. Stendur í fyrstu grein þessara stjórnar- laga þeirra: “Landnámið í Nýja-íslandi skal nefn- ast Vatnsþing og skiftast í fjögur bygðar- lög er nefnast Víðirnesbygð, Árnesbygð, Fljótsbygð og Mikleyjarbygð. í 18 laga- greinum er svo skýrt frá starfi þessara embættismanna. Hafa þeir allar opin- berar framkvæmdir með höndum, sem þektar eru og viðgangast í hverju siðuðu þjóðfélagi. í yfirráðsstjórninni voru allar bygðarstjómirnar að einum yfirmanni viðbættuih, er nefndur var þingráðsstjóri. Varð fyrir því vali Sigtryggur kapteinn Jónasson. Á þessum árum var Nýja-ísland aðeins opið íslenzkum landnemum. Þarna var því mitt inn í hinum enska heimi land alsetið íslendingum, með íslenzkri stjóm, er sjálf hafði umráð allra sinna mála. Nýja ísalnd bar nafn með rentu. Það leyndi sér ekki, að hugmynd landnáms- mannanna var sú, að vernda þjóðemið, og mynda þarna al-íslenzkt ríki. Enda varð þarna miðstöð íslenzkunnar, og þess sem íslenzkt er, um langt skeið. Og þrátt fyrir það, þó annara þjóða landnemum hafi nú um hríð ekki verið bægt frá að, setjast þar að, lifir hér svo mikið af hug- sjónum landnemanna ennþá, að engin bygð er, og verður tæplega, íslenzkari fundin hér vestra en Nýja-ísland. En úr því nú að stjórn var mynduð, leiddi af sjálfu sér, að það þurfti að hafa blað til þess að gagnrýna gerðir hennar. Að vísu er þetta í spaugi mælt, því sann- leikurinn er sá, að blaðinu “Framfari”, sem prentfélag Nýja-íslands gaf út var hrint af stokkunum áður en bygðastjóm- in komst á laggirnar. En auðvitað var við stjórnina stundum talað í því eins fyrir það, og þó að sameiginleg mál þess og hennar væru mörg hin sömu, því með blaðinu vakti fyrir, að efla framfarir bygðarinnar og að halda íslenzkri tungu hér við líði. Prentað var það að Lundi við íslendingafljót. Er fyrsta blaðið dag- sett 10. sept. 1877, aðeins tveim árum eftir komuna hingað. Ljóst er af þessu, að íslendingar höfðu ekki gleymt bókhneigð sinni og ætluðu sér ekki að gera það. Megum við nú þakka þessu fyrirtæki þeirra, að við höf- um óslitnar fre^nir af íslendingum frá því að þeir komu til þessarar álfu. Af “Framfara” tók blaðið “Leifur” við og af honum “Heimskringla” og “Lögberg”. Blöð þessi öll til samans eru ein geysi stór og fróðleg landnámabók sem ein- hverjum í nógu fjarlægrí framtíð kann að þykja skemtilegt að lesa. Þegar maður spyr sjálfan sig að því, hvað sprottið hafi upp af landnámi Nýja- íslands, getur maður svarað því bezt, að eg held, meTS orðunum: heilbrigð sveita- menning. Auðvitað laut starf landnáms- mannanna eins og bænda stétta hvar sem er, að því, að efla bú sín og bygð. Því starfi fylgdi hér auðvitað það, að byggja alt upp frá byrjun, að breyta óbygðu or skógmiklu landi í búsældar héruð. Til þess þarf að sjálfsögðu sínu meira af þreki, en að setjast að í bygðu landi. E' það þrek og þá framsýni sem til þes” þurfti fram yfir það sem algengt er, eða þess, sem nú er krafist. jafnvel hér í sjálf’ Nýja-fslandi, áttu landnemarnir í ríkum mæli. Því megum við ekki gleyma, er vér metum starf þeirra og ber- um það saman við starf eftir- komendanna. Eg segi að landnemar Nýja- íslands hafi bygt upp heil- brigða sveitamenningu. Ætli að það sé ofsagt, þar sem þar hafa alist upp menn, sem viður- kendir eru fyrir hæfileika sína bæði í þessu landi og víðar. Engan íslending, austan hafs eða vestan, ætla eg heimsfræg- ari, en dreng sem ólst upp á koti í Nýja-íslandi. Eg á við Vilhjálm Stefánsson landkönn- uð. 1 vísindum hafa og sumir synir Nýja fslands reynst svo, að þeir hafa rutt nýja braut, þ. e. a. s. þeir hafa á sínu starfs- sviði fundið upp eitthvað er áður var óþekt, og fært vísinda- sviðið út með því. Á meðal allra vísindamanna út um heim, eru slíkir menn kunnir. Einn þessara manna er dr. Thorberg- ur Thorvaldson . Og ef eg færi út fyrir þessa bygð, má þetta sama um nokkra aðra Vestur- íslendinga segja. Eg held að Vestur-íslondingar standi í þessu orðið öðrum þjóðbræðr- um sínum jafnvel meir en á sporði. Það virðast hafa ræzt á þeim vonir Jóns Sigurðssonar um að þegar tækifærin ykjust, mundi koma í ljós hjá þeim það sem hann trúði á að í þeim byggi. En það er í mörgum öðrum skilningi en þeim sem minst hefir verið á, sem áhrifin af starfi landnemanna má lesa af sögurúnum þessarar bygðar. — Það er mikið talað um frelsi á þessum tímum. En ætli að aðrir hafi lagt meira í sölumar fyrir það, en landnlemarnir? Skoðun þeirra, sem annara, sem að því hafa unnið annar staðar en á götuhornum stórbæjanna, var sú að frelsið væri í því fólg- ið, að verða sjálfstæöur og sjflf- bjarga maður. Það er og hefir ávalt verði grundvöllur sveitar menningarinnar. Og hveraig sem það tekst að ná því tak- marki að verða sjálfstæður af búskap í sveitinni, er það víst, að sú tilraun verður ávalt af- farasælli, *en sú er gerð er til þess í stórbæjum hvort sem það eru leiðangrar til Ottawa eða annað. Atvinnuleysið, sem nú sverfur að í bæjum, er óræk- asta vitnið um hvor menning- arstefnan sé affarasælli allri al- þýðu, sú er bæirnir stjórnast af, eða sú er sveitirnar fylgja. Ef hinni síðarnefndu stefnu hefði verið fylgt af fjöldanum eins og landnemarnir gerðu, væri þetta land nú laust við það böl, er því háir mest — atvinnu- leysið. Eg veit að þegar þið, af- komendur og arfþegar landnem- anna hugleiðið þetta og berið saman við veruleikan, eins og þið þekkið hann, að ykkur muni finnast eitthvað draumkent við þetta og að hér geti aldrei um þá afkomu verið að ræða, sem í skyn sé gefið. Eg veit að þið vinnið bæði strangt og lengi og berið ekki það út býturn^ sem ykkur finst að ætti að vera. En það gerðu landnemarnir ekki heldur. Þeim var eigi að síður ljóst að alt yrði ekki gert á einum degi. Þeir unnu og bjuggu f haginn fyrir framtíð- ina. Það gerið þið einnig. Þið þáguð svo mikið af þeim, að þið njótið fyrir það svo miklu fullkomnara lífs en þeir gerðu, að ekki er saman berandi. Þeg- ar menn sem einstklingar, líta á verkefni sitt og starf í þjóð- félaginu, mega þeir ekki gleyma að það er háð meira og minna fortíð og framtíð. Og frá ein- staklings og samfélagslegu sjón- armiði, virðist mér ávalt hug- sjónin sem felst í þessum al- gengu orðum eftirtektaverð: — Mitt mark og mið með starfi mínu er það að búa f haginn fyrir börnin mín. Sú ósk er svo eðlileg, að eg hygg hana í fylsta samræmi við þjóðfé- lagsstarfið. Og það vissi eg að í huga margra bjó er þeir fóru að heiman. Og eg hygg hana hafa í ýmsum efnum ræzt. Það hefir stundum verið tal- að um það, að val landnáms- ins hafi ekki tekist sem bezt. 1 því efni finst mér því oft gleymt, að þá var ekki um aðra atvinnu að ræða hér en þá, að bjargast áfram af búskap. í íslenzku bygðunum eystra fór svo, að þar varð ekki haldist við. Á Portage sléttunni beið að vísu akuryrkjuland aðgerðar mannshandarinnar. En á hverju áttu landnemarnir að lifa þar til að uppskerutímá kom? Og fyr- ir hvað áttu þeir að kaupa akur- jrkju verkfæri? Eg sé ekki betur en að á þessum tíma væri það Nýja-ísland með því sein það liafði að bjóða til lands og sjávar, er skársta athvarfið var. Og á þessum síðustu kreppu árum, þegar veita varð hveitiræktarsveitunum uppbót- arverð á hveiti með opinberu fé, bjargast Nýja-ísland enn af sjálfsdáðum. Hafi með sanni verið hægt að tclja Nýja-ísland lélega nýlendu, má um það segja hið fom- kveðna, að svo bjargist bý, sem bimir. Eg mintist á í upphafi máls mins, að Nýja-ísland væri ein ó- gleymanlegasta íslenzka bygðin hér vestra. Af eigin reynd virð- ist mér að eg tali þar. Eg hefi átt lengur heima hér vestra utan þessarar bygðar, en innan. Eigi að síður er það ávalt efst í huga mínum, að eg eigi hér og hafi aldrei annar staðar átt heima. Eg hefi orðið hins sama var hjá mörgum, sem einhvern tíma hafa átt hér heima. Af hverju það stafar, er ef til vill ekki eins auðvelt að finna orð, en þegar maður samt sem áður minnist þess að Nýja ísland er elzta og söguríkasta íslenzka bygðin vestra, er ekki ólíklegt, að það séu minningarnar um landnemana og starf þeirra, som tendra þá sitt bál og lýsa upp og verma hugsanirnar til bygðarinnar sem þeir helguðu líf sitt og starf. Mikilvægi og áhrif sögunnar er oft meira, en við getum gert okkur ljósa grein fyrir. í íslandssögu sinni segir Bogi Th. Melsted, að þeir sem mest hafi látið sig skifta sveita og héraðsmál í Noregi forðum, hafi verið kallaðir hersar. Næst- ir þeim að veg og virðingu voru höldar, en höldsréttindum náðn bændur er jarðir þeirra höfðu gengið í erfðir í nokkra liði. Enga hugljúfari ósk get eg hugsað mér Nýja-íslandi til handa en þá, að sem flestir niðjar landnemanna verði hers- ar og höldar og haldi með því á lofti merkinu, er feður þeirra og mæður hófu og beri hugsjónir þeirra fram til sigurs, þess sig- urs, að Nýja-ísland verði höfuð- ból íslenzkunnar hér vestan hafs á ókomnum tímum. ís- lenzkan geymist vel á háskólum og í bókum, en hún verður því að eins lifandi mál hér vestra, að hér rísi upp al-íslenzk bygð eins og sú er fyrir landnemun- um vakti. •* Hvort sem sú kann nú að verða raunin á, að hér vestra myndist al-íslenzk bygð úr þessu eða ekki, verður hinu ekki neitað, að Nýja-ísland þurfum við að eignast í einhverjum skilningi. Við verðum þá dreifð- ir ef ekki vill betur til, að mynda eina félagslega heild, er verða mætti íslenzkt ríki í nokkrum skilningi, ef ekki öll- um, og það virðist nú sem betur fer undirstaðan að starfi Þjóð- ræknisfgélags íslendinga í Vest- urheimi. Með því að íslenzku bygðirnar styðji það, jafnframt því sem þær gera alt sem þeim er unt, til að eflast inn á við, er svo gott að vita, að við getum jafnvel í dreifingunni hér vestra eignast íslenzkan máls- og munaheim, sem við getum tek- ið saman höndum í við þjóð- bræður vora heima á íslandi og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.