Heimskringla - 02.03.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.03.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. MARZ 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA fjörutíu árum. Hvöt hans var til fslendinga heima á þeirri tíð; hún nær alveg eins til okkar nú þegar að skáldið segir: “Það vitum vér einnig, að arf hlutum þann, Sem eigum vér sjálfir,—ei aðrir; Vort eigið, sem gott er, víst gagnast oss kann, því girnumst ei lánaðar fjaðrir, En virðum vort þjóðerni’ og vörðum vort eg í veikleika sterkir ,þó auðnan sé treg. Ei nægir að slíkt hljómi á munni hvers manns; Vorn móð og vorn kjark skulum brýna. Að vér séum brotnir af bergi vors lands, það ber oss í v^ykinu að sýna; Já, verjum þess sóma og hefjum þess hag, þá höldum vér réttlega þess og vorn dag. Ó styrkist til hauðurs vors trygðanna taug, Og tjáð verði í reyndinni skýr- ast, Að hugð fylgdi málinu’ og munnur ei laug, Sem móðurjörð heitið vann dýr- ast, Vort fornaldar, nútíðar, framtíð- ar láð, Þú farsælt þá verður í lengd og bráð. RAKIÐ UPP tJR ÆSKUN ÁMSBóK F. HJÁLMARSSONAR lesendum Heimskringlu til gamans og dægradvalar Fyr á árum og öldum, voru það vorharðindin til lands og sjávar heima á íslandi, sem skarpast gengu fram í því að sópa innan búr og hlöður, svo maður og sauðyr litu báðir á það tvent með útkula von. Þetta út- sýn birtist oft æskusveit minni Tjörnesi austan megin Skjálf- andaflóans í Suður-Þingeyjar- sýslu. Svo var það eitt þetta harða vorið þegar allsleysið stóð í hríðarhempu sinni fyrir dyr- um að hreppstjórinn boðaði menn á fund til að reyna að ráða eitthvað fram úr þessum bág- indum, að einn fundarmanna bar fram þá uppástungu að sveitar- menn með hreppstjóra sínum legðust allir á eitt með það að smíða hrip, svipað að lögun og Laxakista, nema miklu stærra og sterkara, svo sem 1200 faðma langt og breitt að því skapi og stjóra það niður þvert yfir Grímseyjarsund. Það ætti að liggja í allra skynbærra manna skygni að slíkt veiðarfæri og þetta væri nauðsynleg eign fyrir hreppinn og ætti að geta veitt alt lifandi sem synti í Tjörninni. f þetta fljótandi forðabúr mætti svo sækja næga matbjörg, þegar þrot yrðu í búri heima fyrir. Ekki er þess getið að þessi upp- ástunga hafi verið studd eða bor- in upp til atkvæða, en um hana var þetta ort: Hákarlakistan Hvarvetna flýgur saga sú, sönnuð á marga grein, hefir fundist á hafi nú, Hákarlakista ein, tólf hundruð faðma talin löng, tilsýndar ekki smá, þvert yfir liggur Geddugöng, Grímseyjarsundi á. Full var með seli fallega, flyðrur, hvali og rostunga, skötur, þorska og skuðrisla, skelfing var hafsíldin, hornsíl, karfa, hákarla, huðfagra guðlaxinn, grásleppu nóga og grámaga, góður var fundurinn. Sagt er að Davíð nokkur Jóns- son, bóndi þá á Tjörnesinu hafi ort þetta. Síðan munu liðin níu- tíu til hundrað ár. Bæjarnöfn á Tjörnesi Máná veit eg væna, Vola heitir dalur, í Breiðuvík má búa, ból er á Sandhólum. Ketilsstaðir státa, stýri eg að Kotimýra, Hóli margir hæla hröðum að íshólsstöðum. Stað Hallbjarnar stýrir stungið er við henni Tungu Hringveri hverfur angur herðir í Tungugerði.. Syng eg um Syðri-Tungu Sól er á Kvíslarhóli Rauf eg ætla yfir að Hólkoti þaðan Héðinshöfðinn hýri hata eg þig Gata. Tröllakot má kalla klakkar örn á Bakka Húsavík má hrósa á haustin er gott í Naustum í Vilpu vel má bjargast verð eg í Skógargerði. Svangur kom eg í Hallbak kalt var mér í Saltvík. Mýri er mikið setur. Minna er um í Skörðum. ATH.—Mýri meinar höfuðbólið Laxamýri. Þessi bæjarnafna þula er víst æfagömul; í ungdæmi mínu voru tveir af bæjunum sem nefndir eru í eyði, þeir Hólkot og Gata. Á rústum Hólkots stóð þá sauð- fjárrétt Tjörnesinga. En Gata var þá vallgróin sem fornbýli. 40 bæjanöfn og 40 mannanöfn bundin í stef. Langflest eru bæjanöfnin úr Eyjafjarðarsýslu, nokkur að vísu úr Þingeyjar- sýslu og Skagafj arðarsýslu og skáldið sem batt þau líklega fæddur og uppalinn í einhverri af þessum nefndu sýslum. Bæjanöfn. Hella Nollur Hillur Hjalli Vellir, Hólar Bæli Múli Dæli Kúla, Grjóta Látur Grýta Skúti Bryti, Gásir Fjósar Hrýsar Veisa Bás- ar, Staður Búðir Steðji Heiði Svæði, Stórá Mýri Leirá Svíri Eyri, Kroppur Ufsir Kleppur Refsá Gloppa, Klúkir Hnjúkir Akur Reykir Dúkur. Mannanöfn Hrólfur Alfur Hreggviður Eggert Skeggi, Hjálmar Pálmi Andrés Randver Brandur, Bjarni Árni Bárður Þórður Hörður, Bessi Jessi Einar Steindór Rein- irl Hannes Gunnar Hermann Sverr- ir Snorri Hlöðver Böðvar Eiður Daði Líð- ur Torfi Narfi Teitur Knútur Pétur Tómas Simon Baldvin Halldór Valdr. * * * Ræðusnillingurinn próf. Rich- ard Beck minti okkur á það á þjóðræknis þinginu síðast, að byggja ekki skoðanir okkar á Sandi'. Ekki er mér kunnugt um það hvert nokkurn hefir hent sú glópska síðan hann talaði þetta, enda ekki starfað mikið að svoleiðis verkum, hvorki til munns né handa, núna á Góunni. Eftirfylgjandi saga sýnir þó, að það hefir margan horskann hent að byggja á Sandi, og hepnast það vel. Karlar tveir mættust á förn- um vegi. Eftir að hafa heilsast hófu þeir samtal sitt um það, hver myndi vera snjallastur rit- höfundur nú heima á íslandi. — Þá segir annar þeirra: Eg hefi lengi álitið Guðmund á Sandi einn af beztu rithöfundum ís- lenzku þjóðarinnar, eða hvert er þitt álit um það? Eg held eg sé þér svona nokkurn veginn sam- mála um það, svaraði hinn, þó get eg fundið galla á skoðunum þess merka manns. Blessaður bentu mér á hver þessi galli er sem þú hnýtur svo um í skoðun- um hans. Sá að hann heldur ekki við guðs boð. Hvað færir þú máli þínu til stuðnings um það ? Þetta sem stendur prentað í blessaðri sálmabókinni minni: “Hver sem við guð sér heldur trygt hús þess er ekki á Sandi bygt.” Guðmundur hefir bygt öll sín hús á Sandi og skoðanirnar líka. Skrifað upp úr minni. F. Hjálmarsson I SKORNINGUM III. Töfralyfið Eftir Steingrím Matthíasson I Ef bændurnir vildu dansa við j konur sínar svo sem 2svar— 3svar á dag, l/& tíma í senn, þá yrðu þær ekki svona feitar/ En þeir mega ekki vera að því fyrir einlægu striti og verða fyrir það magrir, vöðvaberir, æðaberir og breytulegir. (“Jeg maa ikke være ad det”, sagði Jón á Horn- inu.) Þær verða aftur feitar og fjörlitlar, með æðahnúta á fót- leggjum, fyrir eilífar stöður, í eldhúsi, og fyrir kyrsetu við saumastagl, og kaffi og sæta- brauð. Og svo kemur blóð- þrýstingurinn seinna. En þeir verða seigir og ódrepandi, fyrir stritið og einlæga útivist. Já, einmitt fyrir stritð og útiloftið, og svo ólsegir verða þeir, að ef þeir loksins veikjast, ætlar dauð- inn aldrei að vinna á þeim, svo að seinast þarf læknishjálpar við, með uppskurði. Eg á hér við miðlungsbændur, smábændur — (Belsmænd) og húsmenn, sem allir þurfa aðvinna í sveita síns andlitis, alla daga. En stórbænd- urnir hafa hins vegar næði gott til að fitna og verða oft ístru- belgir, en þeir endast þá líka illa, og þeir missa lystina á danz- inum þegar fitan kemur. Því miður virðist erfitt að koma danzinum í gang hjá því gifta fólki, jafn hollur og hann er og skemtiiegur, og líklega eina bjargræðið til að vernda heilsu og lífsgleði. Hér þyrftu þeir Hilter og Mussolini að taka til sinna ráða. En við Ras ókum undir þýzk- um hergöngullögum um sveilina. Og músíkin safnaði upphlaupi af krökkum kringum bílinn, meðan eg var að kúrera kerlingarnar. Það var í vor, í gróandanum, sem mér líkaði svo vel að kom- ast aftur til Skorninga og vera þar meðan skógurinn varð al- laufgaður og fuglarnir fóru að syngja og eg heyrði spóann vella eins og fyr er sagt. Þó var þessi aprílmánuður kaldranalegur, — suddasamur og sólarlaust að kalla fram undir mánaðarlok. En þá fór sólin að skína í allri sinni dýrð og tíðin varð góð, eða, svo eg noti skáldsins orð, það komu “góðar og blessaðar tíðir”, eins og sungið er í kirkjunum, og stúlkur brosa að. Daglega sá eg bændurna vinna á ökrum og túnum, við að plægja og herfa og sá og bera á, og undirbúa matjurtagarðana o. s. frv. Auk mykju og hrossataðs er mjög notaður kemiskur á- burður og mergel. Minni bænd- ur sá eg sáldra útlenda áburðin- um með höndunum, en á stærri ökrunum voru notaðar vélar. Þannig og þvílík er nútímans vísindalega jarðyrkja og þykir öllum skiljanleg og viturleg. En fyrir tíð Gorms hins gamla, segja fornfræðingar að venjan hafi verið að slátra einum þræli áður en sáð var, og kasa hann á akrinum. Þetta var gert guð- unum til velþóknunar og þótti venjulega gefast prýðilega, og búfræðingar þeirra tíma töldu þessa aðferð guðdómlega, jafnt og vísindalega. En bitti nú! Eitt sá eg enn hjá þeim fjónsku bændum. Eg sá þá aka feiknar- stórri tunnu, og drógu tveir hestar kerruna, sem tunnan hvíldi á. En aftur úr tunnunni sprændi' grænleitur ýringsfoss — yfir tún og akur. Mér varð starsýnt a tunnufer* líkið og hugði Bakkus kominn, eða að hér væri Frey blótað til árs og friðar með dönsku öli, og jörð tekr við ölþri” eins og stend- ur í Hávamálum. — Ó ekki! — Hér var ekki öl á ferðinni, heldur bara hland — með respekt að segja. Allir vita, að þvag þykir fyrirtaks áburður, en það er fyrst nýlega, sem kunnugt er orðið, að allrabezta þvagið er það, sem stafar frá þunguðum dýrum, einkum kálffullum kúm og fylfullum hryssum. Og það rifjaðist upp fyrir mér, að eg í fyrra hafði lesið um þetta ágæta grein eftir frk. Halldóru Bjarna- dóttur í “Hlín”. Þar segir hún einnig frá því, að í fornritum Egypta megi lesa það, að prestar þeirra þektu, þegar fyrir 4000 árum hinn sérstaka gróðurauk- andi kraft þvagsins úr kvendýr- unum fyrir burð. Nú hafa vísindin rifjað upp aftur gamlan og hálfgleymdan vísdóm og sannprófað hans gildi. Og nú er svo komið, að lyfja- verksmiðjur ýmsra landa kepp- ast við að framleiða hin dýrmæt- ustu heilsulyf úr þvagi. í Dan- mörku hefir Lövens Kemiske Fabrik gengið bezt fram í þessu, og til þess að tryggja sér nóg af hrávörunni, kaupir nú verk- smiðjan þvag þungaðra kvenna fyrir 25 aura hvern líter. Þykir margri fátækri konunni akkur að þeim viðskiftum, en aðgætni þarf, að ekki fleiri noti sama næturgagnið eða að neinn Svika- Smerdis komi þar vörufölsun að. Og nýlega las eg þau tíðindi, að nú skyldi stofna útbú frá verk- smiðjunni norður á Jótlandi og hagnýta þar eingöngu þvag úr húsdýrum. Og fylgdi sögunni, að Þændum mundu greiddir 10 aurar fyrir líter af þvagi úr kúm og hryssum og graðhestum, eða álíka mikið eða meir en þeir fá fyrir mjólkurpottinn. Með þessu móti átti hver gripur að geta gef- ið eiganda sínum í arð um 300— 400 krónur á ári hverju fyrir þvagið eitt. Eg óskaði þess strax að slík efnavinsla gæti komist í kring einnig heima á íslandi, og hét á Dungal. — Lyf- in, sem vinna má úr þvagi, eru hin mestu kynjalyf til yngingar, þar eð þau örva og endurvekja hnígandi kynþroska kvenna og manna. Það er því engin furða, þó þau séu dýrmæt og eftirsótt. Eins og kunnugt er, var fyrr- um hin mesta tröllatrú á þvagi til lækninga, svo að það var víða drukkið á sóttarsæng bæði eftir læknisráði og ýmsum kerlinga- bókum. Ennfremur var það í miklum metum hjá kvenþjóðinni sem fríðleiksmeðal, og notað ó- spart til hörunds- og hárþvotta. Reynslan hefir verið ólýgnust, hér sem víðar, og lætur ekki að sér hæða. Þvagið er aftur að komast í sitt fyrra gildi og verð- ur nú aftur lengi notað, bæði út- vortis og innvortis, en að vísu í ólíkt geðslegri mynd og umbúð- um heldur en áður fyr, er það var sopið beint úr koppi kerling- ar á hurðarbaki. Málið er langt frá því að vera fullrannsakað enn, svo að enn má vænta ýmsra nýjunga frá vís- indamönnum um hlandsins að- skiljanlegu náttúrur, eins og Jón frá Grunnavík mundi' hafa orðað það.—Alþbl. STUTT KVEÐJUORÐ TIL MR. T. J. OLESONS * Með leyfi Heimskringlu langar mig til að mega leiðrétta tvær ofurlitlar skekkjur, sem slæðst hafa inn í grein Mr. Olesons til mín í Hkr. 16. febr. s. 1. Eg veit að þetta hefir aðeins atvikast af vangá en ekki ásetn- ingi. Villurnar eru þessar: Eg hefir hvergi talað um hryðjuverk “eingöngu”. Sömuleiðis þar sem eg talaði um að meiri hlutinn færi með völd, var auðvitað átt við meirihluta þingsæta, þar sem eg einmitt Var að tala um hve margir þingmenn hefðu verið kosnir af hverjum flokki. Hins- vegar var mér það nokkurnvegin ljóst, áður en Mr. Oleson fræddi mig á því, að stjórnir geta náð meirihluta þingsæta þó þær hafi minnihluta af heildar atkvæðum þjóðarinnar. Eg er samt sem áður mjög þakklátur Mr. Oleson fyrir þessa fræðslu, því söm var hans gerð, þó eg þyrfti hennar ekki með. Eg hefi svo ekkert meira að athuga við svar Mr. Olesons, annað en að kannast við það hreinskilnislega, að eg hafði ekki full not af seinni hluta þess, skildi það blátt áfram ekki. Eg veit samt að sökin er þar hjá mér. Amlóða háttur minn og vesalmenska að hafa aldrei' haft ráð á að eignast íslenzk-íslenzka orðabók. Eg er samt sem áður viss um að greinin er hrein snild, því Heimskringla velur henni sitt æðsta sæti, beint á móti' skeið- velli ritstjórans sjálfs. Sá reitur er ekki skussunum skamtaður. Eg kveð svo Mr. Oleson með vinsemd og fullvissa hann um að þessi orðaskifti okkar hafa engan kala vakið í huga mínum til hans. Fátt er ömurlegra heldur en þögnin, élns og vinur minn dr. Sig. Júl. Jóhannesson hefir sagt svo snildarlega: “í þögninni er dulinn dauði, en deilurnar skapa líf.” Jónas Pálsson EDWARD LÁRUS EINARSSON ---1912—1937- Kjörsonur Mr. og Mrs. Hans Einarsson, Garðar, N. Dak. Einn sem við áttum æsku-blíðan kjörson kæran, köld nam gröfin. Liggur hann nú und leiði grónu draumlausa nótt, en dygð hans lifir. Andstæð örlög ungur reyndi. Brá þó til betra, svo bjart var lífið. Unni hann líka af öllu hjarta föður og móður fjörs sem gættu. Vildi hann þeim og vera í öllu góður og gegn og gerðir vanda. Eddi gat unnað öllu fögru; listrík lundin, lagvirk höndin. Sá hann í draumi sinna vona fegurð sem fáir fundið gátu. Minning þess mæta munaðarlausa drengs, mun því dagræn og draumfríð lifa. * * * Við leggjum blóm á leiði þitt, Vor liðni hjartans son. Og móðir blessar barnið sitt, Af blíðri ást og von. Og seinnameir í sæluvist, Hvar sorgir enginn ber: Við einnig fáum göng þau gi-st Og glaðst með ungum þér. Undir nafni foreldranna, J. K. HITT OG ÞETTA Kona liðsforingja eins kom einu sinni til Bismarck og kærði fyrir honum, að maðurinn sinn væri vondur við sig. — Það er mál, sem mér er ó- viðkomandi, svaraði Bismarck. — En hann talaði líka illa um yðar hágöfgi, hélt konan áfram. — Það er mál, sem yður er ó- viðkomandi, svaraði Bismarck. * * * Háöldruðu fólki fer fjölgandi í Svíþjóð samkvæmt manntals- skýrslunum þar. f árslok 1935 var þar 720 manns á aldrinum 95—100 ára og 48 eldri en 100 ára. Árið 1860 voru ekki nema þrír menn í Svíþjóð eldri en 100 ára o^ 87 á aldrinum 95—100 ára. Aldamótaárið voru samsvar- andi tölur 11 og 218. * * * Danskt blað birtir nýlega eft- irfarandi fréttaklausu: “100 sjómen á hinni litlu At- lantshafeey, Grímsey, hafa sent hmum nýbakaða heimsmeistara í skák, dr. Aljechin, hamingju- óskir sínar. Um leið buðu þeir honum að koma og tefla við sig, ef hann þyrði.” Morgunblaðinu hefir enn ekki tekist að fá staðfest, hvort frétt þessi' hefir nokkra stoð í veru- leikanum. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.